Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 44

Morgunblaðið - 06.07.2000, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fleiri komust að en vildu ... en umstangið á Þingvöllum um liðna helgi og áhugaleysi þorra landsmanna er vísbending um að ekki sé allt í lukkunn- arvelstandi í ríkinu ogfyrsti viðkomu- staður í naflaskoðun í kjölfarþessa við- burðarætti að vera tengsl ríkis ogkirkju Eftir Karl Blöndai FYRIR nokkru var verslunareigandi í Reykjavík beðinn að leggja af mörkum vaming, sem nota átti til bamastarfs á kristnihátíð- inni á Þingvöllum. Honum þótti sjálfsagt að bregðast vel við þessu erindi og gaf þá hluti, sem beðið var um með bros á vör. Nokkm síðar magnaðist umfjöllun um kostnaðinn við kristnihátíð og síð- an hófust látlausar auglýsingar, uiduade semekkihafa viunuitr verið ókeypis, og sagði versl- unar- eigandinn að hann hefði ekki getað varist brosi þegar hann velti fyrir sér öllum þeim tugum milljóna, sem verið væri að setja í þennan viðburð og beiðnina um að láta lítilræði af hendi rakna til kristnihátíðar. Umræddur verslunareigandi er reyndar ekki einn um að leggja sitt af mörkum til kristnihátíðar. Það gerir þjóðin öll. Hann naut aðeins þeirra forréttinda að vera beðinn um aukaframlag. Þjóðin var reyndar öll beðin um að láta fé af hendi rakna til ánauðugra bama á Indlandi og var það tengt kristnihátíð með því að Islending- ar ættu þess nú kost að sýna kristilegt hugarþel þegar haldið er upp á að þúsund ár era liðin frá því Þorgeir ljósvetningagoði lagð- ist undir feld á Þingvöllum og tryggði sátt í landinu undir merkjum hins nýja siðar. Þar söfnuðust 30 milljónir eða þrítug- föld sú upphæð, sem ríkisstjórnin ákvað að senda til Mósambík í miklum flóðum þar í mars. Tvöhundruðogsjötugföld aðstoð til Mósambík fór hins vegar í Þingvallahátíðina eingöngu. Þeir sem fóra til Þingvalla um helgina eftir einhverja örvænting- arfyllstu auglýsingaherferð seinni tíma (því hvað er það annað en ör- vænting þegar kristnihátíðar- nefnd er farin að nota orð á borð við „pottþétt“ og „meiriháttar“ í heilsíðuauglýsingum) virtust reyndar flestir ánægðir. Engar biðraðir og nægt olnbogarými. Þama er kannski kominn lykillinn að vel heppnaðri hátíð, sem nota má þegar ráðamenn næst vilja stefna þjóðinni á ákveðinn stað einhvern tiltekinn stað: Gera skoðanakönnun um það hverjir hafí áhuga og skipuleggja síðan hátíð fyrir sex sinnum fleiri en ætja að koma. í kjölfar örvæntingarinnar fylgdi síðan spuninn. Samfara því að reynt var að draga úr því hvað hátíðin hefði í raun kostað var allt kapp lagt á að sýna fram á að fjöldi manns hefði þegar öllu væri á botninn hvolft verið á Þingvöll- um. Tölumar bólgnuðu út þar til komið var upp í 30 þúsund manns. Samtals báða dagana. Samkvæmt skipulagi hefði verið hægt að taka á móti 75 þúsund manns hvorn dag. Spuninn dugði hins vegar hvergi nærri til að ná stjórn á um- ræðunni og þá syrtir í kokkálinn. Meistarar spunans - það er þeirra pólitísku vísinda að geta fært allt til besta vegar sama hvað á geng- ur - era nefnilega á einu máli um að ekkert sé vandræðalegra en að spinna fyrir áhorfendur, sem ekki taka mark á spunanum. Næsta skrefið var síðan að gagnrýna gagnrýnendurna. Sig- urbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, lýsti yfir því að það væri ekkert annað