Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Þróun snýst
ekki aðeins um
þriðja heiminn
Bjartsýnin blómstraði 1995 þegar leiðtogar
186 landa lofuðu á fundi í Kaupmannahöfn
að legaa sitt af mörkum til að útrýma
fátækt og félagslegu misrétti. Ráðstefna
í Genf í vikunni sýnir glöggt að lítt hefur
miðað, en hagvöxtur dugir ekki einn og
sér og þá heldur ekki í ríku löndunum,
segir Sigriin Davíðsdóttir.
VIÐ HÖFUM ekki náð
þeim markmiðum, sem
við settum okkur ... við
höfum ekki staðið við
fyrirheit okkar og alls
ekki á tilsettum tíma. Það er hin dap-
urlega staðreynd. Við hefðum getað
gert betur - miklu betur,“ sagði Poul
Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra
Dana, í ræðu í Genf í vikunni er hann
ávarpaði aukaþing Sameinuðu þjóð-
anna, haldið undir heitinu „Kaup-
mannahöfn plús fimm“.
Þingið er haldið til að fara yfir það
sem áunnist hefur síðan 186 þjóðar-
leiðtogar samþykktu átak gegn fá-
tækt, atvinnuleysi og félagslegri út-
skúfun á leiðtogafundi í Kaup-
mannahöfn 1995. Þar af heitið. Eins
og Nyrup benti á er hin dapurlega
niðurstaða sú að það hefur fjarska lít-
ið verið gert af því sem var svo fjálg-
lega rætt um í Kaupmannahöfn á sín-
um tíma.
Ef yfirlýsingunum frá 1995 hefði
verið fylgt dæju 1,7 milljónum færri
böm í ár álykta bresku hjálparsam-
tökin Oxfam í skýrslu, sem var lögð
fyrir ráðstefnuna í Genf. En nú ætla
helstu stofnanir heimsins að taka sig
á og stefna nú að því að fækka fyrir
árið 2015 um helming þeim sem búa
við sára fátækt. „Betri heimur fyrir
alla“ er skýrsla unnin í samvinnu
Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða bank-
ans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, og
OECD, Efnahagssamvinnu- og þró-
unarstofnuninni, sem stundum eru
kölluð klúbbur ríku þjóðanna.
Fleira hefur gerst á undanfömum
fimm árum. U2-söngvarinn Bono
ferðast um heiminn til að sannfæra
þjóðarleiðtoga um skuldauppgjöf fyr-
ir fátækustu lönd heims. „Hagvöxtur
dugir ekki til“ var fyrirsögnin á grein
í Financial Times, sem James Wolf-
ensohn, aðalbankastjóri Alþjóða-
bankans, og Joe Stieglitz, yfirhag-
iræðingur hans, skrifuðu síðastliðið
haust.
Síðan heíúr Stieglitz reyndar látið
af störfum og einnig Ravi Kanbur,
annar háttsettur hagfræðingur bank-
ans. Af hálfu bankans er því haldið
fram að stefnan sé áfram sú sama, en
ýmsir velta því fyrir sér hvort hin
mjúku viðhorf tvímenninganna hafi á
endanum þótt um of mjúk. Árið 1998
fékk Amartya Sen Nóbelsverðlaunin
í hagfræði, en hann hefur einmitt ver-
ið ákafur talsmaður þessara viðhorfa.
Þrátt fyrir allt er því kannski ekki
ástæða til að falla í þunglyndi og
svartsýni þótt til þess séu annars nóg-
ar ástæður.
Verðið fyrir innantóm loforð
Skuldbindingamar tíu, sem þjóðar-
leiðtogamir 186 skrifuðu undir í
Kaupmannahöfn, vom almennt orð-
aðar en viðleitnin var góð. Þær tóku
til þess að skapa efnahagslegar, fé-
lagslegar, menningarlegar og laga-
legar forsendur fyrir félagslegri þró-
un einstaklinga. Hvert land setti sér
tímamörk til að útrýma sámstu fá-
tækt og full atvinna var markmið.
Miðað var við vemdun mannrétt-
inda og jafnrétti kynjanna, rétt til
menntunar og heilsugæslu. Styrkja
átti þróun vanþróuðustu ríkjanna,
ekki síst í Afríku, þróunaraðstoð átti
að miðast við félagslega þróim og al-
þjóðlegt samstarf undir merki Sam-
einuðu þjóðanna átti að aukast á
þessu sviði.
Þegar nú er sagt að ekki hafi verið
nóg að gert er erfitt að benda á að
skuldbindingar hafi ekki verið upp-
fylltar, þar sem þær vom almennt
orðaðar. En undir almennu orðalagi
var til dæmis einnig miðað við að ríki,
sem veita þróunarhjálp, legðu 0,7
prósent þjóðartekna í þróunarhjálp.
