Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 34
34 * FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Klæðnaður Kusdrakteni FáM cr viiað mcð viisu um kl.Tðnnð fölks á dögum Snoffu. N.umias! hefur kJxðuaöur .'ilmiiga vcrið Jjoiskrúöugur en höfdmgjaf bán.st ofi á o» fylgOus! vcl mcð crJefidri tísku. Skrúð s'ai til darroÍN cricm efni. afcrdýrt og f lógutn var kyfi rnanrw til uð bcra skrúðklsði Ji.ið eiiuihaj;. Hcldri karJar ••cnjtu í kynlum, jafnvct tvennum. scm voni mi.sj.itfiJcga tíðir cftir tivku. ojs að- smðmwn brókum scm n.iöu að hiijáni báum soVkuiu. Konur gcnjfu í siðum kýntom op s|álfsagt var I3lið -að þxr ba.rus! á i klu'öatoirði Bfiiiu vom einkum ull «>g iin. cu lúnir rikustu klaxldus! jafnscl silki. Ktoðnaðuriim g;« vcríö liKkniðugur. aJgcngusui liúr v«»ni bninl, rjiitt og gf»n!. t’cg.ir lciö "í 53. (>ld vinlast mciui i aiiknum mæLi liafa gcngið til viga í blSum (þ.c. >\onumi kynlum. cins og olt cr IvM í ítfcndmgavögnni f'c isnr mynJir eru úr Sianhliiík Jmsbókar Jrá />vi' um /A60 ok Rcfa imkira hu.nmyiui um kUii)iui<)pci.\ Díssf bihtcnc cr fra lavmanu4 skriptci SkátikbokJia co. IJ60. <>% Xir oss tn iJc oni hvonian kledc- drukicnc rar i dcn pcriadcn. Clothing Dct cr lilcn sikkcr kunnskap om p;L klcdningen p3 .Snorris tul Dct cr íkkc snnnsynlig at atlmuen gikk i faigcrikc klær, men hovditiger vLsle seg ofte frem og fnlp.tc goiit roed utcnlamlsk nuite. SknKtvari'rtrekscmpdcistoff fm ullandct. vcldig dyrt og i lovcn ga liRatcIsc til á ba-re slikc klær cttcr V Okonomisk status. Hcdcrsaicrín gikk i kjonlcr. oftc to mcd forskjcllig lcngde ettcr iiiotcn. tilskjaf tc nikkcrs og boyc slrompcr. Kvinncr gikk i kjortlcr og dct var sctt pú sotn en sclvfólgc ai de visje scg ffciu i sin klcdning. Stoffct var sjicsicll ull og lin. men dc rike.stc liaddc til.og mcd klxr av siíkc. Klcs- dmktcnc kunnc v.vrc fargcrikc, dc mcsi v.uilige fargenc s-ar bnin. rsxl og groim. Nár inan koni lcngní ut pá J 200-tallcl blci tkt met vanlig at mcnn liatldc p3 scg bli (tlvs. softe) kjoftlci nár dc skullc i krig. dct ofic bcskrivcs i ls- Icndiiiguvugaefic. Líttle is kno*r. for ccrttiin aú»ui thc clctlúng of Snorri's contcmponxrics. Tbc attirc of thc common folk can hnrdly havc t>ccn claboratc, but arísto- crals werc oftcn Il3mb«>yant aud lollowcd lorcign styics scropulouxly. Skmd was.for examplc, on éxtrcmcly costiy fotcígn tnattrial svhicjt syas. by law, only to bc svoru í»y pcoplc ssho -satisficd sct ruuurcml prc-icquísitcs. Noblemsn wore onc or twn tunics, the lcngtli iif svhidi vuricd according to tluí fashion of thc roomctu. ns tvcll as closc-fitling brccchcs wJiich icaclted to the knce, and high socks. Wontcn uoie lsmg lnniv's. nnd it is acaipted as fact that thcy wvtc ostcntatious in lhcir cJothing habíts. Linen and sv«ki! uerc Uie fabiics t>l choicv. fltvl Uk- svcaidúcst cvcn wore silk. Clothing was soine- timcs quiic colouifuL tlic in»r comtuon coiours Ircing hrown, jcd. and grccn. Latcr in tlic I3th ccntury, men tn- cic.tsifigíy svorc bluc tunics into baule, as