Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 58
Gott fyrir
grilltíðina
Það er loksins komið
sumar og bendir
Steingrímur Sigur-
geirsson á nokkur ný-
leg og forvitnileg vín.
Á SUMRIN breytum við oft um
mataræði, að minnsta kosti ef
veður leyfir. Fæðan verður léttari
og matreiðsluaðferðirnar breyt-
ast, að minnsta ef marka má hve
mikilla vinsælda grill og grillút-
búnaður nýtur í verslunum.
Það er fátt betra á fallegum
sumardegi en að vera úti við,
grilla og njóta góðs matar.
Líkt og ávallt halda ný vín að
streyma inn á reynslulistann og
einnig er úrvalið á sérpöntunar-
lista ATVR jafngott og ávallt.
Það hefur lengi verið í tísku að
fussa og sveia yfir Chardonnay-
vínum, enda mætti stundum halda
að hugmyndaflug víngerðarmanna
um allan heim takmarkist við einn
vínstíl úr þeirri þrúgu. Líklega
eru þó fá vín sumarlegri en Char-
donnay úr nýja heiminum og þau
þurfa alls ekki að vera einsleit.
Hið suður-afríska Fleur de Cap
Chardonnay 1998 býður af sér
þokkafullan ilm þar sem ristuð
eik, vanilla og þroskaðir bananar
berjast um athyglina. Dæmgert
nýjaheimsvín þar sem hitabeltis-
ávextir eru í aðalrullunni, þægi-
legt og frískandi. Kostar 1.260
krónur á sérlista.
Columbia Crest Columbia Vall-
ey Chardonnay (1.350 kr.) er í allt
öðrum stfl. Ilmur er ágengur,
grænum, sætum stikilsberjum og
fiórsykri. Tær blómailmur kemur
einnig í gegn. Miðlungsþétt í
munni, þurrt en með sætum
beiskleika aftur í gómi, þægilegt
og gott vín.
Allt annar Chardonnay-stíll
kemur svo loks í Santa Rita
Medalla Real Chardonnay (1.390
kr.). Vínið er mun dekkra en hin
tvö, með fallegum gullnum lit.
Hér kemur eikin inn af fullum
krafti en án þess að verða hörð,
tignarlegt vín með miklum, þykk-
um ávexti. Þrjú vín sem afsanna
að Chardonnay þurfi að vera eins-
leit og leiðinleg.
Annað vín nýkomið í reynslu-
sölu er Masi Valpolicella 1998.
Það er ögn sviðið og sveitalegt.
Ilmurinn skemmtileg blanda af
bifreiðaverkstæði og skál af ný-
tíndum skógarjarðarberjum.
Bragðþéttur, rauður ávöxturinn
stoppar stutt í munni en er engu
að síður ljúfur. Og hvað er sumar-
legra en vandað Valpolicella með
léttum mat?
Þá að rauðvínunum. Það er
ekki oft sem að maður rekst á vín
frá Mexíkó en þaðan er engu að
síður komið vín í reynslusölu.
L.A. Cetto heitir það og er úr
þrúgunni Zinfandel (1.090 kr.).
Áfengur, allt að því sultaður hind-
beijasafí er það fyrsta sem manni
dettur í hug, vínið fremur lokað
jafnt í ilmi sem bragði og allt yfir-
bragð mjög heitt. Fyrir þá nýj-
ungagjörnu og Tex-Mex-þema-
grillkvöld.
Eg hef ávallt verið veikur fyrir
Búrgundarvínum og því ekki
nema von að vínið Joseph Drouh-
in Cote de Beaune 1997 (1.790
kr.), frá einum besta framleiðanda
héraðsins, hafi fallið í kramið, en
það er nú í reynslusölu. Mildur,
þægilegur Búrgundarilmur.
Rauður berjailmur með vanillu
(sykri) er mest áberandi. Örlítið
kryddað í byrjun en kryddið hörf-
ar fljótt og færist frekar út í leður
og skógarber. Ekki tiltakanlega
stórt en aðlaðandi og gott vín fyr-
ir til dæmis nautakjöt og osta.
