Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 25 Eg veit ekki hvaða aðrar leiðir ætti að fara til að létta á óvissu aðstand- enda en þær að gera áætlun sem byggir á þörfinni og tryggja síðan fjármagnið til rekstrarsins heimild til að finna húsnæði fyrir fimm manns en ekkert slíkt húsnæði fannst. Samkvæmt útreikningum biðlista- nefndar, sem skilaði af sér skýrsl- unni árið 1998, vantaði milljarða inn í málaflokkinn og hugmynd hennar var að klára biðlistann á sjö árum. Ef eftir því yrði farið væri hægt að vera með fastmótaðari áætlun þann- ig að hægt yrði að segja foreldrum frá því að byggingin yrði tilbúin í janúar eða júní eitthvert ákveðið ár. Að mínu mati verður hið háa Alþingi og félagsmálaráðuneytið að hafa það nokkurn veginn á hreinu hvert á að stefna og hvaða fjármagn þarf að setja í málið. Þó verður að segjast að reynt hefur verið að greina vandann betur á síðustu árum.“ Röðin ekki óskeikul Björn bendir á að vandi starfs- fólks svæðisskrifstofanna felist einn- ig í því að þurfa að velja og hafna þegar pláss losnar á sambýli. „Því miður er alltaf einhver í algjörri neyð og þá freistumst við til þess að taka hann fram fyrir. Það er ekki bara númerið sem er látið gilda held- ur líka aðstæður einstaklingsins og viðkomandi heimilis." Að sögn Bjöms er skortur á starfsmönnum enn einn þátturinn sem eykur á óvissu aðstandenda. Um 350 starfsmenn vinna hjá svæð- isskrifstofunni og segir hann að hún hafi mjög takmarkaða möguleika á að hækka laun þeirra umfram kjara- samninga til að halda í gott starfs- fólk. „Því miður hefui' ekki verið svigrúm til að gera sérsamninga enda hefur frekar vantað fjármuni í reksturinn," segir hann. Björn tekur fram að samhliða lausn á húsnæðisvandanum sé ekki síður lögð áhersla á að efla skamm- tíma- og dagvistun. „Eftir því sem við getum veitt fjölskyldunum meiri þjónustu, eins og aukna skammtíma- vistun, skapast möguleiki til þess að börnin verði lengur heima. Núna geta skjólstæðingarnir dvalið 2-5 Morgunblaðið/Þorkell Björn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri. sólarhringa á mánuði í vistun til að aðstandendur geti hvílst örlítið. Vegna aðstæðna heima fyrir höfum við stundum lent í því að taka inn einstaklinga í skammtímavistun sem ílendast og taka þá pláss frá öðrum. Þetta endurspeglar skortinn á vist- heimilum. Verulegur skortur hefur verið á dagvistunarrýmum undanfarin ár en nýja dagvistunin í Grafarvogi leysir þar bráðan vanda þótt þöi-finni sé ekki enn fullnægt. I haust er gert ráð fyrir að búið verði að taka þar 25 heilsdagspláss í notkun. Fyrir suma er þetta nýtt úrræði en aðrir koma frá öðrum dagvistarstofnunum. Um leið opnast ný pláss, til dæmis í Bjarkarási, fyrir fólk sem engin úr- ræði hefur haft.“ Standast áætlanir? - Hefurðu trú á því að uppbygg- ingaráætlunin samkvæmt skýrslu biðlistanefndar standist? „Hún gæti það alveg þegar upp er staðið því fyrstu árin er verið að greina vandann en í síðari hlutanum gæti verið lagt meira kapp á að fara út í verklegar framkvæmdir. Talað er um að fimm sambýli verði byggð á Reykjavíkursvæðinu árin 1999 og 2000. Sambýlin sem slík eru ekki til í dag en unnið hefur verið að upp- byggingunni og þetta skilar sér. Þegar samþykkt var árið 1999 að leggja 23 milljónir króna í það að reka þrjú ný sambýli og aðrar sjö til þess að taka hús á leigu fannst ekk- ert húsnæði. Það fjármagn sem hefði laga, þannig að þeir sem hafa sömu þarfir fái inni á sama sambýli. Mér var sagt 12. júní í fyrra, að hann yrði kominn á heimili innan næstu 12 mánaða. Nú tólf mánuð- um síðar er ekkert að gerast, hús- næðið er ennþá á teikniborðinu og hefur verið síðan í haust, því fram- kvæmdir hafa verið stöðvaðar. Það sem er svo óþolandi er að það fást aldrei nein svör heldur tipla starfsmennirnir á svæðis- skrifstofunum í kringum mann og segja bara að það vanti peninga. Þeir bæta við að auðvitað ætti ástandið að vera öðruvísi, en samt gerist ekkert.“ Katrín kveðst hafa sótt um vistun fyrir Stefán með góð- um fyrirvara, þar sem hið opinbera sé svo svifaseint. „Eg gerði það í raun um leið og ég viður- kcnndi að vandamálið væri til staðar. Maður er dálítið góður í því að loka augunum og ýta vandanum frá sér, en auðvitað koma tímabil þar sem manni finnst hann óyfirstíganlegur. Það hefur marg- oft gerst að ég hef sest niður, grát- ið og hugsað: Eg get þetta ekki lengur. En svo verður maður bara að hrista það af sér.