Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 25/6 -1/7
Atlaga gerð að gengi
íslensku krónunnar
► BJÖRK Guðmundsdótt-
ir mun ekki taka þátt í tón-
leikaferð kórsins Raddir
Evrópu sem skipulögð er í
samvinnu hinna níu menn-
ingarborga Evrópu árið
2000. Ástæðan er sögð
mikill ágangur aðdácnda
og fjölmiðla að Björk svo
raunverulegur tilgangur-
inn tónleikanna og mark-
mið hefur fallið í skugg-
ann. Kórinn mun þó halda
óbreyttri áætlun um tón-
leikaför sína um Evrópu.
► NÝLIÐAR Fylkis í Ár-
bæjarhverfi tóku forystuna
í Landssímadeildinni í
knattspyrnu í byrjun vik-
unnar þegar liðið vann
Grindavík 2:0. Er það í
fyrsta skipti í sögu félags-
ins sem félagið trónir á
toppnum í efstu deild.
► SOPHIA Hansen hitti
dætur sínar, Dagbjörtu og
Rúnu, í Ankara í Tyrklandi
í vikunni en hún hafði þá
ekki hitt þær í heilt ár.
„Þær tóku mér opnum
örmum,“ sagði Sophia um
viðbrögð dætranna.
► GEYSIR í Haukadal
skvetti nokkrum sinnum úr
sér siðastliðinn miðviku-
ATLAGA var gerð að gengi ís-
lensku krónunnar síðastliðinn mánu-
dag, að sögn Birgis Isleifs Gunnars-
sonar seðlabankastjóra. Spákaup-
menn seldu mikið af krónum í þeim
tilgangi að hagnast á lækkun krónunn-
ar. Seðlabankinn greip til þess ráðs að
kaupa krónur fyrir 2,3 milljarða til að
verjast atlögunni.
Þyngstu dómar
vegna fíkniefnabrota
ÞYNGSTU dómar vegna fíkniefna-
brota hérlendis voru kveðnir upp yfir
sakborningum í stóra fíkniefnamálinu
í héraðsdómi Reykjavikur síðastliðinn
þriðjudag. Fjórtán sakbomingar af
nítján fengu fangelsisdóm, frá tveimur
og upp i níu ár, auk þess sem fé í þeirra
vörslu, samtals að jafnvirði um 52
milljónir kr., var gert upptækt þar
sem það var talið vera ágóði af fíkni-
efnaviðskiptum.
Bílatryggingar hækka
NÝ GJALDSKRÁ með umtals-
verðri hækkun iðgjalda i lögboðinni
ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá-Al-
mennum tryggingum verður tilkynnt
á morgun. Landinu verður skipt upg í
þrjú áhættusvæði í stað tveggja. VIS
og Tryggingamiðstöðin boða einnig
breytingar á gjaldskrá á næstunni.
Tveir létust í bflslysi
dag. Er talið að rekja megi
aukinn hita á hverasvæð-
inu og virkni Geysis til
landskjálftanna á Suður-
landi.
► Umhverfisráðuneytið
hefur lagt fram kæru á
hendur einum úr áhöfn
víkingaskipsins íslendings
fyrir brot á lögum um frið-
un villtra dýra. Maðurinn
mun hafa fangað tvo
hrafnsunga úr hreiðri og
alið upp undir súð Islend-
ings.
TVEIR piltar frá Akureyri, tæplega
21 árs gamlir, létu lífið í umferðarslysi
á Svalbarðsströnd snemma morguns
síðastliðinn sunnudag.
Bensínlítrinn yfir
hundrað krónur
VERÐ á bensíni hækkaði 1. júlí hjá
öllum olíufélögunum. Einn lítri af 95
oktana bensíni kostar nú 98,30 krónur
en lítrinn af 98 oktana bensíni hækkar
úr 99,30 í 103 krónur. Er þetta í fyrsta
skipti frá myntbreytingunni 1981 sem
bensínlítrinn fer yfir hundrað krónur.