is ofteu mcniioncd in thc Sngas of lcchtndcrs. ... ' Thcsc pinurcsfmm ilte hiw code.x Skordsbokfrorn c. !3(>0 gnv somc idoa of cloihmi; ol lhol limc. i t-*=»y míMmíí&sé&Wki Veggspjald lýsir klæðnaði á tímum Snorra á íslensku, norsku og ensku. Umíjöllun um Eddu Snorra Sturlusonar í móttökusal. Samtíð Snorra Sturlusonar lýst í Reykholti s I Snorrastofu í Reykholti verður sýningin „Snorri og samtíð hans“ formlega opnuð í kvöld. Um er að ræða sögusýningu þar sem Snorri Sturluson, ævi hans og verk eru tengd íslenskum miðöldum, Bergur Þor- geirsson, forstöðumaður Snorrastofu og Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur við Reykjavíkurakademíuna hafa ásamt fleiri fræðimönnum tekið þátt í skipulagningu sýningarinnar. Inga María Leifsdóttir hitti þá að máli og fræddist um sýninguna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Horft yfir sýninguna í safnaðarsalnum. Sýningin í móttökusalnum skoðuð. Ferðamaður skoðai’ sýninguna um samtíð Snorra. í REYKHOLTI í Borgarfirði var fyrir fimm árum komið á fót svokallaðri Snorrast- ofu. Hlutverk Snorra- stofu er að sinna og stuðla að rannsóknum og kynningu á mið- aldafræðum auk sögu Reykholts og Borgar- fjarðar sérstaklega. Þar hefur nú verið opnuð umfangsmikil sýning þar sem ævi og starf Snorra Sturlu- sonar er þungamiðja en einnig er fjallað um Reykholtsstað og sögu hans auk lífshátta á miðöldum á Islandi. Sýningin skipulögð af fræðimönnum „Þessi sýning mark- ar nýtt upphaf, það hefur verið sýnt þarna áður og nú var ákveðið að opna nýja sýningu sem hægt verður að þróa í framtíðinni," segir Viðar Hreinsson í samtali við blaða- mann ásamt Bergi Þorgeirssyni. „Þetta er heilmiídll grúnnur sem með tímanum er hægt að bæta við, vera með nýjar áherslur og svo framvegis.“ Hópur innan Reykjavíkurakademíunnar sem kallast Rannsóknarstofnun um byggðamenningu var beðinn að taka að sér að skipuleggja sýning- una. Þeir sem tóku að sér verkefnið auk Viðars eru þeir Axel Kristins- son og Árni Daníel Júlíusson. „Við unnum hugmyndimar að þessu, skrifuðum textana og fundum til myndefni,“ segir Viðar. „Útlit sýn- ingarinnar er annars hannað af auglýsinga- stofunni Hándbragð sem hefur aðsetur í Reykholti og Sigríður Kristinsdóttir var út- litshönnuður." Bergur Þorgeirsson hefur verið forstöðu- maður Snorrastofu síðastliðin tvö ár. Hann hefur umsjón með sýningunni í sam- ráði við Heimskringlu, ferðaþjónustuna í Reykholti. „Að sýning- unni koma svo ýmsir aðilar fjárhagslega, bæði norsk-íslenski menningarsjóðurinn og fimm einkafyrir- tæki. Við erum ákaf- lega þakklát fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið veittur," segir Bergur. „Svo hefur samstarfið við Reykjavíkuraka- demíuna verið mjög gott, við höfum getað leitað til þeirra með nánast allt. í tengslum við þessa sýningu höf- um við líka verið í samstarfi við Safnahús Borgarfjarðar sem Axel Kristinsson veitir forstöðu." Sýningin er í tveimur hlutum; annars vegar er í móttökusal fjallað um Snorra og Reykholtsstað og hins vegar er fjallað um Snorra og samtíma