Morgunblaðið - 02.07.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 23
Aróður
austurs og
vesturs
ÞAÐ er ljósmyndin „Frumherjinn"
eftir rússneska ljósmyndarann
Alexander Rodchenko sem er hér
fremst á veggnum í hópi annarra
ljósmynda.
„Frumherjinn" er hluti sýningar
í Púskin-Iistasafninu í Moskvu, en
þar má sjá áróðursmyndir frá bæði
Bandaríkjunum og Sovétrfkjunum.
Stjómvöld beggja ríkja vom dug-
leg að nýta sér áróðursmyndir á
borð við þessar á árunum eftir
1930.
AP
Þróunarlmur í
íslenskri sagnfræði
TIMARIT
Sagnfræði
SAGA
Tímarit sögufélags. XXXVI-
11-2000. Ritstjórn: Guðmundur J.
Guðmundsson, Guðmundur Jónsson
og Sigurður Ragnarsson. 383 bls.
SAGA er að þessu sinni helguð
umfjöllun um þróun íslenskrar sagn-
fræði. Greinarnar sem birtar eru í
ritinu eru unnar að frumkvæði rit-
stjórnar með það að markmiði að
þær gefí saman heildstæða mynd af
iðkun sagnfræði á 20. öld er taki til
alls tímabils íslandssögunnar og
þeirra helstu nálgunaraðferða sem
átt hafa upp á pallborðið hjá íslensk-
um sagnfræðingum. í formála segir
að ritstjórnin hafí falið ellefu sagn-
fræðingum að „greina frá helstu
söguritum, úr hvaða jarðvegi þau
spretta, grundvallarviðhorfum eða
söguskoðunum sem í þeim birtast,
viðfangsefnum þeirra og aðferðum
sagnaritaranna“ (bls. 7).
Auk yfírlitsgreinar Inga Sigurðs-
sonar um þróun sagnfræðinnar frá
miðöldum til samtímans eru í ritinu
tíu greinar sem taka á tilteknum
sviðum í nálgun sagnfræðinnar að
fortíðinni. Þrjár greinar taka
útgangspunkt í tímabilum Islan-
dssögu fyrri alda: Jón Viðar Sigurðs-
son fjallar um sagnaritun um tíma-
bilið fyrir 1300, Helgi Þorláksson um
umfjöllun um 14. og 15. aldar sögu og
Gísli Gunnarsson um sagnaritun um
íslenskt samfélag 1550-1830. Tvær
greinar skýra frá nálgun greinarinn-
ar að tilteknum þáttum stjórnmála-
sögunnar: Gunnar Karlsson fjallar
um söguna um þjóðríkismyndun Is-
lendinga 1830-1944 og Valur Ingi-
mundarson um sögu utanríkismála á
20. öld. Hinar greinamar fimm mið-
ast við rannsóknir á sögu síðari alda í
félagssögu (Loftur Guttormsson),
hagsögu (Guðmundur Jónsson),
menningar- og hugmyndasögu (Guð-
mundur Hálfdanarson), kvennasögu
(Margrét Guðmundsdóttir) og
byggðasögu (Friðrik G. Olgeirsson).
Tiltæki ritstjórnar Sögu að efna til
umfjöllunar um fræðigreinina er
einkar vel til fundið. í hæfilega stutt-
um greinum gefst höfundum tæki-
færi á að safna saman þeim þráðum
sem myndað hafa íslenska sagnfræði
og sérsvið hennar. Þar sem vel hefur
tekist til er að finna í ritgerðunum
kærkomna greiningu á fræðasviðinu,
en það er þáttur sem íslenskir sagn-
fræðingar hafa almennt ekki sinnt
nægjanlega.
