Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 43
42 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 43 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BANDAMENN í HEIMSÓKN HEIMSÓKN Fastaflota Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til Reykjavíkur, sem staðið hefur í tæpa viku, minnir á hversu mikið gæfuspor það reyndist íslendingum að gerast aðUar að þessum samtökum árið 1949. Með því móti gafst lítilli þjóð tækifæri til að leggja sitt af mörkum til varðveislu þess sem dýrmætast er, varðveislu friðarins. Atlantshafsbandalagið hefur reynst réttnefnt friðarbandalag er tryggt hefur öryggi og hagsæld að- ildarríkja þess í rúm 50 ár. Saga síð- ustu alda geymir ekki mörg dæmi um slík friðarskeið í okkar heimshluta. Samstarf aðildarríkjanna, sem nú eru orðin 19 eftir inngöngu Póllands, Tékklands og Ungverjalands, hefur reynst heppilegasti vettvangurinn fyrir samráð á sviði öryggis- og varn- armála auk þess sem Atlantshafs- bandalagið hefur tryggt smærri ríkj- um áhrif á alþjóðavettvangi. Okkur Islendingum er hollt að minnast þess hversu jákvætt það hefur reynst þjóðinni að eiga sh'ka samvinnu við stærri ríki á jafnréttisgrundvelli. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu hefur tryggt íslensku þjóðinni áhrif langt umfram það sem stærð hennar hefði ella sagt fyrir um. Aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu hefur jafnan verið grundvölluð á þeirri hugsun að til samstarfsins hafi verið efnt í því skyni að tryggja friðinn. íslendingar hafa ávallt litið á NATO sem friðar- bandalag. Það mat hefur ekki breyst enda hefur sagan síðustu 50 árin tek- ið af allan vafa um að ráðlegt er að viðhalda tengslum við slíkt bandalag. Þau ánægjulegu umskipti sem orð- ið hafa í samskiptum austurs og vest- urs með endalokum kalda stríðsins breyta engu í þessu efni. Þótt íslend- ingar hafi líkt og aðrar þjóðir fagnað þeim ánægjulegu breytingum sem orðið hafa á þessu sviði alþjóðamála kennir reynslan að þörf er á viðbún- aði í ótryggum heimi. Með samstarfi við önnur aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins leitast Islendingar við að tryggja að sá viðbúnaður verði ávallt fallinn til að skapa sameigin- legt öryggi og þar með sameiginleg- an frið. Mikilvægari sameign geta þjóðir tæpast eignast. Heimsókn fastaflota NATO minnir einnig á að víða ríkir þtryggt ástand í okkar heimshluta. Óvissa ríkir um þróun mála í Rússlandi þótt vissu- lega veki vonir sú lýðræðisþróun sem þar hefur þrátt fyrir allt átt sér stað á síðustu árum. Atlantshafsbanda- lagið sá sig á sínum tíma tilneytt til að beita herafla sínum til að freista þess að binda enda á hörmungar á Balkanskaga. Þótt sú ákvörðun hafi verið umdeild verður því tæpast and- mælt að þessi afskipti NATO skiptu sköpum við að koma á þeim við- kvæma friði sem þar nú ríkir. Þátttöku Islands í varnarbanda- lagi lýðræðisríkjanna hefur þannig fylgt mun meiri þekking á málefnum þeirra svæða þar sem óvissa og óstöðugleiki hefur verið ríkjandi. An þess aðgangs sem aðildin að NATO veitir hefði verið mun erfiðara fyrir litla þjóð að leggja mat á þróun ým- issa mála í okkar heimshluta. Og við blasir að íslendingar hefðu á engan hátt getað haft áhrif á rás atburða hefðu þeir staðið utan þessa banda- lags. Jafnframt hefur NATO-aðildin orðið til að treysta samskipti við fjöl- mörg þeirra ríkja sem losnuðu undan áhrifum heimskommúnismans við hrun Sovétríkjanna og óska nú eftir samstarfi við rótgróin lýðræðisríki