Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sig-urbjörn og Magnea ásamt ibúum og starfsfólki á Sólheimum. Fyrsta skóflustunga tekin að Sólheimakirkju Selfossi - Fyrsta skóflustungan að Sólheimakirkju var tekin 30. júni. Það var Sigurbjörn Einarsson biskup og kona hans, Magnea Þorkelsdóttir, sem tóku skóflu- stunguna í fallegu og sólríku veðri. Kirkjan mun standa á hæð- inni fyrir ofan Sólheimaþorpið og blasa við gestum eins og kóróna ofan við byggðina. Arkitekt að nýju kirkjunni er Árni Friðriks- son. Utveggir kirkjunnar verða með ysta byrði úr torfi og þak- viðir úr íslenskum rekavið eða lerki. Sólheimakirkja, sem mun taka 200 manns í sæti, verður auk guðsþjónustuhalds notuð sérstak- lega til tónlistaræfinga og kennslu. Hún mun standa á hæsta stað Sólheimasvæðisins við hlið rústa bæjarins Hverakots. For- svarsmenn Sólheimaþorpsins binda vonir við að byggingu kirkjunnar ljúki eftir 5 ár á 75 ára afmæli Sólheima. Kirkju- byggingunni hafa þegar borist gjafir, arkitekt byggingarinnar gefur alla sína vinnu og við at- höfnina þegar skóflustungan var Sólheimakirkja mun standa á hæsta punkti Sólheimaþorpsins. tekin var kynnt fyrsta gjöfin til kirkjunnar sem var frá Sigur- birni biskupi og einnig gjöf frá Búnaðarbanka Islands sem færði kirkjunni eina milljón króna. Ibúar Sólheima söfnuðust sam- Heyskapur hafínn á Snæfellsnesi Taktu eina rauða með í sumarleyflðJ Sk6lawfftustle, Krmglunni og Smáratorgi Eyja- og Miklaholtshreppi - Hey- skapur hófst í Eyja- og Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi sl. fimmtudag þegar bændumir á Fáskrúðsbakka byrjuðu að slá. Á Fáskrúðsbakka búa félagsbúi bræðurnir Gunnar og Sigurvin Kristjánssynir. Þeir sögð- ust hafa slegið um 10 hektara í fyrstu lotu og sögðu sprettu vera nokkuð góða þó ekki séu nema um 5 vikur síðan borið hafi verið á. Vænta þeir þess að fá góða há síðar í sumar. Á Fáskrúðsbakka er búið blönd- uðu búi, þ.e. bæði með kýr og kindur auk þess sem þar eru nokkur góð hross. Hafa hross frá Fáskrúðs- bakka staðið framarlega á mótum í mörg ár. Mikil veðurblíða hefur verið á Snæfellsnesi. Aðrir bændur eru að undirbúa heyskap því spá er góð fyrir nokkra daga. Mikill fjöldi ferðamanna er á ferðinni og umferð um vegi mikil. Lögreglan hefur ver- ið að fylgjast með umferðinni og hafa nokkrir verið teknir fyrir of hraðan akstur. URKLÆÐNING Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðníngin er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar Traust íslensk múrefni síðan 1973 Á verði við allra hæfi tar á nýtt og eldra húsi Varist eftirlýkingar Leitið tilboða! ■■ ■I steinprýði Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 Reykjavík Sími 567 2777 — Fax 567 2718 Ráðhús Olfuss, Þorlákshöfn ELGO MÚRKLÆÐNINGIIU hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur faríð í gegnum ýmsar prófanir, svo sem IMORDEST IMT Build GG, og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐIMIIMGIIM var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁIM ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sigurbjörn Einarsson og Magnea Þorkelsdóttir fluttu ritningarorð. an á kirkjulóðinni og tóku þátt í athöfninni með Sigurbirni biskupi og frú Magneu. Þeir fluttu ritn- ingarorð í sameiningu og Sigur- björn blessaði kirkjulóðina og viðstadda. Hann lét í ljós þá ósk að áfram mætti birta sólarinnar, sem fælist í nafni staðarins, ljóma um alla framtíð. Hann óskaði starfseminni allra heilla og upp- byggingunni á Sólheimum. Morgunblaðið/Daníel Hansen Kristján Sigurvinsson snýr fallegri töðu með Snæfellsjökul í bakgrunni. Hvalfj ar ðargöng- in hafa góð áhrif á verslun SALA hefur aukist í versluninni Hyrnunni í Borgamesi frá því Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun þvert ofan í spár forsvarsmanna fyrirtækisins sem höfðu gert ráð fyrir samdrætti samfara opnun ganganna. Guð- steinn Einarsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Borgamess, sem rekur Hyrnuna, sagði að lík- lega hefðu menn gleymt að taka það inn í reikninginn að fólk sem ferðaðist um göngin æki ekki lengur fram hjá tveimur verslun- um í Hvalfirði, þ.e. við hvalstöð- ina og Ferstiklu. Að sögn Guðsteins hefur um- ferð í gegnum Borgarnes aukist mikið í kjölfar komu ganganna og sagði hann að ferðatímabilið hefði einnig lengst. „Þeir sem hrædd- ust vetrarfærðina í Hvalfirði geta nú ekið óhræddir um göngin," sagði Guðsteinn. „Við verðum varir við það að fólk nýtir sumar- húsin sín hér mun betur eftir til- komu ganganna." Guðsteinn sagðist einnig hafa það á tilfinn- ingunni að ferðamynstur þeirra sem t.d. ækju frá Reykjavík til Akureyar og öfugt hefði breyst eitthvað eftir tilkomu ganganna og að nú stoppaði fólk líklega helst í Borgarnesi og Blönduósi á leið sinni norður eða suður. Kristinn Guðmundsson, sem rekur Staðarskála, sagði að versl- un þar hefði ekki dregist saman eftir að göngin hefðu verið tekin í notkun, þvert á móti hefði staður- inn styrkst sem áningarstaður eftir opnun þeirra. Hann sagði að umferð hefði aukist mikið og að með tilkomu ganganna hefði leið- in til Reykjavíkur styst mikið fyr- ir Húnvetninga, Skagfirðinga og Eyfirðinga og því þætti þeim ekkert tiltökumál að skreppa suður að morgni dags og keyra aftur norður um kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.