Morgunblaðið - 06.07.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 06.07.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐID FRÉTTIR Hjúkrunarheimilið í Sóltúni wmvJav.is Morgunblaðið/Golli Fyrsta skóflu- stungan tekin Gæslu- varðhald framlengt GÆSLUVARÐHALDI yfir 23 ára gömlum manni, sem grunaður er um að hafa átt þátt í dauða rúmlega tvitug- rar stúlku, sem féll fram af svölum í Kópavogi, hefur ver- ið framlengt í fjórar vikur, til 2. ágúst næstkomandi. Hér- aðsdómur Reykjaness varð við beiðni um framlengingu gæsluvarðhaldsins á þriðju- dag. INGIBJÖRG Pálmaddttir heil- brigðisráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að Hjúkrunarheimil- inu Sóltúni. Verkið var boðið út á síðasta ári, en það er unnið undir formerkjum einkaframkvæmdar. Gengið var til samninga við Securitas og fslenska aðal- verktaka á grunni þess útboðs. Húsið er hannað fyrir 92 ein- staklinga og er 6.852 fermetrar að stærð, en gert er ráð fyrir að um 100 starfsmenn muni vinna við heimilið þegar það tekur til starfa. Gerður var samningur um rekstur og byggingu þess við rekstrarfélagið Öldung hf., en það var stofnað vegna verkefnis- ins. Securitas hf. á 85% í Öldungi og íslenskir aðalverktakar 15%. Á myndinni sést Ingibjörg taka skóflustunguna, en Stefán Frið- finnsson, forstjóri íslenskra aðal- verktaka, fylgist með. Synjað um bætur vegna ólögmætrar uppsagnar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað ríkislögreglustjóra og íslenska ríkið af kröfum manns um bætur vegna ólögmætrar brottvikn- ingar úr starfi sem lögreglumaður. Maðurinn var skipaður lögreglumað- ur í lögregluliði sýslumannsembætt- isins á Keflavíkurflugvelli í október 1997. Að kvöldi 6. október 1998 ók hann ölvaður bifreið eftir Reykja- nesbraut og er hann var að aka fram úr annarri bifreið ók hann á bifreið sem ekið var á móti. Bifreið stefn- anda lenti síðan utan vegar. Ekki urðu slys á mönnum. Afengismagn í blóði mannsins mældist 2,35 prómill. Maðurinn var sviptur ökuréttindum í tólf mánuði og gekkst undir sektar- greiðslu. I desember 1998 veitti ríkislög- reglustjóri stefnanda lausn frá störf- um um stundarsakir og frá þeim tíma fékk hann greidd hálf laun. í bréfi ríkislögreglustjóra til stefn- anda þar honum er tilkynnt um brottvikninguna segir: „í lögreglu- skýrslum og framburði vitna kemur fram að þér hafið ekki verið á vett- vangi þegar lögregla og sjúkralið kom á staðinn, en fundist við leit eftir ábendingu vitna. Þá hafið þér strax eftir umferðarslysið lagt að farþega yðar að taka á sig að hafa verið öku- maður umrætt sinn og tjónvaldur." 19. ágúst tilkynnti ríkislögreglu- stjóri að stefnanda væri vikið úr embætti að fullu. Stefnandi krafði ríkissjóð um bætur fyrir ólögmæta brottvikningu úr starfi en kröfunni var hafnað. Maðurinn byggði kröfu sína fyrir Héraðsdómi á því að lausn hans frá starfi hefði verið ólögmæt. Hann hefði verið skipaður af utanríkisráð- herra og ákvarðanir embættis ríkis- lögreglustjóra um að veita honum lausn um stundarsakir og að fullu hefðu verið marklausar þar sem með því hefði ríkislögreglustjóri farið út fyrir valdsvið sitt og inn á valdsvið utanríkisráðuneytis. Stefnandi fór fram á rúmar 36 milljónir kr. í bætur. Héraðsdómur féllst á það með stefnanda að ríkislögreglustjóri hefði ekki verið bær til þess að veita honum lausn hvorki um stundarsakir né að fullu og stefnanda hefði verið sagt upp störfum með ólögmætum hætti. Hins vegar segir í dómnum: „Óumdeilt er að stefnandi játaði á sig refsiverða háttsemi og gekkst undir viðurlög vegna hennar. Nægjanlega er upplýst að háttsemi stefnanda var mjög alvarleg, auk þess sem hann vegna háttseminnar var sviptur öku- rétti í 12 mánuði, sem telst eitt af al- mennum hæfisskilyrðum lögreglu- manna. Þá liggur fyrir að stefnandi fékk greidd hálf laun það tímabil sem lausn um stundarsakir varði. Þegar litið er til framanritaðs og máls- atvika allra telst hin ólögmæta stjómarathöfn stefnda, ríkislög- reglustjóra, ekki eiga að leiða til þess að dæma beri stefnanda sérstakar bætur í máli þessu.