Morgunblaðið - 06.07.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.07.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra um ummæli framkvæmdastjóra ASÍ Ekki fallin til þess að stuðla að stöðugleika Morgunblaðið/Golli Fréttafundur á vegum PATH samtakanna var haldinn í Hinu húsinu í gær, en samtökin beita sér gegn vímuefnum. PATH sam- tökin form- lega stofnuð í Reykjavík Samtökin PATH - Evrópsk æska án eiturlyfja (European Youth without Drugs) verða stofnuð á ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík frá 10.-17. júlí. Að sögn Hildar Sverris- dóttur, kynningarfulltrúa PATH, er markmið samtakanna að virkja ungt fólk í baráttunni gegn eitur- lyfjum og benda á aðra valkosti. „Við viljum koma því á framfæri við ungt fólk að það er hægt að skemmta sér án þess að nota eitur- lyf,“ sagði hún á blaðamannafundi sem haldinn var á vcgum samtak- anna í Hinu húsinu í gær. „Einnig viljum við koma á fót gagnabanka sem mun innihalda upplýsingar um forvarnarsamtök í Evrópu, ýmis verkefni sem eru í framvæmd og tengjast baráttunni gegn eiturlyfj- um og aðrar upplýsingar sem tengjast ungu fólki.“ Formleg setning verður á skemmtistaðnum Astróþann 14. jú- lí í viðurvist forseta íslands en sam- tökin hafa einnig skipulagt fjöl- breytta dagskrá í Gerðubergi og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Stuðningur frá helstu frammá- mönnum Evrópu Fjölmargir aðilar í Evrópu hafa sýnt PATH stuðning, að sögn Hild- ar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur lofað framtakið ásamt Romano Prodi, forseta Evrópusambandsins, og Gro Harlem Brundtland, aðal- framkvæmdastjóra Alþjóðaheil- brigðismálstofnunarinnar. Þessa stundina er Jóhann Kr. Kristjáns- son, stofnandi samtakanna, staddur í Suður-Afríku þar sem hann mun funda með Nelson Mandela, vænt- anlegum vemdara samtakanna. PATH er í samstarfi við Jafn- ingjafræðgluna, Flakkferðir og Menningarborg 2000. Einnig hafa Hitt húsið, Reykjavíkurborg, Islandsbanki og Samskip hf. stutt dyggilega við bakið á samtökunum. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir mikilvægt að vera ekki með vanstillingu í umræðu um samninga- og verðlagsmál. „Það er uppskrift að því að fara í sama gamla farið ef menn telja að olíuverðhækkanir er- lendis eigi að leiða til kauphækkunar í landinu,“ segir hann. Hann segir það varla stuðla að stöðugleika að lýsa því yfir að kjarasamningar verði í uppnámi eftir nokkra mánuði. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, sagði í Morgunblaðinu í gær að vegna verðlagsþróunar benti allt til þess að kjarasamningum yrði sagt upp um næstu áramót. Hann gagn- rýndi stjómvöld og sagði að sér virt- ist þau ekki vera að vinna sérstak- lega í því að halda stöðugleikanum við eða tryggja hann. Líkur á lækkandi verðbólgu Davíð segir að hætta sé á að gamli verðbólgudraugurinn og vítahring- urinn láti aftur á sér kræla ef reynt verði að hækka laun umfram verð- bólgu. Þá hækki verðlag enn fi-ekar sem kalli á launahækkanir og þannig haldi keðjuverkunin áfram svo kaup- máttur minnki til langs tíma litið. „Sérstaklega vegna þess að hækkan- irnar eiga sér að langmestu leyti rætur erlendis. Ég nefndi það í ræðu minni 17. júní að allar líkur væru á að olíuverð væri búið að ná hámarki og færi nú lækkandi og samkvæmt öll- um nýjustu spám gengur það eftir,“ segir hann. Davíð segir að ekki megi gleyma því að bensínverð hefði hækkað tíu