Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 35
-■
Skurður, 100 m
Búðarháls
Sandafell
Sultartangalón
114 Gl, 297,5 m.y.s
Sultar-
tangi
Yfirfall
Stangarfjall
Tungnaá
Vaöalda
Sultartangavirkjun
Stöðvarhús
Frárennslis-
skurður /
7,2 km——y''A
Aðrennslisskurður-
Cangainntak-i
Þversnið
Jöfnunarþ ró-
Stöðvarhús
Aðrennsllsqönq
Bjarnalón
24S m.y.s.
Búrfellsstífla
veitunni en rafmagnsframleiðsla
hennar er þrisvar sinnum meiri en
framleiðsla Landsvirkjunar. í virkj-
uninni er notuð nýjasta tækni í boð-
sendingum og við stýringar þannig
að kaplamagn er þriðjungi minna en
í sambærilegum virkjunum sem nú
eru í rekstri.
Hinn 15. nóvember á síðasta ári
hófst framleiðsla rafmagns í fyrri
vélasamstæðunni. Það skapaði
vissulega erfiðleika við rekstur
hennar að uppsetning og prófanir
síðari vélasamstæðurnar voru í full-
um gangi, en viss hluti búnaðarins
er notaður við báðar vélasamstæð-
urnar.
Hinn 31. janúar hófst framleiðsla
rafmagns með síðari vélasamstæð-
unni.
Þörfin fyrir aukna rafmagnsfram-
leiðslu var svo brýn síðasta vetur að
nauðsynlegt var að hefja framleiðslu
í Sultartangavirkjun án tafar með
fullum afköstum. Það tókst þrátt
fyrir erfiðar vetraraðstæður. Þessi
mikla framleiðsla hefði ekki verið
gerleg, ef ekki hefði komið til hin
mikla reynsla sem starfsmenn
Landsvirkjunar í Búrfelii búa yfir
varðandi rekstur virkjana.
í maí síðastliðnum var hægt á
framleiðslu Sultartangavirkjunar til
þess að ganga endalega frá öllum
búnaði og gera þær endurbætur
sem nauðsynlegar þóttu.
Sultartangavirkjun hefúr því
reynst prýðilega þann tíma sem hún
hefur verið starfrækt og hún er
tækniiega fullkomnasta virkjunin
sem nú er starfrækt hér á landi.
Hvernig geta menn af svo
mörgu þjóðemi talað saman?
Bygging virkjunar krefst sameig-
inlegs átaks manna af mörgu þjóð-
erni. Þess vegna er nauðsynlegt að
samskipti aðila fari fram á einu
tungumáli. í okkar heimshluta er
það enskan sem þá verður fyrir val-
inu. Á Sultartanga notuðu íslenskir
starfsmenn íslensku þegar þess var
nokkur kostur, enda það eðlilegra
og þægilegra. I tímans rás hafa ver-
ið smíðuð íslensk orð fyrir flesta
hluta virkjana, sem allir gama-
lreyndir virkjunarmenn kunna.
Stöðugt er verið að búa til ný orð og
endurbæta þau gömlu. Þeir sem
starfað hafa að íðorðagerð vita að
um leið og gott orð verður til breið-
ist það áreynslulaust út og er notað
af öllum þeim sem heyra Jiað. Sem
dæmi má nefna að enginn Islending-
ur talar um „generator", heldur not-
ar orðið rafall. Snúðurinn í rafalnum
er heldur ekki kallaður „rotor“ og
„erection bay“ heitir hlaðrými og
svo mætti lengi telja.
Hins vegar væri það þjóðþrifa-
verk ef þeim ágætu íðorðum sem nú
eru til væri safnað saman í hefti sem
væri tiltækt öllum Islendingum sem
vinna á virkjunarstað. Þetta gæti
verið heppilegt samstarfsverkefni
Landsvirkjunar, orðanefnda verk-
fræðinga og Rafiðnaðarsambands-
ins.
