Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR2. JÚLÍ2000 MORGUNBLAÐIÐ *» Morgunblac5ið/Árni Sæberg [BÓKMENNTIR] íslandsbanki tók þátt í kynningu bókanna um Harry Potter, sem gefnar voru út hjá bókaútgáfunni Bjarti. Markmið íslandsbanka var að hvetja börn til lesturs ogtengja um leið ímynd bankans við eitthvað skemmti- legt í hugum barnanna. Morgunblaóið/Golli [TÓNLIST OG HANDVERK] Sjóvá-Almennarfólu Hans Jóhannssyni fiðlusmið að smíða strengja- kvartett sem síðan var afhenturTónlistarskóla Reykjavíkurtil afnota. Með þessu framtaki studdi fyrirtækið íslenskt handverk auk þess sem ungirefnilegirtónlistarmenn eru studdirtil frambúðar. stórum skyldum að gegna þegar um stóra viðburði er að ræða. Og þar höfum við um langt árabil stutt stórviðburði hjá listahátíð, svo dæmi sé tekið. Við höfum einnig viljað sinna verkefnum sem aðrir eru ekki að sinna og jafnvel leitað eftir þannig verkefnum. En þó við teljum okkur hafa verið að gera stóra hluti á undanförum árum verðum við alltaf að hafna mun fleiri verkefnum en við getum sam- þykkt.“ Þegar spurt er hvort Val finnist fyrirtæki fá nægilega athygli fyrir umsvif sín á þessu sviði segir hann: „Við höfum aldrei auglýst þennan stuðning okkar en við eigum afar erfitt með að skilja af hverju fjöl- miðlar eru svo tregir sem raun ber vitni að geta stuðnings atvinnufyr- irtækja við menningarlífið. Það heyrir nánast til undantekninga að fjölmiðlar geti þessa, það er eins og menn telji þetta vera feimnismál. Stuðningur fyrirtækja er menning- unni mikilvægur og það á að viður- kennast. Fyrr á árum var við- kvæmni listamanna mikil í þessu sambandi en ég held að skilningur allra aðila hafi aukist á því að slíkt er óþarfi. Það er eðlilegur hlutur að fyrirtæki styðji menningarstarfið og það á að segja frá því. En við höf- um samt sem áður ekki litið á þetta sem hluta af okkar auglýsingarmál- um. Hins vegar er auðvitað allt hluti af markaðsstefnu og oft ekki skýrar línur sem liggja þarna á milli. Samt höfum við haldið þessu aðgreindu hjá okkur og það eru aðr- ir sem sinna menningarmálum en þeir sem eru í markaðsmálum." Mörg fyrirtækí hafa ekkí mótað opinbera afstöðu til menningar- mála Þó mörg fyrirtæki starfræki sjóði eru þau líklega enn fleiri sem ekki hafa tekið opinbera afstöðu á þessu sviði og ráðstafa sínu fé í samræmi við þær beiðnir sem þeim berast hverju sinni. í slíkum tilfellum má telja næsta óhjákvæmilegt að verk- efnin endurspegli áhugasvið og þekkingu þeirra sem fyrirtækjun- um stjórna því oftast er þá ekki um faglega umsögn að ræða nema í undantekningartilfellum. Þau fyrir- tæki sem starfa á þessum grund- velli hafa þó mörg verið öflugir stuðningsmenn menningar á ára- tugi. I samtali við Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélags íslands, kom fram að sjónarmið Eimskipa- félagsins á þessu sviði mótuðust fyrst og fremst af því að þeir væru hluti af samfélaginu. „Okkur finnst skipta máli að vera þátttakendur í þessu umhverfi og stuðla að því að það verði til áhugaverðir hlutir í menningunni. Stundum snúast þessi sjónarmið um það að skapa okkur jákvæða ímynd en það ræðst að sjálfsögðu dálítið af því hverjir eru stjórnendur á hverjum tíma og hvar þá ber niður í menningunni. Okkur hefur hentað að sinna list- um, kannski því sem kallað hefur verið æðri list. Við höfum einnig tekið þátt í annarri menningar- starfsemi, svo sem með stuðningi við íþróttahópa, sem hefur átt rétt á sér að okkar mati. Við viljum eiga okkar þátt í því að eitthvað gerist ef við höfum á tilfinningunni að ann- ars myndi það ekki gerast.