á fjölmörgum sviðum. Þegar horft er til sögu Atlants- hafsbandalagsins síðustu 50 árin er því ekki að undra að sífellt fleiri ríki óski eftir aðild að þessu einstaka samstarfi. Heimsókn fastaflota Atlantshafsbandalagsins til Reykja- víkur minnir því á það sem samstarf- ið á þessum vettvangi hefur fært Is- lendingum síðustu 50 árin um leið og hún staðfestir þann ásetning þjóðar- innar að gera áfram allt hvað hún getur til þess að tryggja friðinn ásamt vinaþjóðunum innan NATO. EFLUM FORVARNIR UPPLÝSINGARNAR sem fram koma í nýrri skýrslu um fíkni- efnamál á Islandi á árinu 1999 og greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær, eru ógnvænlegar. Fram kom í skýrslunni að lögreglan hefur aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á liðnu ári. Það hefur vissulega sínar jákvæðu hliðar, að lögreglan skuli hafa lagt hald á svo miklu meira magn af ólög- legum fíkniefnum í fyrra en árið 1998, en neikvæða hlið málsins er auðvitað sú, að svo miklu meira magn af efni, sem hald hefur verið lagt á, gefur sterkar vísbendingar um að aukið magn af ólöglegum fíkniefnum sé hér í umferð ogþar af leiðandi færist neysla ólöglegra fíkniefna í vöxt og fíkniefna- vandinn eykst að sama skapi. Meðal þess sem lesa má út úr nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um ástand þessara mála á síðasta ári er að alls komu upp 767 fíkniefnamál á landinu árið 1999, en á árinu 1998 voru málin 713, þannig að umtalsverð fjölgun mála var á milli ára. Það er skelfilegt til þess að vita, að um 550 ungmenni á aldrinum 17-24 ára skuli hafa verið handtekin í tengsl- um við fíkniefnamál á liðnu ári, en alls voru 890 einstaklingar handteknir. í miklum meirihluta handtekinna í þessum aldurshópi voru ungir karl- menn, eða um 480. Hefðbundnar lögregluaðgerðir geta að einhverju leyti takmarkað fram- boðið, en það er forvarnastarfið sem getur takmarkað eftirspurnina. Segir í skýrslunni að markmið lögreglu til framtíðar sé að beita forvörnum til að draga úr eftirspurn. Það er auðvitað sú leið sem fara verður - að efla for- varnir á öllum sviðum - annars mun þessi ógnvaldur æskunnar hafa betur í æ ríkara mæli. Unnið að undirbúningi unglingalandsmóts UMFI á Bíldudal, Tálknafírði og Patreksfirði Morgunblaðið/Helgi Bjamason Á Tálknafirði er góð íþróttaaðstaða. Sundlaugarsvæðið hefur verið endurbætt með þessari nýju vaðlaug og vatnsrennibraut. Gott gras á nýja íþróttavöllinn á Vatneyri á Patreksfirði fannst á Hnjóti í Örlygshöfn eftir nokkra leit. Brynjar Þór Þorsteinsson, Sigurður Viggósson og Skjöldur Pálmason eru ánægðir með árangurinn. Tilraun með íþrótta- og Qölskyldu- hátíð um verslunarmannahelgina Olympíuleikar unglinganna, unglinga- ---------------7---------------------- landsmót UMFI, verða haldnir á Bíldu- _____ / dal, Tálknafírði og Patreksfírði. I grein Helga Bjarnasonar kemur fram að mótið er tilraun til að halda íþróttahátíð um verslunarmannahelgina og í þeim tilgangi að standast hefðbundnum útihátíðum snúning er mótið gert að vímuefnalausri fjölskylduhátíð með fiölbreyttri dagskrá "fyrir unglingana. Unglingalandsmót Ung- mennafélags íslands verður haldið á vegum Héraðssambandsins Hrafna-Flóka á Bíldudal, Tálkna- firði og Patreksfirði um verslunar- mannahelgina, 4.