en nánasarháttur að gagnrýna fjáraustur í kristnihá- tíð, enda eyddi þjóðin öðra eins í skemmtanir um hverja einni helgi og bætti við að það væri „meira en lítil brenglun að finna að því að þessi hátíð kostaði einhverja pen- inga“. Benda má á að það er með skattlagningu neyslu af því tagi, sem ráðamenn þjóðarinnar geta leyft sér að halda kristnihátíð. Steininn tók hins vegar úr þeg- ar Sigurbjörn sagði í samtali við DV að sumt af því, sem hefði verið birt á opinberam vettvangi um kristnihátíðina minnti „á það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma“. Sagði hann að þetta endurspeglaði „andkristin viðhorf ‘ þeirra sem um ræddi. Ekki era nema nokkrir dagar síðan Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hélt því fram í fjölmiðlum að gagnrýnin á sig fyrir að taka á móti framlög- um til flokks kristilegra demókr- ata á leynireikning í for- mennskutíð hans og neita síðan að segja hverjir hefðu reitt fram féð líktist einna helst ofsóknum nas- ista á hendur gyðingum. Kohl var gagnrýndur harðlega fyrir þessi ummæli, ekki síst fyrir að gera lít- ið úr þjáningum og örlögum þeirra milljóna manna, sem urðu nasistum að bráð. Fórnarlömb kommúnista vora sennilega einn milljarður manna. Undram sætir að gagnrýni á kristnihátíð skuli vera nægileg yfirsjón til að kom- ast í hóp mestu fjöldamorðingja sögunnar. Það er hins vegar fráleitt að skamma fólk fyrir að birtast ekki á tilteknum stað þegar því er sagt að gera það. Það hefur viljað loða við íslenska ráðamenn að stefna mönnum hingað og þangað. Hing- að til hafa þeir haft erindi sem erfiði, en nú brá allt í einu svo við að dagskipunin féll ekki í kramið. Einhvem tíma hafði Berthold Brecht á orði að austur-þýskum stjórnvöldum væri hollast að leysa upp þjóðina og kjósa sér aðra ef þeim hugnaðist ekki skortur borgaranna á vilja til að lúta þeim. Ráðamenn hér á landi era ekki komnir í slíka tilvistar- kreppu, en umstangið á Þingvöll- um um liðna helgi og áhugaleysi þorra landsmanna er vísbending um að ekki sé allt í lukkunnar velstandi í lýðveldinu og íyrsti viðkomustaður í naflaskoðun í kjölfar þessa viðburðar ætti að vera tengsl ríkis og kirkju. Utanríkismál í deiglu íslenskra stjórnmála ALÞJÓÐLEGUM samningum má líkja við brúarsmíði. Það skiptir máli hve sterk- ir viðir eru valdir í smíðina, hve fagmann- lega er að henni staðið og hve vel henni er valinn staður. En hitt skiptir ekki minna máli að þeir sem að smíðinni standa hlúi að henni, haldi mannvirkinu við og sýni það í verki að þeir trúi á innviði þess og hlutverk. Það verða fáir til þess að treysta mannvirki sem brúarsmiðurinn eða Vegagerð ríkisins lýsir sem fúaspýtum. Að leggja rækt við samninga Alþjóðlegir samningar gefa okk- ur Islendingum réttindi og leggja á okkur skuldbindingar. Gagnvart samningsaðilum okkar eigum við að standa við skuldbindingar okkar og leggja jafnframt rækt við rétt- indin sem okkur eru veitt. Alþjóð- legir samningar eru að því leyti alltaf lifandi að þeir sem að þeim standa hrærast í takt við síbreyti- lega tíma. Missi menn sannfæringu fyrir gildi samninga veikjast samn- ingarnir. Að því leyti eru jafnvel hinir bestu samningar jafn traustir eða hrörlegir og sannfæring þeirra sem að þeim standa. Samningar geta því veikst vegna þess að það flæðir undan þeim í hugum þeirra sem bera