Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 37
LISTIR
Nágrannar og frændur
RIT
Sal'n fyrirlestra
FRÆNDAFUNDUR 3
Ritstjórar Magnús Snædal og Tu-
ríður Sigurðardóttir. Háskólaút-
gáfan, Reykjavík 2000.160 bls.
RITIÐ sem hér er til umræðu er
safn fyrirlestra sem rætur eiga að
rekja til íslensk-færeyskrar ráð-
stefnu sem haldin var í Reykjavík ár-
ið 1998 í boði heimspekideildar Há-
skóla íslands. Ráðstefna þessi var sú
þriðja í röðinni og þar sem það hefur
ekki brugðist að erindin hafi í kjöl-
farið komið út á prenti er ráðstefnu-
ritið sem hér birtist í ritstjórn Magn-
úsar Snædal og Turíðar Sig-
urðardóttur sömuleiðis þriðja sinnar
tegundar.
Ráðstefnurnar og ritin sem þeim
hafa fylgt eru liður í að efla rann-
sóknasamvinnu heimspekideildar
Háskólans og Fróðskaparseturs
Færeyja, að sögn ritstjóra, en í ljósi
sögulegra tengsla þjóðanna tveggja
og nágrannastöðu má telja framtak
þetta, sem hófst árið 1990, jákvætt
að ýmsu leyti.
Fyrirlesarar á þinginu voru fimm-
tán talsins og birtist framlag þeirra
allra, utan við einn, á blaðsíðum bók-
arinnar. Viðfangsefni greinanna eru
svo ólík að milli margra er vart sam-
eiginlegan flöt að finna nema á þeim
forsendum að málefnin tengjast
sögu og menningu þjóðanna tveggja.
Greinarnar spanna svo vítt svið að
með stuttu millibili er fjallað annars
vegar um kristnitökuna og hins veg-
ar um launalegan kynjamismun.
Ingólfur V. Gíslason skrifar all-
áhugaverða grein um híð síðar-
nefnda sem nefnist „Konur og launa-
vinna, karlar og fjölskylda“. Þar
kemur m.a. fram að konum er skip-
að, eða þær skipa sjálfum sér, í mun
hefðbundnari kvenhlutverk á sínum
starfsvettvangi á Norðurlöndunum
en hjá öðium sambærilegum þjóð-
um. Greinin er reyndar í formi
skýrslugerðar sem gerir hana al-
mennum lesendum torveldari yfir-
ferðar en annars þyrfti að vera.
Sá háttur er reyndar hafður að
enda þótt viðfangsefnin séu jafnan
fjölbreytt er um þau fjallað frá sjón-
arhomi bæði færeyskra fræðimanna
og íslenskra. Skerast þannig grein-
amar oft á skemmtilegan hátt og
varpa ljósi sín á milli. Fjallar til að
mynda Hjalti Hugason um trúar-
bragðaskiptin aldamótin 1000 í
áhugaverðri grein sem gerir að
meginefni sínu túlkunarfræðilegar
forsendur nútímalesturs á frásögn
Ara Þorgilssonar fróða. Þá fylgir
Kári Jespersen eftir með grein um
sama efni en frá allt öðm sjónar-
homi, félagslegar skírskotanir em
athugaðar í stærra samhengi en í
fyrri greininni. Samspil þeirra er þó
það sem mörgum lesendum kann að
þykja áhugaverðast.
Bygging ritsins er með þessum
hætti og óhætt er að telja það út-
gáfunni til tekna. Tvístmð efnistökin
munu þó aðeins falla sumum í geð
meðan öðrum kann að þykja þau
handahófskennd. Lesendur sem
áhuga hafa á héraðssögu ungmenna-
félaga hafa hugsanlega ekki brenn-
andi áhuga fyrir botnvörpuveiðum.
Segja má að ritið komi hugsanlega til
með að gagnast þeim með sértæk
áhugasvið í smáum skömmtum en
þeim sem fjölfróðir vilja teljast geta
notið þess í heild sinni. En að lokum
verður að minnast á að það er afar
einkennileg útgáfustefna að birta
færeysku greinamar óþýddar því
enda þótt málin séu svipuð torveldar
það allan lestur.