hans, íslenskar miðaldir, í safnaðarheimili kirkjunnar. „í mót- tökusalnum er fjallað um Snorra sjálfan, sögu hans og ritverk auk Sturlunga og Reykholtsstaðar. Efnið er einnig teygt yfir í sögu Norðurlanda því Snoiri skrifaði auðvitað Heimskringlu sem er saga Noregskonunga. Snorri og Reyk- holt eiga því ákveðinn sess í sögu Norðurlanda,“ útskýrir Viðar. „Þama er sagt frá Snorra, ævi hans og verkum og reynt að tengja þau við samtíð hans. Til dæmis er Egils saga sett upp þannig að hún kallast á við aðstæður á Sturlungaöld. Síð- an er rakin saga Reykholtsstaðar og þeirra ætta sem hafa verið þar því Reykholt er ekki bara merki- legur staður fyrir sakir Snorra heldur var þetta lengi höfuðból og merkisstaður þar sem bjuggu fræg- ir prestar til dæmis.“ Snorri og tíðarandi miðalda Inni í safnaðarsalnum er stiklað á nokkrum atriðum úr ævi Snorra og eru þau notuð til að veita innsýn í lífshætti á miðöldum. „Ævi Snorra er ákveðinn grunnur sem við notum til þess að tengjast samtíma hans. Nokkur atriði sem snerta ævi hans eru tekin út og síðan gefinn nánari fróðleikur um hvernig þeim var háttað í tíð Snorra," útskýrir Viðar. „Sem dæmi má nefna að drepið er á þegar Snorri var tekinn í fóstur þriggja ára gamall. Síðan er út- skýrður sá siður að taka börn í fóst- ur og honum lýst almennt." Komið er inn á ýmsa þætti í daglegu lífi á miðöldum á íslandi. Má þar nefna menntun, hjónabönd, eignir, klæðn- að, heimilishald og valdakerfi og þessum þáttum lýst eins og þeir voru á 13. öld. „Þetta gefur skýrari mynd af því hvernig lífið var á tím- um Snorra,“ segir Viðar. Sýningin er tilraun til að gefa mynd af samtíð Snorra Sturluson- ar, miðöldunum, og verkum hans. „Það sem gerir það að verkum að hægt er að búa til svona sýningu í kring um einn mann er að Snorri var svo víðfeðmur. Hann var svo margt í einu, af þessari merkilegu ætt, stórhöfðingi og forríkur og svo auðvitað rithöfundur sem er það sem heldur nafni hans á lofti í dag.“ Sýning til næstu ára Sýningunni er ætlað að vera grunnsýning fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á sögu staðarins og bók- menntum Islendinga. Allar upplýs- ingar á sýningunni eru á íslensku, norsku og ensku. Að sögn Bergs hefur verið rætt um að gefa efnið út í bókarformi. „Svo er hægt á næstu árum að vinna einstaka þætti sýningarinnar ennþá frekar," segir Viðar. Og Bergur heldur áfram: „Með svona sýningu er ætlunin að miðla ákveðnum grunnupplýsingum um sögu staðarins og Snorra Sturluson fyrst og fremst," segir hann. „Markmiðið er að skapa ákveðinn grunn en í framtíðinni er svo fyrir- hugað að fara út í þemasýningar. Engu að síður verður grunnsýning- in um Snorra alltaf fyrir hendi til þess að tryggja að upplýsingar um hann séu aðgengilegar ferðamönn- um í Reykholti." Opnunin í kvöld er kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Sýningin er svo opin daglega til 25. ágúst frá kl. 10- 18. Hún verður einnig opin sam- kvæmt samkomulagi fram á næsta vor. Viðar Hreinsson Bergur Þorgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.