BALDVIN Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá FÍB tryggingu, hefur efasemdir um að iðgjalda- hækkanir Sjóvá-Almennra setji lín- una fyrir öll hin tryggingafélögin. Hann kveðst telja að útboð á almenn- um hlutabréfamarkaði á hlutabréf- um í félaginu, sem framundan sé, leiki stórt hlutverk í ákvörðunum fé- lagsins núna. Honum sýnist því að forsendur Sjóvár-Almennra séu aðr- ar en annarra tryggingafélaga þegar kemur að ákvörðunum um iðgjalda- breytingar. Eðlilegt sé að önnur tryggingafélög meti hækkunarþörf- ina út frá tjónatíðni. „Okkar vá- tryggjendur horfa fyrst og síðast á tjónatíðnina og meta hækkunarþörf- ina út frá því. Ég geri ekki ráð fyrir því að hin tryggingafélögin, VÍS eða Tryggingamiðstöðin, hækki iðgjöld- in í sömu hlutföllum og Sjóva-Al- mennar," segir Baldvin. Vátryggjendur FÍB tryggingar eru hópurinn Octavian sem starfar innan Lloyds. Baldvin segir að málið prósentum meira en raun varð ef álagningu ríkisins hefði ekki verið breytt með lögum. Hann segir að verðlagsþróun eigi að geta orðið hag- stæð á næstunni ef heimsmarkaðs- verð á olíu lækkar. „Undirliggjandi verðbólga í landinu hefur verið lág ef húsnæðiskostnaður og bensínverð er frá talið,“ segir forsætisráðherra. Ríkið hefur lagt sitt af mörkum Davið segir að vissulega komi yfir- vofandi iðgjaldahækkun trygginga- félaganna sér illa. „Þó má benda á að þau höfðu boðað slíka hækkun fyrir mörgum mánuðum, þegar aðilar vinnumarkaðarins unnu að samn- ingagerð. Því ættu þessar fréttir ekki að koma þeim í opna skjöldu þótt hægt sé að velta því nú fyrir sér hvort hækkunin eigi rétt á sér,“ seg- ir hann. Aðspurður segir Davíð að ríkið hafi dregið saman seglin til að stuðla að minni verðbólgu. „Afgangur á fjárlögum er meiri en nokkru sinni áður, á bilinu 16-20 milljarðar króna, og hann hefur verið notaður til að greiða niður skuldir og er ríkið eini opinberi aðilinn sem þannig er ástatt um. Sveitarfélögin hafa ekki fylgt í kjölfarið en þau hafa samt sem áður haft miklar tekjur vegna hagvaxtar í landinu,“ segir Davíð. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ekki tímabært að kveða upp þann dóm að forsendur kjarasamninga muni bresta. „Þó skil ég vissulega áhyggj- ur Ara Skúlasonar en ég tel að íyrst sé til skoðunar hjá þeim en niður- staðan liggi ekki fyrir. Það sé ljóst að það verði einhver hækkun á iðgjöld- unum sem hafi verið óbreytt frá 1. október sl. þegar þau hækkuðu um 12,5%. Iðgjöldin höfðu verið að hækka allt það ár og var samanlögð hækkunin alveg í takt við hin félögin, eða vel yfir 40% á árinu. Baldvin seg- ir að svo virðist sem afkoman vegna ársins 1998 ætli að verða slæm en hann bendir á að uppgjörsaðferðir hjá Lloyd’s séu aðrar en hjá íslensku tryggingafélögunum. Arinu 1996 er og fremst þurfi að huga að því núna til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að koma í veg fyrir þessa þróun,“ segir Ari. Allir verða að leggjast á eitt Ari segir að allir verði að leggjast á eitt til að draga úr því þenslu- og spennuástandi sem hér ríkir. „Við höfum meðal annars bent á að sam- neysluútgjöld hafa aukist meira en landsframleiðsla á undanförnum ár- um þrátt fyrir mikinn vöxt lands- framleiðslunnar. Því verðui- augljós- lega að taka fastar á rekstrarútgjöldum sveitarfélaga og ríkis. Þær aðgerðir myndu skipta miklu máli og hafa áhrif til góðs,“ segir hann. Þá segir Ari það afar mildlvægt markmið að kjarasamningar haldi