Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 1 9 ÍÞRÓTTIR Zinedine Zidane er lykilmaður f leik Frakka. Nær hann að brjóta niður varnarmúr ítala? spila af hörku og Fiore er vinnu- samur og hefur það hlutverk að styðja við sóknarmenn Itala á miðsvæðinu. Viera vinnur flest ná- vígi og hefur fyllilega verðskuldað að leika á miðjunni við hlið keppi- nautar síns Didier Deschamps. Marcel Desailly gegn Filippo Inzaghi Desailly er einn af reyndustu varnarmönnum heims, traustur hlekkur í vörn Frakka sem getur einnig tekið rispur fram á völlinn. Desailly mun að þessu sinni glíma við hinn lúmska Filippo Inzaghi sem sífellt er á hreyfingu og er duglegur að lauma sér í gegnum varnir andstæðingana. Hraði verð- ur afgerandi þáttur í viðureign kappanna og Inzaghi hefur vinn- inginn í þeim efnum. Aðalvandamál Itala verður að skapa marktæki- færi í leiknum og þá birtist oftar en ekki Inzaghi sem réttur maður á réttum stað. Ásgeir Heiðar glímir við boltalax í Restigouch. Rodney, leiðsögumaður Ásgeirs, með „hoplax“ á kanadiska vísu.... Richard Adams, einn frægasti leiðsögumaður Kanada, var Ásgeiri og félögum til halds og trausts. Risarnir í Resti- gouch ÞAÐ er allnokkuð síðan að íslenskir stangaveiðimenn fóru að skima yfir hafið bæði til austurs og vestur eftir nýjum veiðislóðum til að reyna sig á. Einkum hefur heillað að komast eitt- hvað sem lengir vertíðina sem þykir fremur stutt hér á landi nema að menn séu tilbúnir að standa í kulda og trekki í apríl, maí og október. Þó hefur ekki fyrr heyrst að íslendingar hafi veitt í kanadísku stórlaxaánni Restigouch, enda hefur henni verið lýst sem best geymda leyndarmáli kanadlskra stangaveiðimanna. Það var Ásgeir Heiðar, leigutaki Laxár í Kjós, sem reið á vaðið er honum stóð óvænt til boða að fara með hóp hérlendra í Restigouch dag- ana 15.-20. maí, en á þeim tíma eru göngur að byrja fyrir alvöru og auk- inheldur eru menn að veiða einhvers konar hoplaxa sem í engu minna þá grindhoruðu vesalinga sem hér veið- ast oft á vorin. Þessir niðurgöngu- fiskar eru silfraðir, vel haldnir og fíl- efldir. „Þetta er þekkt nafn, á sem rennur á landamærum New Brunswick og Quebec. Það er klukkustundar munur þarna efth- því á hvorum bakkanum þú stendur. Liðið þarna heldur upp á áramót tvisvar á ári, röltir bara yfir brýrnar. Við gerðum okkur engar væntingar, fórum þetta eiginlega mest fyrir for- vitnis sakir, en íslensku stangirnar fengu síðan vel á annað hundrað fiska og það var ekki fiskur undir 12- 14 pundum og einn í hópnum, Viðar Daníelsson, veiddi einn sem var nokkuð yfir 30 pund. Þetta kom okk- ur skemmtilega á óvart, þama var nóg af fiski og umhverfið fallegt. Ef að laxveiði í Kanada er á hrakhólum þá væri fróðlegt að sjá hvernig hún er þegar hún er góð,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Tveir yfir 40 pund 50 til 60 punda laxar eru ekki fá- séðir í Restigouch og metlaxinn úr ánni var áætlaður 72 punda, veiddur fyrir nokkrum árum. Þarna er ein- ungis veitt á flugu og öllum laxi sleppt. „Bandaríkjamaður sem þarna var að veiðum fékk tvo yfir 40 pund sama morguninn, annar var 54 tommur, alger risi. Þeir voru báðir nýgengnir. Það er sérstakt að vera á veiðum á slíkum stað, að eiga von á slíkum risum í hverju kasti,“ bætti Ásgeir við. Ætla aftur Ásgeir sagði að flestir sem voru í hópnum væm búnir að bóka sig aft- ur að ári, en ljóst væri að honum stæði til boða að fara þrisvar út með íslenska veiðimenn. „Ég fer öragg- lega tvær ferðir og stendur sú þriðja til boða, ég sé til með það,“ sagði Ás- geir. mc mr m egi - föstudags Frábært úrval af nýjum leggingum og skrautböndum TVönuhrauni 6, HafnarfirÖi 2J Símí 565 1660
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.