Morgunblaðið - 06.07.2000, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 06.07.2000, Qupperneq 70
70 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Eigendur oneoone standa fyrir uppákomum og sýningum í hverjum mánuði tír þrívíddarverkinu Nirvana (1996-97) eftir Mariko Mori. Geim-geisja Stúlka í hálfgerðu reiðileysi í neðan- jarðarlest klædd silfurlituðum bún- ingi að gefa torræðar skipanir til einhvers að handan eða hafmeyja sem sést bregða fyrir hvað eftir ann- að á strönd sem er full af venjulegu fólki í baðfötum. Þetta eru dæmig- erð verk eftir japönsku listakonuna Mariko Mori en það má segja að hún vinni alltaf að einhverju leyti með mörk þess raunverulega og óraun- verulega í list sinni. Verk hennar eru flest ljósmyndir eða hreyfí- myndir (video) enda er það tækni sem hentar verkum hennar mjög vel því með þeim nær hún bæði að vinna með raunverulegar aðstæður úr sínu daglega lífi sem hún tengir sín- um hugarheimi sem oftar en ekki er unninn í tölvu. A síðustu árum hafa austurlensk- ir listamenn flætt inn í vestrænan listheim með sinn ótrúlega bak- grunn og menningu sem er svo ólík- ur okkar hinna hér í vestri. Lista- menn á borð við Takashi Murakami sem vinnur útfrá hálfsjúkum hugar- heimi karlmanna með smágerðum Managa teiknimyndafígúrum sínum sem eiga allar sinn sérstaka stað í lífi flestra japanskra karlmanna. Svo er það andstæðan en það eru þeir sem vinna með þetta austur- lenska „eliment", leita inn á við. Dæmi um það eru verk kínverska málarans Qiu Shi Hua sem eru alltaf á mörkum þess sýnilega og ósýni- lega. Mariko Mori hefur á síðustu árum unnið með þennan sér japanska hugarheim sem tengist hefðbundn- um austurlenskum hugmyndum eins og te-serimóníu japana, hug- myndum um „nirvana“ eða himna- ríki og svo hið ótrúlega neyslusam- félag austurlanda. Verk hennar eru alltaf einhvers konar framtíðarsýn eða þá hennar sérstaka sýn á goð- sögulegan heim fortíðar. Með verki sínu Nirvana frá 1997, sem er gert með þrívíðri kvik- myndatækni, nær hún að kalla fram hjá áhorfandanum ótrúlegustu skynjanir. I því verki var fólki hleypt inn í salinn í tíu manna hóp- um og allir náttúrulega með gler- augun klassísku. Þegar þeir koma inn sjá þeir fyrir framan sig fljúg- andi veru, nk. geim-geisju sem svíf: ur í lausu lofti yfir lótusblómi. í kringum hana flögra litlar geim- fígúrur sem svífa í hálfgerðum sápu- kúlum og spila á hljóðfæri. Geisjan gefur þeim einhvers konar skipanir og þeir skjótast fram og til baka í kringum áhorfendur en í fjarska er raunverulegur sjóndeildarhringur. Að lokum skjótast verurnar út í buskann og geisjan með og áhorf- endur eru skildir eftir niðri á jörð- inni og muna allt í einu aftur að þeir eru á myndlistarsýningu. Með þessu verki sýndi hún fram á að þrívíð kvikmyndatækni er ekki alveg búinn að syngja sitt síðasta og hentar jafnvel betur í myndlist en í kvikmyndum. Þessi persónulega nálgun við áhorfandann er nokkuð sérstök því með þessari tækni myndar áhorfandinn og listaverkið tengsl sem listamenn eiga oft í erfíð- leikum með að ná. I verkum Mariko má finna eitt- hvað spennandi því í þeim er hægt að sjá framtíðina byggða á hug- myndalegum grunni fortíðar. Ys og læti í Austurstræti í BAKHIÍSI á miðjum Laugavegin- um er að finna grámálað hús þar sem hugsjónafólkið Anna María Helgadóttir og Rui Pedro Andersen reka tískuvöruverslun og halda myndlistarsýningar. Frá því starfsemin hófst hafa margar spennandi og nýstárlegar sýningar og uppákomur verið settar upp, því þótt húsrúm sé takmarkað er hugmyndaflæðið það ekki. Nýjasta verkefnið nær samt út fyrir veggi hússins, alla leið niður í Austurstræti. Hugmyndin er stór í sniðum, nefnilega að tyrfa allt strætið og færa náttúruna inn í mal- bikunarsamfélag Reykjavikur. Ólaf- ur Eh'asson, íslenskur listamaður búsettur í Berlín, hefur verið að vinna með þessa hugmynd um nokk- urt skeið og langar nú að heimfæra hana á fóstuijörðina. Öll tilskilin leyfí hafa fengist og nú er verið að ganga frá síðustu lausu