-6. ágúst næst- komandi. Er mótið mikið verkefni fyrir fámennt byggðarlag en hefur þegar aukið samstöðu og hleypt lífi í ungmennafélagsstarfið og auk þess er vonast til að það verði til að kynna svæðið og auka ferðamanna- strauminn. Vegna mótsins hafa verið útbúnir nýir íþróttaveilir og gerðar lagfær- ingar á eldri völlum, sundlaug, golf- völlum og tjaldsvæði. Hafa mörg handtök verið unnin í sjálfboða- vinnu. Þá hefur verið unnið að fegr- un bæjanna á vegum sveitarfélag- anna og margir íbúar gert átak í viðhaldi húsa og umhirðu umhverfis síns. Hefur myndast ákveðin ólympíustemmning við undirbún- inginn á þessum þremur stöðum. Keppt í hafnabolta Ungmennalandsmót UMFÍ er minni útgáfa af hinum þekktu landsmótum ungmennafélaganna. Þau eru íyrir ungmenni á aldrinum 11 til 16 ára sem eru í röðum félaga innan Ungmennafélags íslands. Mótin eru haldin annað hvert ár og hefur UMFÍ haft áhuga á að gefa minni héraðssamböndunum kost á að spreyta sig við mótshaldið. Mótið á Vestfjörðum er hið fjórða í röð- inni, fyiri mót voru haldin á Dalvík, Blönduósi og í Grafarvogi í Reykja- vík. í þetta sinn verður keppt í átta íþróttagreinum: Fijálsum íþrótt- um, knattspymu, körfuknattleik, sundi, skák, glímu, golfi og hafna- bolta. Hafnaboltinn vekur athygli enda ekki áður verið keppt í honum. „Við vildum kynna nýja grein þar sem strákar og stelpur gætu verið sam- an,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri unglingalands- mótsins. Akveðin hefð er fyrir hafnabolta á þessum stöðum. Krakkarnir eru mikið í kýló á kvöld- in og nota við það alvöru hafna- boltahanska og kylfu. I keppninni á unglingalandsmótinu verða tólf manna lið og það skilyrði sett að helmingur sé af hvoru kyni og að minnsta kosti tveir foreldrar þar á meðal. „Þetta er skemmtilegur leik- ur og við viljum að fjölskyldan sé með,“ segir Valdimar um ástæður þess að keppt er í hafnabolta og með þeim skilyrðum sem sett eru. Undirbúningsnefndin kynnti íþrótt- ina með því að senda hanska og kylfú í alla grunnskóla landsins í vetur og segist Valdimar hafa orðið var við að það hafi víða haft tilætluð áhrif. Alþjóðleg stangarstökks- keppni á heimavelli Völu Að sögn Valdimai-s Gunnarsson- ar var íþróttaaðstaða á þessum stöðum frekar bágborin og þurfti því að gera mikið átak til að koma henni í viðunandi horf. Það var sam- dóma álit íþróttafélaganna innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka að byggja upp einn góðan írjáls- íþróttavöll. Völlurinn á Bíldudal varð íyrir vabnu. Þar hefur verið vagga fijálsíþróttanna í héraðinu og þaðan er Vala Flosadóttir stangar- stökkvari. Ákveðið var að leggja gerviefni á stökksvæðin, útbúa nýj- ar malarhlaupabrautir og snyrta umhverfið. Sveitarfélagið réð ekki við að leggja gerviefni á hlaupa- brautimar enda myndi kostnaður við það hlaupa á hundruðum millj- óna. Þrátt íyrir það er besta frjáls- íþróttaaðstaða á Vestfjörðum á vell- inum á Bíldudal, að sögn Brynjars Þórs Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra Héraðssambandsins Hrafna- Flóka(HHF). Auk fijálsíþróttakeppninnar verður á þessum velii alþjóðleg stangarstökkskeppni sem verður einn af hápunktum mótsins. Þórey Edda Elísdóttir og þrír erlendir gestir munu keppa við Völu Flosa- dóttur sem þama keppir í íyrsta skipti á heimavelli eftir að hún náði alþjóðlegum árangri. Mikill áhugi er fyrir þessari keppni á Bíldudal og sést það best á því að fyrirtæki og Útbúin hefur verið góður stangarstökksvöllur á Bfldu- dal, eins og Brynjar Þór Þor- steinsson sýnir hér. einstaklingar á staðnum greiða kostnaðinn við stangarstökks- keppnina. Stökkaðstöðuna á Bíldu- dal á síðan að nota til að kenna bömunum stangarstökk og koma fleirum í fremstu röð á því