Eins og fram kemur í formála
leggur ritstjórnin út með að við-
fangsefni greinanna sé úttekt á
„helstu söguritum" sem skrifuð hafa
verið á öldinni sem er að líða. Að
vissu leyti minnir þetta sjónarhorn á
nálgun persónusögunnar, „um
helstu menn vora“, en eins og margir
greinahöfunda benda á hefur slík að-
ferð átt nokkuð undir högg að sækja
í fræðaheiminum. Þessi ritstjórnar-
stefna ýtir undir það að höfundar
leggjast á köflum í harla léttvægar
upptalningar á höfundum og verkum
þeirra, jafnvel á ritum sem ekki telj-
ast beita aðferðum fræðanna. Þetta
gerir það líka að verkum að sumum
höfundanna reynist erfítt að festa
hendur á almennum breytingum inn-
an fagsins. Helst er staldrað við af-
helgun sjálfstæðisbaráttunnar á síð-
ustu þremur áratugum og
endurskoðun þeirra þjóðhverfu sjón-
arhorna sem mótuðu sagnfræði sem
skrifuð var undir áhrifum hennar, en
um þessi tímamót hefur allnokkuð
verið fjallað áður. Fáir höfundar
ganga hins vegar langt í frekari
greiningu á straumum síðustu ára og
láta nægja að vísa til aukinnar fjöl-
breytni í verkefnavali sagnfræðinga
á síðustu árum.
Önnur leið hefði verið að hvetja
höfunda til að taka útgangspunkt í
þeim aðferðafræði- og söguspekilegu
nálgunum sem einkennt hafa sagn-
fræðilegar rannsóknir hér á landi.
Það hefði getað leitt til markvissari
og metnaðarfyllri greiningar á því
sem íslensk sagnfræði hefur fengist
við og stöðu hennar í nútímanum.
Vitanlega tekst mörgum höfund-
anna að rífa sig frá því að fjalla ein-
göngu um tiltekin rit. Besta dæmið
um það er grein Guðmundar Hálf-
danarsonar um menningar- og hug-
arfarssögu en þar eru spurningar
söguspekilegs eðlis lagðar til grund-
vallar umfjölluninni. Og þótt Guð-
mundur Jónsson haldi sig við for-
skriftina, enda einn rit-
stjórnarmanna, tekst honum að
hefja sig upp úr upptalningunum og
skapa skarpa mynd af hagsöguleg-
um nálgunum íslenskrar sagnfræði.
Annað sem vekur athygli við rit-
stjórn tímaritsins er val á þeim höf-
undum sem fengnir voru til að vinna
að þessu verkefni. Níu af ellefu höf-
undum greinanna eru háskólakenn-
arar, meðalaldur þeirra reiknast
vera um fimmtugt og aðeins ein kona
er meðal höfunda. Þetta gefur nokk-
uð tóninn í verkið.
Höfundar eru fengnir til að fjalla
um sérsvið sitt, sem þeir hafa sjálfir
átt nokkurn eða talsverðan þátt í að
skapa. Þetta er bæði kostur og galli.
Þekking þátttakandans á viðfangs-
efninu veitir ómetanlega sýn á við-
fangsefnið. Þannig má t.d. fá hug-
mynd um hvemig höfundarnir meta
sín eigin verk og starfsfélaga sinna í
samhengi við orðræðu fagsins. En
mönnum er augljóslega sniðinn
stakkur í gagnrýnni greiningu á eig-
in framlagi. Sumir höfundar koma
sér líka alfarið hjá því að gera úttekt
á stefnum og straumum sinnar sam-
tíðar. Víða er þó að finna ágæta
spretti þar sem höfundarnir ná að
greina eigin verk af vísindalegri yfir-
vegun, sem og ritsmíðar andmæl-
enda sinna og þeirra sem hafa tekið
skyld viðfangsefni ólíkum tökum.
Á stöku stað hafa einstakir höf-
undar farið út af sporinu án þess að
ritstjórnin hafi séð ástæðu til at-
hugasemda. Dæmi um þetta er um-
fjöllun Margrétar Guðmundsdóttur
um kynjasögu, en fræðimenn hafa í
vaxandi mæli notað þetta hugtak um
femínískar rannsóknir á sögu kynj-
anna. Harla stuttaraleg umfjöllun
Margrétar um kynjasögu ber reynd-
ar öll merki takmarkaðs innsæis inn í
þetta fræðasvið og þróun þess und-
arfarinn áratug. Til marks um það er
að yngsta erlenda fræðiritið sem hún
vísar til í allri greininni er frá 1985 en
síðan hafa kynjafræði ýmiss konar
verið meðal þeirra sviða mannvís-
inda sem hafa verið í hvað mestri
gerjun. Umfjöllun Margrétar hefði
gjarnan mátt taka á þeirri þróun. Því
miður notar hún þess í stað tækifær-
ið til að koma persónulegum hleypi;
dómum sínum á framfæri, t.d.: „I
upphafi þjónaði kynjasaga iðulega
fyrst og fremst frama þeirra fræði-
manna sem börðust fyrir viðurkenn-
ingu“ (bls. 242). Slíkar órökstuddar
fullyrðingar gefa ekki beinlínis til
kynna að um fræðilega úttekt sé að
ræða.
