Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAUUK 13. JUL.1ZUUU MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Minningarathöfn í Srebrenica Indónesfa Yfirmað- ur hersins bendlaður við pen- ingafölsun Jakarta. AFP. FYRRVERANDI hershöfð- ingi í Indónesíu, sem hefur verið sakaður um aðild að pen- ingafölsun, sagði fyrir rétti í gær að yfirmaður indónesíska hersins hefði vitað af fölsun- inni og heimilað hana. Hershöfðinginn fyrrverandi, Ismail Putra, hefur verið sak- aður um að hafa falsað seðla að andvirði rúmar 160 milljónir króna og komið þeim í umferð. Putra sagði að Tyasno Sud- arto hershöfðingi, yflrmaður hersins, hefði heimilað að föls- uðu peningarnir yrðu notaðir til að styrkja stuðningsmenn Indónesíustjómar á Austur- Tímor í nokkra mánuði fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í landinu um sjálfstæði í fyrra. Sudarto var yfirmaður leyni- þjónustu hersins frá janúar á síðasta ári og gerður að yfir- manni hersins í nóvember. Hann er hlynntur stjórnmála- umbótum og vill að herinn gegni ekki pólitísku hlutverki í landinu. Hann er því tahnn vera í miklum metum hjá Abd- urrahman Wahid, fyrsta lýð- ræðislega kjöma forseta landsins. UM ÞRJÚ þúsund múslimar söfnuð- ust saman í borginni Srebrenica í Bosníu í fyrradag og minntust fjöldiimorða Serba á músiimum sem áttu sér stað í úthverfi borgar- innar, eins af sex griðasvæðum Sameinuðu þjóðanna, fyrir réttum fímm árum, án þess að friðar- gæslulið SÞ kæmi vömum við. Margir þeirra sem sóttu athöfnina misstu ættingja og ástvini í Srebr- enica og höfðu ekki komið til borg- arinnar sfðan 1995. Vom þeir sýni- lega yfirbugaðir af harmi. Alþjóða Rauði krossinn áætlaði að yfir 7000 manns væri saknað eft- ir árásina og skömmu síðar fundust fjöldagrafir 4000 manna. Mun fleiri fómst er þeir reyndu að flýja borg- ina og segja ættmenni þeirra að alls sé 10.000 manns saknað. Kofi Annan, framkvæmdasljóri SÞ, hefur sagt að hryllingurinn í Srebrenica muni aldrei gleymast. Viðræður Banda- ríkjanna og N-Kóreu skila litlum árangri Pyongyang ítrekar kröfur um skaðabætur Kuala Lumpur. AFP. NORÐUR-KÓREUMENN krefjast milljarðs Bandaríkjadala í skaða- bætur gegn því að þeir stöðvi út- flutning sinn á eldflaugum og tækni- búnaði tengdum eldflaugum að sögn háttsetts fulltrúa n-kóreska utanrík- isráðuneytisins í gær. Jang Chang Chon, yfirmaður Bandaríkjadeildar ráðuneytisins, sagði að í þriggja daga löngum samningaviðræðum Bandaríkjamanna og n-kóreskra stjórnvalda um afvopnunarmál, sem lauk í Kuala Lumpur í gær, hafi megináherslan verið lögð á eld- flaugaframleiðslu N-Kóreumanna og að afstaða N-Kóreu sé sú að Bandaríkjunum beri að bæta skað- ann sem hlýst af ef útflutningi sé hætt. „Við höfum upplýst Bandaríkja- menn um að við erum reiðubúnir að halda viðræðum áfram gegn því skil- yrði að þeir séu reiðubúnir að gera pólitískar og efnahagslegar tilslak- anir,“ sagði Jang við fréttamenn. „Það er okkar skoðun að Bandaríkin eigi að bjóða fram skaðabætur og við leggjum til að þær hljóði upp á einn milljarð Bandaríkjadala.“ Bandaríkjamenn lýstu því hins vegar yfir í gær að þeir væni mót- fallnir því að greiða N-Kóreu skaða- bætur gegn því að hætta útflutningi eldíiauga. „N-Kóreumenn eiga ekki að hljóta skaðabætur fyrir að hætta að gera það sem þeir ættu ekki vera að gera,“ sagði Robert Einhorn, sem fer fyrir bandarísku sendinefndinni í Kuala Lumpur. Og meiri skaðabóta er krafist Þá hótuðu n-kóresk stjórnvöld Bandaríkjunum því að þau myndu halda áfram framkvæmdum við kjarnorkuáætlun sína nema Banda- ríkin greiði fyrir það orkutap sem ella mun hljótast. „Bandaríkjunum ber að greiða skaðabætur út af raf- magnstapi vegna tafa við smíði létt- vatns kjarnaofnsins," sagði n-kór- eska fréttastofan KCNA. Sagði hún jafnframt að ef Bandaríkin myndu ekki fallast á þetta ættu stjórnvöld í Pyongyang engra annarra kosta völ en að hefja á ný framkvæmdir við kjarnorkuáætlanir sínar. Bandaríkin og N-Kórea náðu sam- komulagi árið 1994 um að Banda- í-íkjastjórn myndi greiða fyrir smíði tveggja kjamorkuvera gegn því að N-Kóreumenn láti af framkvæmdum við kjarnorkuáætlun sína en mikil hætta þótti á að skammt væri þar til stjórn Kim Jong-il hefði yfir að ráða nothæfum kjarnavopnum. Aðstoð Bandaríkjamanna var metin á um 4,6 milljarða Bandaríkjadala en þrátt fyrir gefin fyrirheit eru kjarn- orkuverin enn óreist. Heildsölubyrgðir: isflex s:588 4444
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.