Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 50
^50 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000
HUGVEKJA
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Seltjarnarneskirkja
Fríður og sátt
Öfgar og ofstæki eru undirrót ófriðar og
ófarnaðar. Stefán Friðbjarnarson fjall-
ar um hófsemd í orðum og breytni - og
háttvísi í samskiptum manna.
En nú varir trú, von og kærleikur,
þettaþrennt,
en þeirra er kærieikurinn mestur.
(I. Korintubréf, 13.)
Góðir eiginleikar mannsins,
mannkostir, eru margvíslegir.
Einn sá mikilvægasti er að kunna
sér hóf í orðum og breytni, m.a. í
framsetningu skoðana og við-
horfa. Sem og að sýna háttvísi í
samskiptum við alla menn. Hér
verður litillega staldrað við þetta
efni.
Sagt hefur verið að í milljörð-
um mannkyns finnist engir tveir
einstaklingar sem eru sammála
um eitt og allt. í þessum orðum
er ekki skotið langt frá marki.
Mér liggur við að segja - sem
betur fer. Tilveran væri litlaus -
og leiðinleg - ef allir hugsuðu ná-
kvæmlega eins. Skiptar skoðanir
eru ekki vandamálið, ef menn
kunna með að fara. I lýðræðis-
þjóðfélagi hafa menn jafnvel rétt
til að hafa „rangt“ fyrir sér -
meðan þeir ganga ekki á hlut
annarra. Skoðanalegur and-
stæðingur hefur nákvæmlega
sama rétt til sinna skoðana og við
til okkar.
Já, ef menn kunna með að fara
- ef menn kunna sér hóf í skoð-
anaskiptum við náungann. En
það er því miður víðs fjarri að svo
sé. Þess vegna enda ýmsar deilur
í ósköpum. Þess vegna er ófriður
milli manna, milli fýlkinga, milli
þjóða. Tvær heimsstyrjaldir eru
skammt að baki. Helförin, sem
kostaði lif sex milljóna gyðinga,
talar skýru máli um afleiðingar
öfga og ofstækis. Megi sá hryll-
ingur verða mannkyninu víti til
varnaðar á nýju árþúsundi sem
fer í hönd.
Sagt hefur verið: Sérhver fög-
ur hugsjón, sérhver góður mál-
staður, á sér hættulega „óvini“ í
öfgafyllstu stuðningsmönnunum!
Það er sannleikskom í þessum
orðum. Stuðningsmenn sem fara
offari í málflutningi sinum veikja
málstaðinn, sá tortryggni, fæla
frá, hræða. Þeir kljúfa sundur
fylkingar, sem eiga að geta staðið
saman. A stundum þróast
skoðanalegir offarar í ofstækis-
og öfgahópa, sem sá fræjum
ófriðar og óhugnaðar. En friður
byggist alltaf og alls staðar á hóf-
semd - og á sátt. Sá veruleiki sem
felst í þessum orðum, hófsemd og
sátt, finnst sjaldan í hugarheimi
eða þankagangi öfgamannsins.
Trúlega má finna dæmi um
öfga í málflutningi - og jafnvel
breytni - einstaklinga í flestum
skoðanafylkingum í henni veröld;
einnig fylkingum, sem þjóna
þörfum málum. Því miður sýnir
sagan okkur misgerðir í nafni
trúarbragða, einnig í nafni krist-
innar trúar. Þar eru komin dæmi
um „hættulega óvini“ góðs mál-
staðar. Það er því við hæfi nú og
ætíð að hvetja til háttvísi og hóg-
værðar í framsetningu skoðana
og viðhorfa, einnig trúarlegra
viðhorfa.
Skiptar skoðanir hafa sagt til
sín innan þjóðkirkjunnar í tímans
rás. Eða eigum við heldur að
segja mismunandi túlkun á boð-
skap trúarinnar. Slíkt er ekki
óeðlilegt, ef menn kunna með að
fara, ef hófsemd og kærleikur
ráða ferð. Það er trúlega mikil
kúnst að halda saman þjóðkirkju,
sem spannar um níutíu af hundr-
aði landsmanna. Það verður ekki
gert með hávaða eða stóryrðum.