Þá er komið að enn einu Wash-
ington State víninu frá Banda-
ríkjunum, að þessu sinni víni í
reynslusölu. Columbia Crest
Estate Series Cabernet Sauvign-
on 1993 (1.790 kr.). Kókos er það
sem slær mann fyrst og það með
stæl. í fyrstu kókosrjómi en síðar
færist ilmurinn út í ristaðan kók-
os. Mjúkt og nokkuð stíft í munni
til að byrja með en fær nýtt líf
með mat og breiðir þá vel úr sér
og tekur á sig sífellt nýjar myndir
með áherslu á kakó og dökkt rist-
að kaffí. Gæti staðið með flestum
góðum mat en best líklega að hafa
Morgunblaðið/Steingrímur
Morgunblaðið/Sverrir
Hvítt og rautt í bland - f.v. Masi Valpolicella 1998, Columbia Crest Estate Series
Cabernet Sauvignon 1993, Santa Rita Mcdalla Real Chardonnay, Columbia Crest
Columbia Valley Chardonnay, Joseph Drouhin Cote de Beaune 1997 og L.A.
Cetto Zinfandel
hann ekki of afgerandi þannig að
þetta yndislega vín njóti sín sem
best.
Annað Cabernet-vín, sem farið
er að sýna þroska, er Fleur de
Cap Cabernet Sauvignon 1991 frá
Suður-Afríku. Þroskaður ávöxtur
gýs upp í fyrstu í þessu flókna og
margþætta víni. Ilmurinn sveita-
legur og jarðbundinn, milliþungt
og mjúkt í munni og vinnur vel
með mat, t.d. lambakjöti.
Drostdy Hof Merlot (1.170 kr.)
er annað suður-afrískt vín á sér-
pöntunarlistanum, blýantur og
sedrusviður er það sem einkennir
vínið sem og dökkur ávöxtur.
Fremur einföld uppbygging,
þurrt, beiskt og kryddað.
Drostdy Hof Western Cape
Cabernet Sauvignon
1996 (1.170 kr.) er
nýkomið í reynslusölu og
sýnir fín tilþrif. Þykkur
og margslunginn ilmur,
mjúkt og þykkt í munni
með léttu kryddbragði.
Ilmurinn þéttur og
áfengur og renna kanill
og vanilla renna saman
við dökkan ávöxtinn.
Við endum á Washing-
ton-vínum á sérlista,
Columbia Winery
1995 Cabernet Sauv-
ignon Reserve (2.190
kr.) fyrst. Þar er smá
kolareykur í -nefi sem
passar vel í grilltíðinni,
vínið farið sýna þroska
og greina má súkkulaði
og smá rúsínu og haust-
legan drunga. Góð upp-
bygging og jafnvægi,
þétt og mjúkt með mikl-
um rauðum ávexti án
þess að fara út í það að
vera sultað.
Columbia Yakuma
Valley Syrah 1997 (2.330 krónur)
er lokavínið að þessu sinni. Dökk-
ur og sígildur Syrah-ilmur, þar
sem svört ber eru í forgrunni.
Þróast út í plómuhlaup og bakaða
papriku og þykkan apótekara-
lakkrís. Bragðið þykkt og eikin
gefur feita vanillu.
Bæði þessi vín tilvalin með öllu
kjöti, ekki síst grilluðu.
BRIDS
11 in N j ó n A r n « r G.
II a g n a r s s o n
Metþátttaka í sumarbridge
á þriðjudag
Á þriðjudagskvöld mættu 26 pör
til keppni og er ánægjulegt að sjá
hvemig spilarar virðast vera að
taka við sér í kjölfar þess að nú er
Norðurlandamótið í fullurn gangi.
