Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 23 Aróður austurs og vesturs ÞAÐ er ljósmyndin „Frumherjinn" eftir rússneska ljósmyndarann Alexander Rodchenko sem er hér fremst á veggnum í hópi annarra ljósmynda. „Frumherjinn" er hluti sýningar í Púskin-Iistasafninu í Moskvu, en þar má sjá áróðursmyndir frá bæði Bandaríkjunum og Sovétrfkjunum. Stjómvöld beggja ríkja vom dug- leg að nýta sér áróðursmyndir á borð við þessar á árunum eftir 1930. AP Þróunarlmur í íslenskri sagnfræði TIMARIT Sagnfræði SAGA Tímarit sögufélags. XXXVI- 11-2000. Ritstjórn: Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður Ragnarsson. 383 bls. SAGA er að þessu sinni helguð umfjöllun um þróun íslenskrar sagn- fræði. Greinarnar sem birtar eru í ritinu eru unnar að frumkvæði rit- stjórnar með það að markmiði að þær gefí saman heildstæða mynd af iðkun sagnfræði á 20. öld er taki til alls tímabils íslandssögunnar og þeirra helstu nálgunaraðferða sem átt hafa upp á pallborðið hjá íslensk- um sagnfræðingum. í formála segir að ritstjórnin hafí falið ellefu sagn- fræðingum að „greina frá helstu söguritum, úr hvaða jarðvegi þau spretta, grundvallarviðhorfum eða söguskoðunum sem í þeim birtast, viðfangsefnum þeirra og aðferðum sagnaritaranna“ (bls. 7). Auk yfírlitsgreinar Inga Sigurðs- sonar um þróun sagnfræðinnar frá miðöldum til samtímans eru í ritinu tíu greinar sem taka á tilteknum sviðum í nálgun sagnfræðinnar að fortíðinni. Þrjár greinar taka útgangspunkt í tímabilum Islan- dssögu fyrri alda: Jón Viðar Sigurðs- son fjallar um sagnaritun um tíma- bilið fyrir 1300, Helgi Þorláksson um umfjöllun um 14. og 15. aldar sögu og Gísli Gunnarsson um sagnaritun um íslenskt samfélag 1550-1830. Tvær greinar skýra frá nálgun greinarinn- ar að tilteknum þáttum stjórnmála- sögunnar: Gunnar Karlsson fjallar um söguna um þjóðríkismyndun Is- lendinga 1830-1944 og Valur Ingi- mundarson um sögu utanríkismála á 20. öld. Hinar greinamar fimm mið- ast við rannsóknir á sögu síðari alda í félagssögu (Loftur Guttormsson), hagsögu (Guðmundur Jónsson), menningar- og hugmyndasögu (Guð- mundur Hálfdanarson), kvennasögu (Margrét Guðmundsdóttir) og byggðasögu (Friðrik G. Olgeirsson). Tiltæki ritstjórnar Sögu að efna til umfjöllunar um fræðigreinina er einkar vel til fundið. í hæfilega stutt- um greinum gefst höfundum tæki- færi á að safna saman þeim þráðum sem myndað hafa íslenska sagnfræði og sérsvið hennar. Þar sem vel hefur tekist til er að finna í ritgerðunum kærkomna greiningu á fræðasviðinu, en það er þáttur sem íslenskir sagn- fræðingar hafa almennt ekki sinnt nægjanlega. Eins og fram kemur í formála leggur ritstjórnin út með að við- fangsefni greinanna sé úttekt á „helstu söguritum" sem skrifuð hafa verið á öldinni sem er að líða. Að vissu leyti minnir þetta sjónarhorn á nálgun persónusögunnar, „um helstu menn vora“, en eins og margir greinahöfunda benda á hefur slík að- ferð átt nokkuð undir högg að sækja í fræðaheiminum. Þessi ritstjórnar- stefna ýtir undir það að höfundar leggjast á köflum í harla léttvægar upptalningar á höfundum og verkum þeirra, jafnvel á ritum sem ekki telj- ast beita aðferðum fræðanna. Þetta gerir það líka