Þegar á heildina er litið eru efnis-
tök höfunda í Sögu hin vönduðustu
og mikill fengur að þessari umfjöllun
um þróunarlínur í íslenskri sagn-
fræði. Hugsanlega hefði greining
þessarar sögu orðið ferskari og
metnaðarfyllri ef leitað hefði verið til
fleiri sagnfræðinga úr hópi yngri
kynslóðarinnar (einungis einn höf-
undur er fæddur eftir 1960), t.d. úr
allstórum hópi karla og kvenna sem
stunda eða hafa nýlokið doktorsnámi
í sagnfræði. Sú nýbreytni, að helga
heilu hefti sérstakt þema og leita til
fræðimanna um framlög er hins veg-
ar til fyrirmyndar. Þetta er leið sem
líkleg er til að stuðla að fræðilegri
umræðu og efla sagnfræðina. Von-
andi getur orðið framhald á þessari
stefnu.
Ólafur Rastrick
Alþjóðlegt
sumarnám-
skeið í ís-
lensku
FJÖGURRA vikna alþjóðlegt
sumamámskeið í íslensku hefst
mánudaginn 3. júlí í Háskóla
Islands. Heimspekideild og
Stofnun Sigurðar Nordals
gangast fyrir námskeiðinu.
Stofnun Sigurðar Nordals ann-
ast skipulagningu þess og for-
stöðumaður hennar stjómar
því. Þetta er í tólfta skiptið sem
stofnunin sér um undirbúning
námskeiðsins.
Þátttakendur verða 49 að
þessu sinni og koma frá 13
löndum, flestir frá Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Frakklandi
og Þýskalandi. Þeim verður
skipt í þrjá hópa í íslenskunám-
inu eftir kunnáttu en margir
þeirra hafa þegar lagt stund á
íslensku heima fyrir, m.a. hjá
sendikennurum í íslensku. Auk
þess að nema íslensku gefst
stúdentunum tækifæri til að
hlýða á fyrirlestra um náttúra
íslands, sögu íslendinga og
menningu, heimsækja menn-
ingarstofnanir og skoða sig um
á sögustöðum.
Mikill áhugi er á læra ís-
lensku víða um lönd, ekki síst í
Norður-Evrópu og Norður-
Ameríku. Með ári hverju ber-
ast fleiri umsóknir um hvers
konar íslenskunám fyrir út-
lendinga hér á landi. Miklu
fleiri stúdentar sækja um al-
þjóðlegt sumarnámskeið í ís-
lensku en unnt er að sinna.
Nútímaíslenska er einnig
kennd á mörgum stöðum er-
lendis. Minna má á að nú starfa
fjórtán íslenskulektorar í átta
Evrópulöndum með stuðningi
íslenskra stjómvalda. Annast
Stofnun Sigurðar Nordals
þjónustu við þá.
Hádegistón-
leikar í Nor-
ræna húsinu
FRANSKI píanóleikarinn Fern
Nevjinsky heldur píanótónleika í
Norræna húsinu miðvikudaginn 5.
júlí nk. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15.
Á efnisskránni eru verk eftir Jón
Leifs, Hallgrím Helgason og Fern
Nevjinsky.
Fem Nevjinsky er viðurkenndur
píanóleikari í Frakklandi og hefur
m.a. leikið íslenska tónlist á einleiks-
tónleikum sínum þar í landi. Hún
hélt tónleika í Rúðuborg 16. mars sl.
í tengslum við norrænu kvikmynda-
hátíðina og lék þá verk eftir Svein-
bjöm Sveinbjörnsson, Pál Isólfsson,
Jón Leifs, Hallgrím Helgason og
Hjálmar H. Ragnarsson.
Fem Nevjinsky verður hér á landi
í júlí til að taka þátt í sumarnám-
skeiði í íslensku en hún stundar ís-
lenskunám við Sorbonne-háskólann í
París.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.