Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 61

Morgunblaðið - 06.07.2000, Page 61
. MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 61 FRÉTTIR sjómenn og fjölskyldur þeirra er þeir sigldu með aila um höíin full af kaf- bátum og tundurduflum. Islenska þjóðin missti fjölmarga friðsama fiskimenn og farmenn í þeim skelfi- legu stríðsátökum. Eflaust báðu allar sjómannsfjölskyldur heitt fyrir ást- vinum á sjónum. Pabbi sigldi nær alla túra í stríðinu sem stýrimaður á Kveldúlfstogaranum Skallagrími. I útvarpsviðtali eftir stríð, sem áður var vitnað til, var mamma spurð um líðan sína á stríðsárunum: „Það var eins og farg sem ég a.m.k. reyndi ekki að bera í eigin kröftum. Við töluðum aldrei saman um hætturnar hvorki í eða á sjónum né í loftinu meðan stríð- ið stóð yfir. En þegar því létti spurði ég manninn minn hvort það hefði ekki verið ægilegt að vera í siglingum á stríðsárunum. En hann sagði: „Mér fannst alltaf vemdarvættir kringum skipið okkar.“ Mamma var sterktrúuð frá bernsku. Hún kynntist um tvítugt að- ventboðskapnum. Hún sinnti safnað- | arstarfi af miklum áhuga, einkum var hún virk í systrafélaginu Alfa sem stofnað var 1926 og var hún formaður þess um tíma. Þær Alfa-systur áttu ótalin handtök við saumaskap og pijón og írágang á fatnaði sem send- ur var til Noregs, Danmerkur og Grænlands eftir stríðið og til svelt- andi þjóða og þróunarlanda í Afríku. JÞær unnu við fjársöfnun til fátækra og til kristniboðsstarfa. Ég man að i þetta ólaunaða líknarstarf átti vel við mömmu. Hún var félagslynd og fóm- fús og kymitist að auki kærum safn- aðarsystrum í því starfi. í desember 1949 fæddust fyrstu bamabömin, tvíburardætur mínar Jónína og Ingibjörg. Páll eiginmaður minn var þá kominn í miðhluta í lækn- isfræði en ég enn í fyrsta hluta og bjó með dætumar hjá foreldrum mínum í Meðalholti 8. Mörgum fannst að ég ætti að hætta í námi eða fara að vinna fyrir maka, sem bjó hjá foreldrum sínum, Sigurði Jónssyni sjómanni frá Eystri-Loftstöðum og Ingibjörgu Pálsdóttur húsmóður, dugmiklum hjónrnn af Víkingslækjarætt. Þá var hvorki styrki né námslán að fá. En mamma brást aldrei. Hún bauð mér að búa hjá þeim og gæta tvíburanna meðan ég var í skólanum. Þannig gerðu foreldrar mínir mér kleift að ljúka læknanámi og fæ ég aldi-ei full- þakkað þeim það. Pabbi hætti á togurum og fór að sigla með Heklu. Þá gátu mamma og pabbi heimsótt okkur Pál og Ingu og Nínu, sem voru augasteinar þeirra, meðan Páll var í sémámi í Gautaborg. Pabbi hætti til sjós 1960. Hann fékk hjartaáfall og varð að vinna léttari vinnu í landi. Mamma fór þá í fyrsta sinn að vinna utan heimilis í launuðu starfi. Hún gerðist vökukona í Mál- leysingjaskólanum. Þar vann hún gott starf svo nærgætin sem hún var og skilningsrík við böm. Pabbi lést 17. janúar 1967 eftir vaxandi vanheilsu. Mamma missti mildð við fráfall pabba, svo samrýnd sem þau vom. Heilsu mömmu fór hrakandi. Hún fékk vaxandi Parkinsonsveiki en hún vildi búa ein og hugsa sjálf um sig í íbúð sinni í Meðalholti 8 þótt henni byðist hjálp frá okkur. Um tíma gætti hún fyrsta langömmubamsins, Páls, sem fæddist 1970 og hafði hún yndi af því. Haustið 1976 fékk mamma heila- áfall, lamaðist og missti mál. Andleg- ur styrkur hennar hélst þau sjö ár sem hún lá á taugasjúkdómadeild Landspítala hjá dr. Gunnari Guð- mundssyni prófessor og frú Herdísi Helgadóttur yfirhjúkmnarfræðingi. Þar naut hún frábærrar umönnunar yndislegs starfsfólks. Hún fylgdist ótrúlega vel með því sem henni var sagt af fjölskyldu og vinum. Blítt bros breiddist yfir andlit hennar er hún hlustaði á góðar fréttir af fjölskyldu eða sá bamabömin og böm þeirra. Ef hún sá einhvem daufan í dálkinn, jafnvel vandalausan sjúkling, veifaði hún með heilbrigðu hendinni sinni og brosti til hans og bauð honum að koma til sín þar sem hún sat við borð í setustofunni í hjólastólnum sínum. Ég hugsaði oft þegar ég sá slíka vini sem hún eignaðist á deildinni að lengi væri hægt að gleðja og uppörva aðra þótt bæði mál, máttur og skrift væri horfið. Móðir mín lést 3. október 1983. Ég lýk þessari aldarminningu um móður mína með minningarorðum Daggar yngstu dóttur okkar Páls: ,Amma tilheyrði þeirri kynslóð ís- lendinga sem upplifað hefur hvað ör- astar breytingar á íslensku þjóðfélagi frá upphafi byggðar í landinu, þeirri kynslóð sem m.a. hefur lagt gmnninn að því allsnægtaþjóðfélagi sem við bú- um í nú. Með þessari kynslóð hverfur mikill fróðleikur um lifnaðarhætti fyrr á öldinni og ég sakna þess að hafa ekki haft tækifæri til að ræða meir við ömmu um bemsku hennar og upp- vaxtarár á Eyrarbakka.