Umhverfis og öryggismál
Ekki er hægt að skilja við umfjöll-
un um Sultartangavirkjun án þess
að minnast á umhverfis- og öryggis-
mál.
Góð sátt var um umhverfismálin.
Vegna virkjunarframkvæmdanna
verður eyðimörkin milli Sandafells
og Búrfells grædd upp þannig að þá
tekur fyrir sandstorma af þessu
svæði. Virkjunarsvæðið sjálft verð-
ur allt grætt upp og fegrað. Að mínu
mati setja stöðvarhúsið og fra-
rennslisskurðurinn, sem frekar ætti
að kallast gljúfur vegna stærðar
sinnar, viðkunnanlegan svip á um-
hverfið, sem var fyrir helst til svip-
lítið.
Sama verður kannski ekki sagt
um háspennulínurnar sem liggja um
svæðið. Þó eiga þær á góðum stund-
um sína fegurð, eins og þegar sólin
brýst fram eftir rigningu og það
glampar á reglulega sveigjulínu raf:
strengjanna milli stauranna. í
tengslum við virkjanaframkvæmd-
irnar hefur verið lagður vegur m&ð
bundnu slitlagi inn að VatnsfeUÍ,
þannig að nú er almenningi greið
leið inn á þennan hluta hálendisins.
Á stórum og hættulegum vinnu-
stað eins og virkjunarsvæði er mikil
slysahætta. Reynt var að draga úr
þessari hættu eins og kostur var, og
viðbúnaður til að mæta slysum var
ágætur. Verktakarnir sáu um að
starfrækja sjúkra- og björgunarlið
og Landsvirkjun rak sjúkrastofu
þar sem hjúkrunarfræðingar voru á
vakt allan sólarhringinn meðan
vinna fór fram. Alls urðu á Sultar-
tanga 54 slys sem leiddu til fjarveru
frá vinnu. Versta slysið var þegar
hlaupaköttur keyrði yfir ristina á
starfsmanni. Vegna slyssins þurfti
að fjarlægja litlutána á fætinum seni
leiddi til 12% örorku starfsmanns-
ins.
Samanburður sem Vinnueftirlitið
gerði á slysatíðni milli Sultartanga
og þriggja stórra byggingarstaða á
Norðurlönum sýndi að slysatíðni var
lægst á Sultartanga.
Mannvirkjagerð og
ferðamennska
íslendingar búa nú svo vel að eiga
tæknimenn sem ráða vel við stór-
framkvæmdir á borð við Sultar-
tangavirkjun. Islenskir verktakar
eru einnig vel í stakk búnir til að
takast á við flesta verkþætti og mikil
reynsla hefur safnast í sarpinn. Það
er mikilvægt að þessum fagmönnum
verði stöðugt sköpuð verkefni við
hæfi og áfram verði unnið að virkjun
mengunarlausrar orku íslenskra
fallvatna.
Ég fullyrði að virkjanirnar á
Þjórsársvæðinu sanna að þess hátt-
ar mannvirki geta fallið vel að ís-
lenskri náttúru og það er þjóðsaga
að ferðamennska og virkjunarfram-
kvæmdir geti ekki farið saman. Það
væri gaman að bera saman fjölda
þeirra ferðamanna sem komu gagn-
gert til að skoða framkvæmdirnar
við Sultartanga og þeirra sem lögðu
leið sína til að skoða hina óspilltu
Eyjabakka á sama tíma.
Landsvirkjun mun í sumar opna
virkjanir sínar almenningi til skoð-
unar. Ég hvet sem flesta til að nýta
sér þetta boð og kynnast af eigin
raun því undri þegar vatnsafl breyt-
ist í raforku.
Höfundurínn er staðarverkfræðing-
urLVá Sultartanga.
gott og náið samstarf byggingaverk-
taka annars vegar og véla- og raf-
verktaka hins vegar lykillinn að því
að þessi mikli framkvæmdahraði
væri gerlegur.
