Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 16

Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Borgar stj órinn í Paimpol á Fáskrúðsfírði Fáskrúðsfirði - Borgarstjórinn í Paimpol í Frakklandi, frú Paulette Capri, heimsótti Fáskrúðsfjörð á dögunum á vegum Reykjavíkur - menningarborgar 2000. Borgarstjór- inn kom til Islands í tengslum við siglingakeppnina Paimpol-Reykja- vík-Paimpol. Hún skoðaði grafreit franskra sjómanna og minjar tengd- ar Frökkum á Fáskrúðsíirði undir leiðsögn sveitarstjórans, Steinþórs Péturssonar. Þá var sýningin „Fi-ansmenn á íslandi" heimsótt. Albert Eiríksson, forstöðumaður sýningarinnar, hélt stutt erindi um frönsku sjómennina. Borgarstjórinn þakkaði höfðinglegar móttökur, en sagði að erfitt væri að ímynda sér erfiðleika skútusjómannanna á þess- um degi, þegar Fáskrúðsfjörður skartaði sínu fegursta. Vissulega væri saga þeiira Frökkum þó ákaf- lega hugleikin og lýsti hún sérstakri ánægju með að nú hefði verið sett upp sýning til að minnast þessa merka þáttar í samskiptasögu land- anna. „Eins og frá er greint í bók Elínar Pálmadóttur, „Fransí Biskví“, munu um 4.000 skútusjómenn hafa farist á 80 ára blómatíma veiðanna við Is- landsstrendur. I hinum hrikalegu mannlegu örlögum sjómannanna er falin stórbrotin saga, sem ekki er öll- um kunn,“ sagði Albert Eiríksson. Frakkar hafa sýnt sýningunni mikinn áhuga og hefur hún verið mikil lyftistöng íyrir ferðamennsku á Fáskrúðsfirði frá því hún var opnuð í júní sl. Grágæsinni fjölgar Blönduósi - Undanfarin ár hefur grágaes ijölgað mikið á Blönduósi. Um ástæðuna eru ekki allir sammála en margir telja virkjun Blöndu vera eina höfuðástæðuna því með tilkomu virkunarinnar hefur vatnsyfírborð Blöndu verið stöðugt og varp grá- gæsa um Langadal allan misferst ekki af völdum flóða. Fólk er misjafnlega ánægt með íjölgun þessarar fuglategundar. Til að mynda eru eigendur grasnytja niðri við Blöndu ekkert yfír sig hrifnir því áhugi beggja dýrateg- undanna á grasi er næstum hinn sami. Grágæsirnar halda sig alltaf við árbakkann og oftast sem næst lögreglustöðinni eða Héraðshælinu. Ef menn nálgast þessa fugla með meiri hraða en þeir hafa áhuga á hvæsa þeir að gestum og láta þá vita hver það er sem ræður. Þó svo gæsin éti gras og hálkublettir geti myndast vegna gæsaskíts þykir nú langflest- um vænt um þessa fugla, sem koma með vorið og fara með haustið. Klæjar ykkur í iljarnar að komast í hitann? Þið verðið svöl í þessum... Slate-Slide sandalar Vandaðir sandalar úr leðri, fóðraðir með neoprene. Stamur gúmmísóli heldur þér á jörðinni. Kr. 6.990.- s&Columbia U D E YCTI SportswcarCompanyjt WMHm Bm IKll H ittH B ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ------- Skeifunni 19 - S. 568 1 717 - Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14 Keppendur í mótslok á Þingeyri. Fremsta röð frá vinstri: Vilhjálmur Hauksson, Grétar Hrafnsson, Ingvar Ingvarsson og Gunnar Guðjónsson. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Otri Sigurðsson, Auðunn Jónsson, Magnús Ver Magnússon, Svavar Már Einarsson, Unnar Garðarsson og Magnús Magnússon. Magnús Ver Magnússon V estfj arðavíkingur ARLEGA aflraunamótið Vestfjarða- víkingur var haldið um síðustu helgi á nokkrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum. Keppendur voru tíu víðs vegar af landinu. Bæjarstjóri ísafjarðar, Halldór Halldórsson, setti mótið fyrir fyrstu keppnisgreinina, sem var í Neðsta- kaupstað á ísafirði. Hlaða átti fjór- um misþungum steinum upp á stór kefli í brjósthæð á sem skemmstum tíma. Magnús Ver Magnússon var öruggur sigurvegari í þessari grein, næstur kom Svavar Már Einarsson, Gunnar Guðjónsson og Auðunn Jónsson. Næstu tvær keppnisgreinar voru í eyjunni Vigur í Isafjarðardjúpi og var fyrri greinin svokallað Herkúles- arhald. Keppendur áttu að halda tveimur bobbíngum, en hvor