Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2, JÚLÍ 2000 %9 MINNINGAR STEINUNN ÁRNADÓTTIR STEFÁN ÓLIÁRNASON + Steinunn Árna- dóttir fæddist í Reykjavík 14. janúar 1951. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 29. júní. Stefán ÓIi Árna- son fæddist í Reykja- vík 8. maí 1941. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Kópavogi 20. júni siðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 28. júní. Hvað er lífið? Hverfull draumur! Hvað er dauðinn? náðargjöf. Enginn skilur skapadóminn skammt er vöggu frá að gröf! Herrann græðir hjartasárin, hans í vörslu er óhætt þér. Máske eftir örfá árin allt það dulda skiljum vér. (Höf. ók.) Þegar tveimur af systrabörnum mínum er kippt í burtu með tveggja daga millibili stendur mað- ur eins og barn og spyr: Af hverju? En við fáum engin svör. Ég fyllist þakklæti til skaparans fyrir það að systir mín kær þurfti ekki að sjá á eftir þeim heldur fékk hún að fara á undan, því hún lést fyrir hálfu öðru ári og fær nú að taka þau í faðm sér ásamt föður þeirra og Þór yngsta syni sínum en hann lést fyrir sjö árum síðan, og ég trúi að þar hafi orðið fagnaðar- fundur. Aldrei finnur maður betur hvað yndislegt er að eiga svo stóra og samhenta fjölskyldu eins og á slíkum sorgarstundum og finna hvernig elska og umhyggja streyma um okkur hvert frá öðru. Minningarnar fylla hugann, jafn- framt sorginni býr gleðin yfir því að hafa fengið að fylgjast svo náið með þeim allt frá fæðingu til full- orðinsára. Ég þakka allar góðu stundirnar sem ég átti með þeim. Ég bið almáttugan guð að varð- veita fjölskyldur þeirra og gefa þeim styrk í sorginni. Blessuð sé minning þeirra beggja. Margrét. Kær vinkona mín og mágkona til margra ára, Steinunn, hefur nú kvatt okkur. Ósköp þykir mér erfitt á svona stundum, Steinunn mín, að vera svona langt í burtu. Við mæðgurnar hérna í Ameríku fengum að fylgjast vel með baráttu þinni í veikindun- um, frá ættingjum og vinum, en samt sem áður virðumst við aldrei tilbúin svona sorgarfréttum. Við kynntumst fyrir rúmum 30 árum, er ég fór að slá mér upp með bróð- ur þínum, Þórsa, er síðan varð eig- inmaður minn til margra ára, og áttum við saman tvær dætur, Elínu og Margréti. En Þórsi lést langt fyrir aldur fram. Þið komuð þá út til Omaha, fyrrum tengdamóðir, hún Lína er lést að hausti 1998, sem var mikill missir fyrir okkur. Já, þið komuð mæðgurnar og Bogga að kveðja son og bróður. A Bergþórugötu, ykkar æskuheimili, var okkar ann- að heimili alltaf opið þegar við kom- um í heimsókn. Þú varst alltaf til- búin sem barnapía fyrir okkur, þangað til þú fórst að vera eldri, þá fórst þú bara með okkur, sérstak- lega í Silfurtunglið á sunnudags- kvöldum. Það var nú aðallega farið til að dansa og hitta vinina og hafa þeir verið sameiginlegir gegnum tíðina. Þegar ég kom til landsins, varst þú alltaf tilbúin að labba með mér Laugaveginn allan, sem við höfðum svo gaman af, og þó kannski meira ég. Eftir að við fluttum út vorum við alltaf í góðu sambandi, og fá sendan jólamat fyrir jól var yndis- legt. Við hringdum í hvor aðra af og til. Þegar hringt var í mig og sagt að þú hefðir kvatt þennan jarð- neska heim, var mér mjög brugðið eins og flest öllum. Þú varst svo ákveðin í að berjast, varst kát og hress áður en þið Jói fóruð út í eyju á Breiðafirði, þar