sviði. Völlur í hjarta bæjarins Á Tálknafirði er stórt íþróttahús og 25 metra löng útisundlaug. Þai- verður því keppt í sundi, körfubolta og öðmm inniíþróttum. Verið er að endurbæta þessa aðstöðu, meðal annars með því að setja upp vaðlaug og rennibraut við sundlaugina. Þá hefur verið gerður nýr grasvöllur við íþróttamiðstöðina. Loks er verið að útbúa ný tjaldsvæði enda verða aðaltjaldbúðir keppenda og gesta í Tálknafirði. Rútur verða í fórum á milli staðanna. Nýr grasvöliur hefur verið gerð- ur á Patreksfirði. Er hann á nýjum stað, á Vatneyri í hjarta bæjarins. Og við endann á veliinum er malar- völlur. Eldri íþróttavöllurinn er skammt fyrir utan þorpið. „Það hef- ur verið lengi í deiglunni að flytja völlinn en því var komið í verk nú vegna unglingalandsmótsins. Hér fáum við fallegt íþróttasvæði sem verður prýði fyrir bæinn. Iþrótta- starfið verður sýnilegt og styttra fyrir böm og unglinga að sækja,“ segir Skjöldui* Pálmason, formaður undirbúningsnefndar unglinga- landsmótsins. Knattspymukeppnin verður háð á báðum völlunum á Patreksfirði og einnig á Tálknafirði ef þörf krefur. Búast aðstandendur mótsins við mörgum knattspymuliðum þar sem mikill áhugi sé fyrir knattspymu um þessar mundir. Þá hafa verið gerðar lagfæringar á golfvöllunum á Patreksfirði og Bíldudal og bætt við brautum. Mikil sjálfboðavinna Mótið fer fram í tveimur sveitar- félögum, Vesturbyggð, þai- sem Patreksfjörður og Bfldudalur em stærstu staðimir, og á Tálknafirði. Kostnaður við framkvæmdir við íþróttamannvirkin á Patreksfirði og Bíldudal er áætlaður 18-20 miiljón- ir kr. Ríkið lagði fram 10 milljónir kr. og að auki um 2,5 milljónir vegna uppbyggingarinnar á Tálknafirði. Heimamenn hafa fjármagnað sinn hluta með sjálfboðavinnu og styrkj- um einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Að sögn Brynjars Þórs er þetta í fyrsta skipti sem fé fæst á fjárlögum til uppbyggingar íþróttamannvirkja vegna unglinga- landsmóts en sem kunnugt er hefur rfldssjóður að undanfömu stutt uppbyggingu íþróttavalla í tengsl- um við landsmót UMFÍ. Að sögn Valdimars Gunnarsson- ar er það átak sem gert er í upp- byggingu íþróttamannvirkja ein að- alástæðan fyrir því að þetta litla héraðssamband ákvað að sækjast eftir að halda mótið. „Við sáum möguleika til að efla ungmenna- og íþróttastarfið með því að taka mótið að okkur. Ungmennafélagsstarfið hefur verið ágætt hér en íþrótta- aðstaðan léleg. Tilgangur okkar er að efla starfið enn frekar,“ segir Sigurður Viggósson, formaður HHF. „Okkur langaði að ráðast í þetta mikla verkefni. Við þurfum að virkja marga til að undirbúa mótið og annast framkvæmd þess og það blæs lífi í starf félaganna og verður þannig lyftistöng fyrir íþróttastarf- ið á næstu árum,“ segir Valdimar. Sem dæmi um sjálfboðaliðsstarf- ið sem unnið hefur verið síðustu tvö árin má nefna að félagsmenn íþróttafélaganna hafa þökulagt nýju íþróttavellina og unnið mikið að uppbyggingu þeirra. Um versl- unarmannahelgina þarf 200 sjálf- boðaliða í ýmis störf við sjálft móts- haldið. Vonast Valdimai- tii að það takist því þá verða sjávarútvegsfyr- irtækin lokuð og sjómenn í landi. Flesta aðra daga sumarsins eru all- ir upp fyrii' haus í vinnu. „Það hefur myndast mikill samhugur meðal fólksins, fyrst við vallai’gerðina og nú við undirbúning mótsins. Stemmningin er miklu meiri en ef mótið væri haldið í stærri byggðar- lögum. Hér eru allh' meðvitaðir um það hvað er að gerast og taka þátt í undirbúningi með einum eða öðrum hætti. Það