Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
4
Sigling með víkingaskipinu isiendingi
Vopnaðir
víkingar
á leið til
V esturheims
✓
Víkingaskipið Islendingur leggur senn af
stað yfír Atlantshafið áleiðis til Vestur-
heims. Egill Egilsson brá sér í siglingu með
skipinu frá Stykkishólmi til Búðardals
ásamt níu nútímalegum víkingum.
Vaktin staðin á meðan víkingaskipið siglir stolt um fjörðinn.
ÖLL eigum við okkur draum, sumir
rætast, aðrir ekki. Draumar áhafn-
arinnar á vfldngaskipinu Islendingi
munu senn rætast þegar lagt verður
upp í mikla langferð á skipinu. Ferð-
in sú verður löng og ströng og tekur
siglingin mið af siglingaleið Leifs
Eiríkssonar fyrir 1000 árum. Eflaust
hefði Leifur orðið grænn af öfund ef
hann hefði séð allan þann siglinga-
búnað sem notaðaður er í dag um
borð í íslendingi. Blaðamanni lék
forvitni á að vita hvemig andinn væri
um borð hjá þessum níu sérvöldu nú-
tíma vfldngum. Eina leiðin til þess
var að bregða sér í siglingu með vík-
ingaskipinu íslendingi frá Stykkis-
hólmi til Búðardals.
Hrafnamir Ólafur og Davíð
Með í för eru tveir ófleygir hrafn-
ar að fyrimynd hrafnanna Hugins og
Munins. „Þessir tveir heita reyndar
Ólafúr og Davíð,“ segir Hörður Guð-
jónsson, sem annast umsjón þeirra,
um leið og hann strýkur hröfnunum
þar sem þeir sitja frammi í stefni.
Aðspurður um þessa óvenjulegu
nafngift kemur í ljós að hún er til-
einkuð landsfeðrunum.
Festar eru leystar og hjálparvél-
amar tvær, hvor um sig 50 hestöfl,
em ræstar og eftir að komið er úr
Stykkishólmshöfn er stefnan tekin á
Búðardal. Fyrst þarf þó að smeygja
sér í gegnum Hvammsröstina, sem
er stórhættuleg þeim sem ekki
þekkja tíl. Með í for er Ólafur Sig-
hvatsson, lóðs frá Stykkishólmi, sem
þekkir manna best áhrifamátt
rastaiinnar. „Röstin getur farið allt
upp í 18 mflur þegar mest er í henni
og þá líður manni eins og vera stadd-
ur á íleka,“ segir Ólafur. Gunnar
Marel Eggertsson stendur við stýrið
bakborðsmegin og horfír fránum
augum á röstina sem virðist sak-
leysileg að sjá. Við hlið hans stendur
skömlegur og hávaxinn kvenmaður,
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dóm-
túlkur og fyrrverandi blaðamaður,
eini fulltrúi kvenþjóðarinnar um
borð í skipinu.
„Auðvitað er ég fulltrúi kynsystra
minna og er hreykin af,“ segir hún.
Strákamii- senda henni háðsglósu en
hún lætur það ekki á sig fá og sendir
þeim tóninn. „Sérðu, þeir hafa ekk-
ert í mig, um leið og ég læt í mér
heyra verða þeir ljúfir eins og lömb.“
Hvemig stendur á því að hún
ákvað að slást í hóp með þessum
sægörpum og deila með þeim næstu
fjóram mánuðum? „Mér bauðst að
fara með þegar ég kynntist Gunnari
Marel fyrir tveimur ámm. Til að
undirbúa mig fór ég í Stýrimanna-
skólann og náði mér í pungapróf.“
Það heyrast hlátrasköll þegar Ell-
en sleppir síðasta orðinu. „Eg er svo
lánsöm að vera ekki sjóveik," heldur
hún áfram. „Annars hef ég fengið
mjög sterk viðbrögð frá konum, sem
hafa hvatt mig. Sumar halda þó að ég
sé ekki í lagi. Svo era hinir sem halda
að þessi för sé ekkert annað en feigð-
arflan, en það er sko heldur betur að
koma á daginn að þetta er vel skipu-
lagður leiðangur," segir hún og held-
ur áfram að kíkja eftir röstinni.
Kaupfélag á hafí úti
Það er bh'ðviðri og hægt í sjó.
Niðri í í lúkar rekst blaðamaður á
kokkinn. Hörður Adolfsson heitir
hann og er útlærður matreiðslumað-
ur og sjómaður til margra ára. Það
fer ekki mikið fyrir eldunaraðstöð-
unni um borð, aðeins eitt lítið horn
þar sem fyrir er eldunartæki með
tveimur hellum. „Nei, við notum
þessa ekki yfir úthafið, við eigum von
á nýrri eldavél frá Noregi þegar við
komum til Búðardals," segir Hörður.
Hvergi er neitt búr sjáanlegt og þeg-
ar Hörður er inntur eftir hvar allur
maturinn sé geymdur leiðir hann
blaðamann fram á dekk þar sem
tvær trékistur standa. Innan um
vígalegan vopnabúnað og hjálma
glittir í matarföng. Skammt frá em
þrjár kælitöskur sem innihalda fros-
in matvæli. Með í för íslendings
verður Hríseyin, skip Samherja, en
Hríseyin mun þjóna því hlutverki að
vera birgðaskip og um leið „kaupfé-
lagið“ á sjónum.
Þó ótrúlegt megi virðast á víkinga-
skipið að geta rúmað 70 manns undir
ámm. Víkingaskipið, sem er 23
metra langt og var byggt úr 18 tonn-
um af eik og fum, líður léttilega yfir
öldumar í Hvammsfirðinum á 7
mflna hraða. Þó verða ekki fleiri en
níu manns með í förinni yfir Atlants-
hafið. Gunnar hefur hvergi hvikað
frá stýrinu og horft fránum augum á
ála og öldur. Það er farið að hvessa í
Hvammsfirðinum og menn drífa sig
inn fyrir í lúkarinn og setjast við eina
borðið sem fyrirfinnst um borð í vík-
ingaskipinu. Það er þröngt um
manninn á bekknum, enda tveir
boðsgestir með í för, blaðamaður og
kunningi lóðsins. Utandyra standa
vaktina Gunnar Marel, Ellen og Jóel
stýrimaður. Þegar nær dregur smá-
bátahöfninni í Búðardal sjáum við
hvar mikill mannfjöldi er saman
kominn á bryggjunni og bæði
gúmmíbátar og skútur koma sigl-
andi á móts við Islending. Svona
mun þetta verða í þeim 25 höfnum
sem Islendingur mun heimsækja í
sinni löngu reisu.
„Við verðum orðnir hálfgerðir
sýningargripir þegar yfir lýkur,“
segir Hörður og klappar hröfnunum,
sem þegar láta heyra í sér, eflaust
fegnir því að landtaka sé framundan.
Ekki verður það sama sagt um
blaðamann, sem hefði ekkert haft á
móti því að halda áfram siglingunni
með þessum hressum víkingum
áleiðis að takmarkinu.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Hörður grár fyrir vopnum með hraftiinn Ólaf á öxlinni.