Það verður aðeins gert í „trú, von
og kærleika", ekki sízt kærleika.
Þjóðkirkja byggir á sátt, sátt
milli manna innan kirkjunnar,
sátt milli kirkjunnar og samfé-
lagsins, sátt í gagnkvæmum kær-
leika.
Friður í samfélaginu, friður á
jörðu byggist á því að virða skoð-
anir annarra og leita sátta. Krist-
ur var fyrst og síðast höfðingi
friðar og sátta. Það þurfum við öll
að hafa í huga. Fyrst og fremst
þeir sem leiða samfélagið. Sem
og þeir er leiða Þjóðkirkjuna.
Slíkir gangi ekki fram með
sverði. Þjóðkirkjan á að vera
íheldin á hlutverk sitt sem sátta-
vé fólks með ólíkar þjóðfélags-
skoðanir - á kærleiks-, sátta- og
friðarboðskap sinn. Þeim boð-
skap hæfir bezt hógværð og virð-
ing fyrir leit einstaklinganna að
ljósinu og sannleikanum. Afstað-
an til náungans er meginmálið:
„Þú skalt elska náunga þinn eins
og sjálfan þig. Ekkert boðorð
annað er þessu meira.“ (Markús
18,31.)
r
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
BRIDS
limsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Leikur íslendinga og Svía
í fyrri umferð opna flokks-
ins á NL í Hveragerði var í
járnum allan tímann og
endaði með jafntefli upp á
IMPa - 63 gegn 63. En
Svíar áttu spaðadrottning-
unni töluvert að þakka í
þeim efnum, því ef hún
hefði skipað sér í flokk
með fjöldanum í vestur í
stað þess að húka við ann-
að spil í austur, hefði Is-
land unnið leikinn með 25
IMPa mun.
Norður gefur, NS á
hættu Norður * K1082 vgD9 ♦ AK104 + AD
Vestur Austur
♦9765 +D4
vG4 ♦ 1082
♦ 83 ♦ G9765
♦KG976 +1043
Suður
áÁG3
VÁ7653
♦ D2
*852
í lokaða salnum spiluðu
Svíamir sex hjörtu í NS,
sem er eðlilegur og góður
samningur. Út kom spaði
og skömmu síðar lagði
sagnhafi upp 13 slagi.
Magnús Magnússon og
Þröstur Ingimarsson
draga ekki mikið af sér í
slemmusögnum og þeir
keyrðu alla leið í sjö í sýn-
ingarleik í opna salnum:
Vestur Norður Austur Suður
Strömberg Þröstur Nyström Magnús
1 hjarta
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu
Pass ögrönd Pass öhjörtu
Pass 7 hjörtu Allir pass
Opnun Magnúsar er fis-
létt og því er Þresti nokk-
ur vorkunn að keyra í all-
an, þrátt fyrir að Magnús
gefi hvergi undir fótinn í
framhaldinu.
Strömberg kom út með
hjartafjarka og Magnús
var fljótur að spila spilið.
Hann tók þrisvar tromp og
spilaði síðan þremur efstu
í tígli. í þriðja tígulinn
henti Magnús laufi heima,
en hugðist henda spaða í
tíuna er gosinn félli. í
þeirri stöðu var hægt að
taka ÁK í spaða og athuga
hvort drottningin kæmi,
en trompa svo spaða. Ef
drottningin væri enn úti,
mætti svína fyrir laufkóng
ílokin.
En þvert á vonir Magn-
úsar kom tígulgosinn ekki,
svo það var ekki um annað
að ræða en að fara í spað-
ann. Austur hafði sýnt
þijú tromp og fimm tígla,
svo það var vitað að hann
átti ekki nema fimm svört
spil, en vestur hins vegar
níu spil í spaða og laufi. Því
voru áhorfendur vonlitlir
um að Magnús myndi
finna drottninguna, enda
ólíkt Magnúsi að fara gegn
bestu líkum. Og auðvitað
tók hann spaðaás og lét
gosann svífa yfir á drottn-
ingu austurs. Einn niður
og 14 IMPar út í staðinn
fyrir 11 IMPainn.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar héldu tombúlu og söfnuðu kr.
