Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 33

Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 33 FERÐALÖG Morgunblaðið/Aldís Sigríður Helga Sveinsdóttir og Guðbrandur Sigurðsson eigendur Þing- hússkaffis, sera er í gamla hótelinu í Hveragerði. Þinghúskaffi opnað í gamla hótelinu Hveragerði. Morgunblaðið GAMLA hótelið í Hveragerði hefur undanfarið tekið miklum breyting- um með nýjum eigendum. Nýverið var opnað glæsilegt kaffihús í fremsta salnum en það eru Sigríður Helga Sveinsdóttir og Guðbrandur Sigurðsson sem eiga og reka kaffi- húsið, sem hlotið hefur nafnið Þinghúskaffi. Nafngiftin helgast af því að upphaflega hýsti byggingin fundarsal hreppsnefndar. Nafnið Hótel Hveragerði hefur þó lengst- um loðað við húsið enda var hótel rekið í húsinu til fjölda ára og á löngu timabili voru þar reglulega kvikmyndasýningar. Nú hafa nýir eigendur endurvakið brot af þeirri stemmningu því áhugasamir geta notið íþróttakappleikja og annar- rar skemmtunar á risatjaldi. Innréttingar í kaffihúsinu eru í gömlum stíl og afar hlýlegar. Gamlar ljósmyndir af svæðinu skreyta veggi og borð og vekja at- hygli gesta. Á Þinghúskaffi er boð- ið upp á ýmsa kaffidrykki ásamt brauði, kökum og tertum. Einnig geta gestir gætt sér á smáréttum og heitn súpu með nýbökuðu brauði. Á góðviðrisdögum sem og á hlýjum sumarkvöldum geta gestir notið vetinganna í lokuðu skjól- góðu porti, sem helst minnir á suð- rænni staði. Gestir kaffihússins geta þó ekki beiðst gistingar á gamla hótelinu því verið er að breyta hótelálmunni í íbúðir sem seldar verða innan skamms. Hálendisferðir á jeppum JRJ JEPPAFERÐIR er nýtt ferða- þjónustufyrirtæki í Skagafirði sem býður ferðamönnum að ferðast um hálendið norðan Vatnajökuls á sér- útbúnum fjallajeppum. „Við höfum fengið góð viðbrögð, sérstaklega er- lendis frá, og þá aðallega frá fólki sem hefur séð heimasíðuna okkar“ segir Jóhann R. Jakobson, annar eigandi JR J jeppaferða, en fyrirtæk- ið er fjölskyldufyrirtæki rekið af Jó- hanni og konu hans, Tamöru Popovu. „Við stefnum að uppbygg- ingu næstu árin, jepparnir eru vel útbúnir, bæði til sumar- og vetrar- ferða, svo við áætlum að geta unnið að ferðaþjónustu allt árið um kring.“ Farið er á breyttum jeppum með bílstjóra og komast allt að 15 manns í hverja ferð. Meðal þess sem boðið er upp á eru hópferðir, einstaklings- ferðir, fjölskylduferðii- og brúð- kaupsferðir en að sögn Jóhanns hefur ennþá enginn farið í brúð- kaupsferðina upp á hálendið. „I sumar bjóðum við þriggja tíma náttúruskoðunarferðir á kvöldin, dagsferðir og allt upp í fjögurra daga ferðir. Við erum með eins og hálfs dags ferð þar sem gist er á Hvera- völlum en í fjögurra daga ferðinni er meðal annars farin Gæsavatnaleið og upp að Öskju og Herðubreiðalind- um þar sem er gist. I haust og vetur verðum við svo í samvinnu við Hótel Varmahlíð með hópferðir um há- lendið sem við köllum Haust- og vetrartungl í Skagafirði." Mýkingarefni sálarinnar APÓTEKIÐ SMÁRATORGI Kyps/'Ki frá kl. 14-17 llmkjarnaolíur, nuddolíur.freyðibað, sturtusápa, augnmaski og andlitsúði frá KELSOK&RUSSELL AROMATHERAPY Apótekið Smáratorgi S. 564 5600 Bryggju- hátíðin á Drangs- nesi Drangsnesi. Morgunblaðið. HINN 22. júlí næstkomandi verður Bryggjuhátíðin haldin á Drangsnesi. Undanfarin ár hefur mikil stemmn- ing ríkt á Bryggjuhátíð og veðrið ávallt verið gott. Dagurinn byrjar í Kokkálsvíkur- höfn með dorgveiði fyrir börnin en reynslan hefur sýnt að áhuginn er ekki minni hjá feðrunum. Eftir hádegið eru veitt verðlaun fyrir veiðina og viðurkenningar fyrir að vera með. Þá verður boðið upp á sjávarréttasmakk við frystihúsið og þar mun Örvar Kristjánsson, har- monikkuleikari, skemmta. í skólanum verður Iðunn Ágústs- dóttir með málverkasýningu og Lúk- as Kárason sýnir listaverk úr reka- viði af Ströndum, en þessar tvær sýningar verða báðar opnaðar 12. júlí en eru engu að síður hluti af Bryggjuhátíðinni. Strandahestar LjósmyrKÍ/.Ienný Jensdóttir Spilað og sungið við varðeldinn á Bryggjuhátíðinni í fyrra. munu síðan bjóða börnum á hestbak allan daginn. Hátíðinni lýkur með dansleik Grímsey á Steingrímsfirði er ein- stök náttúruperla með fjölbreyttu fuglalífi og verður boðið upp á ferðir út í eynna allan daginn. Þá munu krakkar spreyta sig í söngvakeppni í samkomuhúsinu Baldri og þar verður einnig boðið upp á grillað lambakjöt á góðu verði. Um kvöldið er skemmtun í sam- komuhúsinu og frítt inn meðan hús- rúm leyfir. Bryggjuhátíðinni lýkur svo með dansleik í Baldri og sér hljómsveitin Bít um fjörið. Þess má að lokum geta að á Drangsnesi eru góð tjaldsvæði og heitir pottar í fjörunni sem öllum er frjálst að nota. Bláa lónið Ný upp- lýsinga- miðstöð UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ fyrir ferðamenn var opnuð við Bláa lónið 6. júní síðastliðinn. Reksturinn er samstarfsverkefni Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar en stöðin verður opin í'þrjá mánuði á ári, alla daga fráklukkan 11-18. Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson 20% AFSLÁTTUR AF GOLFFATNAÐI í tilefni af fyrsta Létt 96,7 Open golfmótinu 9. júlí bjóðum við 20% afslátt af dömu og herra golffatnaði í Bison Bee-Q, Kringlunni dagana 6.-8. júlí. Mótið fer fram á Korpúlfstaðavelli og leikið eftir Texas Scramble fyrirkomulagi. Fjöldi veglegra vinninga. Skráning í síma 585 0200. fétt 96,7 b,son b" Q , ----KRINGLUNNI 2. HÆÐ S/óðu i gegn og erfidid verður leikur einn Utsölustaðir um allt land VETRARSOL HAMRABORG 1-3* S 564 1864

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.