Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 15 AKUREYRI Halldór Blöndal, forseti Alþingis, opnaði Samgöngusafnið á Ystafelli í Köldukinn Merkur áfangi í sam- göngutækjasögunni Mývatnssveit. Morgunblaðið. VEGFARENDUR um Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu hafa lengi blínt á heimatúnið hjá Ystafelli, þar sem áratugum saman hefur líkt og sprottið úr grasi fjöldi gamalla bíla og vinnuvéla sem eiga það eitt sam- eiginlegt að hafa lokið hlutverkum sínum. Viðbrögð vegfarenda hafa verið misjöfn og margir hafa hneykslast á þeirri söfnun sem þarna hefur átt sér stað. Hinir eru þó til og þeim fer fjölgandi sem litið hafa með virðingu til þessarar söfnunar. Alkunn er sag- an af fombílaklúbbi á förnum vegi. Er sagt að lestin hafi numið staðar hjá Ystafelh en ökumenn farið úr bíl- unum, kropið í vegkantinum og gert bæn sína í hljóðri þökk fyrir það merkilega söfnunarstarf sem Ingólf- ur Kristjánsson og fjölskylda hans hafa þama innt af hendi af hugsjón eða ástríðu nema hvorttveggja sé. Það var 1946 sem Kristbjörg Jóns- dóttir og Ingólfur Kristjánsson flutt- ust norður til búsetu á föðurleifð hennar, Ystafelli. Þá höfðu þau með sér Dodge Carry AU 4x4 árgerð 1940 en þessi bfll er nú sýndur ásamt fjölda annarra vélfáka, sem áður vöktu athygli fyrir notagildi sitt og glæsileik, en nú vegna ótvíræðs gild- is fyrir samgöngusögu Islendinga. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði þegar hann opnaði Samgöngu- safnið á Ystafelli. „Þar var gestrisni og höfðingsskapur í öfugu hlutfalli við efni.“ Halldór, sem manna mest hefur stuðlað að því að gera þetta glæsflega safn að veruleika þakkaði sérstaklega stuðning Alþingis, Kís- ilgúrsjóðs, bflaumboða og fjölda sjálfboðaliða. Að lokinni ræðu sinni klippti Halldór Blöndal á borða sem tákn þess að Samgönguminjasafnið Ystafelli væri opnað. Oskar Péturs- son söng nokkur lög við undirleik Daníels Þorsteinssonar. Glæsilegur pallbíll, Ford TT1929, stóð klyfjaður veitingum á miðju salargólfi, en tert- Morgunblaðið/Helgi Jónsson Magnús Eiríksson, KK og Guðmundur Pétursson spiluðu fyrir áhorf- endur á leik Leifturs og Sedan í Evrópukeppninni í knattspyrnu um síð- ustu helgi og lífguðu heldur betur upp á stemmninguna. Vel hepgnuð blús- hátíð í Ólafsfirði Ólafsfirði. Morgunblaðið. BLÚSHÁTÍÐIN, sem haldin var í Ólafsfirði í síðustu viku, tókst mjög vel í alla staði og fór aðsóknin á há- tíðina fram úr vonum bjartsýnustu manna. Hátíðin hófst sl. fimmtudag en á föstudags- og laugardagskvöld voru tónleikar í Félagsheimilinu Tjarnarborg. Um 120 manns voru á fyrri tón- „Heitur“ fímmtudagur Á „TUBORGDJASSI nr. 3“ á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld kl. 21.30 leikur splunku- nýr djasskvartett á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Kvart- ettinn heitir Jazzkvartettinn Blanda, blöndunafnið er til komið þar sem tveir djassleik- arar frá Akureyri, Stefán Ing- ólfsson bassaleikari og Bene- dikt Brynleifsson trommu- leikari, mæta tveimur djass- kunningjum frá Reykjavík, Kjartani Valdimarssyni píanó- leikara og Birki Frey Matthías- syni trompetleikara. Efnis- skráin samanstendur af sí- gildum og léttum djasslögum ásamt verkum eftir yngri höf- unda. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Fólki er bent á að koma tím- anlega til að ná í sæti. Hljómsveítm eínn & sjötíu skernmtír fímmtudags-, föstudags- og Laugardagskvöld ur og kaffi var framreitt í myndar- legri setustofu safnsins. Það var 30. júlí 1998 sem Jarðverk í Nesi hóf að grafa fyrir húsi því sem nú er fullbúið og hýsir sýningarhluta safnsins. Byggingin er finnskt stálgiindarhús frá Hauki Haukssyni 640 m2 að stærð, einangrað, klætt og málað allt innan. Glæsilegt hús. Heildarkostnaður um 13 milljónir króna. Víst er að marga mun fýsa að berja augum þá eðalvagna sem sest hafa að á Ystafelli í gegnum tíðina og einhver ftnnur þar eflaust gamlan kunningja. Safnið verður opið framvegis alla daga. Morgunblaðið/B HF Halldór Blöndal opnar safnið með táknrænum hætti. Kristbjörg, Ingólf- ur og Sverrir hlýða á mál hans. Fjölskylduhátíð í Hrísey HRISEYINGAR standa fyrir Fjöl- skylduhátíð fullveldisins dagana 14.-16. júlí og er þetta í fjórða sinn sem þeir standa fyrir slíkri hátíð. Að sögn Péturs Bolla Jóhannesson- ar, sveitarstjóra í Hrísey, verður mikið um að vera fyrir alla aldurs- hópa. Meðal nýjunga er Hríseyjar- hlaup, sem er víðavangshlaup í náttúrulegu umhverfi eyjarinnar. „Við segjum alltaf að þetta sé fjölskylduhátíð með stóru effi. Við leggjum áherslu á að hér sé eitt- hvað í boði fyrir alla aldurshópa, en strax á föstudagskvöldið verður diskótek fyrir yngri kynslóðina. Um helgina mætir svo Skralli trúður og haldin verður söngvarakeppni fyrir börn og eldri. Fyrir þá fullorðnu mæta listamenn á borð við Guðrúnu Gunnarsdóttur, Valgeir Skagfjörð, Miehael Jón Clarke og Hallgrím Helgason, auk þess sem PKK leik- ur fyrir aansi,“ sagði Pétur Bolli. „I ár ætlum við bjóða upp á Hrís- eyjarhlaupið 2000. Það er víða- vangshlaup og er bæði hægt að hlaupa 3,5 og 6,5 km. Hlaupið verð- ur á slóðum og göngustígum hér í eyjunni svo ég ímynda mér að þetta sé ágætis þolraun fyrir hlauparana. Með því að hafa þetta daginn eftir Akureyrarmaraþonið ímyndum við okkur að einhverjir geti komið hingað og hlaupið úr sér þreytuna," sagði Pétur Bolli. Að sögn Péturs Bolla mættu um 2000 manns á fjölskylduhátíðina á síðasta ári og vonast Hríseyingar eftir öðru eins í ár. Að hans sögn er mikið um að menn tjaldi en einnig er boðið upp á svefnpokagistingu í grunnskólanum. „Brottfluttir Hrís- eyingar hafa verið fjölmennir hér á hátíðinni undanfarin ár. Þeir hafa notað tækifærið og haldið ættarmót í tengslum við hátíðina,“ sagði Pét- ur Bolli. Útsalan er hafin leikunum en vel á fjórða hundrað manns á laugardagskvöldinu. Húsið var þá gjörsamlega troðfullt út úr dyrum og stemmningin hreint frá- bær. Voru menn sammála um að þetta kvöld yrði lengi í minnum haft. Auk þessara tónlcika var haldið úti útvarpsstöð í Ólafsfirði, golfmót var haldið á laugardegin- um og þá fór einnig fram Evrópu- leikur Leifturs og franska liðsins Sedan í knattspyrnu. Einnig var útimarkaður, útigrill og svokallað verkstæði, þar sem KK og Guð- mundur Pétursson kenndu áhuga- sömum undirstöðuatriði á gítar. Tónlistarfólkið var allt mjög ánægt með þessa blúshátíð og von- ast allir til að hún hafi fest sig í sessi, enda er afráðið að önnur há- tíð verði haldin í júlí á næsta ári. 40% afsláttur BLUES kringlunni ' -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.