sem þið eydduð alltaf sumrinu. Elsku Steinunn mín, þakka þér allt gegnum árin í gleði og erfið- leikum, þú varst alltaf til staðar eins og þið öll. Bróðir þinn Stefán kvaddi þrem- ur dögum síðar, hann var mér eins og þú, alltaf góður vinur, og var nýbúinn að senda mér tölvupóst um líðan þína. Hann var mjög duglegur að senda póst og leyfa okkur að fylgjast með öllu, m.a. kaupum ykkar Jóa á Bergþórugötu og hvernig allt gekk. Söknuður okkar mæðgna hérna í Omaha er mikill og viljum við senda fjölskyldu ykkar beggja okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð fylgja ykkur öllum. Inga Rósinkrans, Elín og börn og Margrét og sonur. Elsku Steinunn mín, hvernig er hægt að sætta sig við að þú sért ekki lengur með okkur? Ég má ekki vera eigingjörn, því vissulega á fjölskylda þín erfitt, eiginmaður þinn Jói, og böm, en erfitt samt. Við töluðum saman í síma síðast þremur dögum fyrir lát þitt, þá varst þú úti í Akurey við Breiða- fjörð, þar sem þið voruð alltaf yfir sumarið. Ég var svo heppin að ná að heimsækja ykkur út í eyju og var það yndislegur tími. Ókkar kynni hófust þegar við vorum tíu ára í Austurbæjarskóla. Ég kom við hjá þér á Bergþórugötu á morgnana að vekja þig og síðan vorum við samferða í skólann. Þá bjó ég á Hverfisgötu. Leiðir okkar lágu saman gegnum skólaárin, oft- ast sátum við saman, allavega skólaárin í Gaggó Aust, þá kom nú stundum fyrir að annarri var vísað fram, því alltaf þurftum við að tala svo mikið saman. Eftir skóla fórum við yfirleitt heim til þín, fengum okkur mjög svo hollan hádegismat, franskbrauð steikt uppúr hangifloti og spæld egg með. Lögðum við okkur yfirleitt eftir þessa máltíð enda mjög svo þung í maga. Við hlógum oft að þessu seinni ár. Við vorum vinsælar barnapíur, hjá Ingu og Þórsa, uppi á Skólavörðustíg og vestur í bæ. Ætla ég ekki að tala um af hverju við höfðum mest gaman. Oft var líf og fjör, en börnin pössuðum við vel. Síðan fór ég í Iðnskólann, að læra hárgreiðslu, en þú kynntist Hreið- ari, fyrrverandi eiginmanni þínum og börnin komu hjá ykkur. Þá var ég barnapía hjá ykkur. Oft leið tími án þes að við heyrðum hvor í ann- arri eftir að við vorum komnar méð börn og bú, en vorum samt alltaf af og til í sambandi, hittumst og viss- um alltaf hvað var að gerast. Ég veiktist, og þá var ekki að spyrja að þér, þú hringdir reglu- lega til að vita hvernig heilsan væri, svo og alltaf þegar Inga kom frá Ameríku. Haustið 1998 misstum við mæður okkar með viku millibili. Móðir mín fór á undan. Þá bauðst þú mér þína, að ég mætti eiga hana með þér, en viku seinna hringdir þú í mig og sagðir mér að nú væri þín farin líka. Ósköp áttum við erfitt, Stein- unn mín, í nokkra mánuði á eftir, og fannst okkur við vera hálf um- komulausar, misstum feður okkar með stuttu millibili fyrir um það bil 25 árum á besta aldri. Við náðum að kveðja forelda hvor annarrar. Þegar þú hringdir í mig haustið 1999 og sagðir mér að þú værir komin með krabbamein varst þú bæði sár og reið. Ég var bara í fyrstu hálfdofin, þú þessi kraft- mikla kona, vinnuharkan í þér var með ólíkindum, þú varst alltaf að, hélst vel utan um fjölskyldu þína, þú varst rík með hana. Jói og börn- in voru þér allt. Það sést best á því hvað Jói og börn studdu þig vel í veikindum þínum. Ég náði að koiria til þín tvisvar sólarhringinn