auðveldar undirbúning- inn og gerir hann skemmtilegri," segir Skjöldur. Tilraun sem fylgst er með Mótið í sumai' verður frábrugðið fyrri unglingalandsmótum að því leyti að það er haldið um verslunar- mannahelgina og að samhliða því er viðamikil skemmtidagskrá. Mótið er því sambland af íþróttahátíð og útihátíð fyrir alla fjölskylduna. Skjöldur segir að mikið sé um að vera á íþróttasviðinu allai’ helgar sumarsins og erfitt að setja upp mót. Flestir ættu frí um verslunar- mannahelgina enda hefði enginn treyst sér til að hafa íþróttakeppni í samkeppni við útihátíðir. „Við völd- um þessa helgi og vorum þó lengi í vafa. En þegar við fórum að vinna út frá þessari ákvörðun sáum við margt jákvætt við hana og að við yrðum að standa okkur í samkeppn- inni við útihátíðimar,“ segir Skjöld- ur. í þeim tilgangi var ákveðið að vanda tii dagskrár fyrir unglingana og fullorðna. Segir Valdimar að mótið hafi allt sem prýðir þessar tvær tegundir af hátíðum. Alþjóð- lega íþróttakeppni, tónleika, úti- dansleiki, götuleikhús, skotbakka, þrautabrautirj sjósport og fleira. Hljómsveitin I svörtum fötum verð- ur í aðalhlutverki í skemmtiþætti hátíðarinnar. Útvarpsstöð mótsins verður starfrækt af ungu fólki. Hún gegnh’ lykilhlutverki í upplýsinga- miðlun því mótið er haldið á þremur stöðum. Þekktir íþróttamenn verða á svæðinu, þekkt knattspymuhetja og hugsanlega einnig landsliðs- þjálfarinn í knattspymu, auk stang- arstökkvaranna. Sérstök áhersla er lögð á að há- tíðin verði án áfengis og annarra vímuefna. „Við höfum upp á allt að bjóða, nema vímuefnaneyslu,“ segir Skjöldur þegar hann er spurður um samkeppnina við útihátíðimar. Vímuvamarráð telui’ að hátíðin hafi það mikið forvamargildi að hún styrkir hana sem tilraun til að halda íþróttahátíð um verslunarmanna- helgina. Er vitað að margir fylgjast með og segir Valdimar að ef vel tekst til megi búast við að aðrir fylgi í kjölfai’ið og haldi uppbyggilegar hátíðir um þessa helgi sem þekkt hefur verið fyrir annað. Aðstandendur mótsins vonast til að á annað þúsund keppendur skrái sig til leiks og að fjölskyldumar komi með bömum sínum. Mótið er fjármagnað með keppnisgjöldum og styrkjum fyrirtækja og er frítt inn fyrir alla gesti. Allar forsendur til að vel takist til Stjómendur undirbúnings hafa heyrt það aðeins á fólki að því þyki langt að fara í Vesturbyggð og Tálknafjörð. „Það er alveg jafn langt í hina áttina. Við fóram með bömin á mót um allt land. En leiðin er í raun miklu styttri en margir ímynda sér og hún hefur styst vera- lega við vegagerð undanfarinna ára,“ segir Sigurður. Um 400 kfló- metrar era frá Reykjavík til Pat- reksfjarðar og Vegagerðin hefur tekið vel í að hafa vegina í lagi. Þá siglir Baldur frá Stykkishólmi til Brjánslækjar og íslandsflug flýgur til Bíldudals, þannig að ýmsir möguleikar eru á því að komast. „Það er mikilvægt fyrir ung- mennafélagsstarfið sem hefur átt undir högg að sækja víða á lands- byggðinni að vel takist til með þetta mót. Ég tel að allar forsendur séu til þess, aðstaðan er orðin góð og vand- að til alls undirbúnings. Og foreldr- amir hafa betri möguleika til að fylgja bömum sínum eftir þegar mótið er haldið um þessa helgi,“ segir Skjöldur Pálmason. Morgunblaðið/Ami Sæberg Tilraunir Steins hafa farið fram hjá Gróðrarstöðinni Mörk í Reykjavík. Pétur N. Ólason (t.v.) hefur verið Steini innan handar við verkefnið og Guðmundur Vemharðsson sem tekið hefur við rekstrinum. Stefnt að ræktun á norðlensku afburðabirki Hér sjást