ábyrgð á þeim, jafnvel áður en nokkur önnur veikleika- merki birtast. Það er hafið yfir allan vafa að varnarsamningur Islands og Bandaríkjanna er einn af mikil- vægustu samningum sem íslend- ingar hafa gert. Þótt samningurinn varði öryggis- og varnarmál hefur hann þýðingu langt út fyrir þennan málaflokk. Varnarsamstarf Islend- inga og Bandaríkjamanna hefur veitt þeim fyrrnefndu verulegt svigrúm í utanríkismálum. Það svigrúm fellur vel að legu landsins og þeim hluta stjórnmála sem sam- ofinn er landafræði og hnattstöðu. Grundvöllur varnarsamstarfsins Undir varnarsamningnum eru þrjár meginstoðir. Sú fyrsta er sú sannfæring bandarískra stjórn- valda að samningurinn og vera vamarliðsins hér á landi þjóni öryggishagsmunum Bandaríkjanna. Hin íslenska stoð er sú sannfæring íslenskra stjórnvalda að samn- ingurinn við Banda- ríkjamenn tryggi ör- yggi íslands. Þriðja stoð samningsins er síðan það vægi sem varnarstöðin á íslandi hefur í öryggiskerfi Atlantshafsbandalags- ins. Sérhver þessara stoða er forsenda fyrir samningnum. Á liðnum áratugum hefur tvívegis brostið í hinni íslensku stoð, í báðum tilfellum fyrir tilverknað vinstri stjórnar. í brestina var bar- Utanríkismál Það er ekki vænleg leið til að efla umræðuna um Evrópusamstarf- ið, segir Tómas Ingi Olrich, að varpa rýrð á EES-samninginn. ið, svo ekki hefur komið að sök hingað til. Það hefur komið skýrt fram af hálfu Bandaríkjastjórnar að varnarviðbúnaður þeirra hér á landi þjóni bandarískum hagsmun- um. Það er mikilvægt enda ein af meginforsendum fyrir samstarfi þjóðanna í öryggismálum. ESB og varnarsamstarf við Bandaríkin Stofnun Samfylkingarinnar skapar nokkra óvissu í utanríkis- málum. Þar renna saman öfl sem hafa andstæðar skoðanir á varnar- málum. Til að sætta þessi öfl er stefnan höfð opin á báða enda. Samfylkingin á einnig erfitt með að fóta sig í Evrópusamstarfinu. Þar eru áhrifamiklir aðilar sem eiga þá ósk heitasta að leita eftir inngöngu í ESB. Þeir geta þó ekki haldið þessari hugsjón á lofti, þar eð bak- landið skortir í hinum nýja flokki. Það vekur athygli hvað alþýðu- flokksmenn innan Samfylkingar- innar hamra á því að innan banda- ríska stjórnkerfisins séu efasemdir um nauðsyn þess fyrir Bandaríkin að halda hér úti varnarliði. Ljóst er að ef forsendur varnarsamstarfs íslands og Bandaríkjanna veikjast má túlka það sem sérstaka ástæðu til að leita eftir nánara samstarfi við Evrópusambandið. Ekki er hægt að útiloka það að talsmenn nánara samstarfs við ESB innan Samfylkingarinnar taki með nokkru alvöruleysi og næsta feg- insamlega sérhverri vísbendingu um að varnarsamstarf okkar við Bandaríkjamenn njóti minnkandi stuðnings innan Bandaríkjanna. Þannig geta varnar- og öryggis- hagsmunir þjóðarinnar orðið skiptimynt í innanflokksmöndli Samfylkingarinnar í Evrópumál- um. EES- samningurinn Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er ein af undir- stöðunum í utanríkisstefnu þjóðar- innar. Nýlega birti utanríkisráð- herra viðamikla skýrslu um stöðu íslands í Evrópusamstarfi. Á bak við skýrsluna liggur mikil vinna sem er tvímælalaust nákvæmasta úttekt á gildi EES-samningsins og vandaðasta mat á stöðu Islands sem unnið hefur verið. I skýrslunni er ekki gerð tilraun til að vekja efasemdir um gildi EES-samnings- ins. Bent er á með mjög skýrum hætti hve virkur