Genamengi
mannsins kortlagt
TALSMENN vísindastofnana
beggja vegna Atlantsála skýrðu frá því
í sameiginlegri yfirlýsingu í upphafi
vikunnar að lokið hefði verið við frum-
gerð að korti yfir genamengi mannsins.
Aukin þekking á genum, öðru nafni
erfðavísum, mannsins og þætti þeirra í
þróun sjúkdóma er talin geta valdið
byltingu í læknisfræði. Með kortinu þar
sem genin eru staðsett verða tO upp-
lýsingar, sem líkt hefur verið við parta-
lista, um mannslíkamann og er mark-
miðið með kortlagningunni að staðsetja
genin vandlega á litningapörunum sem
eru 23 í hverri frumu mannsins. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti og Tony
Blair forsætisráðherra Bretlands
héldu sameiginlegan fréttamannafund
í tilefni tímamótanna og sagði Clinton
að með betri þekkingu á genamenginu
myndu vísindamenn öðlast gríðarlegt
afl til að ráðast að rótum sjúkdóma.
Upphafað
endalokum Mugabe
ROBERT Mugabe, forseti Zimb-
abve, mátti þola mildð fylgishrun í
þingkosningum í landinu á mánudag og
sagði Morgan Tsvangirai, leiðtogi
stjómarandstöðunnar, að ríkið yrði
aldrei samt eftir úrslit kosninganna.
Stjómarflokkurinn, ZANU-PF, fékk
nauman meirihluta þeirra þingsæta
sem barist var um en flokkur Tsvangir-
ai fékk nægilega marga þingmenn
kjöma til að koma í veg fyrir boðaðar
stjórnarskrárbreytingar ZANU-PF.
Elian kominn til Kúbu
Elian Gonzales, sex ára kúbverskur
drengur, fór til Havana á Kúbu á mið-
vikudag eftir að hæstiréttur Bandaríkj-
anna heimilaði föður hans að taka hann
með sér til heimalands síns. Þar með
lauk mánaðalangri og illvígri forræðis-
deilu sem varð að tákni fyrir fjörutíu
ára baráttu kúbverskra útlaga í Banda-
ríkjunum gegn kommúnistastjóminni
á Kúbu.
► ÁRLEGUR lífsgæðalisti
Þróunaráætlunar Samein-
uðu þjóðanna var birtur á
miðvikudag og hafa Islend-
ingar, ein 174 þjóða sem
bomar eru saman á listan-
um, hækkað sig um fjögur
sæti frá því í fyrra, úr
níunda sæti í það fimmta.
íslendingar eru í öðru sæti
hvað lífslíkur varðar, eða
79,1 ár að meðaltali. Þá
benda niðurstöður skýrsl-
unnar til að árlegar sígar-
ettureykingar fullorðins
íslendings nemi 2.234 síg-
arettum að meðaltali sem
er það mesta hjá öllum
Norðurlandaþjóðunum.
► IGREIN sem birtist í
breska vísindatímaritinu
Nature á fimmtudag er
sagt að fiskeldi hafi skelfi-
leg áhrif á umhverfið og
villta fiskistofna. Það er
hópur vísindamanna frá
Bandaríkjunum, Skotlandi,
Svíþjóð og Filippseyjum
sem hcldur þessu fram og
segja þeir í greininni að
fiskeldi eigi sinn þátt í
hruni fiskistofna víða um
heim.
► EHUD Barak, for-
sætisráðherra fsraels, lýsti
því yfir við Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í vikunni
að fsraelar myndu tafar-
laust innlima allt það land
sem þeir ráða nú ef Yasser
Arafat, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna,
lýsti einhliða yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínu.
Árafat sagði á fundi á
Vesturbakkanum í vikunni
að lýst yrði einhliða yfir
stofnun Palestfnu innan
nokkurra vikna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Komnir í búninga stríðsáranna. Frá vinstri: Þorsteinn E. Jónsson, fyrrverandi flugstjóri, Úlfar Þórðarson augn-
læknir og Gunnar Þorsteinsson fararstjóri.
