Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 11
Morgunblaðið/Kristinn
[MYNDLIST]
íslensk erfðagreining hefurfengiö listamennina HalldórÁsgeirsson og
Arngunni Ýrtil að vinna verk inn í húsakynni fyrirtækisins, en það er
stefna þess að styrkja listsköpun sem sækir efnivið sinn í vísindi.
Myndin sýnir Halldór við rýmisverk sitt.
[LEIKLIST]
Leikverkið Salka Valka var veglega stutt af fyrirtækjum úr sjávarútvegi,
enda vel við hæfi þar sem það fjallar sem kunnugt er um Iff fólks í sjávar-
þorpi. Auk þess naut verkefniö stuðnings frá ýmsum öðrum fyrirtækjum
á höfuðborgarsvæðinu og menntamálaráðuneytinu.
ATÍMUM endurreisn-
arinnar myndaðist
hefð fyrir því að þeir
sem réðu yfir fjár-
magni í þjóðfélaginu
tækju ákveðna lista-
menn eða listgreinar
upp á sína arma og styddu með ráð-
um og dáð. Listamenn á borð við
Michelangelo, Leonardo da Vinci,
Antonio Stradivari og síðar til
dæmis Haydn, Mozart og Goethe,
hefðu aldrei orðið jafn afkastamiklir
og raun ber vitni ef þeir hefðu ekki
notið stuðnings áhrifamikilla aðila
sem höfðu áhuga á listum og fratn-
forum þeim tengdum. Án slíkra
tengsla á milli listamanna og þeirra
sem hafa haft yfir fjármagni að
ráða í gegnum aldirnar væri menn-
ing heimsins vísast mun fátæklegri.
En hinu má heldur ekki gleyma
að stórbrotin lífsverk þessara lista-
manna urðu jafnframt til þess að
þeir sem stóðu við bakið á þeim
hafa unnið sér sess á spjöldum sög-
unnar - einmitt fyrir þennan stuðn-
ing. Þó Catherine Medici hafí verið
ákaflega atkvæðamikil kona á vett-
vangi stjórnmála sinnar samtíðar
hafa kynslóðir seinni tíma ekki síð-
ur minnst hennar sem bakhjarls
hsthreyfinga endurreisnarinnar.
Forfeður hennar á Ítalíu, sem
byggðu upp veldi sitt með banka-
starfsemi, lögðu grunninn að þvi að
gera Flórens að vöggu menningar,
lista og vísinda í Evrópu. Medici
fjölskyldan stofnaði háskóla, lagði
fram fyrsta vísinn að Uffizi safninu,
átti stærsta bókasafn í Evrópu,
byggði hluta Louvre í París, hélt
uppi arkitektum, listmálurum,
vísindamönnum, heimspekingum,
hljóðfæraleikurum og tónskáldum -
ótal frumkvöðlum á flestum sviðum
menningarlegra verðmæta og
nýsköpunar.
Þrátt fyrir þær þjóðfélags-
breytingar sem urðu í kjölfar iðn-
byltingarinnar og við uppgang
borgarastéttarinnar hafa þessi
tengsl á milli fjársterkra aðila og
þeirra sem vinna á sviði menningar
og lista lítið breyst. Rockefeller
stofnaði háskóla í Bandaríkjunum,
Englendingurinn John Smithson
gaf auðæfi sín til Bandaríkjanna til
að mennta nýja þjóð og úr því varð
Smithsonian safnið og Solomon og
Hilla Rebay Guggenheim lögðu
grunninn að starfsemi samnefndra
safna beggja megin Atlantsála svo
fátt eitt sé nefnt. Það má því með
sönnu segja að tengsl menningar og
atvinnulífs séu forn og í raun órofin
í menningarsögunni.
Á íslandi er ekki alda-
iöng hefð fyrir því að
virkja menninguna
Hér á íslandi háttar þó öðruvísi
til. Þó vissulega megi finna mörg
dæmi um stuðning til góðra verka á
sviði menningar á íslandi er ekki
aldalöng hefð fyrir því að virkja
gagnkvæman ávinning af slíku
samstarfi atvinnulífs og menningar.