endunum. Þegar iðagrænt grasið tekur að spretta verður lokað fyrir bflaum- ferð og göngugatan fyrrverandi fær hlutverk sitt að nýju um það þriggja vikna skeið sem sýningin stendur yfir. oneoone verður til Anna María og Rui höfðu verið búsett lengi erlendis áður en þau fluttu alkomin til Islands og fóru að setja mark sitt á íslenskt menning- arlandslag. Þegar þau hjónakorn eru spurð um tilkomu búðarinnar/ sýningarsalarins oneoone er Anna María fljót til svars, „okkur fannst vanta nokkurs konar miðstöð fyrir ungt fólk þar sem það gæti skapað eitthvað, séð verk annarra, átt sér stað þar sem eitthvað er alltaf í gangi.“ Rui grípur setninguna á lofti og heldur áfram „svona sterkt svæði sem væri heimili fyrir alls konar hönnun, húsgagnahönnun, bækur, tónlist og bara allan pakk- ann.“ Þau segjast hafa byrjað smátt og aðeins hluti hugmyndanna hafi enn sem komið er verið fram- kvæmdur og að ólgandi líflegt fjöl- listahús sé í framtíðardraumum þeirra. Auk almenns sýningahalds eru þau styrktaraðilar að tónleikahaldi einu sinni í mánuði þar sem ólfldr tónlistarmenn leika. Egill Tómas- son, sem er meðeigandi í oneoone, ber veg og vanda að skipulagningu tónleikanna. Þau reyna því eftir fremsta megni að virkja fólk í ólík- um listgreinum. En hvernig eru þeir sem sýna í listagallerfinu valdir? „Mmm“ segir Rui hugsandi og svarar svo „við veljum eiginlega bara eftir því hvað við sjáum listamennina gera og hvað okkur finnst flott.“ Anna Mar- ía tekur í sama streng, „eins til dæmis með Ráðhildi Ingadóttur. Við höfðum hitt hana nokkrum sinnum þar sem hún hafði sagt okkur frá því sem hún væri gera og lýsa verk- um sínum frá a-ö og við urðum gjör- samlega ástfangin af hugsuninni á bak við allt sem hún er að gera og yfir þægindin. Hönnun AsFour hópsins frá New York er gott dæmi um þetta, þau vinna hugmyndir sín- ar út frá sjónarhorni arkitekta fremur en hefðbundinnar fatahönn- unar. Bæði bolir og innkaupapokar eru jafnvel unnir út frá hringform- inu sem gerir það að verkum að „það getur orðið svolítið erfitt að ganga í fötunum." Anna María skell- ir upp úr og segir „við erum eigin- lega í viðskiptum sem eru engin við- skipti, það er ekkert hægt að selja listaverkin og varla fötin heldur. Við erum bara að reyna að spjara okkur og viljum bara hafa þetta svona og gætum ekkerí lifað öðru vísi.“ Þau segja að svona búðir/ gallerí geti gengið mjög vel, „ekki peningalega heldur hugsanalega.“ Rui kinkar kolli, klárar cappu- chino-bollann sinn og segir að lok- um „við viljum halda áfram að vera með rými til að sýna dót, hvort sem það eru föt eða listaverk enda er hvort tveggja hluti af lífsstfl fólks.“ Anna María og Rui eru óskaplega hamingjusöm með vinnuna, lífið og hvort annað. Það eina sem þau segj- ast mögulega geta kvaríað undan sé skortur á tíma til að gera allt sem þau langar til og framkvæma allar ótalmörgu hugmyndirnar sem spretta upp eins og gorkúlur á hverjum einasta degi. Morgunblaðið/Jim Smart Anna María og Rui í sýningarsal gallery oneoone. hvað það er yfirgripsmikið og merkilegt. Þetta er bara eitt dæmi um hvemig við veljum fólkið sem sýnir hjá okkur.“ Þegar þau em spurð hvort skipti meira máli, lífsspeki listamannsins eða verk hans er ekkert hik á þeirn og Rui svarar að bragði „lífsspekin er það eina sem skiptir máli, hugs- unin á bak við verkin. Við eram allt- af að vinna með einhver form og það er þessi hugsun á bak við form- in sem er aðalinntakið." Við emm komin að kjarna málsins og Anna María segir „maður getur ekki reiknað með að listamaðurinn komi fram með einhveija snilld í hvert einasta skipti. Nú er ég alls ekki að segja að það sé ekki gott sem þeir gera en hugsunin skiptir bara svo miklu meira máli en hið sjónræna. Við sýnum líka oft verk í þróun og jafnvel Iistamenn íþróun, einstak- linga þar sem snilldin skín í gegn.“ Formfesta og hugsjónir Fatnaðurinn f búðinni ber hug- myndum eigcndanna ljós merki. Formið er haft að leiðarljósi fram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.