“ Eimskipafélagið hefur ekki stofnað sérstakan menningarsjóð og Hörður segir að menningarmál- in verði að vega og meta: „Það er ekki hægt að gera alla hluti því í sjálfu sér erum við mjög litlir aðilar í þessu. Hjá okkur er enginn form- legur menningarsjóður né formleg úthlutun. Stundum hentar okkur ekkert endilega að vera að segja frá því sem við erum að taka þátt í heldur spyrst það til ákveðins hóps sem við erum þá að höfða til frekar en til alls fjöldans," segir Hörður. Hann segir óskir um stuðning mun meiri en þeir ráða við: „Þess vegna veljum við úr hluti sem okkur langar til að sinna og þykja áhuga- verðir, sem helgast kannski af því hver mín áhugamál kunna að vera.“ Aðspurður um hvort fyrirtækið leiti til listfræðinga, tónlistarmanna eða annarra fagaðila um hvaða verkefni séu verðugri en önnur seg- ir Hörður að það sé gert þegar það hentar. „Mitt mat er það að ef við kaupum hér einhverja mynd þá gerum við það af því okkur finnst hún falleg." Hörður bætir því við að oft séu kynningarmál í samstarfi fyrir- tækja og menningar vandmeðfarin og að samstarfið skili ekki alltaf því sem fyrirtækin sækjast eftir. Takmarkaður skilningur sé á þætti fyrirtækjanna og mikil tregða að geta þeirra svo þau fái þá hlutdeild og viðurkenningu sem þeim ber. Leggja áhersiu á skap- andi starfsumhverfi og listamenn í vinnu I kringum hið unga fyrirtæki Oz hefur skapast nýtískuleg ímynd sem að einhverju leyti má rekja til listamanna sem þar hafa starfað. Framkvæmdastjóri Oz, Skúli Mog- ensen, telur ákaflega mikilvægt að skapa náið samspil á milli menning- ar og atvinnulífs, „sérstaklega hvað varðar þekkingu innan fyrirtækja þar sem nauðsynlegt er að hafa skapandi umhverfi. Við hjá Oz höf- um alla tíð lagt mikið upp úr því að hafa skapandi umhverfi, við höfum ráðið margvíslega listamenn í vinnu hjá okkur og einnig leitað til þeirra varðandi ýmis verkefni. Einnig höf- um við tekið þátt í listrænu sam- starfi eins og t.d. art.is, en við vor- um þáttakendur í sýningu sem opnaði fyrir skömmu í Listasafni íslands. Þar störfuðum við með nokkrum af okkar fremstu lista- mönnum. Okkur finnst þetta mál- efni almennt séð mjög mikilvægt og höfum því reynt að leggja okkar af mörkum í þessum efnum. Eg held enn fremur að það sé mjög mikil- vægt að horfa á list með opnum huga því list er mjög vítt hugtak. Við viljum alls ekki binda okkur við eitthvað ákveðið listform enda er öll list jafn merkileg, í mínum huga að minnsta kosti. Allt sem gert er í listum af mikilli innlifun og metnaði er stórkostlegt sama hvert formið er.“ Oz er ekki með sérstakan menn- ingarsjóð á sínum snærum en leit- ast þó við að afla sér ráðgjafar á vettvangi menningarinnar. „Við höfum leitað til þeirra listamanna sem vinna hjá okkur hér innan húss um ráðgjöf,“ segir Skúli, „en við er- um einnig þátttakendur í Listasjóði atvinnulífsins sem mér finnst frá- bært framtak og lofsvert að fá að tengjast því. En almennt séð þá er það yfirleitt staður og stund sem ræður okkar ákvörðunum um þetta þó ég vonist til þess að við getum orðið skipulagðari og virkari þegar fram líða stundir. Ég held að það sé hollt fyrir okkur að íhuga til dæmis að nýta okkar skrifstofur erlendis til að aðstoða listamenn við að koma sér á framfæri á erlendum vett- vangi.