“ Viðurkennir útflutning á 200 tonnum af ólöglegum fískflökum „Ekkert mál að koma fískinum iít“ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur nú til rannsóknar ákæru á hendur Gunnari Örlygssyni fiskútflytjanda í Reykjanesbæ vegna meints ólög- legs útflutnings á „svörtum fiski“, eða svokölluðum pokafiski, á síðasta ári. Gunnar segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi á síðasta ári flutt út um 200 tonn af fiskflök- um sem borizt hafi með ólöglegum hætti í land. „Ég gerði þetta til að bjarga verðmætum því annars hefði þessum físki verið hent í sjóinn og ég kem núna fram og segi frá þessu til að benda á það hve vitlaust stjórnkerfi fiskveiða er,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Það sem kallað er pokafiskur er fiskur sem áhafnir fiskiskipa og báta taka með sér í land og fer ekki á vigt. I langflestum tilfellum er um lítið magn í soðið að ræða og ekki amazt við því en í einhverjum tilfell- um hefur verið um miklu meira magn að ræða og selt innan lands eða flutt utan. Kærður til Ríkislögreglustjóra 19. maí Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðing- ur Fiskistofu, segir í samtali við Morgunblaðið að Gunnar hafi verið til rannsóknar hjá Fiskistofu á síð- asta ári í kjölfar umtals og atvika með svokallaðan pokafisk. Gögn sem Fiskistofa hefði haft undir höndum bentu til þess framferðis sem hann væri að játa nú. Hinn 10. janúar síðastliðinn hefði síðan verið óskað eftir opinberri rannsókn lög- reglunnar í Keflavík á þætti hans og annarra í þessu máli. Málið hefði síðan verið framsent þaðan til Rík- islögreglustjóra og Gunnar Örlygs- son hefði verið formlega kærður af Fiskistofu þann 19. maí síðastliðinn til Ríkislögreglustjóra og beðið um opinbera rannsókn. Gísli Rúnar segir að þetta sé eina málið af þessu tagi sem sé til rannsóknar nú. A síðasta ári kærði Fiskistofa út- gerð bátsins Örlygs KE, en Gunnar var einn eiganda hans, til lög- reglunnar í Keflavík auk fleiri báta vegna löndunar á fiskflökum fram hjá vigt. Mál Örlygs KE fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Dæmt var í því í vor og voru skipstjóri bátsins og annar aðili er þátt átti í málinu sakfelldir. Gunnar Örlygsson var hins vegar ekki ákærður í því máli. Viðurlög allt að 6 ára fangelsi og 8 milljóna króna sekt Viðurlög við athæfi af þessu tagi er fyrst og fremst að finna í lögum um umgegni um nytjastofna sjávar. Löndun fram hjá vigt hefur í fyrstu för með sér sviptingu veiðileyfis í ákveðinn tíma en sektum er beitt við ítrekuð brot og jafnvel fangelsi. 123. grein laganna segir að stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot gegn ákvæðum laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim geti auk sekta varðað fangelsi allt að 6 árum. Við fyrsta brot í sektarákvæðum er sektin að lágmarki 400.000 krónur og hámarki 4.000.000 eftir eðli og umfangi brots en ítrekuð brot að lágmarki 800.000 krónur en eigi hærri en 8.000.000 króna. Þar fyrir utan er spuming um upptöku á ólögmætum hagnaði er Málið til rann- sóknar hjá Ríkis- lögreglustjora leiðir af brotinu á grundvelli hegn- ingarlaga. Þessi refsiákvæði snúa fyrst og fremst að þeim sem veiða fiskinn og landa með ólögmætum hætti. