Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.07.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 65 CÖ O) CD ’ÖÖ æ CD töku í frímerkjasýningum og jafn- framt að vanda söfn sín jafnt um efni sem og útlit þeirra eða uppsetningu. Hitt hefur aftur á móti í tímans rás orðið æ ríkari þáttur í þeim reglum sem dómurum hafa verið settar (eða þeir sjálfir hafa sett) að auka kröfur til safnanna og það svo að erfitt hefur reynzt fyrir venjulega safnara að full- nægja þeim. Af því hefur leitt annað tveggja, að menn hafa ekki fengið að- gang að sýningum með efni sitt, jafn- vel þótt það liti vel út í augum venju- legs fólks, eða þá hitt, að safnarar hafa hreinlega orðið að kaupa sjald- gæfa hluti dýru verði svo að söfn þeirra yrðu gjaldgeng. Af því hefur svo aftur leitt að einungis vel efnum búnir safnarar hafa getað sent söfn sín á stærri sýningar og þá allra helzt á svonefndar heimssýningar í von um góð verðlaun. En áður en svo langt verður komizt þarf að fara í gegnum mörg nálaraugu, ef svo má nefna augu dómaranna. Og við hvert auga verður helzt að bæta við fágætum merkjum, afbrigðum eða umslögum í söfnin og þá venjulega mjög eftirsótt- um af öðrum söfnurum og um leið dýrum. Oft hef ég velt því fyrir mér hvert þessi stefna muni leiða enda hefur þetta vandamál verið rætt oft og mörgum sinnum í blöðum erlendra frímerkjasafnara. Má vera að seinna verði komið nánar að þessum málum hér í frímerkjaþáttum Mbl. og skoð- anir erlendra safnara á þessu vanda- máli viðraðar við lesendur blaðsins. Jón Aðalsteinn Jónsson u javegi Tvær frímerkj asýning’ar í Reykjavík í þessum mánuði FRIMERKI Kjarvalsstaðir NORDJUNEX 2000, DIEX 2000 27.-30. júlí. í FEBRÚAR sl. var minnzt á frí- merkjasýningar sem yrðu haldnar hér á landi á þessu sumri. Þær tengj- ast báðar því að Reykjavík er ein af svonefndum menningarborgum árið 2000. Þar sem nú er aðeins tæpur mán- uður þar til frímerkjasöfnurum og öðrum áhugamönnum um ftímerki gefst kostur á að sjá þessar sýningar fékk ég nýjar upplýsingar um þær hjá formanni og ritara Landssambands- ins. Þakka ég þær og birti hér hið helzta úr þeim. Sýningar þessar verða haldnar dagana 27.-30. júlí á Kjarvalsstöðum. Annars vegar er unglingasýning, NORDJUNEX 2000, þai’ sem sýn- endur eru 45 með efni í 114 römmum. Norrænir unglingar sýna þar söfn sín með margs konar efni en því miður koma að þessu sinni engin söfn frá Noregi. Enginn vafi leikur á að sýn- ing sem þessi gefur íslenzkum ungl- ingum gott tækifæri til þess að sjá hvernig unglingar annarsstaðar á Norðurlöndunum safna fiímerkjum og um leið draga lærdóm af. Þess vegna eru unglingasýningai’ ákjósan- legar og gagnlegar fyrh' frímerkja- söfnun enda eru það unglingarnir sem verða að taka við af okkur sem fullorðnir erum orðnir og jafnvel gamlir, ef söfnunin á ekki að lognast út af. I sannleika sagt er endurnýjun safnara einmitt orðin nokkurt vanda- mál, ekki síður hjá frændum voium á Norðurlöndum en okkur sjálfum. í tengslum við sýninguna verður haldin spurningakeppni unglinga um ft-ímerkjafræði. Verður keppt í þriggja manna liðum, einu fi’á hverju þátttökulandi. Viðfangsefnið verður frírnerkjaefni sem tengist höfuðborg- um Norðurlanda. Á liðnum sýningum hafa íslenzkir unglingar staðið sig vel og í nokkur skipti borið sigur úr být- um. Spurningakeppnin nýtur styrks Norrænu æskulýðsnefndaiinnai'. Hin frímerkjasýningin er af öðrum toga. Er hún haldin í samstarfi við þýzk samtök safnara norrænna frí- merkja sem starfa innan þýzka lands- sambandsins. Allt sýningarefnið varðar fsland og íslenzka frímerkja- fi'æði. Nokkur söfn þýzkra safnara hafa áðui' sézt á sýningum hérlendis en nú gefst kjörið tækfæri fyrir okkur að sjá söfn sem hafa ekki áður verið sýnd hér. Þar sem viðbúið er að ekki gefist annað tækifæri um lengri tíma til að sjá sum þessara safna a.m.k. eru þeir sem áhuga hafa á íslenzku frí- merkjaefni hvattir til að skoða söfn Þjóðverjanna. Þessi sýning nefnist DIEX 2000. íslenzkir dómarar og einn þýzkur dæmir þessa sýningu. ís- lenzkir safnarar taka einnig þátt í sýningunni en tölu þeirra hef ég ekki á reiðum höndum. Á þessari sýningu verður ennfrem- ur sýnt frímerkjaefni úr Þjóðskjala- safni íslands og eins úr Frímerkja- og póstsögusafninu og úr því safni einnig tillöguteikningai' að frímerkjum. Pósthús verður starfrækt á Kjar- valsstöðum þessa sýningardaga, bæði á vegum íslandspósts hf. og færeysku póststjómarinnar. Auk þess verða þarna nokkrir básar frímerkjakaup- manna. Sýningamar verða opnar almenn- ingi kl. 18 til 20 fimmtudaginn 27. júlí, NomJunex DIEX Sýningarstimplar Islandspósts hf. dagana 27.- 30. júlí. kl. 13 til 19 fostudaginn 28. júlí, kl. 10 til 19 laugardaginn 29. júlí og kl. 10 til 16 á sunnudeginum 30. júlí. Sýningamefnd vill vekja sérstaka athygli á að lokað verðm' kl. 16 eða klukkan fjögur á sunnudeginum. Er það gert til þess að unnt sé að taka sýningarefni niður og ganga frá sýn- ingarstaðnum þann daginn. Jafn- framt era erlendu sýnendumir hafðir í huga því að þeir vilja trúlega halda sem fyrst heim að lokinni sýningu. Frímerkj asýningar og gildi þeirra fyrir safnara Fi-ímerkjasýningar hafa um langt árabil verið einn þáttur af mörgum sem efla áhuga manna á þessari tómstundaiðju, frímerkjasöfnun, sem margir vilja kalla konung tómstund- anna. í upphafi vora þessar sýningar öragglega haldnar til þess að kynna hverju mætti safna og um leið hvernig bezt færi á því að setja upp frímerkja- söfn. Þannig gátu þeir sem styttra vora komnir í söfnun sinni dregið lær- dóm af reynslu annarra og notfært sér hana og þær hugmyndir sem hlutu að vakna við að skoða vönduð og nákvæm söfn. Svo var farið að dæma söfn og veita þeim verðlaun. Fóra þau eftir ákveðinni stigagjöf þar sem tek- ið var tillit til margra þátta eins og safnarar kannast mætavel við. Vafa- laust hefur sú hugsun legið hér að baki í upphafi að örva safnara til þátt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.