Það hefur ekki gengið eftir og heldur
dregið úr opinberri þróunarhjálp.
Þar á móti kemur þó að æ fleiri að-
ilar starfa nú á sviði þróunarhjálpar
og sá geiri er orðinn mun einkavædd-
ari en áður var. Hið dapurlega er þó
að mikið af aðstoð fer í neyðaraðstoð
vegna náttúruhamfara og styrjalda,
en síður í langvarandi uppbyggingu.
Bresku hjálparsamtökin Oxfam,
sem einbeita sér að bamastarfi, birta
dapurleg dæmi í skýrslu sinni: Verðið
fyrir innantóm loforð („Missing the
Target: The Price of Empty Promiss-
es.“) Þau benda á að þó yfirlýsingar
og loforð nú stefni á að draga úr ung-
bamadauða gangi spáin á því sviði þó
í gagnstæða átt.
Talsmenn Oxfam benda á að til að
takast á við fátækt dugi fátækustu
löndunum ekki aðeins aukinn hag-
vöxtur, heldur vöxtur, sem gagnist
öllum.
Samtökin tala ekki aðeins um
aukna hjálp heldur ekki síður að rík-
isstjómir, til dæmis á hinu efnaða
norðurhveli jarðar, rífi niður þann
frumskóg viðskiptahindrana, sem
bitni svo illilega á fátæku löndunum.
Hafði þá Kaupmannahafnar-
ráðstefhan engin áhrif?
Fyrst svo lítið er um áþreifanlegan
árangur af Kaupmannahafnarráð-
stefnunni má spyrja hvort hún hafi þá
AP
Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur,
er hann ávarpaði aukaþing SÞ í Genf.
ekki borið neinn árangur. Jú, hún hef-
ur haft áhrif er ályktað í úttekt frá
Sameinuðu þjóðunum fyrir Genfar-
ráðstefnuna. Áhrifin má sjá í því að
eftir ráðstefnuna er ekki lengur litið á
félagsleg málefni sem einkamál hvers
lands, heldur forgangsmál í alþjóð-
legri samvinnu. Þessi hugarfars-
breyting komi til dæmis fram í auk-
inni athygli á félagslegum afleið-
ingum efnahagskreppa.
Þessi afstaða hefur komið fram í
viðbrögðum við efnahagskreppunni í
Asíu.
Oxfam álítur reyndar að Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn verði að gera
meira á þessu sviði, en sjóðurinn hef-
ur þó tekið hina félagslegu vídd með í
dæmið einmitt varðandi Asíukrepp-
una og stuðning við lönd, sem urðu
fyrir barðinu á henni.
Hvort sem það er Kaupmanna-
hafnarráðstefnunni að þakka eða ekki
hafa félagsleg áhrif umbyltinganna í
Austur- og Mið-Evrópu náð athygli
margra. Margt má segja um ástandið
þar á Sovéttímanum en þessi lönd
bjuggu þó við gott heilbrigðis- og
menntakerfi og vinnu var að hafa.
Þama liggur nú víða við hruni í þess-
um efnum með hrikalegum félagsleg-
um áhrifum. Áhrifin eru grátlega
skýr á heilsufar, þar sem dánartíðni
hefur hækkað aftur eftir áratuga fall,
sjúkdómar eins og eyðni breiðist víða
hratt um og gamlir sjúkdómar eins og
berklar koma upp í nýjum og enn
hættulegri myndum en áður.
Á ráðstefnunni í Genf er margt
endurtekið frá fyrri árum. Meðal ann-
ars ætlar kanadíska stjómin nú að
brydda upp á hugmyndum James
Tobin, nóbelsverðlaunahafa í hag-
fræði, um að örlágur skattur verði
lagður á gjaldeyrisstreymi í heimin-
um. Þann skatt megi nota til að stuðla
að félagslegri þróun, auk þess sem
hann gæti dregið úr skammtíma fjár-
festingum og stuðlað að betri fjárfest-
ingum til langs tíma.
Getur Bono bjargað
þriðja heiminum?
Annað sem bent er á í úttekt Sam-
einuðu þjóðanna er að nú hafi bæði
Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyr-
issjóðurinn sett baráttuna gegn fá-
tækt efst á blað. Um leið hafi athyglin
beinst að skuldabyrði fátækustu
landanna og hvemig megi létta á
henni. Uppgjöf skulda hefur verið
gríðarlegt hitamál alveg frá því á
níunda áratugnum. Mörg frjáls fé-
lagasamtök hafa barist fyrir skulda-
uppgjöf af miklum krafti, en lengst-
um með litlum árangri. Það virtist
ekki duga að hippalegt fólk stæði og
veifaði spjöldum á götum úti.
Eftir að breski U2 söngvarinn
Bono gerðist talsmaður þessa mál-