Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 6
b SUNNUDAGUK2. JULi 2000
MORGUNBLAÐÍÐ
ERLENT
Hátíðin sem sner-
ist upp í martröð
Rannsókn fyrir-
skipuð á Hróars-
kelduslysinu
en öryggismálin
virtust vera í lagi
ROKKTÓNLISTARHÁTÍÐIN í
Hróarskeldu breyttist í martröð í
fyrrakvöld er átta manns tróðust
undir í mikilli þröng sem myndaðist
fyrir íraman sviðið þar sem banda-
ríska rokksveitin Pearl Jam kom
fram. Eru Danir eðlilega harmi
slegnir vegna þessa atburðar og Poul
Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, vottaði í gær ættingjum
og öðrum ástvinum hinna látnu inni-
lega samúð auk þess sem hann skip-
aði fyrir um rannsókn á slysinu.
Pearl Jam hafði verið á sviðinu í
Mukkutima er öryggisgirðingin fyrir
framan það gaf sig undan mannfjöld-
anum sem hafði lagst á hana af mikl-
um þunga. Áður höfðu tónlistar-
mennimir beðið fólk um að færa sig
fjær en jafnvel þótt einhverjir hefðu
viljað verða við því er ekM víst að þeir
hefðu getað það. Svo mikil var þröng-
in og allur þunginn lagðist í átt að
sviðinu. Slysið átti sér stað rétt fyrir
klukkan 23.30 að dönskum tíma.
Ákveðið að halda
hátíðinni áfram
Að sögn lögreglunnar virðist ekk-
ert hafa verið athugavert við öryggis-
málin á tónlistarhátíðinni en að sjálf-
sögðu velta menn því fyrir sér nú
hvort öryggisgirðingin haíl verið
nógu rammger.
Meðan ringulreiðin var mest fyrst
eftir slysið komst á kreik sá kvittur að
e-pilluát hefði átt sinn þátt í því
hvemig fór en danska lögreglan segir
að vímuefnaneysla hali hvorM verið
meiri né minni á þessari hátíð en á
þeim fyrri.
Pearl Jam hætti að sjálfsögðu sín-
um tónleikum er slysið varð og hljóm-
sveitin The Cure ákvað að koma ekM
fram á þessu sama sviði, svokölluðu
Orange-sviði.
Á blaðamannafundi sem efnt var til
eftir slysið sagði Leif Skov, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, að henni
yrði haldið áiram. „EkM af því að við
séum 110 prósent öruggir um hvað sé
réttast við núverandi aðstæður enda
erfítt að meta það.“ í sama streng tók
Poul Nymp Rasmussen í útvarpsvið-
tali í gær.
Fyrir þeim sem aldrei hafa reynt
að standa í annarri eins þvögu og
skapast á tónleikum af þessu tagi er
erfitt að lýsa því hvemig tilfínningin
AP
Á skammri stundu breyttist gleðin í ólýsanlegan harm er fólk áttaði sig
á því sem gerst hafði fyrir framan Orange-sviðið.
Reuters
Þessi ungmenni komu á slysstaðinn í gærmorgun með blóm og kveiktu á
kertum til minningar um þá sem létust. í baksýn er Orange-sviðið en tal-
ið er að allt að 50.000 manns hafí hlýtt á Pearl Jam í fyrrakvöld.
er. í stuttu máli sagt ráða menn ekM
lengur hreyfingum sínum og jafnvel
stærstu og stæltustu karlmenn hafa
ekki roð við manngrúanum sem er oft
eins og ölduhreyfíng vegna þess að
sumir em á leið að sviðinu á meðan
aðrir leita aftur.
Við þessai' aðstæður getm- það
gerst að fólk líkt og sogist niður. Þeir
sem standa 1 kring hjálpa þá til við að
reisa fólk upp en það getur Mka gerst
að fólk fái einskonar lost og geti í raun
ekM staðið. Fólk sem er máttlaust af
hræðslu verður ógnarþungt og það
getur verið ótrúlega erfítt að ná því
upp og bera það. Ef áfengi eða lyf em
með í spilinu getur það haft sín áhrif.
Þótt talsvert sé dmkMð við þessi
tækifæri er ekM hægt að segja að
þama sé miMum drykkjuskap um að
kenna. I gær var álitið að aðstæður á
svæðinu við sviðið hefðu ef til vill ver-
ið enn tvísýnni en oft áður sökum
þess að mikið hafði rignt. Það gerir
fólk óstöðugra á fótunum og getur
auMð á sogið sem á það til að mynd-
ast.
