Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Staðarhaldari í Húsafelli segir að bæta þurfí
tjaldstæðamenningu Islendinga
Heimurinn er stór og mikill, ekki síst þegar maður er litla naut öryggis vígalegs gúmmídekks þar sem hún
sjálfur lítill og kynnist firnum heimsins skref fyrir var að leik neðan Langholtsskóla á dögunum og horfði
skref eftir því sem mánuðimir og árin líða. Hún Eydís forvitnum augiun sínum á heiminn.
Horft á heiminn
Morgunblaðið/Ásdís
Vill innleiða svokölluð
tjaldstæðakort
REKSTRI tjaldstæðisins í Húsa-
felli verður breytt á næsta ári í
kjölfar óláta og slæmrar umgengni
þar um helgina. Þetta kom fram í
samtali Morgunblaðsins við Berg-
þór Kristleifsson, staðarhaldara í
Húsafelli, en hann sagði að almennt
þyrftu íslendingar að bæta um-
gengni sína um tjaldstæði landsins
og koma tjaldstæðamenningunni á
dálítið hærra plan en hún hefði ver-
ið hingað til.
„í hita leiksins hvarflaði það að
mér að loka tjaldstæðunum alveg
næsta sumar,“ sagði Bergþór. Ég
reikna nú samt frekar með því núna
að ég breyti rekstrinum eitthvað til
þess að koma í veg fyrir að atburðir
síðustu helgar endurtaki sig. Það er
hins vegar alveg Ijóst að næst þegar
ég heyri af því að unglingar ætli að
fjölmenna hingað þá loka ég svæð-
inu umsvifalaust því ég get hvorki
lagt það á landið né á sumarbú-
staðaeigendur."
Bergþór sagðist vilja bæta tjald-
stæðamenninguna og að til þess að
gera það þyrfti að breyta rekstrin-
um og hugsunarhætti fólks.
„Það væri t.d. hægt að banna fólki
að tjalda nema að það panti tjald-
stæði. Einnig væri hægt að innleiða
svokölluð tjaldstæðakort, en þau
eru m.a. notuð í Danmörku. Fólk
þyrfti þá að sækja sérstaklega um
þessi kort og fengi ekki að tjalda
nema hafa slíkt kort. Það væri sára-
einfalt að koma þessu í framkvæmd
ef samstaða væri um það á meðal
forsvarsmanna tjaldstæða landsins.
Með þessu móti er fólk gert ábyrgt
fyrir þeim reit sem það fær að tjalda
á og ef einhver misbrestur verður á
í umgengni þá missir það einfald-
lega kortið og þar með leyfið til að
tjalda á tjaldstæðum landsins."
Bergþór sagði að umgengnin á
tjaldstæðunum um helgina hefði
verið mjög slæm og að sem dæmi
um það hefði hann haft tuttugu
manns í vinnu við að þrífa svæðið og
þegar blaðamaður ræddi við hann
seinnipartinn í gærdag var verkið
rétt hálfnað. Hann sagði að tölur um
mannfjölda á svæðinu um helgina
hefðu verið stórlega ýktar en hann
sagðist halda að um þrjú þúsund
manns hefðu verið þar en ekki sex
til átta þúsund eins og víða hefði
komið fram.
Það fóru margar
framtennur
„Megnið af þeim ungmennum
sem voru hérna eru fínustu krakkar
en það skapaðist bara einhver leið-
indamórall og allir skildu ruslið eftir
sig. Það var mikið um slagsmál og
það fóru margar framtennur og
einn lenti í því að eyrað rifnaði illa
en ég held að það hafi verið hægt að
sauma það saman. Þeir sem voru í
þessum slagsmálum voru fámennir
hópar eða gengi frá Akranesi,
Reykjavík og Mosfellsbæ.“
Bein útsending Sjónvarpsins frá g’ospel-tónleikum á kristnihátíð
Samningar hljóðuðu einung-
is upp á 90 mínútur
BJARNI Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins -
Sjónvarps, segir að ástæða þess að
gospel-tónleikum, sem fram fóru á
kristnihátíð á Þingvöllum síðasta
laugardag, var ekki sjónvarpað til
enda sé sú að við gerð útsendingar-
Sigmund í
sumarfrí
TEIKNARINN Sigmund er í
sumarfríi frá og með deginum í
dag. Teikningar hans munu
birtast að nýju þegar hann snýr
til baka úr fríinu í ágústmánuði.
