Morgunblaðið - 06.07.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 06.07.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2000 71 ______________________________________________V FÓLKí FRÉTTUM Bimm! bamm! bonk! Morgunblaðið/Jón Svavarsson „Stomphópurinn gerir út á sjálfa lifsklukkuna, leikur sér með taktfast tif hennar ásamt öllum þeim um- hverfíshljóðum sem við verðum vör í amstri hversdagslífsins," segir Amar Eggert m.a. í dómnum. FJÖLLIST Stompsjning STOMP Sýning Stomp-hópsins í Háskóla- bíói, þriðjudaginn 4. júlí 2000. LISTFORMIÐ sem hinn svo- nefndi Stomp-hópur beitir fyiir sig sleppur undan flestum tilraunum til einfaldrar skilgreiningar. Er þetta leikrit? Steppdans? Sirkus? Ballett eða tónleikar? Tilraunasýrð áslátt- arlist? Einhvers konar sambland af öllu fyrrgreindu væri líklega skynsamlegasta svarið. Stomp-fyrirbærið varð til meðal breskra götulistamanna fyrir um tíu árum og hefur því vaxið fiskui' um hrygg síðan. Nú er svo komið að fjölmargir Stomp-hópar eru á ferð og flugi um allan heim árið um kring og nýtur sýningin sívaxandi vinsælda hjá ungum jafnt sem öldn- um. Enska orðið „stomp“ þýðir að stappa eða þramma og lýsir það nokkuð vel stemmningunni á svið- inu. Sýningin samanstendur af átta manns sem hoppa og hlaupa stans- laust um sviðið, berja og banka á tunnur og önnur ámóta hversdags- leg tól og skapa flóknar taktfléttur úr jafn ólíkum hlutum og plastpok- um, strákústum, dagblöðum og vöskum. Sýningin í Háskólabíó sem var sú fyrsta af átta hér á landi byrjaði með því að inn á sviðið labbaði lítt til hafður maður í hægðum sínum, íklæddur óárennilegum lörfum, og tók til við að sópa gólfið í rólegheit- um. Von bráðar komu félagar hans inn á sviðið einn af öðrum og fyrr en varði hóf hersingin að byggja upp samhæfða og taktfasta kústa- sinfóníu með miklum látum, óhljóð- um og hamagangi. Atriðið var óneitanlega tilkomumikil sjón og áhorfendur sem voru vel með á nót- unum hrópuðu og kölluðu. Framvinda sýningarinnar byggðist svo upp á stuttum atriðum þar sem reynt var í sífellu að finna nýjan og frumlegan flöt á því sem stomp-listin býður upp á. I einu at- riðinu var torkennilegum gúmmí- rörum beitt á dulúðugan og töfr- andi hátt og sátu áhorfendur andaktugir og gersamlega orðlaus- ir á meðan það atriði stóð yfir. Skemmtigildi sýningarinnar var ótvírætt og voru öll svið dekkuð í þeim málum. Til að mynda var einn dansarinn alltaf svolítið álkulegur og braut gjarnan upp atriði félaga sinna með óvæntum fíflaskap sem iðulega var úr takt við það sem var að gerast á sviðinu. Trúðurinn vakti mikla kátínu hjá fólki, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni, og var hlut- verk hans innan hópsins vel útfært. Aðal og inntak stomp er, eins og áður hefur komið fram, fyrst og fremst að skemmta, hrífa fólk með og skapa stemmningu. Eins og aðstandendur hópsins hafa lýst yf- ir: „Það er enginn djúpvitur sögu- þráður í gangi eða dulin pólítísk merking í sýningunni. Stomp er bara stomp.“ Áhersla var lögð á að fá áhorfendur með í fjörið og voru þeir látnir klappa og stappa í gríð og erg og létu þeir sér það vel lynda. Aðdráttarafl stomp felst einna helst í því að það er verið að vinna með hluti sem fólk kannast afar vel við úr eigin lífi. Hver hefur til dæmis ekki tekið nett trommu- sóló með hnífapörunum sínum að loknu vel heppnuðu uppvaski inni í eldhúsi? Listamennirnir á sviðinu voru líka hversdagslegir á að líta, íklæddir venjulegum fötum og eng- ar tilraunir voru gerðar til að hefja sig eitthvað upp eða taka sig of al- vai’lega. Stomp-hópurinn gerir út á sjálfa lífsklukkuna, leikur sér með takt- fast tif hennar ásamt öllum þeim umhverfishljóðum sem við verðum vör í amstri hversdagslífsins. Lífið. Það er leikur. Og það bara harla skemmtilegur oftast. Stomp- hópurinn heldur uppi reglubundn- um áminningum um þetta á næstu dögum með afar áhugaverðri en umfram allt skemmtilegri sýningu. Allir á Stomp! Arnar Eggert Thoroddsen Hvergi betra verð Kr.2.790,- Handryksuga Ryk og vatu Kæli- og frystiskápur F ramlengingasnúra 10 metra 7%. < Skráðu þig / vefklúhbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.