hann hefur verið og hve snurðulaust samstarfið hef- ur gengið. „Má segja að reynslan hafi rennt stoðum undir þær grundvallarforsendur EES-samn- ingsins að sömu reglur geti gilt um atvinnulíf á öllu evrópska efna- hagssvæðinu,“ eins og segir í skýrslunni. Sýnir þetta glöggt hve mikla samleið ísland hefur átt með ESB-löndunum á þeim sviðum sem samningurinn nær til. fslenskir stjórnmálamenn sem óska eftir nánara samstarfi við Evrópusam- bandið hljóta að geta fundið slíkum hugsjónum gild og sjálfstæð rök án þess að grípa til þess óyndisúrræð- is að byggja málflutning sinn á því að rýra gildi EES-samningsins. Ljóst er með öllu að skýrsla utan- ríkisráðherra leggur mönnum ekki til neitt slíkt úrræðaleysi. í skýrslunni er greint frá ákveð- inni togstreitu sem geti „þegar fram líða stundir dregið úr því samræmi á evrópska efnahags- svæðinu sem að var stefnt í upp- hafi verði ekkert að gert.“ Vitnað er til tilviks þar sem við lá að sjón- armið EFTA-/EES-ríkjanna gleymdust, hefði ekki komið til „árvekni starfsmanna EFTA“. Er niðurstaða skýrslunnar sú að ís- Tómas Ingi Olrich Fjarskiptin eru okkarvandi „FJARSKIPTIN, þau eru ekki okkar vandi...“ orti skáldið Sigurður Hansen fyrir allnokkram áram, sér og öðram til skemmtun- ar í göngum í Austurdal í Skagafirði. Því miður er ekki hægt að snúa þessari lýsingu upp á fjarskiptin almennt. Ojöfn samkeppnisstaða er veralegt vandamál í uppbyggingu nýrra at- vinnugreina á lands- byggðinni og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur lít- ið verið gert til að bæta úr. Góð fjarskipti til og frá landinu era afar mikilvæg fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á erlendum vett- vangi en öllum spám ber saman um að ný og vel launuð störf verði fyrst og fremst til á sviði hátækni. Á sama Árni Gunnarsson hátt era fjarskiptin inn- anlands lykilatriði í þró- un atvinnugreina á ís- landi. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eiga kost á mjög öflug- um og fjölbreyttum nettengingum. Með lagningu nýrra ljósleið- ara og örbylgjuloftnet- um fer möguleikunum jafnt og þétt fjölgandi og gæði þjónustunnar aukast. Því miður er allt annað upp á teningnum á landsbyggðinni. Hæft starfsfólk og fjarskiptin á milli þeiira era grundvöllurinn að velgengni hátæknifyrirtækja. Há- tæknifyrirtæki úti á landi geta staðið fyllilega jafnfætis höfuðborgarsvæð- inu í samkeppni um hæft og vel menntað fólk en þegar kemur að fjarskiptunum er samkeppnisstaðan ójöfn. Leigulínur í grannneti Lands- símans era víða eini alvöru kostur fyrirtækja til gagnaflutninga. Vegna þess að markaðssvæði hátæknifyrir- tækja er í raun ekki háð sýslumörk- um eða landamærum skiptir verðlagning gagnaflutninganna höf- uðmáh. Gjaldtaka fyrir leigulínur er miðuð við fjarlægðir frá ákveðnum hnút- punktum. Þess vegna er samkeppnis- staða fyrirtækja innanlands afar mis- munandi eftir staðsetningu þem-a. Fjarskipti Og ekki kvarta menn hér yfir heilögum anda, segir Árni Gunnarsson. Hann leggur við hlust- irnar þegar við smá- fuglarnir kvökum. Hátæknifyrirtæki á Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki og ísafirði, svo dæmi séu nefnd, borga margfalt meira fyrir leigulínur til og frá höfuð- borgarsvæðinu en keppinautarnir sem staðsettir era innan þess.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.