áætlunar Sjónvarpsins hafi verið
gert ráð fyrir að sýna frá gospel;
tónleikunum í níutíu mínútur. I
framhaldi hafi kristnitökuhátíð
samið við listamenn um þetta.
Sjónvarpinu beri vitaskuld að virða
gerða samninga og því hafi útsend-
ingu verið hætt jafnvel þó að um
klukkustund væri eftir af tónleikun-
um.
Gospel-tónleikarnir á laugardags-
kvöld mæltust vel fyrir og þótti
mörgum súrt í broti að geta ekki
horft á þá til enda í Sjónvarpinu.
Bjarni sagðist skilja það mjög vel
enda hafí verið um afar vel heppn-
aða tónleika að ræða. Við gerð út-
sendingaráætlunar vegna kristni-
tökuhátíðar hafi hins vegar aðeins
verið gert ráð fyi-ir því að sýna 90
mínútur frá tónleikunum og kristni-
hátíðamefnd hafi samið við listflytj-
endur um það. Semja hefði þurft
um það við listamennina fyrirfram
ef sýna hefði átt lengur frá tónleik-
unum.
Samtals sýnt beint frá hátíð-
inni í um tólf klukkustundir
Bjarni vakti athygli á því að sam-
tals hefði Sjónvarpið sent beint út
frá kristnitökuhátíð í um tólf
klukkustundir og því væri ekki
hægt að segja annað en að stofnun-
in hefði gert hátíðinni mjög góð
skil. Sýnt hefði verið beint frá Þing-
völlum bæði laugardag og sunnu-
dag og þar hefði hver stórviðburð-
urinn rekið annan. Sjónvarpsmenn
hefðu í sjálfu sér gjarnan viljað
sýna enn meira af þessu prýðilega
efni en það hafi ekki verið gjöriegt.
Svifflugmót á Hellu
Islandsmótið
stendur yfír
í níu daga
Bragi Snædal
íslandsmót í svifflugi
stendur nú yfir, en það
hófst sl. laugardag. Það er
haldið á Helluflugvelli.
Mótsstjóri er Bragi
Snædal. Hann var spurður
hve margir kepptu á þessu
lengsta Islandsmóti lands-
ins.
„Það eru níu manns sem
keppa. Flesth' eiga svif-
flugumar sjálfir en þó
keppa tveir á svifflugum
sem Svifflugfélag Islands
á og einn keppandi er frá
Akureyri og keppir á
svifflugu sem Svifflugfélag
Akureyrar á. Yngsti
keppandinn er 18 ára og sá
elsti 68. Flestir keppend-
anna hafa verið lengi í svif-
flugi.“
- Hvemig eru svifflug-
ur?
„Svifflugumar eru mjög mis-
munandi. Sérstakur forgjafar-
stuðull jafnar muninn eftir því
sem hægt er. Sviffluga er í raun
flugvél án vélar og er byggð upp á
sama hátt. Þær bestu svífa um
fimmtíu metra en falla einn metra
á því flugi en þær lökustu svífa um
þrjátíu metra. Allt snýst í raun um
að nýta hitauppstreymi og vera
sem fljótastur milh ákveðinna
fjarlægðarpunkta sem mótsstjóm
setur upp.“
- Hvernig fer mótið frnm'!
„Við setjum upp ákveðið verk-
efni. Svifflugurnar eru dregnar
upp í sex hundruð metra hæð og
sávinnur sem er fljótastur að
fljúga tiltekna vegalengd."
- Af hverju stendur mótið
svomi marga daga, eða rúu daga í
aUt?
„Þetta þarf að standa svona
lengi til að gilt mót náist. í svona
keppni era keppendur algerlega
háðir veðri. Við þurfum sólskin til
að hita uppstreymi, annars kom-
ast svifflugurnar engar umtals-
verðar vegalengdir."
- Hve oft hafa svona mót verðið
haldin?