Má rekja þá sérstöðu að mestu
leyti til einangrunar og bágs efna-
hags þjóðarinnar í gegnum tíðina
þar sem ekki gafst mikið svigrúm
til fjárfrekra afreka á menningar-
sviðinu. Þróunin varð því sú að ís-
lendingar byggðu sína þjóðar-
arfleifð fremur á því sem geymdist
manna á meðal og lítið fór fyrir - á
fombókmenntunum sem komu þá í
stað annarra máttarstólpa menn-
ingarinnar svo sem tónlistar, mynd-
listar og byggingarlistar.
Umbreytingar og framfarir ný-
liðinnar aldar hafa samt sem áður
verið shkar hér á landi á flestum
sviðum mannlífsins að íslendingar
eiga oft erfitt með að átta sig á
margbreytileika samtíma síns. Þá
er hættan sú að mönnum finnist
haldbest að líta til fortíðarinnar og
þess menningararfs sem hún þó
geymir í stað þess að reyna að
glöggva sig á samhengi samtímans
og því hvar vaxtarbroddarnir sýna
sig.
Samstarf atvinnulífsins við lista-
og menningaröflin er því undirorpið
mikilli víðsýni og vilja til að taka
áhættu þar sem hér er ekki til stað-
ar sú aldalanga hefð á sviði lista
sem aðrar þjóðir geta reitt sig á til
að horfa fram á veginn. Þess vegna
er því mikilsvert að hafa í huga að
án samhengis við nútímann og um-
heiminn verður fortíðin einskis
virði. Eða eins og einn nútíma-
legasti listamaður sinnar samtíðar,
Ásmundur Sveinsson, orðaði það í
bók Matthíasar Jóhannessen um
hann: „Án nýrra verka, án nútím-
ans, hættir fortíðin að vekja áhuga.
Þá verður hún að uppistöðulóni sem
þornar í mollunni.“
Breytingar á samstarfi
afla sér ráðgjafar eða þekkingar
hjá fagfólki á sviði lista, að öðrum
kosti eru menn að dæla peningum
í verkefni sem skila engu. Maður
verður sérstaklega var við þetta í
myndlistinni, - þar er oft um
rangar íjárfestingar að ræða
vegna vanþekkingar og við höfum
einmitt slæm dæmi um slíkt hér á
íslandi.“
Við erum að þroska mann-
auðinn með skapandi hugsun
Hjálmar segist oft finna fyrir
því að íslendingar hafa ekki van-
ist því að horfa til langs tíma.
„Mönnum hættir til að gleyma því
að við erum ekki bara að vinna að
einstökum verkefnum, byggja upp
hús eða stofnanir með þátttöku at-
vinnulífsins eða ríkisins, heldur er
það fyrst og fremst mannauðurinn
sem við erum að þroska. En það
eru einmitt listirnar, umfram allt
annað sem þjálfa skapandi hugs-
un. Skapandi hugsun í dag er ekki
lengur bundin við það að búa til
listaverk, heldur er hún nauðsyn-
leg í öllum fyrirtækjum, í öllum
rekstri. Við vitum vel að þeir sem
ráða fólk til starfa eru ekki ein-
ungis að sækjast eftir dugnaði eða
hefðbundinni menntun, heldur
einnig frumkvæði og sjálfstæði í
vinnubrögðum, - og það er ein-
mitt skapandi hugsun. Listir og
listþjálfun af öllu tagi allt frá
Morgunblaðið/Ásdls
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla íslands, segir aö
mönnum hætti of mikiö til aó
greina menningu frá atvinnulífi.
barnæsku er eitt besta tækið til
örva hana. Það er ekki bara ríkis-
ins að styðja við menningarlífið í
uppeldislegum skilningi, heldur er
[>að líka hlutverk fyrirttekjanna.
Ef fyinrtækin hugsa ekki til fram-
tíðar eignumst við aldrei vinnafl
sem er fært um að sýna frum-
kvæði og vera sjálfstætt.