út samningstímann. „Við verðum að hafa úthald til þess að vinna okkur út úr þessu ástandi því við getum ekki, eins og einhver orðaði það, svarað verðbólgu með verðbólgu. Undan- farin ár höfum við upplifað hvað stöðugt starfsumhverfi hefur veitt fyrirtækjum mikla viðspyrnu til að sækja fram og bæta lífskjör." Ari tekur sem dæmi að á árunum 1980-1989 hafi laun hækkað um 1.400 prósent en kaupmáttur rýrnað um 4 prósent. Árin 1990-1999 hafi laun aftur á móti hækkað um 60 prósent og kaupmáttur batnað um 25 prósent. „Við megum ekki ljúka þessu hagvaxtar- og velmegunar- skeiði með kaupmáttarfalli á borð við það sem varð árið 1989 þegar kaup- t.a.m. ekki lokað endanlega fyiT en í lok ársins 2000. Það er með öðrum orðum ekki fyrr en þremur árum frá lokum uppgjörsársins sem endanlegt uppgjör liggur fyiir. Baldvin segir að félagið fylgist hins vegar náið með gangi mála og segir hann að svo virð- ist sem afkoman á árinu 1997 ætlaði að verða góð en verri afkomu sé að vænta fyrir árið 1998. Hann segir að bæði 1999 og 2000 ætli að koma vel út og á þessu ári standi vonir til þess að það verði hagnaður af starfseminni. Baldvin bendir hins vegar á að ekki máttur féll um 20 prósent," segir Ari. „Laun munu ekki komast upp fyrir verðbólgu ef hún fer úr böndunum og því er afar mikilvægt að sá árang- ur náist sem menn töldu sig vera að stuðla að með kjarasamningunum." Ekki lítil launahækkun Ari segir að þótt samningar hafi tekist um minni launabreytingar en margir hafi haft væntingar um séu þær í raun mjög miklar miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. „Umsamin hækkun á launakostnaði var almennt um 5% þegar allt er talið og þar við bætist launaskrið sem Seðlabankinn metur á 2,5%. Því er um að ræða alls 7-8% launahækkun sem er mun meiri en í samkeppnis- löndum okkar. Þar eru launahækk- anir að meðaltali innan við 3%,“ segir hann. Hann segir að djarft hafi verið teflt í launahækkunum í trausti þess að langtímasamningar stuðluðu að stöðugleika. Ari Skúlason gagnrýndi Samtök atvinnulífsins fyrir iðgjaldahækkun Sjóvár-Almennra þar sem fyrirtækið væri félagi í samtökunum sem sett hefðu umræddar forsendur í samn- ingana. Ari Edwald segir að einstök einkafyrirtæki, eins og Ara Skúla- syni sé ljóst, lúti ekki boðvaldi Sam- taka atvinnulífsins í starfsemi sinni. „Eitt af höfuðmarkmiðum Samtaka atvinnulífsins er einmitt að stuðla að aukinni samkeppni í efnahagslífinu til hagsbóta fyrir neytendur,“ segir hann. séu nema sex mánuðir liðnir af árinu þannig að það er of snemmt að slá einhverju föstu um útkomuna. Baldvin kveðst vonast til þess að ákvörðun Octavian liggi fyrir í lok þessarar viku um hvort og hvernig iðgjöldum verði breytt. I Morgunblaðinu í gær var gerður samanburður á iðgjöldum ökutækja- trygginga hjá Sjóvá-Almennum. Þar var miðað við þær forsendur að vá- tryggingataki væri 25 ára eða eldri, búsettur á höfuðborgarsvæðinu, með hæsta bónus. Ökutækið er ný meðal- stór einkabifreið, t.d. Toyota Corolla. Iðgjald hjá Sjóvá-Almennum fyrir þennan bíl er 53.236 kr. í ábyrgðar- tryggingu eftir hækkun og 22.130 kr. fyrir kaskótryggingu. Hjá FIB tryggingu er sambærilegt iðgjald 31.659 kr. en tryggingin stendur að- eins félagsmönnum í FÍB til boða og þurfa þeir að greiða árgjald. Kas- kótryggingin er 20.078 kr. og er þar miðað við 90.000 kr. sjálfsábyrgð, en 63.000 kr. hjá Sjóvá-Almennum. Vátryggjendur FIB tryggingar eru að skoða