Björn Þór Vilhjálmsson
Hlíf Ásgrfmsdóttir við trönurnar.
Innviðir Norska
hússins
HLÍF Ásgrímsdóttir opnar sýningu
í Norska húsinu í Stykkishólmi í dag,
fimmtudag. Sýninguna nefnir lista-
maðurinn Innviði og eru verkin unn-
in með sögu hússins og sýningar-
rýmið í huga.
Hlíf útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið 1991 og
stundaði framhaldsnám í Listaaka-
demíunni í Helsinki 1994-96.
Þetta er fimmta einkasýning
hennar en hún hefur tekið þátt í
samsýningum heima og erlendis.
Sýningin stendur til 1. ágúst og er
opin alla daga frá kl. 11-17.
Tvítyngt ljóðasafn
• TÍMALAND/Zeitland er Ijóða-
safn eftir Baldur Óskarsson, skreytt
vatnslitamyndum eftir þýska málar-
ann Bernd Koberling. Bókin er tví-
tyngd, þ.e. Ijóðin eru prentuð bæði á
íslensku og þýsku.
Ljóð Baldurs voru þýdd með þeim
hætti að Franz Gíslason grófþýddi
textana með skýringum og svo tóku
þýsk ljóðskáld við þeim og gáfu þeim
endanlegt form. Skáldin voru Wolf-
gang Schiffer, Johann P. Tammen,
Gregor Laschen, Barbara Köhler og
Uwe Kolbe.
Útgefandi er Bókaforlag Josefs
Kleinheinrichs og var bókin kynnt á
ljóðakvöldi fimmtudaginn 29. júní í
listamannaþorpinu Schöppingen sem
er skammt norðvestur af Miinster,
þar sem skáldin og tveir þýðenda,
Wolfgang og Johann, lásu upp. Að
upplestrinum loknum urðu umræð-
ur. Daginn eftir var opnuð sýning á
frumgerðum mynda Koberlings í
húsakynnum Kleinheheinrichs for-
lagsins í Munchen. Á myndinni eru
Baldur Óskarsson og Berndt Kober-
ling að árita bækur á ljóðakvöldinu.
Franskar
ljósmyndir
frá Islandi
ÍSLAND með augum Fransmanna er ljósmyndasýn-
ing sem opnuð verður í Hafnarborg á laugardaginn kl.
16. Það er Þjóðminjasafn íslands og Reykjavík-menn-
ingarborg Evrópuárið 2000 í samvinnu við Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sem
standa að sýningunni.
Utan Danmerkur var Frakkland það land Evrópu
sem hafði hvað mest tengsl við ísland á 19. öld. Frakk-
ar voru jafnframt forystuþjóð í ljósmyndagerð eftir
tilkomu hennar 1839. Franskir ferða- og vísindamenn
urðu fyrstir til að taka Ijósmyndir á Islandi. Elstu Ijós-
myndasyrpur semvarðveist hafa frá íslandi eru tekn-
ar af Frökkum. Á sýningunni verða ljósmyndir úr
þessum myndasyrpum.
Myndirnar á sýningunni eru allar frummyndir
varðveittar á frönskum söfnum, svo sem iðnaðarsafni
CNAM, hjá Landfræðifélaginu í París, Bibliothéque
nationale en einnig á Þjóðminjasafni Islands. Sól-
myndir steindafræðingsins Descloizeaux frá 1845 eru
elstu ljósmyndir teknar utan dyra á Islandi sem varð-
veist hafa. Þær hafa ekki verið sýndar opinberlega á
íslandi fyrr og verða fluttar til landsins í tilefni sýn-
Ljósmynd/Pjóðminjasafn íslands
Ein ljósmynda frönsku ljósmyndaranna á sýningunni
í Hafnarborg.
ingarinnar. Sýningin er styrkt af AFAA, Association
Frangaise d’Action Artistique og stendur til 7. ágúst. Sam-
hliða sýningunni gefur JPV-forlagið í samvinnu við Þjóð-
minjasafnið út bókina Island í sjónmáli. Franskir ljósmynd-
arar á íslandi 1845-1900 eftir Æsu Sigurjónsdóttur sagn- og
listfræðing.