um sig vó 130 kg með búnaði. Magnús Ver sigraði með 50,1 sekúndu og næstur var Gunnar með 41,36 og Auðunn með 39,8. Seinni greinin var hleðslu- grein og átti að hlaða nokkrum þungum hlutum upp í bát. Magnús Ver sigraði örugglega á 23,81 sek- úndu, næstur kom Svavar með 26,31 og Unnar Garðarsson með 27,04. Frá Vigur var haldið til Isafjarð- ar, en þar átti að keppa í dekkjaveltu á sjúkrahústúninu. Magnús Ver sigraði enn einu sinni á tímanum 27,45, annar varð Auðunn á 31,48, svo Svavar á 38,51. Gunnar Guðjóns- son meiddist í þessari grein og var ekki meira með þennan daginn, en hann hafði unnið keppnina árið á undan. Fimmta greinin var í Vestfjarða- göngunum og nú átti að lyfta stein- um upp fyrii- höfuð. Magnús Ver og Auðunn voru efstir og jafnir og lyftu báðir 123 kg. Svavar var svo næstur með 113 kg. Sjötta. greinin var á bryggjunni að Holti í Önundarfirði og þar átti að draga Hummer-bíl með reipi langa vegalengd. Magnús Ver vann þessa grein á 34,19 sekúndum, næstur kom Unnar á 35,06, svo Guðmundur Otri Sigurðsson á 41,64. Sjöunda greinin nefndist uxa- ganga og áttu keppendur að ganga með tvo gaskúta, alls 300 kg, á bakinu ákveðna vegalengd. Hér kom næstyngsti keppandinn Svavar á óvart og gekk 71,4 m, ann- ar var Gunnar með 65,6 m, Magnús Ver 57,2 m. I áttundu greininni var keppt á Þingeyri og nú átti að kasta 20 kg öl- kút yfir vegg. Hér urðu efstir og jafnir Magnús Ver og Auðunn og köstuðu báðir yfir 5,1 metra. Síðasta greinin fór einnig fram á Þingeyri og nú átti að draga rútu eft- ir aðalgötu bæjarins. Þessa grein vann Aðunn á 24,43 sekúndum, ann- ar varð Gunnar Guðjónsson á 24,52 sek. og þriðji Magnús Ver á 24,97 sek. Urslit urðu þessi: 1. Magnús Ver Magnússon 85 stig. 2. Auðunn Jónsson 69 stig. 3. Svavar Már Einarsson 60 stig. 4. -5. Gunnar Guðjónsson 51,5 stig. 4.-5. Unnar Garðarsson 51,5 stig. 6. Magnús Magnússon 45 stig. 7. Guðmundur O. Sigurðss. 40 stig. 8. Ingvar Ingvarsson 33,5 stig. 9. Vilhjálmur Hauksson 32 stig. 10. Grétar Hrafnsson 27,5 stig. Sr. Guðni Þór Olafsson blessar húsnæðið. Hjá honum standa Þorbergur Guðmundsson og Agnes Magnúsdóttir. eigandi Ísprjóns/Drífu, Kristinn Karlsson framleiðslusljóri á Hvammstanga og einnig alþing- ismennirnir Páll Pétursson og Hjálmar Jónsson. Að lokum flutti Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra ræðu og sagði það merki- lega staðreynd að á Hvammstanga væri ein fullkomnasta og trúlega stærsta prjónastofa í ullariðnaði í Norður-Evrópu. Lýsti hún mikilli ánægju með gang mála og óskaði stjórnendum, starfsfólki og eigend- um velfarnaðar í störfum. Ráðhcrra fékk að lokum það verkefni að sniða stykki í peysu sem hún gerði með dyggri aðstoð Elínar Líndal sem er kunnug saumaiðnaði úr sinni heimasveit. Var ráðherra síðan afhent peysa að gjöf sem þakklætisvottur fyrir komuna. Fjölmenni var við þessa athöfn og nutu allir góðra veitinga að henni lokinni. / Isprjón/ Ðrífa í nýtt húsnæði Hvammstanga - Um helgina var tekin formlega í notkun stórbygg- ing á Hvammstanga, en það hýsir sauma- og prjónastofuna Isprjón/ Drífu ehf. Húsið var reist á síðasta ári en það er stálgrindarbygging á einni hæð. Húsið er hannað og byggt af heimainönnum og var byggt. upp á um hálfu ári. Það er í eigu eignarhaldsfélags nokkurra aðila en leigt Íspiýóni/Drífu hf. Sr. Guðni Þór Olafsson prófastur flutti húsblessun með aðstoð tveggja starfsmanna Isprjóns/ Drífu. I máli Guðmundar Hauks Sigurðssonar, formanns eignar- haldsfélagsins, kom fram að Drífa hf. var stofnuð árið 1972 og er elsta saumastofa landsins. Fyrir nokkru var stofnað sérstakt félag um fram- leiðsluna, Isprjón ehf., en Drífa gerðist sölu- og markaðsaðili. Sagði Guðmundur frá ferli Isprjóns/ Drífu, m.a. frá kaupum á þrotabúi Foldu hf. á Akureyri. Þá töluðu Ágúst Eiríksson, aðal-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.