5.359 til styrktar Rauða kross Islands. Þau heita Bragi Sig-
urkarlsson, Auður Sigurkarlsdúttir, Heiðrún I. Hlíðberg,
Iljördís Lára Hlíðberg og Arnar Njáll Hh'ðberg. Með þeim
á myndinni er Perla.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Ljótur leikur
KONA í neðri hluta
Seljahverfis hringdi í
Velvakanda og vildi láta
vita af því að sá atburður
átti sér stað síðdegis
fimmtudaginn 29. júní sl.
að hópur barna læddist
að bamavagni sem stóð
við inngang einbýlishúss
í hverfinu með sofandi
ungabami í og hræddu
þau h'ftómna úr baminu
með því að hrópa inn í
vagninn. Nú er níu mán-
aða snáði dauðskelfdur
við að sofna úti í vagnin-
um sínum. Vildi konan
biðja foreldra stálpaðra
bama í hverfinu að
brýna fyrir krökkunum
að slíkt andstyggðar-
athæfi er ekki sæmandi
eðlilegum krökkum.
Tapað/fundið
Myndavél tapaðist
HINN 27. maí sl. fómm
við hjónin út að borða á
Þrjá Frakka. Ég
gleymdi myndavélinni
minni undir borðinu.
Þegar ég hringdi á stað-
inn fannst hún ekki.
Myndavélin er merkt
Margréti Matthíasdótt-
ur og heimilisfangið mitt
er á henni líka. Ef ein-
hver veit hvar vélin er
niðurkomin er sá hinn
sami vinsamlegast beð-
inn um að hafa samband
við Margréti í síma 552-
5465.
Sólgleraugu
töpuðust
FÖSTUDAGINN 23.
júní sl. töpuðust tvískipt
sólgleraugu, sennilega
við Áninguna við
Hlemm. Skilvis finnandi
er vinsamlegast beðinn
um að hafa samband í
síma 553-7893.
Dýrahald
Svartur kettlingur
fæst gefins
NÍU vikna einstaklega
fallegur svartur, kassa-
vanur högni fæst gefins á
gott heimili. Upplýsing-
ar gefur Hjálmar í síma
568-2496 eða 897-8996.
SKÁK
Umsjón Ilelgi Áss
Grétarsson
Á skákhátíðinni í
Frankfurt var mikið af
allskonar uppákomum sem
snerust um keppni milli
manna og tölvu. Meðal
annars tefldu nokkrir af
sterkustu skákmönnum
heims atskákir við Fritz
skákforritið. Staðan er frá
seinni skák Vladimir
Kramniks við tölvuna, en
þeirri íyrri lauk með jafn-
tefli. Forritið hámaði mikið
af peðum í sig, en gleymdi
að taka með í reikninginn
að kóngsstöðunni yrði
bumbult af því. Keppand-
inn með holdi og blóði
færði sér það í nyt með
28...Haxb8! Að öðrum
kosti kemst hvíti biskupinn
í vörnina meðfram h2-b8
skálínunni. 29.Hxb8 He6!
Svartur á Ieik.
30.Hf8 Erfitt er að benda á
betri leiki þar sem eftir t.d.
30. gxí3 exf3 mátar svartur
innan skamms. 30...Hg6
31. Hxf5 31.Hbb8 gekk
ekki upp sökum 31...Hg5!
32. Hh8+ Kg6 og hvítur
getur ekki varist Hg5-h5
hótuninni. 31...Hxg2+
32.Dxg2 Bxg2 og hvítur
gafst upp enda fokið í flest
skjól eftir 33.Kxg2 Dg4+
Atkvöld Hellis haldið 3.
júlí kl. 20.00 að félagsheim-
ili þess í Þönglabakka,
Mjódd.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur um árabil átt
sín viðskipti að stærstum hluta
við Islandsbanka, nánar tiltekið úti-
búið í Háaleiti. Viðskiptin hófust
raunar þegar þar hét Iðnaðarbank-
inn og fyrsta bókin var stofnuð í
fýlgd forráðamanns, en síðan hefur
ýmislegt drifið á daga bankans og
Víkverja auðvitað líka. Fyrstu við-
skiptin urðu fyrir daga korta, posa
og þjónustufulltrúa, en það er til
marks um breytta tíma í bankaheim-
inum að nú er meira og minna unnt
að nýta sér Netið til þess að greiða
reikninga, millifæra og gera flest það
sem hér áður fyrr kostaði bankaferð-
ir og langar biðraðir. Tímarnir eru
svo sannarlega breyttir.