Girðingarnar þama í kring vora
AP
Lögreglu- og hjúkrunarmenn komu strax á vettvang er tilkynnt var um
slysið. Oryggismálin virtust vera í lagi en spurningar hafa vaknað um
hvort öryggisgirðingin fyrir framan sviðið hafí verið nógu rammger.
heilar og engin ummerM um að meira
hefði gengið á en venjulega. Allir sem
létust stóðu nokkum veginn á sama
stað sem bendir til þess að á litlu
svæði hafi myndast aðstæður sem
reyndust lífshættulegar.
Mesta slys sinnar tegundar
á Norðurlöndum
Það er því miður þekkt fyiii'bæri
að fólk látist á útitónleikum af þessu
tagi en slysið í Hróarskeldu er hið
mesta sinnar tegundar á Norðurlönd-
um. í fyrra varð ámóta slys í Hvíta-
Rússlandi þegar 54 ungmenni biðu
bana, flest þeirra ungar stúlkur, en
það er mesta slys af þessu tagi sem
orðið hefur.
Fréttaritari Jyllands-Posten sagði
í gær að undarlegt andrúmsloft hefði
ríkt á svæðinu eftir slysið. Þar sem
slysið átti sér stað og í næsta ná-
grenni var fólk harmi slegið en svo
var mannmergðin mikil að ekM all-
fjarri virtist þessi atburður hafa farið
framhjá fólM. Þar var gleðskapnum
haldið áfram eins og ekkert hefði í
skorist.
Laugavegl 18 • Slmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Síml 510 2500
Falleg og fróðleg bók,
ætluð áhugamönnum
um íslenska steinaríkið.
Kjörinn ferðafélagi
út í náttúruna, enda í
handhægu broti sem fer
vel í vasa ferðamannsins.
Mál og menningjRjig
malogmenning.is I Jt| I
RltK30S
Norsku verkalýðsfélögin og vinnuveitendur á einu máli
Launaveislunni lokið
ÓH JÁKVÆMILEGT er, að launa-
hækkanir verði litlar í Noregi á
næstu árum ef takast á að halda uppi
fullri atvinnu og standast öðram
þjóðum snúninginn í samkeppninni.
Er það einróma álit Holden-nefndar-
innar svokölluðu en hún telur einnig
nauðsynlegt að draga úr fjáraustrin-
um í forstjóra og aðra frammámenn
sumra fyrirtækja. Segir írá þessu í
norska blaðinu Dagens Næringsliv.
Holden-nefndin er sMpuð fulltrú-
um allra helstu hagsmunasamtaka á
norskum vinnumarkaði, vinnuveit-
enda og verkalýðsfélaga, og auki
eiga sæti í henni aðstoðarseðla-
bankastjóri Noregs og sérfræðingur
frá hagstofunni. Er það hlutverk
hennar að leggja á ráðin um lang-
tímamarkmið í norskum efnahags-
málum.
Nefndin segir í áliti sínu, að vegna
alþjóðavæðingar í efnahagsmálun-
um verði Norðmenn að taka tillit til
þess, sem er að gerast annars staðai',
einkum í helstu samkeppnislöndun-
um. Flest bendi til, að launa- og
verðhækkanir i Evrópusambands-
ríkjunum verði litlar á næstu áram
og að því verði Norðmenn að laga sig
ætli þeir að halda uppi fullri atvinnu
og keppa jafnframt við þessi ríki á
heimsmarkaði.
Launamyndun samræmd
Lagt er til, að launamyndunin
verði samræmd og sérstök nefnd,
skipuð fulltrúum helstu hagsmuna-
samtaka, komi sér saman um ákveð-
inn, efnahagslegan ramma, sem mið-
að skuli við þegar til samninga:
viðræðna á vinnumarkaði kemur. í
Noregi er það venjan, að fyrst er
samið við einhverja grein, sem á í
harðri samkeppni, og ætlast er til, að
þeir samningar verði fyiirmynd að
öðram. Vill Holden-nefndin hafa
þetta fyrirkomulag áfram en leggur
til, að launahækkunarramminn verði
gerður trúverðugri með því að taka
inn í hann launahækkanir til for-
stjóra og annarra stjómenda.
I áliti nefndarinnar segir, að laun
háskólamenntaðs fólks hjá hinu op-
inbera hafi hækkað minna en hjá
einkageiranum og á því verði að ráða
bót. Munur af þessu tagi grafi undan
góðri sátt á vinnumarkaði.
Holden-nefndin vill styrkja stöðu
heildarsamtaka launþega og at-
vinnurekenda en leggur þó ekkert til
í því efni. Það mun því koma í hlut
Stabel-nefndarinnar en hún vinnur
að því að endurskoða og breyta þeim
leikreglum, sem nú er farið eftir í
samningaviðræðum.