Fylgst er grannt með gangi mála á
NM í húsi Bridgesambandsins, því
er kjörið að skella sér í sumar-
bridge og fylgjast með NM í leið-
inni! Úrslit síðustu kvölda í Sumar-
bridge 2000 má sjá hér á eftir (efstu
pör);
Miðvikudagur 21.6. Meðalskor
156
Bjöm Friðriks,- Unnar Atli Guðmunds. 191
Gylfi Baldursson - Hrólfur Hjaltason 180
Soffia Daníelsd. - Halldóra Magnúsd. 173
Isak Öm Sigurðs. - Hallur Símonarson 172
Fimmtudagur 22.6. Meðalskor
108
Leifur Aðalsteins. - Jón V. Jónmunds. 133
Unnar A. Guðmundsson - Viðar Jónsson
126
Þórður Björnsson - Páll Valdimarsson 124
Þorsteinn Berg - Baldur Bjartmarsson 121
Föstudagur 23.6. Meðalskor 216
Norður Suður
Steinberg Ríkarðs,- Gylfi Baldurs. 249
Guðmundur Magnús. - Gísli Hafliðas. 243
Bjöm Árnason - Alfreð Kristjánsson 235
Austur-vestur
Anton Haralds. - Sigurbjörn Haralds. 254
Harpa F. Ingólfsd,- Vilhj. Sigurðs. jr. 243
Stefán Garðars. - Guðlaugur Bessas. 238
Eftir tvímenninginn var að venju
spiluð stutt sveitakeppni og lauk
henni að þessu sinni með sigri sveit-
ar Gylfa Baldurssonar (Gísli Haf-
liðason, Guðmundur Magnússon,
Steinberg Ríkarðsson).
Sunnudagur 25.6. Meðalskor 84
stig.
Jón Viðar Jónmunds. - Leifur Aðalsteins.92
Hafliði Kristjánsson - Rúnar Einarsson 91
Sigurbj. Haralds. - Vilhjálmur Sigurðs. jr.
90
Þar með var ljóst að Gylfi Bald-
ursson vann enn og aftur viku-
keppnina og fer því í mat til Úlfars
á Þrem Frökkum.
Gylfi hefur unnið þrjár af fjórum
fyrstu verðlaunavikunum, aðeins
Baldur Bjartmarsson hefur náð að
ógna veldi hans, en Baldur vann
einmitt í síðustu viku.
Mánudagur 26.6. Miðlungur 156.
Guðlaugur Bessas. - Kristinn Karlsson 203
Gylfi Baldurs. - Steinberg Ríkarðsson 179
Harpa F. Ingólfsd - Vilhj. Sigurðs. jr. 172
Páll Þórsson - Ómar Olgeirsson 171
Þriðjudagur 27.6. Miðlungur 312.
Norður-suður
Ami Hannesson - Bjöm Friðriksson 365
Gylfi Baldursson - Gísli Hafliðason 364
Hrólfur Hjaltason - Jón Þorvarðarson 330
Austur-vcstur
Guðmundur Grétars. - Þorsteinn Berg 372
Aron Þorfmns. - Sverrir Kristins. jr. 361
Hrafnh. Skúlad. - Jörundur Þórðar. 342
Gylfi langefstur
í heildarstigum!
Topp-10-listinn í heildarstigum er
svona núna:
Gylfi Baldursson 350 bronsstig
Unnar Atli Guðmundsson 204
Baldur Bjartmarsson 188
Steinberg Ríkarðsson 177
Jón Viðar Jónmundsson 162
Kristinn Karlsson 159
Guðlaugur Bessason 140
Birkir Jónsson 127
Hrólfur Hjaltason 112
Vilhjálmur Sigurðsson jr. 108
Spilað er í Sumarbridge 2000 öll
kvöld nema laugardagskvöld og
hefst spilamennskan alltaf klukkan
19:00. Allir eru hjartanlega vel-
komnir, skráð á staðnum og hjálpað
er til við myndun para.
Athygli er vakin á því að nýjustu
úrslit úr Sumarbridge 2000 má jafn-
an finna á síðu 326 í textavarpinu og
öll úrslit eru auk þess skráð á
íþróttasíðu mbl.is.
Barnshafandi
W konur!
Yoga fyrir ykkur í júlí
Mánudag og fimmtudag
kl. 17.00
Almennur tími sömu daga
kl. 18.30
Yogastöðin Heilsubót
Síðumúla 15, sími 5885711
www.mbl.is
OTTO pöntunarlistinn
Laugalækur 4 • S: 588-1980
V________ ____>
Nýjar vörur
Verðdæmi:_________________
Jakkar frá kr. 4.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 1.690
Bolir frá kr. 1.500
Kvartbuxur kr. 2.500
Stuttbuxur og
bermudabuxur frá kr. 1.900
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.