SJOJVVARP
Skjár I
LIFANDI
Sjónvarpsleikrit eftir Martein Þór-
isson og Kristófer Dignus. Umsjón
og leikstjórn: Ásgrímur Sverrisson.
Leikendur: Dofri Hermannsson,
Jón Agnar Egiisson, Þórir Stein-
grímsson, Erla Ruth Harðardóttir,
Linda Ásgeirsdóttir, Jakob Þór
Einarsson.
Á Skjá einum hefur undanfarnar
fjórar vikur verið flutt nýtt
sjónvarpsleikrit á hverju
sunnudagskvöldi. Yfirskriftin er Lif-
andi og vísar til þess að leikritin eru
send út beint en vísar einnig til hinar
engilsaxnesku fyrirmyndar „live “
sem oftast er þýdd með þessum
klaufalega hætti. Enn fremur er með
titlinum og kynningu leikstjórans
Ásgríms Sverrissonar á undan leik-
þættinum vísað til sjötta áratugarins
í bandarísku sjónvarpi er beinar út-
sendingar á leiknu efni voru daglegt
brauð; ekki síður en kynningarstefið
og stíllinn sem Ásgrímur tileinkar
sér við kynninguna sem tekin eru
beint frá meistara Hitchcock. Verð-
ur að segjast að þessir formálar eru
það lakasta við þættina, Ásgrímur
Ákveðið
lífs-
mark
kemst ekki í námunda við hæla
meistarans á nokkurn hátt þó hliðar-
svipurinn sé ekki ósvipaður. Á bak
við myndavélarnar er Ásgrímur hins
vegar á heimavelli og sýnir kunnáttu
og útsjónarsemi við gerð þáttanna
en hann hefur leikstýrt þremur af
fjórum fyrstu þáttunum. Hefði hann
átt að fá leikara með skýra og „lif-
andi“ framsögn í hlutverk kynnisins
úr því þetta form var valið.
Fyrsti þátturinn fjallaði um feðga
tvo sem ætla í veiðitúr og koma við á
bensínstöð. Pilturinn sem afgreiðir
reynist vera launsonur mannsins og
eftir heilmikið rifrildi og uppgjör fer
veiðitúrinn í vaskinn. Annar þáttur-
inn fjallaði um konu sem kemur á
nektarbúllu og pantar einkadans
fyrir sig með strípimeynni Telmu. I
Ijós kemur að konan hefur myrt eig-
inmanninn í hefndarskyni fyrir að
halda við Telmu og er hún komin í
þeim erindum að ganga frá henni á
svipaðan hátt.
Þættirnir hafa sterk einkenni af
spuna og þeirri spennu sem fólgin er
í beinni útsendingu. Ekki er hægt að
stoppa til að leiðrétta mistök eða
mismæli. Þetta gefur þáttunum
snarpt yfirbragð og raunveruleika-
tilfinningu. Sérstaklega var fyrri
þátturinn vel heppnaður hvað þetta
varðar en leikurinn er góður og virt-
ust leikarar ekki í neinum vandræð-
um með að vinna sig í gegnum þess-
ar krefjandi aðstæður. Getur enda
verið að sviðsvanir leikarar eigi auð-
velt með að spinna sig út úr tilfall-
andi vandræðum. Helst ber að var-
ast flatneskju í texta og innskot
aukasetninga þar sem leikararnir
eru að reyna fylla í „götin“ en þetta
er ekki mjög áberandi og telst leik-
stjóra til tekna. Honum hefur tekist
að skapa nokkuð agaðan ramma um
nokkuð ófyrirsjáanlegar aðstæður.
Handritshöfundarnir eiga einnig lof
skilið fyrir að leggja upp skýrar og
einfaldar aðstæður byggðar á pers-
ónum og samskiptum þeirra á milli
en ekki “myndsögum“ sem eiga ekki
við í þessu formi. Skiptir þar miklu
að leikurunum er treyst til að bera
uppi framvinduna og gera þeir það
vel og örugglega.
Fyrstu tveir þættirnir lofuðu góðu
og voru sannarlega lifandi, Skjár 1 á
skilið gott klapp í bak og fyrir.
Hávar Sigurjónsson
Fasteignir á Netinu