Þá var ekki síður mikilvægt að
undirverktakar störfuðu saman í
sátt og vönduðu aðkomu sína að
verkinu með faglegri samningsgerð
við aðalverktaka.
Eins og áður er getið gerir
Landsvirkjun einungis samning við
aðalverktakana, en undirverktakar
starfa á ábyrgð þeirra. Landsvirkj-
un getur því ekki gripið inn í þótt
t.d. undirverktakinn telji að hann
eigi vangoldnar greiðslur frá aðal-
verktaka. Þessar greiðslur verður
undirverktakinn að innheimta eftir
sömu innheimtuleiðum og almennt
tíðkast í þjóðfélaginu.
Það hefur verið sagt að hin tækni-
legu vandamál við stórframkvæmdir
eins og byggingu vatnsorkuvers séu
auðleyst miðað við hin peningalegu
og mannlegu vandamál sem koma
upp í samskiptum aðila. Yfirleitt
leysast þessi vandamál þannig að
allir megi vel við una, en stundum
berast þessar deilur inn á síður dag-
blaða. Þar eru deilumálin blásin út
og málflutningur er oft býsna eins-
leitur. Fyrirtæki eins og
Landsvirkjun er auðveldur and-
stæðingur í slíkum blaðadeilum, þar
sem Landsvirkjun sæmir ekki að
nota þær aðferðir sem best duga í
slíkum höggorrustum.
Hvernig gengur svo að fá
búnaðinn til að virka?
Sultartangavirkjun er vandað
mannvirki. I útboðsgögnum
Landsvirkjunar er þess krafist að
byggingar og búnaður allur sé bæði
nútímalegur og vandaður.
Byggingaverktakinn Fossvirki er
þekktur fyrir vönduð og skipuleg
vinnubrögð.
Vélaverktakinn Sulzer Hydro hef-
ur framleitt vélbúnað fyrir hundruð
virkjana og rafbúnaðarverktakinn
ESBI er hluti af írsku landsorku-
Leiðiskóflan úti í móa. Maðurinn hjá skóflunni sýnir vel stærð hennar.
ingavagn sem var að flytja leiði-
skófluna frá Reykjavík til
Sultartanga valt á leiðinni. Það tókst
þó að gera við hana og koma henni
fyrir án þess að tafir hlytust af.
Hvernig er svo tilhögun
framkvæmda?
Hlutverk Landsvirkjunar er að
sjá til þess að hver ný vatns-
aflsvirkjun sem hún sér um bygg-
ingu á, sé vönduð að öllum búnaði,
hagkvæm í rekstri og byggð fyrir
minnstan mögulegan kostnað.
Gerð búnaðarins er valin af
starfsmönnum Landsvirkjunar, með
hliðsjón af reynslu fyrirtækisins.
Það er almennt viðurkennt að
besta leiðin til þess að lágmarka
framkvæmdakostnaðinn sé að bjóða
út sem flesta verkþætti virkjunar-
innar.
í Sultartangavirkjun voru allar
framkvæmdir boðnar út, ef undan
eru skildir mjög litlir verkþættir svo
sem starf unglinga við landgræðslu
og girðingarvinnu. Eftirlit með
framkvæmdunum var boðið út, en
hönnun unnin samkvæmt marksa-
mningi.
Útboð virkjunarframkvæmda
geta farið fram með ýmsum hætti.
Það mætti hugsa sér að bjóða alla
virkjunina út í einu lagi. Verkkaupi
semur þá einungis við einn verktaka
sem síðan sér um að hanna og
byggja öll mannvirki og útvega
nauðsynlegan vélbúnað.
Slíkt íyrirkomulag hefði í för með
sér mikið hagræði fyrir Landsvir-
kjun, en ljóst er að það er einungis á
færi fárra fyrirtækja að ráða við svo
stóra framkvæmd, ekki síst stjórn-
unarþátt hennar. Hætt er þvi við að
fáir aðilar myndu bjóða í fram-
kvæmdina og því yrði um fákeppni
að ræða.
