Morgunblaðið - 06.07.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 06.07.2000, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Opna nota bene mótið verður á Hlfðarvelli Mosfellsbæ þann 8. júlf kl. 8.00 Glæsileg verðlaun 1.-2.-3. verðlaun án forgjafar 1.-2.-3. verðlaun með forgjöf Næstur hoiu á 1/10 Rástímapantanir í síma: 566 7415 Næstur hoiu á 6/15 Rástímar: 8:00 - 10:20 og 13:00 -15:20 nota bene UMHVERFISAUQLÝSINGAR aþrenna Þrjár plöntur að eigin vali: Dahlía (Dahlia x cultorum) Petunia (Petunia surfinia) áður 1.020 kr. Verð þrennu 560 kr. Sitkagreni (Picea sitchensis) 150-250 cm plöntur með 50% afslætti GROÐRARSTOÐIN TNÆölk Opið virka dagafrá 9 til 21, um helgarfrá 9 til 18. STJÖRNVGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 581 2228 www.mork.is mork@mork.is Kjötlist í Hafnarfírði eykur umsvif sín Ómar Grétarsson, eigandi Kjötlistar, sýnir réttu handtökin. Grilla jafnvel fyr ir viðskiptavini KJOTVINNSLAN Kjötlist í Hafnarfirði rekur verslunina Steik- smiðjuna þar í bæ. Nýlega jók fyr- irtækið umsvif sín með því að opna nýtt útibú í versluninni Hjá Jóa Fel við Kleppsveginn. „Við bjóðum ein- göngu upp á fyrsta flokks vörur og leggjum megináherslu á nauta- og lambakjöt," segir Ómar Grétarsson eigandi Kjötlistar. „Þá erum við með svínakjöt, villibráð, paté og alls konar sósur. Um þessar mund- ir erum við síðan að bíða eftir nýrri hamborgaravél frá Bandaríkjunum sem gerir bestu fáanlegu ham- borgarana í dag en í stað þess að pressa hamborgarana þá gatar hún þá þannig að jDeir verða mjög safa- ríkir, “ segir Ómar. Sérstakir grillpakkar Ómar hóf að vinna hjá Jónasi heitnum Þór í Gallerí kjöti á sínum tíma og að hans sögn kenndi Jónas honum fræðin. Fyrir einu og hálfu ári opnaði hann sína eigin verslun. „Gott orðspor hefur farið víða og því ákváðum við að stækka við okk- ur. Það eru eingöngu fagmenn sem vinna hjá fyrirtækinu og við veitum fúslega allar upplýsingar um með- höndlun á kjöti. Við vinnum allt kjöt sjálfir og það fer því ekkert út úr húsi án þess að við sépm búin að fara vel yfir það,“ segir Ómar. Fyrirtækið útbýr sérstakar grill- veislur, svokallaða grillpakka, sem Verðlækkun á hrökkbrauði HEILDVERSLUNIN Karl K. Karlsson hf., þjónustuaðili Wasa- bröd á íslandi, hefur lækkað verð á Wasa hrökkbrauði og rískökum. Verðlækkunin tók gildi hjá Karli K. Karlssyni 1. júlí sl. og kemur í kjöl- far lægra innkaupsverðs og aukinn- ar hagræðingar fyrirtækisins á sviði vörustjómunar. Að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafs- dóttur markaðsstjóra hjá Karli K. Karlssyni er verðlækkunin mismik- il eftir tegundum. Wasa Frukost hrökkbrauð hefur t.d. lækkað um 39 kr. pakkinn og Wasa Flatbröd um 34 krónur. ------------- Freyja lækkar verð á sælgæti I GÆR lækkaði sælgætisgerðin Freyja ehf. framleiðsluvörur sínar um 10 krónur á kíló vegna lækkun- ar vörugjalds á súkkulaði og kakó- efnum. Að sögn Ævars Guðmunds- sonar eiganda Freyju mun lækkunin ná til allra framleiðslu- vara fyrirtækisins sem eru um fjör- tíu talsins nema karamella sem eru undanskildar hækkuninni. að sögn Ómars hafa slegið í gegn. Fólk getur pantað fyrir ákveðinn fjölda og innifalið er lambakjöt, sem er ávallt vinsælt á grillið, og allt meðlætið eins og köld sósa, bakaðar kartöfur eða kartöflusalat og hrásalat. Þá býður fyrirtækið einnig upp á þá þjónustu að grilla fyrir viðskiptavini. Nokkur grillráð Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar fara á að grilla. „Aðal- ráðið er að muna eftir að kynda grillið nógu mikið áður en farið er að grilla. Það hefur borið nokkuð á því eftir að gasgrillin komu á mark- að að fólk kveiki á grillinu og byrji strax að grilla. Það er alls ekki nógu gott því það þarf að láta grindurnar hitna vel áður en mat- urinn er settur á. Gott er að bíða í stundarfjórðung áður en hafist er handa.“ Það er mikilvægt að halda grind- unum hreinum, bursta þær eftir hvert skipti og bera olíu á grind- urnar þegar gi'illið er orðið kalt og geyma þær olíublautar. Stór þáttur í að grilla gott kjöt er að halda grill- inu hreinu. Meðhöndlun á kjöti er mikilvæg og aldrei á að taka það beint úr ís- skápnum heldur að lofa því að ná stofuhita. Geymsla á kjöti er oft mikið lengri en fólk heldur og lamba- vöðva er til dæmis hægt að geyma í hálfan mánuð til þrjár vikur í kæli, svo framanlega sem ekki er komin lykt. Nautaframhryggur vinsælastur á grillið „Kjöt er auðvitað misjafnt og ef grilla á feitt kjöt verður að hafa það í huga að það á til að brenna sem er alls ekki gott. Gott ráð er að brúna kjötið á sjóðheitu grillinu, slökkva síðan öðru megin og setja kjötið þar en þá breytist grillið í bakarofn. Krydd er mjög mikilvægt þegar kjöt er annars vegar. Mikilvægt er til dæmis að krydda ekki nauta- steikina áður en hún er brúnuð og best er að nota eingöngu salt og pipar. Hvað lambakjötið varðar er mjög gott að nota eitthvað af villi- kryddum.“ Nautaframhryggur (nautarib- eye) er vinsælastur á grillið um þessar mundir enda er það einfald- lega best, segir Ómar. Um er að ræða feitt kjöt og bragðmikið. Fit- an gerir það að verkum að steikin verður mjög safamikil og góð en fyrir þá sem ekki vilja fitu er nauta- innanlæri gott. Þess má að lokum geta að hug- mynd er að stofna sérstakan nauta- ribeye-klúbb fljótlega þar sem markmið klúbbsins verður að njóta þess að borða góðar nautasteikur. Áhugasamir geta haft samband við starfsmenn Kjötlistar, skráð sig á lista og jafnframt fengið nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.