Annað sem ég vil benda á í
þessu sambandi,“ segir Hjálmar,
„er hvernig atvinnulífíð fær að
láni frá listunum ýmis hugtök og
skilgreiningar; „fi*umlegur“,
„frumkvæði", „nýsköpun", - allt
eni þetta nú orðin lykilorð í at-
vinnulífinu, en við vorum næstum
j)ví skammaðir fyrir að nota j)au í
listum fyrir þrjátíu árum síðan. í
nútímasamfélagi þar sem breyt-
ingamar eru örar og ekki er
byggt á hefðbundinni vörufram-
leiðslu heldur hugviti eru listirnar
að verða mun mikilvægari og
breiðai’i þáttur. Bæði listirnar
sjálfar og þjálfun í listum. Ekki
nema brot af því fólki sem fer í
listnám eða listþjálfun vcrður
listamenn enda er heldur engin
ástæða til þess. Þetta fólk miðlar
samt sem áður mikilli þekkingu,
við kennslu, uppeldi og innan fyr-
irtækja og er betur undir það búið
að takast á við margvísleg verk-
efni.“
Löngun í fyrfrtækjum
á að fá að þroskast
Hjálmar segir miklar breyting-
ar hafa átt sér stað í kostun á Is-
landi undanfarin ár og að mikil-
vægt sé að sú [iróun haldi áfram.
„Ég held að það sé mjög mikil-
vægt að löngunin í fyrirtækjunum
fái að þroskast, hver svo sem hún
er,“ segir hann. „Löngunin kemur
frá þeim sem þar stýra og hafa
metnað fyrir hönd fyrirtækisins.
Þar þai*f að vera ákveðið svigrúm,
en um leið þurfa stjórnendur að
finna til ábyrgðar og þar komum
við sein vinnum í menningargeir-
anum til sögunnar. Við verðum að
reyna að teygja okkur til þessa
áhugasama fólks, efla áhuga þess
og fá það til að vinna með okkur.
Sá sem leitar eftir kostun verður
jafnframt að gera sér fulla grein
fyrir markmiðum kostunaraðilans
og gæta þess að þau stangist ekki
á við tilgang starfseminnar og
ímynd. Hættan á að fjárvana
menningarstofnun verði leppur
stórfyrirtækis er alltaf fyrir
hendi. Einnig má gera ráð fyrir að
erfiðara geti verið að afla kost-
unaraðöa fyrir listsköpun eða
menningarstarfsemi sem á ein-
hvem hátt er umdeild."
Listaverk eru í eðli sínu
persónuleg tjáning
Þegar verið er að leita eftir
fjármagni til lista gleymist stund-
um að hafa eðli listsköpunar í
huga. „Vandinn liggur í því að
listaverk eru svo persónubundin,
þau eru ákaflega persónuleg tján-
ing sem oft þarf að leggja á borð
fyrir einhvem þar sem þeim mæt-
ir jafnvel lítill skilningur," segir
Hjálmar. „Hvað það vandamál
vai-ðar hafa listamannasamtök, og
kannski Listaháskólinn þegar
hann fer að byggjast upp til fram-
tíðar, mikilvægu hlutverki að
gegna við að efla samskiptin á
milli listamanna og atvinnulífsins.
Slíkt má gera jafnt með nám-
skeiðahaldi, fræðslustarfsemi og
með því að bjóða stjórnendum fyr-
irtækja að fylgjast með sköpunar-
ferlinu sjálfu svo að þeir öðlist
skilning og metnað fyrir hönd list-
arinnar. Það er svo margt hægt
að gera til að auka skilning á list-
um annað en að bjóða á opnun eða
frumsýningu.“
Hjálmar bendir á mikilvægi
þess að afla meiri þekkingar um
kostun og hversu miklu fé sé
raunverulega varið til menningar-
mála. „Þar sem það er bara
ákveðið fjármagn í umferð til
þessara hluta hef ég litið svo á og
tel heilbrigt að stærstu ríkisstofn-
anir í listum fari ekki út á þennan
markað,“ segir hann ennfremur.
„Þær eiga að láta sjálfseignar-
stofnunum, minni hópum og ein-
staklingum þessa köku eftir, því
sú starfsemi byggir grósku sína
svo mikið á slíkum stuðningi. Það
er allt í lagi að ríkisstofnanir leiti
eftir fé til afmarkaðra verkefna en
þær mega ekki verða áskrifendur
að slíku fé. Það má ckki leysa rík-
ið undan sínum skyldum enda
engin ástæða til þess,“ segir
Hjálmai’ H. Ragnarsson að lokum.