að verkum að sumum höfundanna reynist erfítt að festa hendur á almennum breytingum inn- an fagsins. Helst er staldrað við af- helgun sjálfstæðisbaráttunnar á síð- ustu þremur áratugum og endurskoðun þeirra þjóðhverfu sjón- arhorna sem mótuðu sagnfræði sem skrifuð var undir áhrifum hennar, en um þessi tímamót hefur allnokkuð verið fjallað áður. Fáir höfundar ganga hins vegar langt í frekari greiningu á straumum síðustu ára og láta nægja að vísa til aukinnar fjöl- breytni í verkefnavali sagnfræðinga á síðustu árum. Önnur leið hefði verið að hvetja höfunda til að taka útgangspunkt í þeim aðferðafræði- og söguspekilegu nálgunum sem einkennt hafa sagn- fræðilegar rannsóknir hér á landi. Það hefði getað leitt til markvissari og metnaðarfyllri greiningar á því sem íslensk sagnfræði hefur fengist við og stöðu hennar í nútímanum. Vitanlega tekst mörgum höfund- anna að rífa sig frá því að fjalla ein- göngu um tiltekin rit. Besta dæmið um það er grein Guðmundar Hálf- danarsonar um menningar- og hug- arfarssögu en þar eru spurningar söguspekilegs eðlis lagðar til grund- vallar umfjölluninni. Og þótt Guð- mundur Jónsson haldi sig við for- skriftina, enda einn rit- stjórnarmanna, tekst honum að hefja sig upp úr upptalningunum og skapa skarpa mynd af hagsöguleg- um nálgunum íslenskrar sagnfræði. Annað sem vekur athygli við rit- stjórn tímaritsins er val á þeim höf- undum sem fengnir voru til að vinna að þessu verkefni. Níu af ellefu höf- undum greinanna eru háskólakenn- arar, meðalaldur þeirra reiknast vera um fimmtugt og aðeins ein kona er meðal höfunda. Þetta gefur nokk- uð tóninn í verkið. Höfundar eru fengnir til að fjalla um sérsvið sitt, sem þeir hafa sjálfir átt nokkurn eða talsverðan þátt í að skapa. Þetta er bæði kostur og galli. Þekking þátttakandans á viðfangs- efninu veitir ómetanlega sýn á við- fangsefnið. Þannig má t.d. fá hug- mynd um hvemig höfundarnir meta sín eigin verk og starfsfélaga sinna í samhengi við orðræðu fagsins. En mönnum er augljóslega sniðinn stakkur í gagnrýnni greiningu á eig- in framlagi. Sumir höfundar koma sér líka alfarið hjá því að gera úttekt á stefnum og straumum sinnar sam- tíðar. Víða er þó að finna ágæta spretti þar sem höfundarnir ná að greina eigin verk af vísindalegri yfir- vegun, sem og ritsmíðar andmæl- enda sinna og þeirra sem hafa tekið skyld viðfangsefni ólíkum tökum. Á stöku stað hafa einstakir höf- undar farið út af sporinu án þess að ritstjórnin hafi séð ástæðu til at- hugasemda. Dæmi um þetta er um- fjöllun Margrétar Guðmundsdóttur um kynjasögu, en fræðimenn hafa í vaxandi mæli notað þetta hugtak um femínískar rannsóknir á sögu kynj- anna. Harla stuttaraleg umfjöllun Margrétar um kynjasögu ber reynd- ar öll merki takmarkaðs innsæis inn í þetta fræðasvið og þróun þess und- arfarinn áratug. Til marks um það er að yngsta erlenda fræðiritið sem hún vísar til í allri greininni er frá 1985 en síðan hafa kynjafræði ýmiss konar verið meðal þeirra sviða mannvís- inda sem hafa verið í hvað mestri gerjun. Umfjöllun Margrétar hefði gjarnan mátt taka á þeirri þróun. Því miður notar hún þess í stað tækifær- ið til að koma persónulegum hleypi; dómum sínum á