Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 34

Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 34
.34 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ íslendingar búa nú svo vel að eiga tæknimenn sem ráða vel við stór- framkvæmdir á borð við Sultar- tangavirkjun. ís- lenskir verktakar eru einnig vel í stakk búnir til að takast á við f lesta verkþætti arði fyrr en framleiðsla rafmagnsins hefst. Ef framkvæmdin tefst þegar virkjunin er nær tilbúin í rekstur, kostar hver mánuður 100 til 150 milljón króna í framleiðslutap, en vextir af fjármagninu sem liggur bundið í virkjuninni eru um það bil 60 mkr á mánuði. Þegar þessi tvö atriði leggjast saman er ljóst að áhersla er lögð á mikinn framkvæmdahraða af hálfu Landsvirkjunar við hverja stór- virkjun. Það var samdóma álit allra þeirra aðila sem komu að byggingu Sultar- tangavirkjunar að framkvæmdatím- inn væri með því stysta sem þekkt- ist í heiminum. Sérstaklega var bent á hinn stutta tíma sem gefinn var til samsetningar vélbúnaðarins á virkj- unarstað. Þýska fyrirtækið Sulzer Hydro var í forsvari fyrir framleiðendur véla og rafbúnaðarins. Verkefnis- stjóri þess, Edgar Crönert, segir að Sulzer Hydro hafi aldrei framleitt og sett upp vélbúnað á jafn skömm- um tíma fyrir virkjun af sambæri- legri stærð. Mikil forsamsetning vélahluta í verksmiðju, góðar sam- göngur við landið og sá hraði sem nú er mögulegur á flutningi upplýsinga milli framleiðslustaða voru megin- ástæður þess að þessi framkvæmda- hraði var gerlegur. Allir aðalverktakarnir eru í verksamningi skyldaðir til þess að skila ákveðnum verkþáttum á ákveðnum tíma og ef það tekst ekki verða þeir að borga háar dagsektir. Þannig hefði raf- og vélbúnaðar- verktakinn Sulzer Hydro þurft að borga 7 milljóna króna í dagsektir fyrir hvern sólarhring sem það hefði dregist af hans völdum, að virkjunin hæfi framleiðslu. Það er hlutverk aðalverktakanna að sjá um að allir undirverktakar sem þeir ráða til verksins skili sínu verki á tilskildum tíma. Það getur hins vegar aukið kostn- að ef byggingarhraði er of mikill. Þá verða verktakar að grípa til nætur- vinnu eða vaktavinnu auk ýmissa annarra aðgerða til þess að auka framkvæmdahraðann. Einnig geta óraunhæfar kröfur um byggingarhraðann leitt til þess að ýmsir verktakar vilja ekki taka þátt í framkvæmdum, þar sem þeii- telja áhættuna of mikla vegna þeirra fésekta sem beitt er, ef verkinu er ekki skilað á tilsettum tíma. Tilboð í Sultartangavirkjun voru hagstæð og ekki kom til seinkunar á gangsetningu virkjunarinnar, þrátt fyrir framkvæmdahraðann. Hins vegar mátti oft litlu muna að verktafir yrðu og stundum þurftu verktakar að leggja nótt við dag. Sem dæmi um það má nefna að 11 tékkneskir starfsmenn SKODA sem settu saman rafalinn fóru ekki til Tékklands yfir jólin 1999 og hluti er- lendra starfsmanna sem unnu við prufukeyrslu tóku örstutt jólafrí og voru komnir til starfa við Sultar- tangavirkjun hinn 3. í jólum. Einnig geta ólíklegustu atburðir gripið inn í framkvæmdina og valdið töfum. Þannig leiddu átökin á Balk- anskaga til þess að ekki var hægt að flytja leiðiskóflur fyrir vatnshjól fyrri vélasamstæðu Sultartanga- virkjunar frá framleiðslustað í Rúm- eníu eftir Dóná og finna varð nýja flutningaleið. Þetta leiddi síðan til þess að leiðiskóflan kom síðar á Sultartanga en ætlað hafði verið. Leiðiskóflan fyrir síðari vélasam- stæðuna lenti úti í móa, þegar flutn- Hinn 15. nóvember 1999 voru vélar ræst- ar í nýrrí virkjun í Þjórsá við Sultartanga. Þá voru liðnir 977 dagar frá því að jarð- vinna hófst á byggingarstað. Pétur Ing- ólfsson segir hér frá þessari virkjun, hvernig staðið var að byggingu hennar og gerð grein fyrir ýmsum þeim forsendum sem lágu að baki þegar ákveðið var hvernig standa átti að framkvæmdum. Manngert gljúfur við Sultartangavirkjun. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson SULTARTANGAVIRKJUN er með réttu hægt að kalla stórvirki á íslenskan og er- lendan mælikvarða enda kostaði hún 11 milljarða króna þeg- ar öllu er til skila haldið. Fram- i-kvæmdir af þessari stærðargráðu vekja eðlilega deilur í þjóðfélaginu þar sem þær snerta hag margra og geta jafnvel beint þróun þjóðfélags- ins í ákveðnar áttir. Ef horft er til fyrri stórvirkjana má minnast þess að tekist var kröftuglega á um at- vinnustefnu þjóðarinnar þegar ákveðið var að reisa Búrfellsvirkjun á sjötta áratugnum. Við Sigöldu- virkjun voru hatrömm átök milli verkalýðsfélaga og verktaka og við Blönduvirkjun var deilt um gróður- lendi sem fór undir uppistöðulón. Sultartangavirkjun hefur hins vegar "Verið reist í ágætri sátt bæði hvað varðar umhverfis- og atvinnumál, þótt ýmsar minniháttar deilur hafi átt sér stað. I áranna rás verða stórfram- kvæmdir mælikvarði á getu og sam- stöðu hverrar þjóðar. Ef sundur- lyndisfjandi og getuleysi ræður „nkjum byggja þjóðir aðeins skýja- borgir. Þegar Venno Meri, forseti Eist- lands, var hér í heimsókn á síðast- liðnu sumri sýndi Ólafur Ragnar Grímsson honum Sultartangavirkj- un sem þá var í byggingu. Það var væntanlega til að benda honum á að ef íslendingar gætu reist slíkt stór- virki ætti milljónaþjóð eins og Eist- lendingar að vera þess megnug líka. Lýsing Sultar- tangavirkj unar Virkjun Þjórsár við Sultartanga felst í því að Þjórsá er leidd í jarð- göng gegnum Sandafell. Jarðgöngin eru 3,3 km að lengd og í engum jarð- göngum á Islandi er hærra til lofts (15 m) eða víðara til veggja (12 m). Til samanburðar má nefna að 4 hæða íbúðarhús getur staðið inni í göngunum. Vatnið úr göngunum er leitt inn í stöðvarhús sem grafið er inn í Sandafell. Skurðurinn sem stöðvarhúsið stendur í er 70 m djúpur þar sem hann er dýpstur. Ef Hallgríms- kirkja stæði niðri í skurðinum kíkti turn hennar rétt yfir skurðbarminn. Inni í stöðvarhúsinu fer vatnið í gegnum vatnshverfil sem vatnið Stöðvarhús og inntaksmannvirki Sultartangavirkjunar. snýr með miklum hraða. Við þennan snúning myndast rafstraumur í rafalnum. Rafmagnið sem myndast er með lágri spennu, en með sér- stakri tækni er það spennt upp og síðan sent með háspennulínu frá virkjuninni áleiðis til notandans. Frá stöðvarhúsinu er vatninu veitt aftur út í Þjórsá eftir 7 km löngum skurði. A meðfylgjandi korti sést leið vatnsins frá því að því er veitt úr Sultartangalóni inn í jarðgöngin uns það rennur aftur út í Þjórsá 11 km neðar. Sultartangastífla með til- heyrandi lokuvirkjum var byggð á árunum 1982 til 1984. Tilgangur með Sultartangalóni var að minnka ístruflanir við inntaksmannvirki Búrfellsvirkjunar. Nú þegar vatnið rennur í jöfnum stríðum straum gegnum jarðgöng, stöðvarhús og frárennslisskurð Sultartangavirkj- unar heyra ísatruflanir við Búrfell sögunni til. Uppsett afl Sultartangavirkjunar er 120 MW. Sultartangavirkjun framleiddi í vetur rafmagn sem full- nægði orkuþörf Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hvers vegna liggur niikið á þegar virkjanir eru byggðar? Það er eðlilegt að það írafár, sem grípur virkjunaraðila þegar ný virkjun er loksins ákveðin, veki nokkra furðu almennings. Orðið „loksins“ er orð að sönnu að því leyti að oft er búið að ræða, rannsaka og bollaleggja um hvernig eigi að virkja ána á þessum stað, jafnvel áratugum saman. En skyndilega birtist orkukaup- andi og hann er fljótur að byggja verksmiðjuna sem nota á orkuna. Þá dugar ekki annað en að reisa virkj- unina svo fljótt að rafmagn sé til reiðu þegar verksmiðjan þarf á því að halda. Þá skiptir það einnig miklu máli í þessu sambandi að í virkjuninni er bundið mikið fé sem skilar engum Að lokinni byggingu Sultartangavirkjunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.