Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Farþegar af erlendum skemmtiferðaskipum voru fyrirferðarmiklir á Akureyri í gær en þrjú slík skip voru sam- tímis á Pollinum í gærmorgun. Þrjú skemmtiferðaskip á Pollinum Akureyrarbær tekur ekki beinan þátt í „Halló Akureyri“ að óbreyttu Vilji fyrir fjöl- skylduvænni hátíð ÞRJIJ skemmtiferðaskip sigldu inn á Pollinn við Akureyri í gærmorg- un og voru farþegar skipanna mjög áberandi í miðbænum í kjöifariö. Tvö skipanna, Royal Princess og Sapphire, lágu við festar á Pollin- um en þriðja skipið, Arkona, lagðist að Oddeyrarbryggju. Royal Princess er engin smá- smíði, eða um 45.000 lestir og getur tekið tæplega 1.300 farþega, auk 520 manna áhafnar. Arkona er rúmlega 18.000 lestir og getur tek- ið rúmlega 600 farþega og í áhöfn eru um 240 manns. Sapphire er rúmlega 12.000 lestir, tekur um 650 farþega og í áhöfn eru 225 manns. Arkona hafði aðeins skamma við- dvöl á Akureyri og sigldi út Ijörð- inn um hádegi, Sapphire hélt af stað um kl. 18 og Royal Princess skömmu fyrir miðnætti, eftir að Karlakór Akureyrar/Geysir hafði sungið fyrir farþegana um borð. Alls hafa 33 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Akureyrar á þessu sumri og er heildarstærð þeirra rúmlega 665.000 brúttótonn, sem er um 40% aukning frá si'ðasta sumri. Reiknað er með að um 19.000 farþegar verði með þessum skipum og um 9.000 áhafnar- meðlimir. ALLS óvíst er hvort nokkuð verður af „Halló Akureyii“ sem haldin hef- ur verið undanfarnar verslunar- mannahelgar. Akureyrarbær hefur boðað að ekki verði bein þátttaka af hans hendi í slíkri hátíð að öllu óbreyttu. Miðbæjarsamtökin á Ak- ureyri hafa lýst yfir megnri óánægju með yfirlýsingar bæjarstjómar en búist var við að fulltrúar samtakanna myndu funda með Þórarni B. Jóns- syni, formanni íþrótta- og tóm- stundaráðs, í gærkvöldi. Þórarinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að bæjaryfirv'öld gætu vel hugsað sér að styðja við bakið á raunverulegri fjölskylduhátíð en síð- ustu ár hafi borið á kvörtunum vegna unglingadrykkju á hátíðinni. „Mið- bæjarsamtökin hafa komið að máli við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga á að funda með þeim og ég sagði það alveg sjálfsagt. Hvort ein- hver hátíð verður haldin með nýju yfirbragði,er ekki gott að segja en það er spurning hvað Miðbæjarsam- tökin hafa fram að færa. Hvort slík hátíð yrði nefnd eitthvað annað en „Halló Akureyri" veit ég ekki,“ sagði Þórarinn. Ingþór Asgeirsson, formaður Mið- bæjarsamtakanna, sagði það vera fáránlega hugsun að blása „Hallóið" alveg af, ef það væri ætlunin. „Ef menn vilja gera breytingar á þessu ævintýri á að leggja áherslu á aðra hluti. Menn leysa ekki vandann með því að hætta við svona lagað,“ sagði Ingþór. Hann sagði ekki ljóst hvort Miðbæjarsamtökin stæðu fyrir ein- hverjum uppákomum í miðbænum um verslunarmannahelgina en taldi málin geta skýrst eftir fyrirhugaðan fund sem fara átti fram í gærkvöldi. --------------------- Skógræktarfélag Eyjafjarðar Opið hús í Kjarna í TILEFNI 70 ára afmælis Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga á þessu ári verður kynning á starfsemi Gróðrar- stöðvarinnar í Kjarna í kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 20. Greint verður frá plöntuuppeldi félagsins frá öndverðu, sýndar rækt- unaraðferðir og spurningum svarað. Allir eru velkomnir. Gróðrarstöðin í Kjarna var stofn- uð 1946 til þess að tryggja Skóg- ræktarfélaginu og skógræktarfólki} Eyjafirði trjáplöntur til ræktunar. A þessum i*úmu 50 árum hefur ýmis- legt breyst í uppeldi trjáplantna og ástæða til þess að rifja upp söguna. Fjölmargt starfsfólk hefur komið við sögu stöðvarinnar frá upphafi og er það sérstaklega hvatt til þess að koma í heimsókn. Slökkvilið Akureyrar tekur yfir fag- lega stjórn á flugvallarslökkviliðinu Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir samninginn í húsakynnum Slökkviliðs Akureyrarflugvall- ar. F.v. Þorgeir Pálsson flugmálasljóri, Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri. Fyrsta skrefíð til frekara samstarfs SAMNINGUR milli Flugmála- stjórnar og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær en samningurinn felur í sér að Slökkvilið Akureyrar tekur að sér faglega yfirstjórn á Slökkviliði Akureyrarflugvallar. Undir samninginn rituðu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og - Fím. og íös/ Gíldru&z ásamt Snörxmxim Laugarcfagskvöld Hljómsveítín 1&70 Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Með samningnum ber slökkviliðs- stjóri Slökkviliðs Akureyrar faglega ábyrgð á bruna- og björgunarmálum á Akureyrarflugvelli en rekstur flug- vallarslökkviliðsins mun áfram um sinn verða undir stjórn Flugmála- stjórnar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði samninginn fyrsta skref- ið í þá átt að auka frekara samstarf Akureyrarbæjar og Flugmálastjórn- ar. Sturla sagðist vilja ná sem bestu samkomulagi við sveitarfélög um samstarf um rekstur flugvalla og hann vonast eftir góðu samstarfi við Akureyrarbæ. Viðræður standa yfir milli Flug- málastjórnar og Akureyrarbæjar um þjónustusamning sem feli í sér að Slökkvilið Akureyrar taki að sér að sjá um slökkvi- og björgunarþjón- ustu á Akureyrarflugvelli, sem flug- vallarslökkviliðið sér nú um. Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að þessi áfangi væri væntanlega áfangi á lengri leið. Undir orð hans tók Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Miðbæjarsamtökin senda bæjarstjórn Akureyrar bréf Lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála í miðbænum MIÐBÆJARSAMTÖK Akureyrar hafa ritað bæjarstjórn Akureyrar bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna tafa á ákvarðanatöku um hvort leyfa eigi takmarkaða umferð bíla um göngugötuna. Einnig segjast samtökin langeyg eftir lokatillögum um breytingar á götunni. Morgun- blaðið heyrði í þeim Ingþóri Asgeirs- syni, formanni samtakanna, og As- geiri Magnússyni, formanni bæjarráðs, vegna málsins. Vilja hraða framkvæmdum Ingþór segir að þrátt fyrir að arki- tektar vinni að breytingum á göngu- götunni líti tillögur þeirra seint dagsins ijós. „Þetta átti nú fyrst að vera í desember, þá janúar og síðan apríl. Nú er júní liðinn og ekkert er farið að gerast enn þá og við vildum ýta aðeins við bæjaryfiivöldum," sagði Ingþór. Hann taldi líka enn þá mikilvægara að framkvæmdum yrði hraðað vegna þess að verslunarmið- stöð á Gleráreyrum verður senn hieypt af stokkunum. „Það er alveg fyrirsjáanlegt að það hefur áhrif á rekstraraðila í miðbænum eins og sýndi sig í Reykjavík þegar Kringlan var opnuð. í ljósi þess að bærinn lagði fé til breytinga á aðgengi að til- vonandi verslunarmiðstöð á Glerár- eyrum viljum við líka setja pressu á að aðgengi verði ekki verra að mið- bænum,“ sagði Ingþór. Ingþór taldi ekki að umferð bfla á göngugötunni myndi leysa allan vanda en sagði að einhvers staðar þyrfti að byrja. „Við sjáum hvaða áhrif það hafði að hressa upp á Laugaveginn um árið. I stað þess að horfa upp á þriggja til fjögurra ára dýfu í miðbænum í kjölfar nýrrar verslunarmiðstöðvar gætum við með framkvæmdum stytt þann tíma í eitt til tvö ár.“ Málið í vinnslu Asgeir Magnússon sagðist ekki enn hafa séð bréfið frá Miðbæjar- samtökunum en hugsanlegt væri að það yrði tekið fyrir á fundi bæjar- ráðs næstkomandi fimmtudag. „Það er svo sem engu að svara í þessu nema að það er unnið að þessum til- lögum um breytingar á göngugöt- unni og það er í vinnslu. Það voru ráðnir arkitektar síðastliðinn vetur til að vinna að tillögum að skipulagi á miðbænum og þar með breytingum á göngugötunni. Eins og ég segi þá er þetta allt í vinnslu. Þegar þessar til- lögur koma fram þá verður auðvitað tekin afstaða til þeirra,“ sagði As- geir. Hann tók fram að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hvort hleypa ætti umferð á göngu- götuna eða ekki. „Slík ákvarðana- taka er þá bara eftir þegar tillögurn- ar koma fram en ég vona að þær fari nú brátt að líta dagsins ljós,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að allir möguleikar til úrbóta I miðbænum yrðu skoðaðir vel og vandlega því að þarna væri um að ræða viðkvæman blett í bæjarfé- laginu. Júnímánuður sólríkur á Akureyri Aldrei fleiri sólar- stundir NYLIÐINN júnímánuður er sá súl- ríkasti á Akureyri siðan mælingar húfust árið 1928. Súlarstundir í mánuðinum voru 284,8 en sá júní- mánuður sem áður átti metið var árið 1982 með 263,8 súlarstundir. Það er því ljúst að Akureyringar þurfa ekki að kvarta yfir sumrinu hingað til og svo er bara að sjá hvað setur á næstu mánuðum. Morgunblaðið/Kristján Krakkarnir á Leikskúlanum Holtakoti kældu sig í buslulaug þegar súlin var hvað heitust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.