Ekki dugar heldur að búta fram-
kvæmdina of mikið niður. Þá verður
samræming milli verktaka flókið
mál þar sem hver verktaki er svo
háður öðrum. Hins vegar væri þá á
færi margra að bjóða í verkin og
samkeppni væri mikil.
Landsvirkjun tók þá stefnu við
Sultartangavirkjun að bjóða véla-
og rafbúnað út í einu lagi, en skipta
byggingarþættinum í nokkra hluta,
þannig að stærð hvers hluta væri á
færi íslenskra verktaka.
Sultartangavirkjun og tilheyrandi
háspennulína var í meginatriðum
boðin út í 9 hlutum.
Niðurstaða útboðanna var sú að
Islendingar eru aðalverktakar, ann-
aðhvort einir sér eða í samstarfi við
útlendinga, í öllum verkhlutum
nema í framleiðslu og uppsetningu
véla- og rafbúnaðar, framleiðslu
gúmlokunnar á yfirfall Sultartanga-
stíflu og framleiðslu stálmastranna
fyrir Sultartangalínuna.
Uppsetning vél- og rafbúnaðar
var að stærstum hluta unnin af ís-
lenskum undirverktökum.
Eins og venja er fengu aðalverk-
takar síðan undirverktaka til að
vinna fyrir sig þá hluta verksins sem
þeir töldu ekki hagkvæmt að vinna
sjálfir. Aðalverktakamir bera hins
vegar alfarið ábyrgð á vinnu þessara
undirverktaka gagnvart Lands-
virkjun og þóknun undirverktakans
er ákveðin með samningum hans við
aðalverktakann.
Það leið 31 mánuður frá því að
véla- og rafbúnaðarverktakinn fékk
bréf frá Landsvirkjun um að hún
hygðist taka tilboði hans, þar til
hann átti að vera búinn að skila báð-
um vélasamstæðum fullbúnum og
aðeins 28,5 mánuðir þangað til fyrri
vélasamstæðan átti að fara í gang. Á
þessum tíma þurfti að hanna, fram-
leiða, flytja til íslands, setja upp,
tengja við annan búnað og síðan
prufukeyra búnaðinn.
Byggingaverktakinn þurfti síðan
að sjá til þess að byggingarfram-
kvæmdir gengju það vel að það tefði
hvergi uppsetningu nauðsynlegs
búnaðar.
Véla-, raf- og lokubúnaður fyrir
virkjunina var framleiddur í 10
Evrópulöndum, en uppsetning bún-
aðarins á Sultartanga var í höndum
sérhæfðra starfsmanna frá hinum
erlendu verktökum, íslenskra verk-
taka og í nokkrum mæli erlendra
iðnaðarmanna.
í öllu þessu kapphlaupi við tím-
ann urðu verktakarnir allir sem einn
að skila sínu verki á tilsettum tíma.
Ef einn bregst riðlast öll fram-
kvæmdin og virkjunin verður ekki
gangsett samkvæmt áætlun. Því var
Tekur þú „
ámótigestum
■ sumarfríinu?
Auð hús eru auðfengið fé í augum innbrotsþjófa.
Ekki spilla sumarleyfinu með óþarfa áhyggjum.
Öryggismiðstöð íslands er starfrækt
allan sólarhringinn. Þar fylgjast sérþjálfaðir
öryggisverðir með boðum frá öryggiskerfum, brunaviðvörunarkerfum,
neyðarkallskerfum og öðrum viðvörunarkerfum. Farandgæsla okkar til eftirlits
með húsnæði og tækjabúnaði er sérsniðin að óskum hvers viðskiptavinar.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar.
Síminn er 533 2400
Oryggismiðstöð
öryggiskerfi
—
Knarrarvogi 2,104 Reykjavík
sími 533 2400, fax 533 2412 1