„Mótin hafa verið haldin frá
1958, annað hvert ár. Þau hafa
alltaf verið haldin á Hellu. Það er
vegna þess að Suðurlandsundir-
lendið hentar vel til lendingar víð-
ast hvar. Sviffluga sem lendir úti
er venjulega sótt af flugvél og þá
er gott að hafa góð tún.“
- Hvemig farið þið að því að
staðfesta metin?
„Hingað til hafa keppendur
þurft að taka ljósmyndir af þeim
stöðum sem flogið er yfir en núna
notum við í fyrsta skipti GPS-
staðsetningartæki. Fyrirtækið R.
Sigmundsson var svo vinsamlegt
að lána okkur slík tæki í hverja
svifflugu. Nú getum við tekið tæk-
ið úr svifflugunni þegar lent er,
tengt það við tölvu og þá sjáum við
nákvæmlega hver flugleið hvers
keppanda var. Við eram mjög
þakklátir fyrir lánið á
þessum tækjum, þau
hafa þegar reynst af-
burða vel. Aðrir
styrktaraðilar mótsins
eru Olís, sem gefur
bensín á vélar sem toga svifflug-
urnar í loftið og einnig hefur flug-
félagið Atlanta styrkt mótið.“
- Stunda margir svifflug hér á
landp.
„Ég hef ekki nákvæma tölu en
ég held að það sé nálægt hundrað
manns sem stundar þetta tóm-
stundagaman."
- Er hægt að hafa gagn af svif-
flugi?
► Bragi Snædal fæddist á Akur-
eyri 1954. Hann lauk almennu
námi og fór svo í Iðnskólann á
Akureyri og lauk pípulagninga-
námi þar. Hann hefur unnið við
iðn sína frá námslokum. Hann
var um tíma formaður Svifflug-
félags Akureyrar og hefur tekið
mikinn þátt í störfum þess um
áratuga skeið.
„Nei, ekki í þeim skilningi en
hins vegar er þetta ákafleg góð
þjálfun fyrir alla flugmenn enda
er ekki óalgengt að atvinnuflug-
menn stundi svifflug.“
- Er þetta algengt erlendis?
„Þetta er mjög mikið stundað
um víða veröld. Svifflug hófst í
Þýskalandi eftir fyrra stríð og það
hefur orðið gríðarleg breyting á
svifflugum og búnaði síðan. Á ís-
landi hófst svifflug má segja árið
1936, það ár vora stofnuð svifflug-
félög í Reykjavík og á Akureyri"
- Hver smíðar svifflugur?
„Það era fyrirtæki í Evrópu en
öflugustu fyrirtækin era í Þýska-
landi og Póllandi. Þó keppa þarna
góðar svifflugur sem smíðaðar era
í Litháen."
- Hversu lengi hefur þú sjálfur
stundað svifflug?
„Ég hóf svifflugnám árið 1970
og er enn að læra. Svifflugnám er
stundað á tveggja sæta svifflug-
um. Kennari fer með nemendum
fyrstu fjöratíu ferðimar.“
- Er þetta hættulegt flug?
„Nei, ekki ef fyllsta öryggis er
gætt og allar reglur haldnar. í
fyrsta lagi þurfa menn að halda
sig innan þeirra marka sem svif-
flugunni era sett og í öðru lagi að
taka tillit til aðstæðna og veðurs.
Sé það gert getur svifflug varla
talist hættulegt. Slysin verða
fyrst og fremst vegna þess að
flugmennimir gera mistök. Svif-
flugurnar sjálfar era afskaplega
sterkbyggðar og bila sjaldan."
- Er hægt að stunda svifflug
um alltland?
„Raunar er hægt að
stunda svifflug víðast
hvar á landinu þó það
hafi ekki verið stundað
að ráði utan Reykjavík-
ur og Akureyrar, nema
þá lítilsháttar á Sauðárkróki og
nokkrir einstaklingar reka og eiga
svifflugvöll á Geitamel skammt
frá Hvolsvelli. Þess ber að geta að
töluverðan útbúnað og mannskap
þarf til svifflugsiðkana. Sviffluga
fer ekki í loftið nema með sam-
stilltu átaki þriggja til fjögurra
manna. Menn era í þessu fyrst og
fremst ánægjunnar vegna og svif-
flug er gefandi þegar vel gengur.
GPS í fyrsta
skipti á ís-
landsmótinu