framfæri, t.d.: „I upphafi þjónaði kynjasaga iðulega fyrst og fremst frama þeirra fræði- manna sem börðust fyrir viðurkenn- ingu“ (bls. 242). Slíkar órökstuddar fullyrðingar gefa ekki beinlínis til kynna að um fræðilega úttekt sé að ræða. Þegar á heildina er litið eru efnis- tök höfunda í Sögu hin vönduðustu og mikill fengur að þessari umfjöllun um þróunarlínur í íslenskri sagn- fræði. Hugsanlega hefði greining þessarar sögu orðið ferskari og metnaðarfyllri ef leitað hefði verið til fleiri sagnfræðinga úr hópi yngri kynslóðarinnar (einungis einn höf- undur er fæddur eftir 1960), t.d. úr allstórum hópi karla og kvenna sem stunda eða hafa nýlokið doktorsnámi í sagnfræði. Sú nýbreytni, að helga heilu hefti sérstakt þema og leita til fræðimanna um framlög er hins veg- ar til fyrirmyndar. Þetta er leið sem líkleg er til að stuðla að fræðilegri umræðu og efla sagnfræðina. Von- andi getur orðið framhald á þessari stefnu. Ólafur Rastrick Alþjóðlegt sumarnám- skeið í ís- lensku FJÖGURRA vikna alþjóðlegt sumamámskeið í íslensku hefst mánudaginn 3. júlí í Háskóla Islands. Heimspekideild og Stofnun Sigurðar Nordals gangast fyrir námskeiðinu. Stofnun Sigurðar Nordals ann- ast skipulagningu þess og for- stöðumaður hennar stjómar því. Þetta er í tólfta skiptið sem stofnunin sér um undirbúning námskeiðsins. Þátttakendur verða 49 að þessu sinni og koma frá 13 löndum, flestir frá Bandaríkj- unum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Þeim verður skipt í þrjá hópa í íslenskunám- inu eftir kunnáttu en margir þeirra hafa þegar lagt stund á íslensku heima fyrir, m.a. hjá sendikennurum í íslensku. Auk þess að nema íslensku gefst stúdentunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúra íslands, sögu íslendinga og menningu, heimsækja menn- ingarstofnanir og skoða sig um á sögustöðum. Mikill áhugi er á læra ís- lensku víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður- Ameríku. Með ári hverju ber- ast fleiri umsóknir um hvers konar íslenskunám fyrir út- lendinga hér á landi. Miklu fleiri stúdentar sækja um al- þjóðlegt sumarnámskeið í ís- lensku en unnt er að sinna. Nútímaíslenska er einnig kennd á mörgum stöðum er- lendis. Minna má á að nú starfa fjórtán íslenskulektorar í átta Evrópulöndum með stuðningi íslenskra stjómvalda. Annast Stofnun Sigurðar Nordals þjónustu við þá. Hádegistón- leikar í Nor- ræna húsinu FRANSKI píanóleikarinn Fern Nevjinsky heldur píanótónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 5. júlí nk. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15. Á efnisskránni eru verk eftir Jón Leifs, Hallgrím Helgason og Fern Nevjinsky. Fem Nevjinsky er viðurkenndur píanóleikari í Frakklandi og hefur m.a. leikið íslenska tónlist á einleiks- tónleikum sínum þar í landi. Hún hélt tónleika í Rúðuborg 16. mars sl. í tengslum við norrænu kvikmynda- hátíðina og lék þá verk eftir Svein- bjöm Sveinbjörnsson, Pál Isólfsson, Jón Leifs, Hallgrím Helgason og Hjálmar H. Ragnarsson. Fem Nevjinsky verður hér á landi í júlí til að taka þátt í sumarnám- skeiði í íslensku en hún stundar ís- lenskunám við Sorbonne-háskólann í París. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.