Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ UTSALA Góðarvörur Mikill afslóttur Hverfisgötu 78, sími 552 8980 EIGNAMIÐIIMN StorfMiwnn: Swrir KriJlinsson ___________._____,........ lögfr. og lögg.fmteignosoli, skjalogerð. Slefón Hrofn Stefónsson Hollgeinson, sölumoður, Jóhonno Voldimorsdóttir, oug Steinorsdóttir, súnovorslo og öflun skjolo, Rokel Dógg .......... . Kjprton , Ingo Hannesdóttir, símovorslo og ritori, Olöf símovorslo og öflun skjolo. W Sími 5B« 9090 • Fax 58« 9095 • Síðumúla 2 1 Sérhæð óskast Fjársterkur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega 140-180 fm sérhæð í Hiíðunum eða vesturbænum. Staðgreiðsla í boði. 9616 „Penthouse“ - íbáð óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega „pentbouse'1 íbúð eða íbúð ofarlega í lyftublokk með útsýni. Stóreignir óskast Höfum verið beðnit um að útvega: 2500 - 3000 fm skrifstofúbyggingu (arvinnuhúsnæði). 4000-5000 fm skrifstofúbyggingu (atvinnuhúsnæði). Staðgreiðsla t boði. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir, Stefán Hrafn eða Óskar. Isfírskar stúlkur á saltfískslóðum TONLIST Háteigskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kórsöngvar frá ýmsum löndum. Stúlknakór Tónlistarskólans á Isafirði söng, meðleikari var Sigríður Ragnarsdóttir og stjórn- andi Margrét Geirsdóttir. Þriðjudag kl. 20.30. TÓNLISTARSKÓLINN á ísa- firði státar vafalítið af einum betri unglingakórum á landinu. Kórinn söng í Háteigskirkju á þriðjudags- kvöldið, en er nú farinn til Spánar til að syngja á kóramóti nærri Barcelona. Söngur kórsins var í heild skínandi fallegur, umfram allt klingjandi hreinn og tær og oft mjög htjómmikill. Það liggur mikil vinna að baki þeim árangri sem kór- inn hefur náð á þeim örfáu árum sem hann hefur starfað. Söngstjór- inn, Margrét Geirsdóttir, hefur unn- ið afbragðs gott starf. Efnisskráin á tónleikunum, væntanlega sú sama og sungin verður á Spáni, var mjög fjölbreytt bæði hvað varðar stíl og erfiðleikastig og sýndi mikla breidd í getu kórsins. Þetta litla samfélag vestur á fjörðum má vera stolt af stúlkunum sínum. Bestu lögin á efn- isskránni voru sérlega vel sungin og smekklega útfærð í músíkölskum tilþrifum. Negrasálmurinn Oh, Pet- er, go ring them bells var í þessum flokki og stúlkurnar sungu af mikilli innlifun og gleði viðlagið: „I heard from heaven today! Himnasam- bandið var ekki síðra í sálmi Þorkels Sigurbjörnssonar við bæn Kolbeins Tumasonar, Heyr himna smiður, sem var borið uppi af andagift. Þjóðlögin á efnisskránni voru meðal þess sem best var sungið. Þar má nefna sönginn frá Wales, Enn dvelur þú hjarta, Maríubæn frá Katalóníu og ítalska lagið Bella bimba. Lag Atla Heimis Sveinsson- ar, Kvæðið um fuglana, var ákaflega fallegt í flutningi kórsins, og var pantað sem aukalag af tónleikagest- um í tónleikalok. Þótt heildarsvipur söngs Unglingakórs Tónlistarskóla Isafjarðar hafi verið mjög fallegur var einu og öðru smálegu ábótavant. Framburður kórsins hefði í heild mátt vera skýrari. Betri framburð- ur hefði líka hjálpað til við að laga annað vandamál, linku eða slapp- leika í hendingalok, þar sem stund- um var eins og hendingarnar dyttu niður án þess að fá að lifa til enda. Góður framburður hjálpar til við að móta laglínurnar og gefur þeim líf sitt og lit. Markvissari öndun hefði líka hjálpað til við að laga þetta. Stundum var andað á kolómöguleg- um stöðum, eins og á milli orðanna „yfir“ og „boðaföllin" í lagi Pauls Simons við texta Ómars Ragnars- sonar, Brú yfir boðaföllin (Bridge Over Troubled Water). Þar hefði