Morgunblaðið - 06.07.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.07.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 152. TBL. 88. ARG. FIMMTUDAGUR 6. JULI 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogar Rússlands, Kína og Mið-Asíuríkja funda Olíuverð lækkar VERÐ á hráolíu hélt áfram að lækka á mörkuðum í gær í kjölfar óvæntrar tilkynningar Saudi-Araba sl. mánu- dag um að þeir séu reiðubúnir til að auka framleiðslu sína um hálfa millj- ón olíufata á dag. Ólíklegt var talið 1 gær að Saudi- Arabar myndu einhliða auka fram- leiðslu sína án þess að Samtök olíu- útflutningsríkja, OPEC, sem Saudi- Arabar eru meðlimir í, myndu veita samþykki sitt, að því er fram kom á vefsíðu The Wall Street Journal. Ali Rodriguez, forseti OPEC, fullyrti í gær að samtökin myndu ekki auka framleiðslu nema að fengnu sam- þykki allra aðildarríkjanna, að því er sagði á viðskiptafréttavef CNN. Þar kom ennfremur fram að við- miðunarverð á olíu á markaði í Lond- on var 29,38 dollarar á fatið við lokun í gær og hafði lækkað um 20 sent frá deginum áður. Verðið var 30,67 doll- ai-ar á markaði í New York og hafði lækkað þar um 1,83 dollara í kjölfar tilkynningar Saudi-Araba. Markað- urinn í New York var lokaður á þriðjudaginn vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjamanna. Þá var haft eftir Rodriguez að ef verðið héldist lengi yfir 28 dollurum myndi OPEC „gera ráðstafanir“. Samningaviðræður hafnar í Kýpur-deilunni Genf.AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hóf í gær samningaviðræður milli fulltrúa tyrkneskra og grískra Kýpurbúa sem funda munu í Genf næstu daga í þeim tilgangi að finna varanlega lausn á málefnum Kýpur. Annan hitti Glafcos Clerides, for- seta Kýpur, að máli í höfuðstöðvum SÞ í Genf og átti svo fund með Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Tyrkja. Samkvæmt talsmanni Annans skýrði framvæmdastjórinn leiðtog- um samfélaganna frá því hvernig hann sæi íyrir sér að samningaferlið muni ganga fyrir sig, þ.m.t. áætlun fyrir næstu mánuði. Talið er að fjögur málefni muni vega þyngst í samningaviðræðum Kýpur-Tyrkja og Kýpur-Grikkja, þ.e. öryggismál, skipting landsvæða, valdskipting og eignarréttur, og mun viðræðum samfélaganna sem fram fóru í New York og Genf um áramótin því verða fram haldið. Al- varo de Soto, talsmaður Annans, sagði í gær að fyrri viðræður hefðu ekki verið samningaviðræður sem slíkar en vonast væri til að sú yrði raunin í þetta sinn. Eldflaugaáætlunin „ógnar stöðugleika“ Dushanbe. Reuters, AP. A LEIÐTOGAFUNDI Rússlands, Kína og þriggja Mið-Asíuríkja sem lauk í Tadjikistan í gær var vegið hart að fyrirhuguðum eldflaugavamaáætl- unum Bandaríkjastjómar og þær sagðar geta sett hnattrænan stöðug- leika úr jafnvægi. Lýsti Vladimír Pút- ín, forseti Rússlands, því yfir að ef Bandaríkjastjóm héldi áætlununum til streitu, væri það þvert á skoðanir þeirra sem ráðstefnuna sátu. „Leiðtogar Kína og Rússlands ræddu um mikilvægi þess að viðhalda ABM-sáttmálanum frá 1972,“ var haft eftir Sergei Prikhodko, tals- manni Pútíns í gær. Rússneskur emb- ættismaður sagði að Rússlandsforseti hefði lýst því yfir að ef eldflauga- vamaáætlun Bandaríkjanna myndi verða að veruleika myndi það „ógna stöðugleika um allan heim“. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að leiðtogar Rússlands, Kína, Tadjikistan, Kas- akstan og Kírgístan, fulltrúar þeirra ríkja sem fundinn sóttu, hefðu orðið að hverfa frá fyrirhuguðum umræð- um um landamæramál ríkjanna og ræða þess í stað aukið umfang „al- þjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi" á svæðinu. Andstaða við beina íhlutun I yfirlýsingu fundarins koma fram áhyggjur af vaxandi ólgu og hryðju- verkastarfsemi sem rakin er til fylgj- enda íslams í Mið-Asíu og nutu rúss- nesk stjómvöld stuðnings hinna ríkjanna vegna herfararinnar í Tsje- tsjníu. Ivanov sagði að augu flestra beindust nú að átökunum í Afganist- an sem væm uppspretta óstöðugleika í Mið-Asíu. í yfirlýsingu fundarins var einnig rætt um mannréttindi og aukinn vilja ríkja til að hlutast beint til um mál á þeim svæðum þar sem mannréttindi era talin eiga undir högg að sækja. Þykir orðalag yfirlýsingarinnar undirstrika andúð Rússlands og Kína á slíkum íhlutunum en þar kom fram að ríkin væra andsnúin „íhlutun í inn- anríkismál annarra ríkja, hvort sem slíkt er gert undir yfirskini „íhlutunar í þágu mannúðar“ eða „varðstöðu um mannréttindi". Leiðtogafundurinn þykir hafa sýnt fram á þann aukna hlut sem kínversk stjómvöld ætla sér í málefnum Mið- Asíu og jafnframt hversu miklum ár- angri Rússar hafa náð við að komast aftur til áhrifa I þeim Mið-Asíuríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. AÐ MINNSTA kosti ellefu manns hafa beðið bana og rúmlega 80.000 flúið heimili sín vegna fárviðris og flóða á Luzon, fjölmennustu eyju Filippseyja, síðustu tvo daga. Sjö drukknuðu á ýmsum stöðum á Luzon, meðal annars í Manila, og tveir krömdust til bana nálægt höf- uðborginni þegar tré féllu á þá í fárviðrinu. Þá létu hjón lífið þegar skriða féll á hús þeirra í borginni Baguio. Mikil flóð voru í nokkrum hverf- um Manila og 47 bæjum norðan við höfuðborgina. Bflsljórar og öku- menn fótknúinna farþegavagna reyna hér að komast í gegnum vatnsflauminn á götu í Manila. Meðan fárviðrið geisaði riðu þrír jarðskjálftar yfir Batanes-eyjar ná- lægt Luzon. Skjálftarnir mældust allt að 5,2 stigum á Richterskvarða en oilu ekki manntjóni eða miklum skemmdum. Clinton boðar friðarfund ísraela og Palestínumanna í næstu viku Fáir virðast bjartsýnir á árangur Washington. AP. Fárviðri og flóð BILL Clinton Banda- ríkjaforseti tilkynnti í gær að leiðtogar ísraels og Palestínumanna myndu koma til fundar til sín í Camp David í Bandaríkjunum í næstu viku, í því skyni að greiða fyrir því að end- anlegt samkomulag næðist fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir miðjan september næstkomandi. Sagði Clinton að eftir sjö ára samningavið- ræður væru deiluaðilar nú komnir í pattstöðu §SSff og að deilumálin væru flóknari en í nokkram öðram samningavið- ræðum sem stæðu yfir í Mið-Austur- löndum nú. „En,“ sagði hann, „ég held að ef við leggjum hart að okkur getum við lokið málum af á nokkram dögum.“ Clinton sagði að bæði Yasser Ara- fat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, og Ehud Barak, forsætisráð- herra Israels, væra fylgjandi þessari aðferð sinni sem einu leiðinni til að leggja drög að friðarsáttmála. Viðbrögð við tilkynningu Clintons einkenndust af svartsýni af hálfu beggja deiluaðila og varð til þess að einn ráðherra í ríkisstjóm Baraks sagði af sér og annar er sagður vilja úr stjórninni. Einn helsti samninga- fulltrúi Palestínumanna sagði litlar Reuters Clinton ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu í gær. líkur á að árangur næð- ist því hvorugur deiluað- ila vildi hvika. Camp David er sum- arbústaður Bandaríkja- forseta skammt frá Washington og þar náð- ist sögulegur friðarsátt- máli milli Israela og Egypta 1978, sem var fyrsta slíka samkomu- lagið sem ísraelar gerðu við arabaríki. ísraelar og Palestínu- menn hafa sett sér að ná endanlegu samkomulagi fyrir 13. september og sagði Barak í Paris í gær að þeir myndu gera sitt besta til að ná þv£ marki. „Við verðum að grípa tækifæri." Arafat staðfesti formlega að hann myndi þetta einnig mæta. Aðalsamningamaður Palestínu- manna, Ahmed Qureia, sagði aftur á móti: „Við höfum ekki fundið sam- eiginlegan grandvöil í neinum efn- um. Það ber alls staðar mikið í milli - um Jerúsalem, flóttamenn og landa- mæri.“ MORGUNBLAÐIÐ 6. JÚLÍ 2000 0900 090000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.