Hópferð á stríðsflug-
sýningu í Englandi
ÍSLENSKIR flugáhugamenn ætla
um næstu helgi að efna til hópferðar
á stríðsflugsýningu í Bretlandi sem
haldin er til að minnast þess að 60 ár
eru nú liðin frá því loftorrustan um
Bretland var háð. Sýningin stendur
8. og 9. júlí á Duxford-flugminjasafn-
inu skammt frá London.
Fyrsta flugs félagið, áhugamanna-
félag um flugmál, skipuleggur helg-
arferð á Flying Legends-flugsýning-
una og er Gunnar Þorsteinsson
fararstjóri. Þorsteinn E. Jónsson,
fyrrverandi flugstjóri, og Úlfar
Þórðarson augnlælöiir eru heiðurs-
gestir Atlanta og Fyrsta flugs fé-
lagsins.
Meðal gömlu flugvélanna sem
fljúga munu á sýningunni verða
sprengjuvélamar B-17, fljúgandi
virki, B-25 Mitchell og í flokki orr-
ustuvéla Spitfire-flugsveit, sjö Must-
ang-vélar og fjórar Hurricane-vélar,
vélar af gerðinni Corsair, Bearcat og
Intruder, auk véla frá Rússlandi,
Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi.
Duxford er stærsta flugminjasafn
Evrópu með um 130 flugvélar. Þrjár
eru frá tíma fyrri heimsstyrjaldar-
innar en flestar eru frá síðari heims-
styrjöld. Þá eru 47 flugvélar frá
tímabilinu eftir 1945 og 14 farþega-
vélar. Einnig er að finna á safninu
ýmsar aðrar minjar frá stríðstímun-
um, svo sem ýmis farartæki og vopn.
Farið verður út að morgni föstu-
dagsins 7. júlí og komið heim um há-
degi mánudaginn 10. júlí. Gist verð-
ur á hóteli í miðborg London.
Morgunblaðið/Þorkell
Býflugnabændumir Gylfí Snnonarson, Gestur Helgason, Egill Rafn Sigurgeirsson, Sigurgeir Sigurgeirsson,
Guðmundur Rúnar Óskarsson og Tómas Óskar Guðjónsson.
Býflugna-
bændur í
borg
ÞAU eru ærið mismunandi áhuga-
málin, en ætli mörgum þyki ekki
sérstakur búskapur Egils Sigur-
geirssonar og fimm bænda annarra
sem stóðu fyrir því að átta samfélög
býflugna voru flutt til landsins á
fóstudag með flugi frá Svíþjóð.
Egill ræktaði býflugur í Svíþjóð
um tíu ára skeið, en hefur nú flutt
áhugamálið með sér á heimaslóðim-
ar. Hann reyndi við ræktina sl. vetur
og var þá með tvö samfélög, sem svo
eru kölluð, en flugumar lifðu ekki
eftir að hafa étið skemmt hunang.
„Nú vonum við að gangi betur,“
segir Egill, en hann ætlar að koma
upp varanlegum stofni sér til
ánægju og yndisauka við hús sitt við
Vatnsenda. Fimmmenningamir sem
standa að innflutningnum með hon-
um sóttu allir námskeið hans í vetur
um býflugnarækt og voru að hans
Morgunblaðið/Þorkell
Býflugnabændur ná í hunangið og era vel varðir við störf srn.
sögn áhugasamir um ræktunina og
afar efnilegir býflugnabændur.
Fyrir þá sem vilja vita meira um
umfang innflutningsins, skal þess
getið að um 30.000 flugur eru í
hveiju samfélagi sem kom til lands-
ins i gær og verða allt að 80.000 í
sumar. Flugumar geta því orðið vel
yfir hálf milljón talsins þegar best
Iætur og líklega best að geyma þær
á vandlega lokuðum stað, vijji menn
ekki verða fyrir biti.