setningin sjálf: „brú yfir boðaföllin" átt að vera næg vísbending um að ekki mætti rjúfja „brúna“, þ.e. lag- línuhendinguna með algjörlega ónauðsynlegum andardrætti í miðri hendingu. Agallar í söng kórsins eru langt frá því að vera óyfirstíganlegir og með sömu ástundun og þeim skín- andi góða árangri sem náðst hefur á örfáum árum er engu að kvíða um framtíð hans. Bergþóra Jónsdóttir Bach í Breiðholts- kirkju FIMMTU tónleikar í tónleikaröð þar sem leikin verða öll orgelverk Bachs verða í Breiðholtskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Jörg E. Sonderman org- anisti leikur, en tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 250 ára ártíð Johanns Sebasti- ans Bach. A efnisskrá eru Prelúdía, Adagio og fúga í C-dúr (BWV 545/529), Fimm sálm- forleikir úr „Neumeister-Samml- ung“ O, Jesu, wie ist dein Gestalt (BWV 1094), Christe, der du bist Tag und Licht (BWV 1096), Aus tiefer Not schrei ich zu dir (BWV 1099), Allein zu dir, Herr Jesu Christ (BWV1100), Wir glauben alle an einen Gott (BWV 1098), Þrír sálmforleikir Wer nun den lieben Gott láBt walten (BWV 691,690, 691b), Partíta um sálma- lagið Wenn wir in höchsten Nöten sein (BWV Anhang 78), Kontra- punktar I, III, IV úr Kunst der Fuge (BWV 1080), Tokkata og fúga í d-moll (BWV 565) og Soli Deo Gloria. Jörg starfar sem organisti í Hveragerðis- og Kotstrandar- kirkju. Hann kennir einnig kór- stjórn og orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann hefur haldið tónleika víða, hér heima og erlend- is, og hefur lagt mesta áherslu á verk J.S. Bach í efnisvali sínu, jafnframt Max Regers og sam- tímamanna hans, auk verka núlif- andi tónskálda. Jörg E. Sondermann Morten Spanggaard gftarleikari og Lise Lotte Riisager mezzosópran. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju FIMMTUDAGINN 13. júlí nk. kl. 20:30 verða tónleikar í Sumartón- leikaröðinni í Stykkishólmskirkju. Þá kemur fram Ydun duo frá Danmörku, það eru þau Lise Lotte Riisager mezzosópran og Morten Spanggaard gítarleikari. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir dönsku tónskáldin P.E. Lange Miiller (1850-1926), Egil Harder (1954), Carl Nilsen (1865-1931) og einleiksverk fyrir gítar eftir Manuel de Falla (1876-1946). Lise Lotte Riisager stundaði nám við Nordjysk Musikkonservatorium í Álaborg í Danmörku, Tónlistarhá- skólann í Malmö í Svíþjóð og Det kongelige Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og frá þeim skóla lauk hún burtfararprófi árið 1999. Hún hefur stundað nám hjá Evy Bráhammar og Bodil Giimoes og tek- ið þátt í námskeiðum hjá Dorothy Irv- ing og Judith Bechmann. Lise Lotte Riisager hefur komið fram sem ein- söngvari við ýmis tækifæri, meðal annars við Den Jyske Opera í Árósum og Det Nye Teater í Kaupmannahöfn. Morten Spanggaard stundaði gít- arnám hjá Carlos Bonell í London 1996-1997 og hefur tekið þátt í nám- skeiðum hjá gítarleikaranum Pepe Romero og Aldo Lagnitta og einnig hjá píanóleikaranum George Hadjin- ikos. Árið 1998 lauk Morten Spang- gaard burtfararprófi frá Nordjysk Musikkonservatorium í Álaborg, en kennari hans þai- var Karl Petersen. Spanggaard hefur haldið tónleika víða um Danmörku, á Englandi og Grikklandi og tekið þátt í Tónlistar- hátíðinni í Schleswig-Holstein. Lise Lotte Riisager og Morten Spanggaard hafa unnið saman frá ár- inu 1992 undir heitinu Ydun duo. Eftir tónleikana í Stykkishólmi halda þau til Akureyrar og síðan til Seyðisfjarðar. Tónleikaferð þeirra er styrkt af Norræna menningarsjóðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.