“ Þótt Katrín hafi fengið góða að- stoð foreldra sinna fylgja ýmisleg félagsleg vandamál því að eiga Þaó er erfitt að horfa upp á að ástandið breytist ekkert. Maður er alltaf með smá- Obarn sem verður bara stærra og þyngra átt að fara í sambýli var notað til þess að styrkja þá starfsemi sem fyrir var á svæðisskrifstofunni. Þá stóð til að taka á leigu húsnæði fyrir geðfatlaða einstaklinga en það mál leystist með möguleika á að taka á leigu húsnæði hjá Oryrkjabanda- lagi Islands við Sléttuveg. Illu heilli verður það ekki tilbúið fyrr en árið 2001 en þar er gert ráð fyrir ellefu einstaklingum. Þar verður umtals- verð þjónusta þannig að í raun verð- ur um sambýlisþjónustu að ræða. A síðasta ári voru teknar í notkun íbúðir fyrir sex manns á Skúlagötu í samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar og svæðisskrifstofunnar. Þótt þessi úrræði séu ekki sambýli sem slík er þó verið að stytta biðlist- Uppbyggingin - Hvað er framundan í uppbygg- ingu þjónustunnar? „Tvö ný sambýli í Sólheimum og í Jöklaseli verða væntanlega boðin út á haustdögum og áætlað er að þau verði tekin í notkun árið 2001. Heim- ilið í Sólheimum mun taka við íbúum af sambýlinu á Holtavegi sem verður breytt í skammtímavistun svo það kemur mörgum foreldrum til góða. I Jöklaseli er gert ráð fyrir fimm manna sambýli fyrir einhverfa þang- að sem þrír vistmenn koma frá sam- býlinu á Sæbraut á Seltjarnamesi sem hefur þótt óhentugt fyrir ein- hverfa. Það húsnæði er á starfssvæði svæðisskrifstofunnar á Reykjanesi. Þá vonumst við til að geta tekið í notkun ibúðir í Einarsnesi og á Sléttuvegi fyrri hluta ársins 2001. Að síðustu er gert ráð fyrir að byggingar hefjist síðari hluta ársins 2001 á sambýlum íyrir ungt fólk í Barðastöðum í Grafarvogi og í Hólmasundi. Svæðisskrifstofan í Reykjavík rekur ekki skammtímavistanir en fyrirhugað er að hún yfirtaki rekstur tveggja slíkra stofnana sem Styrkt- arfélag vangefinna rekur í dag, ann- ars vegar í Hólabergi og hins vegar í Víðihlíð. Þá stefnir svæðisskrifstof- an að því að bjóða upp á skammtíma- vistun í haust í samstarfi við Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra og er fyrirhugað að nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er í Reykjadal. Erfitt er að ræða um framtíðar- áætlanir vegna væntanlegrar yfir- færslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaganna. Innanhúss á svæð- isskrifstofu Reykjavíkur hefur með- al annars verið rætt um þörfina á að fá hjúkrunarheimili fyrir 5-6 fjölfötl- uð börn, þjónustukjama fyrir ungt einhverft fólk og þrjú mismunandi sambýli fyrir fólk með þverrandi getu, fyrir einhverfa og fyrir fjölfötl- uð börn“ ► SJÁ NÆSTU SÍÐU. IÐNAÐARHURÐIR ISVA\L-BOr<GA\ = HF HÖFOABAKKA 9. 1 1? RFYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 exo I L is exoi kúíýOýnttUeMlun Fákafen 9, s: 5682866 Reykjavík POI lím og fúguefni Stórhöföa 2I, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is • netfang: flis(P'flis.is þetta mikið fatlað barn. „Þetta tek- ur ofsalega á. Ég er orðin þrítug og vona bara að eitthvað fari að ger- ast í hans málum.“ Draumsýn eða raunveruleiki? Þegar Katrín er spurð hver framtíðarsýn hennar sé spyr hún á móti eftir nokkra umhugsun: Raun- veruleg eða óskhyggja? „Ég vil að hann komist inn á verulega góðan stað, sem er byggð- ur með framtíðarsýn í huga. Draumurinn er sá að maður geti komið í hcimsókn til hans, bara til að hcimsækja hann en ekki allt sambýlið og starfsfólkið. Að hann hafi svolítið pláss fyrir sig, þar sem hægt er að hella upp á könnuna, horfa á sjónvarpið eða hlusta á tónlist. Ég er ekki að tala um heila íbúð, heldur bara aðeins stærri aðstöðu en nú er. Þetta kostar auð- vitað geysilega pen- inga, en hafa verður í huga að þetta er ekki endastöð eins og elli- heimili heldur getur verið að ræða um heimili í áratugi. Raunverulega framtíðarsýnin ja, ég veit það ekki. Kannski kemst hann einhvern tímann inn á sam- býli og þá get ég farið að gera ein- hverjar framtíðaráætlanir í einka- lífinu en hvort árin verða eitt, tvö eða tíu, það veit enginn." Umhverfisráðuneytið Námskeið umhverfisráðuneytis - Löggilding iðnmeistara - skv. reglugerð nr. 168/2000 verða haldin í sept.-nóv. nk. Námskeið þessi eru ætluð þeim, sem fengu útgefið eða áttu rétt á að fá útgefið meistarabréf fyrir 1. janúar 1989 og hafa ekki lokið meistaraskóla. Löggilding veitir rétt á að bera ábyrgð á verkfram- kvæmdum fyrir byggingarnefnd. Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeið er 15 og verða þau haldin á eftirfarandi stöðum, ef næg þátttaka fæst: Reykjavík, Borgarnesi, ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjanesbæ. Nánari tímasetning á námskeiðum verður ákveðin síðar. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu umhverfisráðuneytis- ins í Vonarstræti 4, Reykjavík, og á skrifstofu Menntafélags bygg- ingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Umsóknum skal skilað til Menntafélag bygging- ariðnaðarins sem veitir nánari upplýsingar í síma 552 1040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.