Morgunblaðið - 13.07.2000, Page 10

Morgunblaðið - 13.07.2000, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið tjón hjá æðarbændum víða um land í vor vegna ágangs hrafnsins Beitir grimmd og klókindum við ránið Ljósmynd/Árni Snæbjömsson Hrafninn gengur ekki vel um hreiður æðarkollunnar eins og sjá má. Ljósmynd/Ámi Snæbjörnsson Jóhann Pétur Ágústsson við skemmt hreiður í Engey. HRAFN olli miklum usla í æðar- varpi víða um land í vor, þegar varptími stóð sem hæst, og hafa margir æðarbændur orðið fyrir talsverðu tjóni af völdum hans. Einnig hefur hrafninn stundað rán á eggjum og hreiðrum annarra fugla en æðarkollunnar. Að sögn Árna Snæbjörnssonar, hlunnindaráunauts Bændasamtaka íslands, hefur verið óvenju mikið um hópamyndun hjá hrafninum í vor og ráðast hóparnir skipulega á æðarvarpið. Árni segir að bændur á Vesturlandi og Vestfjörðum hafi orðið verst úti í þessari ásókn hrafnsins. Hrafninn veldur gífur- legu tjóni að sögn Árna. „Hrafnarn- ir herja meira og minna allan sólar- hringinn og læra undir eins á byssufæri og aðrar varnir sem bændur beita. Þeir færa sig undan þeim sem reyna að veija varpið og það þyrfti eiginlega heilan her manna til þess að vera í varplönd- um og verjast," segir Árni. Beitir grimmd og klókindum við ránið Að sögn Árna eiga bændur erfið- ara með að verjast hrafninum þeg- ar hann ræðst á varpið í stórum hópum. Varplöndin séu sums staðar einnig svo víðfeðm að krummi geti alltaf komið sér undan þótt vakað sé yfir varpinu dag og nótt. „Hann beitir óskaplegri grimmd og klók- indum við þetta rán. Hópur hrafna ræðst á kolluna og flæmir hana af, rænir eggjum, rótar í hreiðrinu og sparkar jafnvel dúni út um allt,“ segir Árni. Arni segir hættu á því að kolla, sem ráðist hefur verið á, komi ekki aftur á sama varpstað næsta vor og eins fæli hrafnarnir frá fugla sem séu að leita sér að varpstað. Árásir hrafnsins valdi því tjóni bæði tíma- bundið og til lengri tíma litið. Þörf á samræmdum aðgerðum Að sögn Árna var æðarbændum og trúnaðarmönnum veiðistjóra áð- ur fyrr heimilt að nota svefnlyf til þess að fanga hrafninn en Ámi seg- ir að það sé oft eina ráðið sem gefist þegar ástandið sé sem verst. „I dag þarf að sækja um sérstakt leyfi til þess að nota svefnlyf. Það getur verið þungt í vöfum þar sem hrafn- inn kemur snögglega og leggst á varpið einsog plága. Nokkrar vikur tekur hins vegar að fá leyfi fyrir lyfinu, fáist slíkt leyfi á annað borð sem alls ekki er víst,“ segir Ámi. Að sögn Árna væri full þörf á samræmdum aðgerðum gegn hrafninum á stórum svæðum þar sem bændur hafa ekki bolmagn til að berjast við hrafninn hver í sínu horni. Árni segir að æðarbúskapur hafi að öðru leyti gengið vel í sumar, tíð- arfar hafi verið afar hagstætt og dúnnýting góð. Það mildi tjónið að einhverju leyti. Morgunblaðið sagði frá því fyrr í sumar að að hrafnar hefðu nánast gjöreytt æðarvarpi hjá Matthíasi Lýðssyni á Húsavík á Ströndum en fleiri bændur á Vestfjörðum hafa þurft að berjast við þennan vágest í varpinu. Jóhann Pétur Ágústsson, bóndi á Brjánslæk, nytjar æðar- varpið í Engey á Vatnsfirði en á undanförnum árum hefur ásókn hrafna í varpið aukist verulega og hefur varpið minnkað um 40 pró- sent að sögn Jóhanns. Jóhann segir að aldrei hafi verið jafn mikið um hrafn og í vor. „Hrafninn naut lið- sinnis arnar, sennilega geldfugls. Örninn steypir sér niður í varpið og kollurnar, sem eru óskaplega stressaðar yfir erninum, fara mikið af hreiðrunum. Þá fer hrafninn í flokkum á eftir og hreinsar upp. Hann tekur egg og krafsar upp allt hreiðrið og þegar veður eru misjöfn eyðileggst allur dúnn og fýkur burt,“ segir Jóhann. Hann segir að ekki hafi fengist leyfi til þess að svæfa hrafninn þar sem hætta þyki á örnum fækki einnig við það. Valdimar Gíslason á Mýrum í Dýrafirði varð fyrir miklum skaða af völdum hrafns í fyrravor en náði að Koma í veg fyrir annað eins í ár. „í vor tók ég það ráð að vaka yfir varpinu dag og nótt. Frá 4. maí til 20. júní vakti ég frá því klukkan fjögur ó nóttunni til klukkan átta á kvöldin og hélt hrafninum frá með skotum," segir Valdimar. Að sögn Valdimars taka tófa og minkur við þegar hrafninn