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu yfirvöld hins veg- ar telja að ábyrgðin liggi ekki síður hjá þeim sem kaupir aflann og selur aftur enda sé um ólöglegan fisk að ræða. Jafnframt beri kaupandanum skylda til að benda á þá sem hann hefur keypt fiskinn af. Annars sé hann að hylma yfir brot annarra. Jafnframt verði að meta þátt kaup- andans sem hugsanlegs skipuleg- gjanda í hinu meinta ólögmæta at- hæfi. Kerfið er gegnsýrt Gunnar Örlygsson segir að hann hafi flutt út um 200 tonn af flökum af svokölluðum pokafiski en það svarar til um 500 tonna upp úr sjó. Segir hann að verðmætið hafi verið 60 til 80 milljónir króna og hafi sjó- mennirnir fengið greitt í reiðufé. En hvers vegna stóð hann í þessu? „Ég hef starfað bæði sem útgerð- armaður og útflytjandi á sjávar- afurðum. Mér hefur fundizt það súrt að þurfa að leigja þorskinn á 120 krónur í vasa annarra manna,“ segir Gunnar. „Þetta ævintýri með pokafiskinn er bara stök saga sem gefur kannski einhverja mynd af því sem er í gangi. Kerfið er gegnsýrt. Ég vil koma þessum boðskap á framfæri að tekjunum er ekki rétt skipt og hve við erum arðrænd. í Reykjanesbæ búa 10.000 manns. Tekjur bæjarfélagsins í fyrra voru 1.800 milljónir króna. Fengi bærinn aflaheimildir í samræmi við höfða- tölu á hveiju ári næmu tekjurnar af uppboði þeirra heimilda að minnsta kosti öðrum 1.800 milljónum króna. Það er ljóst að þessi tekjuaukning myndi koma sér vel því við búum við lélega lögæzlu, sjúkrastofnun Suð- urnesja tapar 10 milljónum á mán- uði, það bíða margir eftir hjartaað- gerðum svo mánuðum skiptir og samgöngur eru ekki nógu góðar. Það eru gríðarlega miklir peningar á ferðinni en þeir eru að fara á vit- lausan stað. Þeir eru ekki að renna til þjóðarinnar heldur til fáiTa út- valdra,“ segir Gunnar. Aðalmálið að koma þessu í land „Eins og kerfið er í dag er mönn- um hreinlega ýtt út í ólöglegt at- hæfi. Það má taka dæmi um kvóta- lausan bát á vetrarvertíð. Hann hefur leigt til sín þorsk á kvótaþingi og er að draga þorskanet. Hann rekur óvart í ufsa og hringir í land til að reyna að fá ufsakvóta leigðan. Það er enginn ufsi á lausu. Hvað á hann að gera? Lögin banna honum að henda ufsanum í sjóinn en þau banna honum líka að koma með hann í land. Það er sama hvað hann gerir, hann verður að brjóta lög.“ Gunnar segir að ekkert mál hafi verið að koma fiskinum úr landi. Það sé hvorki virðisauki á útflutn- ingi né fiski sem maður kaupi svart. Skattauppgjör sé bara einu sinni á ári. „Ég lét bara vaða fram að því. Svo einfalt var það. Aðalmálið var að koma þessu í land, það var ekk- ert mál að koma fískinum út,“ segir Gunnar Örlygsson. Löndun framhjá vigt jafn slæm og brottkast Á blaðamannafundi sjávarútvegs- ráðherra í gær, þar sem kynntar voru aðgerðii’ gegn brottkasti, sagði ráðherrann aðspurður að ekki stæðu fyrir dyrum sérstakar að- gerðir gegn löndun framhjá vigt. Hinsvegar væru nýjustu fréttir af slíku athæfi óskemmtilegar. „Land- eftirlit Fiskistofu hefur þetta á sinni könnu og það má vel vera að ástæða sé til að skoða þessi mál, því við þurfum að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um þann afla sem kem- ur úr sjónum í kringum landið. Það er ekki síður slæmt þegar landað er framhjá vigt en þegar fiski er hent út á sjó,“ sagði Árni Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands og for- maður nefndar um umgengni um auðlindii- sjávar, sagði á fundinum aukið eftirlit með brottkasti á sjó hefði einnig áhrif á löndun framhjá vigt. „Hvorutveggja gerist um borð í bátunum og aukið eftirlit á sjó hef- ur þannig sjálfkrafa í för með sér aukið eftirlit með löndun framhjá vigt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.