áður en þú kvaddir, og náði ég ágætu sam- bandi við þig í fyrra skiptið og vil ég bara vera þakklát fyrir það. Svo fór Stefán bróðir þinn svona stuttu seinna og vil ég votta fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúð. Elsku Jói minn, Karólína og börn, Guðrún, Birgir Þór og Jón Einar. Megi englarnir vaka yfir ykkur, og þér elsku Steinunn mín, með þökkum fyrir allt. Þín æskuvinkona og ávallt, r Guðbjörg Björgvinsdóttir (Gugga). + Margrét Har- aldsdóttir fædd- ist á Kjalarlandi í Vindhælishreppi 29. september 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans 24. júní síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Haraldur Jóns- son og Kristín Ind- riðadóttir. Systkini Margrétar eru: Bragi, Helga og ís- leifur. Með sambýlis- manni sínum, Sig- urði Frímanni Björnssyni, f. 16.12. 1942, eignaðist Margrét fjögur börn. Þau eru: Björn, f. 1.6. 1974, sambýliskona hans er Þórunn Elfa Ævarsdóttir, f. 16.8. 1978. Óskírð dóttir, f. 26.9.1975, d. 30.9. 1975. Kristín Dís, f. 26.4. 1980. Haraldur Brynjar, f. 13.4.1981. Útför Margrétar fer fram frá Kópavogskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég var lítill sex ára dreng- ur sagði mamma að ég yrði að fara í Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík. Mamma gat ekki komið með og þess vegna bjó ég hjá ömmu Guð- mundu í Garðabæ. Ég var glaður þegar mamma tók mig heim um jól- in og páskana en grét mikið þegar mamma fór aftur heim á Skaga- strönd. Eftir veturinn ákvað mamma að flytja með mér til Reykjavíkur og þá varð ég glaður. Ég er þakklátur mömmu fyrir að hafa flutt með mér og Dís til Reykjavíkur. Ég sakna alls sem við mamma gerðum saman. Haraldur Brynjar. Elsku Magga mín. Nú ert þú far- in og ég veit að þú hefur hlotið góð- ar móttökur. Loks hef- urðu fengið litlu stúlkuna þína aftur, heilbrigða og fallega. Ef hægt er að segja að eitthvað sé fallegt, þá var það að sjá hvað börnin þín sýndu þér mikinn kærleika tím- ann sem þau sátu hjá þér. Alla nóttina um- vöfðu þau þig. Það varð þín siðasta bar- átta við lífið. Það hefur alltaf verið mikill sam- gangur á milli okkar. A Skagaströnd, sem krakki, man ég að þér, ungri konu og barnlausri, fannst við systurnar óttalega miklar fyrir okkur og vildh umfram allt aðstoða við uppeldið. Æ, þú varst nú ekkert sérstakt uppáhald þá. En þegar við bjuggum á Kjalarnesi og frekar lítið um til- breytingu var mjög gaman þegar þið Siggi birtust á Voffanum, ung og ástfangin, og buðuð okkur í ferðalag eða bíltúr. Eftir að þið Siggi eignuðust ykkar börn og ég mín hefur líf okkar tengst órjúfan- legum böndum. Ég fór norður til ykkar á sumrin og þið gistuð hjá mér fyrir sunnan er þið voruð á ferðinni. Þá var nú mikið spjallað og ennþá meira hlegið því þú hafðir mikinn gálgahúmor. I gegnum lífið hefur „Magga frænka“ sett svip sinn á umhverfið. Þú varst skapstór og hafðir skoðanir á flestu og vissir nákvæmlega hvað þú vildir og að sjálfsögðu líka hvað þú vildir ekki. Við vorum ekki alltaf sammála um hlutina en þar sem við vorum svo náskyldar höfðum við báðar yfir- leitt rétt fyrir okkur. En þú varst svo hreinskilin að það var auðvelt að ræða málin og afgreiða að fullu. Þú þurftir mikið fyrir lífinu að hafa. En allt sem þú ætlaðir þér að gera og gerðir var vel gert, þú varst mik- il baráttukona. Ætlunarverk þitt var að komast af og sjá börnin þín vaxa og dafna og fylgja þeim svo lengi sem þau þyrftu. Og um það hugsaðir þú fram á síðustu stundu. En vertu viss að litla barnabarninu, sem er á leiðinni, verða sagðar margar sögur af Möggu ömmu, um það sjáum við sem eftir erum. Bárbel, starfsfólki 11E og líknar- deild Landspítalans vil ég þakka umhyggju og vilja. Ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allt. Þín Edda. Elsku Magga mín. Ég hélt aldrei að ég ætti eftir að þurfa að kveðja þig svona löngu áður en það er tímabært. Ég er búin að hugsa mik- ið síðustu daga og sárast þykir mér með litlu börnin sem aldrei fá að muna þig sem ömmu Möggu. Ég ætla að segja Jakobi Mána allt um þig og segja honum að þetta sé amma hans sem barðist svo hetju- lega við erfiðan sjúkdóm sem sigr- aði að lokum. Ég er búin að rifja upp allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Þú varst alltaf svo þol- inmóð, það var alveg sama hvað ég og Dís vorum að prakkarast, þú varst aldrei reið, bara pínu úrill í stutta stund en svo var það búið. Þú hafðir þínar skoðanir á hlutunum og stóðst fast á þínu. Ég hef oft dáðst að þér og hvað þú höndlaðir lífið vel, þrátt fyrir mikla erfiðleika oft og tíðum. Ég verð stundum reið og mér finnst ósanngjarnt að þú skyldir vera tekin frá okkur, en er jafnframt þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig hálfa ævina. Ég vil líka trúa því að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég veit að það var tekið vel á móti þér. Mikið þótti mér nú vænt um þig Magga mín og ég kveð þig með trega og söknuði í hjartanu. Guð geymi þig. Það kólnar en sólin vermir þig, það rökkvar en máninn lýsir þér. Það eru engin ský sem hefta fór þína, og stjama þín fylgir þér heim. (Höf. ók.) Elsku Dís, Binni, Bjössi, Þórunn, Siggi og fjölskylda, ég votta ykkur MARGRET HARALDSDÓTTIR alla mína samúð. Guð geymi ykkur og styrki í sorginni. Alma Ósk og Jakob Máni. Hinn 24. júní sl. bárust okkur þær sorgarfréttir að Margrét Har- aldsdóttir væri látin, eftir mikla og stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm. Fyrstu kynni okkar af Mar- gréti urðu fyrir rúmu einu og hálfu ári þegar sonur hennar Haraldur Brynjar flutti á sambýlið Holtavegi. Margrét var sterk kona og óx virðing okkar fyrir henni stöðugt þann stutta tíma sem við áttum samleið. Við kveðjum þessa sterka konu af miklum hlýhug og vottum Binna, Dís, Bjössa, Sigga, Þórunni og öðr- um ættingjum okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á sorgar- stundum. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks á sambýlinu á Holtavegi. Valborg Helgadóttir. OSWALDS si'Mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTIUH I 101 REYKJAVIK Dnvíð Ingcv Ölnfnv Utfavíivstj. Utfavavstj. Utfavavstj. LÍKKl STUVINN USTO FA EY\aNDAR ÁRNASONAR ifisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt aó300 manns. einnig I.i: ETTUR MEUKAFFl OG TERTU A EFTIR IIADEGISMATUR SAMA VERÐ . skoiii Vrr°' riha V °kku, ° n*tinui VEISLAN G3 Glœsilegar veitingar frá Veislunni Austurströnd 12 • 170 Sehjamames • Sími: 561 2031 • Fax: 561 2008 & VEITINGAELDHUS www.veislan.is _ _ -----—-03 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 wamjf Æt útfararstjóri, ™J[ Jtfsími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.