hættir á kvöldin og sé þvíþörf á sólarhringsvakt við varpið. „Það er óhemjutjón að þurfa að leggja 700 vinnustundir í það að halda hrafninum frá varpinu," segir Valdimar. Hann segir að eina ráðið sem dugi gegn hrafninum sé svefnlyfið sem bændur fái ekki að nota nema gegn sérstöku leyfi en illa gangi að fá það leyfi. Aðspurður segir Valdi- mar að erninum stórfjölgi. „Menn þurfa ekki annað en að opna annað augað til þess að sjá að honum fer fjölgandi, allavega á þessum slóð- um. Algengt er að menn telji 50 hrafna í hóp. Þetta er vitur fugl og ef ekki má nota neitt nema skot gegn honum friðar hann sig sjálfur með sínu viti,“ segir Valdimar. Yill kaupa gamla Landsbankahúsið á Seyðisfírði GAMLA Landsbankaútibúið á Seyð- isfirði hefur verið til sölu í nokkra mánuði, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun bankanum nú hafa borist tilboð í húsið frá Sigur- jóni Sighvatssyni kvikmyndafram- leiðanda. Stefnt er að því að ganga formlega frá kaupsamningnum á næstu vikum, en söluverð hússins hefur ekki fengist gefið upp. Húsið, sem er tæpir 200 fermetrar og stendur við Oddagötu 6 á Seyðis- firði, var reist árið 1898 og á sér ríka sögu. Það var íyrst í eigu Kristjáns Hallgrímssonar veitingamanns en hann rak þar Hótel Seyðisfjord til ársins 1907 er Þorsteinn Jónsson út- gerðarmaður keypti húsið og breytti nafni hótelsins í Hótel Bifröst. Þor- steinn rak hótelið allt til ársins 1920 er hann seldi það Kristjáni Krist- jánssyni lækni, en hann bjó í húsinu til dauðadags. Árið 1930 eignaðist Islandsbanki húsið, en sama ár varð hann gjaldþrota og þá tók Útvegs- bankinn við. Hann starfaði í húsinu allt þar til Landsbankinn yfirtók rekstur hans árið 1981. Ljósmynd/Hallgrímur Einarsson Gamla Landsbankahúsið var byggt árið 1898 og fyrstu áratugina fór fram hótelrekstur í húsinu. Nýr prestur í Raufar- hafnarprestakalli SAMKVÆMT fréttum frá Biskups- stofu var Arna Ýrr Sigurðardóttir guðfræðingur einróma valin næsti sóknarprestur Raufarhafnarpresta- kalls. Valnefnd kom saman í fyrradag en hún var skipuð fimm einstaklingum auk sr. Bolla Gústavssonar, vígslu- biskups á Hólum í Hjaltadal, og sr. Péturs Þórarinssonar, prófasts og sóknarprests í Laufási. Árna Ýrr var eini umsækjandinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Við afhendinguna í flugskýli Landhelgisgæslunnar í gær. Friðrik Sigurbergsson, Vilbergur Magnús Óskarsson, Jóhannes Pálmason, Páll Halldórsson, Friðrik Arngrímsson, Eiríkur Tómasson og Hjörtur Gíslason. N ýtt lækningatæki til Landhelgisgæslunnar LANDSSAMBAND íslenskra út- gerðarmanna færði í gær þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar fjölhæft lækningatæki að gjöf. Tækið er 1.650.000 króna virði og mun leysa af hólmi tvö önnur tæki sem þyrlu- sveitin hefur notast við. Að sögn Friðriks Sigurbergsson- ar, læknis hjá þyrlusveitinni, er þarna um að ræða mjög fullkomið og öflugt tæki sem hefur marga notkunarmöguleika. „Tækið get.um við notað til þess að fylgjast með lífsmörkum sjúklings, svo sem hjartslætti, blóðþrýstingi og mett- un súrefnis í blóðinu. Auk þess er þetta hjartastuðtæki og hjarta- gangráður ef um hjartatruflanir er að ræða. Tækið getur einnig tekið hjartalínurit af sjúklingi og ætti í framtíðinni að gefa okkur mögu- leika á bættri meðferð við krans- æðastíflu," segir Friðrik. Að sögn Friðriks er þetta önnur gjöfin sem þyrlusveitin hefur feng- ið í ár en fyrr á árinu gáfu Lands- samtök hjartasjúklinga og Rauði krossinn sveitinni öndunarvél. „Við á þyrluvaktinni erum geysilega þakklátir fyrir þessar gjafir. Þær létta okkur mikið alla vinnu og uin- önnun og auka einnig öryggi sjúkl- inga,“ segir Friðrik. Eldur í jarðýtu ELDUR kom upp í jarðýtu í Ása- hreppi, Rangárvallasýslu, í fyrra- dag í landi Sumarliðabæjar. Stjómandi ýtunnar var að vinna við vegagerð þegar eldurinn kviknaði í vélarrýminu og átti hann fótum sínum fjör að launa. Jarðýtan var alelda þegai- slökkvilið og lögregla af Hvolsvelli komu á staðinn og er talin mikið skemmd. Líklegt þykh' að eldurinn hafi kviknað út frá raf- magni. Ýtan vai' í eigu Slitlags ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.