Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 59 MINNINGAR GYÐA JÓHANNESDÓTTIR + Gyða Jóhannes- dóttir var fædd 14. ágúst árið 1914 að Finnmörk í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Hún andaðist á Land- spítalanum 24. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Rögri- valdsdóttir og Sig- urður Jóhannes Ja- kobsson, bóndi að Finnmörk. Þau eru bæði látin fyrir mörgum árum. Systkini Gyðu sam- feðra voru Sæmundur Gísli og Þóra Guðný. Sammæðra voru Rögnvaldur, Sigurður og Björn. Einn fósturbróðir átti Gyða, Kon- ráð Sigurðsson. Þau eru öll látin. Árið 1942 hóf Gyða búskap með Leó Guðmundssyni bifreiðastjóra og pípulagningamanni. Hann lést Legsteinar í Lundi Í5ÖL8TU1NAK via Nýbýlaveg, Kúpavogi árið 1994. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes Pét- ur, hann lést af slys- förum árið 1961. 2) Benedikt, maki Ásta Alfreðsdóttir. 3) Hreiðar, maki Jónína Aðalsteinsdóttir. 4) Ólafur Jón, sambýlis- kona Jónína Ármanns- dóttir. 5) Gyða Sólrún, hún lést árið 1993, maki Steinar Þórhalls- son, hann lést árið 1989. 6) Leó Viðar, maki Ragnheiður Hreinsdóttir. 7) Fríð- ur, maki Júlíus Fossberg Arason. 8) Krislján Snær. Áður átti Gyða dótt- ur, Hólmfríði Sigurðardóttur, maki Sigurður Þórarinsson. Barnabörnin eru 22 talsins og langömmubörnin eru orðin 23. Útför Gyðu fór fram frá Akureyr- arkirkju 30. júní. Gyða ólst upp í sveitinni og vandist snemma á að vinna öll al- geng sveitastörf. Hún vistaðist ung til vandalausra til vinnu við ýmis störf. Hún var lagleg, hraust og dugnaðarforkur frá fyrstu tíð. Mik- il hamhleypa til allra verka. Hún var alla tíð glaðvær og raunsæ og miklaði ekki hlutina fyrir sér. Fé- lagslynd, hafði snemma gaman af að ferðast um og skoða landið og heimsækja ættingja og vini. Sem barn og unglingur var fyrsti farar- skjótinn þarfasti þjónninn, hestur- inn. Gyða fór oft í útreiðartúra sér til ánægju og hressingar. Hún kynntist ágætismanni, Leó Guð- mundssyni, og hófu þau búskap í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þar áttu þau heima lengst af, en síðustu árin bjuggu þau og síðar Gyða ein, eftir lát Leós, að Aðalstræti 3, neðri hæð, hjá Fríði og Júlíusi. Þau eignuðust saman átta börn, sem er nú aldeilis stór hópur. Verkefnin voru ærin á svo stóru heimili. Faðir Gyðu, Jóhannes, bjó í mörg ár hjá þeim. Hann hjálpaði til með að líta eftir börnunum, þvo upp o.fl. Ekki voru þá vélar til alls eins og núna. Leó ók með olíu í sveitirnar í kring og lagði mið- stöðvar í hús. Gyða hafði alltaf svo gaman af ferðalögum og fór oft með honum í svona ferðir. Prjónaði þá á leiðunum. Hún var mesta myndarhúsmóðir, saumaði allt og prjónaði á sinn stóra hóp. Bakaði og eldaði góðan mat og alltaf var hreint og fín thjá Gyðu. Margur mundi ætla að henni hefðu nægt þessi verk, en hún var einnig mjög virk í nokkrum félagasamtökum á Akureyri. Náttúrulækningafélagið naut góðs af störfum hennar um árabil. Þar var hún gerð að heið- ursfélaga 24. sept. ’93. Henni var mikið í mun að upp kæmist hús fé- lagsins, Kjarnalundur í Karna- skógi. Var það ætlað í fyrstu sem heilsuhæli, en er í dag dvalarheim- ili aldraðra. Gyða sótti um pláss þar, en aldrei komst hún þangað. Hún var í mörg ár í Kvenfélaginu Hlíf. Einnig var hún mikil sjálf- stæðiskona og var lengi í Vörn, fé- lagi sjálfstæðiskvenna á Akureyri. Eins vann hún mikið fyrir bíl- stjórafélag sem átti sumarbústað að Tjarnargerði í Eyjafirði. Gyða fór að vinna utan heimilis er yngsta barnið var fjögurra ára SlómaUúeHu > Ga^sKom v/ T-OSSVO0st<ÍK'UjW0ak*ð Sfmi. 554 0500 og vann fyrst í Niðursuðuverk- smiðju K.J. Þá eldaði hún mat á kvöldin og geymdi til næsta dags til að fjölskyldan fengi alltaf heitan mat í hádeginu, eins og þá var sið- ur. Hún þvoði oft þvottana um næt- ur. Gyða var nokkur sumur ráðs- kona að Litlu-Tjörnum í Ljósavatnshreppi. Þar var starf- rækt barnaheimili yfir sumar- tímann. Síðast vann hún við þrif í Menntaskólanum á Akureyri í tæp 30 ár. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana Gyðu frænku mína. Eg kynntist Gyðu sem barn er ég fór oft í heimsókn með Þóru mömmu minni til hennar. Ég undr- aðist yfir öllu sem hún afkastaði. Hún var baráttukona og ekkert á því að gefast upp þótt erfiðleikar steðjuðu að. Þau Leó urðu fyrir þeirri sáru sorg að sjá á bak tveim- ur börnum á besta aldri. Líka misstu þau aleiguna í bruna og komst fólkið út á nærklæðum, er kviknaði í húsi þeirra að nóttu til. Það var síðar byggt upp aftur og flutt í það á ný. Eftir að Leó hætti að mestu að vinna ferðuðust Gyða og Leó mikið um landið í húsbíl sínum. Eftir lát Leós ferðaðist Gyða mikið með eldri borgurum, bæði innan lands og erlendis. Hún naut þess alveg í botn. Við Gyða höfum alltaf haldið góðu sambandi. Eftir að ég fluttist suður heimsótti ég Gyðu eins og oft ég gat, er ég var fyrir norðan. Hún kom líka til mín og hringdi oft í mig. Síðast sá ég hana 11. júní s.l. á Hvítasunnudag. Hún var hress í tali að venju. Hlakkaði mikið til að koma suður til Keflavíkur með eldri borgurum, 19. júní. Það tókst, en það var hennar hinsta för. Hún veiktist aðfaranótt 21. júní og var flutt á Landspítalann þar sem hún lést 24. júní. Hennar tími var kom- inn. Hún var mjög heilsugóð og hraust fram á efri ár, en þá fór sjónin að daprast og hjartað að gera henni lífið stundum erfitt, ekki að undra, nær 86 ára gömul. Fríður og fjölskylda eiga miklar þakkir skilið fyrir allt sem þau gerðu fyrir og voru Gyðu. Guð launi þeim. Blessuð sé minning Gyðu, hún lifir áfram í minningu minni. Hafi hún kæra þökk fyrir allar góðu samverustundirnar. Auður Guðvinsdóttir. + Okkar ástkæri sonur, bróðir, og barnabarn, EIÐUR SMÁRI GUNNARSSON, Hjallabraut 2, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 25. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir viljum við senda séra Þórhalli Heimissyni, útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar og öðrum ættingjum og vinum. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Ellertsson, Fanney Elínrós Guðmundsdóttir, Þórdís Helga og Heiðrún Ásta Gunnarsdætur, Ellert Jónsson, Heiðveig Helgadóttir, Guðmundur Sverrisson, Ásta Grímsdóttir og aðrir aðstanendur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐJÓN MAGNÚSSON máiarameistari, Melbæ 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Fjóla Finnbogadóttir, Magnús Kr. Halldórsson, Kristín Ólafsdóttir, Birna Halldórsdóttir, Finnbogi Halldórsson, Eyja Halldórsdóttir, Þórður G. Halldórsson, Karólína Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sími 564 4566 + Útför bróður míns, KARLS REYNIS ÓLAFSSONAR, Múlakoti, Fljótshlíð, fer fram frá Hlíðarendakirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður i heimagrafreit í Múlakoti. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Fjóla Ólafsdóttir. + Minningarathöfn um okkar ástkæai eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, LAILU REEHAUG, verður gerð frá Árbæjarkirkju sunnudaginn 9. júlí kl. 16.00. Jens H. Valdimarsson, Súni Reehaug Jensson, Björg Reehaug Jensdóttir, Sverrir Kristinsson, Þuríður Katla Þorsteinsdóttir. + Ástkær eiginkona mín og móðir, ÞÓRDÍS VIKTORSDÓTTIR, Laufásvegi 47, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 10. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags Islands. Þorsteinn Þorsteinsson, Haraldur Ragnarsson. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, KRISTJÁN HAUKSSON (Bassi), Bassastöðum, Mosfellsbæ, sem andaðist sunnudaginn 25. júní verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra bama. ísfold Aðalsteinsdóttir, Hólmfríður Sölvadóttir, Fanney Kristjánsdóttir, Brynjólfur Gunnarsson, Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Bárðason, Hólmfríður Kristjánsdóttir Wallace, Lee Wallece, ísfold Kristjánsdóttir, barnabörn og systkini. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS INGIBERGSSON, Álftamýri 26, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 30. júní. Jarðarför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júlí kl. 13.30. Sigurður Ingi Andrésson, Soffía Sigurðardóttir, Gunnar Guðni Andrésson, Guðbjörg A. Stefánsdóttir, Einar Andrésson, Halia Hallsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Björn Hallm. Sigurjónsson, Elín H. Sigurjónsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson og fjölskyldur. Lokað Lokað verður dagana 7. og 10. júlí vegna andláts JÓHANNESAR HELGA JENSSONAR forstjóra. Hífir — Kjarnaborun ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.