X X X
TARFSFÓLKIÐ í útibúi ís-
landsbanka í verslunarmiðstöð-
inni Miðbæ við Háaleitisbraut hefur
jafnan verið úrræðagott og reynt að
bregðast eftir bestu getu við erind-
um Víkverja hverju sinni, en óneit-
anlega þykir honum nú þægilegt að
geta sest niður fyrir framan tölvuna
sína, hvenær sólarhringsins sem er,
og gengið þar erinda sinna - einn og
án truflunar. Spáð og spekúlerað,
gert áætlanir og náð um leið heild-
stæðri mynd á fjármál heimilisins.
Víkverji hefur nefnilega tengst
bankanum sínum á Netinu, fengið
uppgefið þar til gert leyniorð og fyrir
vikið getur hann tengst reikningum
sínum í bankanum hvar sem er í
heiminum gegnum veraldarvefinn á
Netinu. Netbanki Víkverja er ein-
faldur í notkun, hið minnsta enn sem
komið er, og ekki hefur hann rekist á
alvarlega galla hingað til.
XXX
VÍ ER Víkverji sérstaklega að
nefna íslandsbanka og net-
banka hans hér, að á dögunum
komst hann í kynni við annars konar
þjónustu bankans sem snýr að Net-
inu, nefnilega netþjónustu. Nú er
sumsé hægt að komast í sk. inn-
hringisamband gegnum bankann (og
raunar fleiri bankastofnanir líka) án
sérstakrar gjaldtöku og fá um leið
póstfang á léninu isl.is.
Fyrirfram hafði Víkverji ekki
mikla trú á þessari þjónustu bankans
síns, enda hefur hann lengi tengst
Netinu gegnum sérstakt fyrirtæki
og greitt fyrir það tvö þúsund krónur
á mánuði. Það var þannig ljóst að til
nokkurs var að vinna, að sleppa við
slíka greiðslu, en ekki gerði hann sér
í hugarlund hversu góð bankateng-
ingin er í raun og veru. Enn hefur
þannig ekki komið til þess að á tali sé
á línunni þegar hringt er til aðaltölvu
íslandsbanka og enn hefur ekki
komið til þess að samband rofni af
einhverjum orsökum. Slíkt gerðist
þó tíðum þar sem Víkverji batt trúss
sitt forðum. Heldur var ekki flókið
að tengjast fýrsta sinni, enda grein-
argóðar leiðbeiningar fyrirliggjandi
- að sjálfsögðu allar á íslensku.
XXX
VÍKVERJA finnst til mikillar fyr-
irmyndar að íslandsbanki og
fleiri bankastofnanir, s.s. Búnaðar-
bankinn, skuli nú bjóða viðskiptavin-
um sínum slíkan aðgang að upplýs-
ingahraðbrautinni. Það heyrir
líklega sögunni til að innhringisam-
band sé sérstök gróðalind, miklu
fremur reyna nú netfýrirtækin að
sérhæfa sig með öflugri og góðri
þjónustu og sérhæfðum lausnum. Og
láta þannig stærri aðila, svo sem
bankana, um að útvega einstakling-
um einfalt innhringisamband og net-
aðgang. Komið hefur fram í könnun-
um að við íslendingar stöndum afar
framarlega í flokki þjóða í að nýta
okkur kosti upplýsingatækninnar og
samt er Ijóst að notkun okkar á þess-
um nýja miðli mun margfaldast á
næstu árum. Slíkt hefur vitaskuld
ótal möguleika í för með sér og Vík-
verji horfir því bjartsýnn fram á veg-
inn.