hækkunarþörfína Býst ekki við jafnmiklum hækkunum Framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra ekki sammála mati Fjármálaeftirlitsins Sífellt verið að endur- meta tjónaskuld félagsins EINAR Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Alménnra, hafnar því fyrir sitt leyti algerlega að trygginga- félögin hafi dulbúið hagnað sinn í gegnum árin með of háu framlagi í svokallaða bótasjóði. Hann segist ekki sammála því mati Fjármálaeftir- litsins að tryggingafélög ofineti tjón sín um rúma tvo milljarða - þeir hjá Sjóvá-Almennum noti viðurkenndar aðferðir við útreikninga á tjónaskuld, þ.e. framlagi í bótasjóði, og Fjármála- eftirlitið hafi aldrei gert neinar at- hugasemdir við verklag þeirra. Einar leggur áherslu á að hann tali ekki fyrir hin tryggingafélögin. Hjá Sjóvá-Almennum hafi málum hins vegar verið þannig háttað að menn endurmeti í sífellu tjónaskuld félags- ins og þar gildi að horfa á heildar- myndina, en taka ekki út einstök ár og leggja út frá þeim. Einar er hér að vísa til þess að í skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá sept- ember sl. var reiknað út frá tímabil- inu 1991-1996. Bendir hann á í þessu sambandi að allan síðasta áratug hafi verið mikil óvissa um þróun tjónaupp- gjörs í slysum. Þess vegna hafi vafa- laust einhvem tíma verið um ofmat að ræða, þegar horft sé til baka, en í öðr- um tilvikum hafi verið um klárt van- mat að ræða. Segir Einar að það sem skipti vá- tryggingafélag mestu máli sé að heildartjónaskuld, sem á félaginu hvíli á hverjum tíma, sé rétt metin eft- ir að búið er að vega saman alla þætti. 18 milljarðar ekki óeðlileg tala Eins og áður segir var það niður- staða Fjármálaeftirlitsins að framlag tryggingafélaganna í bótasjóði hefði reynst tveimur milljörðum of mikið á tímabilinu 1991-1996. Kom ennfrem- ur fram í Morgunblaðinu í gær að bótasjóðir tryggingafélaganna hafa stækkað síðustu ár og voru orðnir 17,9 milljarðar í árslok 1999, saman- borið við 11,4 milljarða 1994. Einar segist ekki telja töluna átján milljarðar óeðlilega þegar rætt er um bótasjóði tryggingafélaganna. Þeir hjá Sjóvá-Almennum séu t.d. um þessar mundir með um 3000 óupp- gerð slysamál. Meðaltjón skv. þeirra reynslutölum hljóði upp á rúmar tvær milljónir og því myndi tjónaskuld þeirra alls hljóða upp á um 6 milljarða sem sé nokkurn veginn markaðshlut- ur íyrirtækisins af heildartjónaskuld félaganna. Hann segir að á hverju ári eigi sér stað uppgjör í fjöldamörgum slysa- málum og ef um ofáætlun hafi verið að ræða í tilteknu máli leysist tjóna- skuldin upp og skili afgangi inn í reksturinn. Ef um vanmat hafi verið að ræða þá komi það til gjalda í rekstrinum, eða tíl frádráttar. Mjög fastmótaðar reglur um vátryggingafélagsrekstur Aðspurður segir Einar að sú spuming falli því um sjálfa sig, hvort hann telji ekki eðlilegt að umfram- greiðslur í bótasjóði komi til frádrátt- ar þegar iðgjöld eru hækkuð. Það sé ekki um neitt umframfé að ræða, fjár- muni dagi ekki bara uppi í hirslum tryggingafélaganna heldur sé alltaf verið að endurmeta tjónaskuldina. Vekur hann athygli á því að vá- tryggingafélagsrekstur býr við mjög fastmótaðar reglur, sem byggðar eru á Evrópurétti. Ástæðan fyrir því sé sú að talið hafi verið mikilvægt að stefna fjárhag þessara fyrirtækja ekki í hættu því fyrst og fremst myndi óreiða í þeim efnum bitna á tjónþol- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.