“ Nú þegar þjóðin fagnar þúsund ára afmæli kristnitöku á íslandi er heit- asta ósk mín og bæn sem geðlæknis að þjóðin megi varðveita hinn kristna arf aldamótakynslóðarinnar í trú, von ogkærleika. Guðrún Jónsdóttir. Golfvöllur- inn á Akra- nesi form- lega vígður UM þessar mundir fagnar golf- klúbburinn Leynir á Akranesi 35 ára afrnæli sínu en hann var stofnaður 21. mars 1965. Á afmælisárinu er því fagnað að Garðavöllur hefur verið stækkaður í 18 holur og verður völl- urinn vígður á formlegann hátt kl. 17 á morgun, föstudag, og að vígslunni lokinni er völlurinn opinn öllum kylf- ingum til golfleiks. Draumurinn um 18 holu golfvöll hefur blundað lengi með Leynis- mönnum og árið 1988 var uppdráttur að skipulagi vallarinns gerður. Árið 1994 var hafist við að stækka völlinn er framkvæmdasamningur milli GL og Akranesbæjar var í höfn. Félagar í GL eru um 250 og árangur yngri kylfinga klúbbsins hefur verið eftir- tektarverður á undanförnum árum og þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Þórður Ólafsson unnu stærstu sigra klúbbsins til þessa á Landsmótum 1996 og 1997. Svæðið sem Leynir hefur til um- ráða hefur stækkað úr 3 hekturum í 50 hektara frá stofnun klúbbsins. Hönnun vallarins hefur verið í hönd- um Skagamannsins Hannesar Þor- steinssonar sem hefur á undanföm- um árum hannað ýmsa af völlum landsins. ------MH------- Mótmæla tollum á innfluttum eggjamassa SAMTÖK verslunarinnar sendu landbúnaðarráðuneytinu í gær eft- irfarandi bréf: „Samtök verslunarinnar - FÍS vilja mótmæla framkomnum hug- myndum um álagningu tolla á inn- fluttan gerilsneyddan eggjamassa sem m.a. er notaður til framleiðslu á majonesi og víða við matvæla- framleiðslu. Hugmyndir þessar um álagningu tolla á framangreint hrá- efni munu leiða til verulegra verð- hækkana á vörum framleiddum úr gerilsneyddum eggjamassa. f því sambandi er rétt að minna á um- ræðu undanfarnar vikur um þróun verðlags á matvörum. Aðgerðir af þessum toga eru ekki í takt við nútímaviðhorf um uppbyggingu atvinnulífs, alþjóða- væðingu og frjáls viðskipti landa á milli. Auk þess er líklegt að álagn- ingin stangist á við samninga Is- lands við Alþjóðaviðskiptastofnun- ina (WTO).“ Erfisdrykkjur H H H H L A N X N M N Sími 562 0200 rtrrT'ITTTTTTTTI TTI f •Hefur þú áhuga á háskólanámi í landnýtingu með áherslu á landgræðslu og skógrækt? •Kynntu þér nýja námsbraut við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem fjallað er um skipulag landnýtingar í dreifbýli með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu lands, s.s. landgræðslu og skógrækt. •Námsbrautin er viðurkennd sem fyrri hluta nám í landnýtingu við landbúnaðarháskóla á Norðurlöndum. •Heimsæktu sýningarbás Landbúnaðarháskólans á BÚ2000 og fáðu upplýsingar um námið og önnur atriði sem tengjast því að stunda nám á Hvanneyri. Þar getur þú einnig sótt um skólavist. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri 311 Borgarnes sími: 437 0000 / fax: 437 0048 www.hvanneyri.is / lbh@hvanneyri.is í vegna opnunar á einum glæsilegasta sýningarsal í Evrópu á stillanlegum rúmum! Þú eyðir 1/3 hluta ævinnar í rúminu! Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stellingu sem er. Með öðrum takka færð þú nudd sem þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér. Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks slökun og þannig dýpri og betri svefni. ...gerðu kröfur um heilsu & þægindi SONY á betra verði í BT Horft á sjónvarp Morgun matinn Unnið Slappað af Sofið Einnig fylgir öllum einbreiðum, stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí i Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opið; Mán. - fös kl. 10-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.