“ „En þó við höfum lagt okkur fram á þessu sviði þá finnst okkur ekki rétt að verja miklum beinum fjár- munum í kaup á listaverkum á með- an fyrirtæki okkar er á þessu vaxt- arskeiði," segir Skúli. „Við erum ekki enn farnir að skila hagnaði. Ég vona þó svo sannarlega að það verði viðsnúningur í þeim efnum er fram í sækir. Mín skoðun er sú að ef fyrir- tæki eiga því láni að fagna að ganga ágætlega þá sé það í rauninni skylda þeirra að taka þátt í menn- ingarlífinu." Menning er vítt hugtak og framtíð kostunar í listum er því I nokkurri óvissu Hugmyndir af því tagi sem hér hafa verið reifaðar um starfsemi stofnana á borð við Arts and Business eru kannski full nýstár- legar til að hljóta mikinn hljóm- grunn meðal stjórnenda fyrirtækja enn sem komið er. Ljóst er að þær þyrfti að kynna betur. Mikill og góður vilji virðist vera hjá flestum fyrirtækjum til að styðja menningu. Þó er sá hængur á að víða er hugtakið „menning" skil- greint á ákaflega yfirgripsmikinn máta svo flest þau málefni sem fyr- irtæki hafa hug á að styðja flokkast undir menningu; samfélagsþjón- usta, forvarnastarf, íþróttir og jafn- vel trjárækt, auk lista. Nauðsynlegt er að greina þarna á milli og hafa stefnumótun fyrirtækja skýra varð- andi þau málefni sem þau vilja vinna að. Það myndi bæði auðvelda markaðssetningu og greiða fyrir samstarfi við menningaröflin. Almennri uppfræðslu á flestum sviðum lista virðist vera nokkuð ábótavant svo að einhverju leyti má rekja þá annmarka sem eru á sam- starfi atvinnulífsins við menning- una til þekkingarleysis á því sem er að gerast í listum samtímans. Þróun lista á síðustu áratugum hefur verið ör og stundum þess eðlis að almennir listunnendur eiga erfitt með að átta sig á því sem ekki er á hefðbundnum nótum. Þetta á kannski fremur öðru við um mynd- list þar sem hlutlægt verðmæti verka er ekki alltaf jafn augljóst og áður, efnistökin huglægari og fag- urfræðin afstæðari. I myndlist sam- tímans liggur verðmæti listaverks oft fyrst og fremst í hugmyndinni sem það tjáir en ekki í þeim efniviði sem miðlar hugmyndinni. Almenningur þarf að fræðast um þessa þróun myndlistar til að geta nálgast hana með nýju hugarfari þannig að auðveldara reynist að greina á milli listar sem mun stand- ast tímans tönn og þess sem sumir vilja kalla skreytilist. Hið sama má segja um aðra listsköpum þar sem oft er erfitt að greina á milli afþrey- ingar og alvarlegri tilburða. Nútímasamfélag byggir að stór- um hluta á sérhæfingu og sérfræði- þekkingu og því eðlilegt að þeir stjórnendur fyrirtækja sem eru að huga að kostun og styrkveitingum afli sér álits sérfróðra um þau mál er ekki tilheyra beinlínis þeirra eig- in starfssviði. Einn mikilvægasti þátturinn í framþróun á sviði kostunar felst því ef til vill í því að leita til þeirra fjölmörgu sérfræðinga á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, listdans og bókmennta sem komið hafa inn í atvinnulífið á undanförn- um árum. Því má telja víst að æ fleiri fyrirtæki telji hag sínum best borgið með því að ráða þetta fag- fólk til umsagnar og ráðstöfunar þeirra fjármuna sem þau hyggjast verja til menningar í samráði við auglýsinga- og markaðsdeildir. Fræðsla af ýmsum öðrum toga gæti einnig verið hluti af kynning- arstarfi sem listamenn, þeirra bandalög og liststofnanir tækjust á hendur sem lið í því að efla tengslin við atvinnulífið og almenning. Slíkt myndi ugglaust skila miklsverðum ávinningi, ekki einungis í efnahags- legum og listrænum skilningi held- ur einnig vitsmunalegum og hugmyndafræðilegum skilningi, þjóðfélaginu og framþróun þess til heilla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.