samskeyti græðlingsins og móðurplöntunnar. Steinn Kárason er hér við birkiplöntur sem plantað hefur verið í beð. Með því að velja stæltustu birkitrén til ræktunartilrauna stefnir Steinn Kára- son að því að fá fræ sem gefa munu af sér beinvaxið og fljótvaxið birki. KYNBÆTUR á birki, sem Steinn Kái-ason garð- yrkjufræðingur vinnur nú að, miða að því að til verði nýtt yrki, sem yrði bæði beinvaxnara og fljótvaxnara en náttúrulegt birki, eins konar af- burðabirki fyrir Norðurland að sögn Steins. Tilraunir hans að þessu verkefni hófust fyrir fjóruin árum og telur hann að önnur fjög- ur ár muni líða áður en hægt verður að hefja Ijöldaframleiðslu á fræi að hinu væntanlega yrki. „Verkið hófst með því að ég fór síðla vetrar árið 1996 í náttúru- legan birkiskóg og valdi ellefu fallegustu trén til undancldis og klippti af þeim greinar," segir Steinn. Móðurplöntum komið upp „Síðan vom greinamar grædd- ar á nýja rót í gróðurhúsi. Þetta grær saman og þannig er ég í raun kominn með bestu „folana" og „merarnar" úr skóginum í gróðurhús. Næst tek ég greinar af ágræðsluplöntunum til ágræðslu þar til tilteknum fjölda er náð sem telst viðunandi fyrir áframhaldið, sem er frærækt. Nú er fyrsta áfanga náð sem er að planta ágræðsluplöntunum út í beð en þar jafna þær sig og verða kynþroska og tekur sá áfangi tvö til fjögur ár. Þá eru þær teknar aftur í gróðurhús til frjóvgunar og þegar plönturnar hafa æxlast saman verður hægt að taka fræ af þeim til að hefja með fjöldafram- leiðslu." Tilraunin gengnr með öðrum orðum út á að rækta móðurplönt- ur fyrir þetta nýja yrki eða af- brigði og Steinn lýsir nánar næstu áfongum. „Nú er fjöldi móður- plantnanna nægur til að geta far- ið í næsta áfanga tilraunarinnar. Plönturnar verða úti í tvö til fjög- ur ár og að þeim tíma liðnum verða þær teknar aftur inn í gróð- urhús í einangrun. Ástæðan er sú að vorið kemur fyrr í gróðurliús- inu en úti, plönturnar blómstra fyrr og æxlast án þess að önnur tré komi við sögu en þessi úrvals- tré.“ Plöntur úr Geirmundar- hólaskógi Steinn valdi plöntur úr Geir- mundarhólaskógi i Hrollleifsdal, sem er skammt norðan við Hofs- ós, og segist hann vænta þess að útkoman verði smágreinótt af- burðabirki sem sé beinvaxið og fljótvaxið og henta myndi á Norð- urlandi þar sem er snjóþungt. Bendir Steinn á að birki þróist nokkuð út frá skilyrðum í hveij- um landshluta og þvi megi ætla að þessi nýja tegund henti þar sem hún á uppruna sinn. Gróðrarstöðin Mörk í Reykja- vík hefur léð Steini aðstöðu til til- raunanna en Steinn segir útilokað að gera þær nema með slíkri að- stöðu og með aðstoð eigenda sem búi yfir mikiili reynslu og þekk- ingu í ræktunarstarfi og hliðstæð- um kynbótum. Pétur N. Ólason, sem átti og rak Gróðrarstöðina Mörk, segist nú smám saman vera að sleppa hendinni af henni en hann sinnir áfram tilraunastarf- semi í trjárækt, verkefni sem hann segist alltaf hafa sinnt á stöðinni. Pétur átti meðal annarra þátt f tilrauninni mcð Emblu, scm Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, hafði frumkvæði að. Hún hófst árið 1987 og er eins konar fyrirmynd að tilraun Steins en með Emblu var ræktað upp af- brigði birkis sem einkum hentar á Suðurlandi. Steinn segir að þessi ferill taki í allt átta til tíu ár og hann er sann- færður um að tilraunin eigi eftir að heppnast. „Með því að velja fal- legustu og kostamestu trén í skóginum og æxla þeim saman í einangruðu rými fæst betri stofn því kræklur og kostalítil tré gcta *• frjóvgað mæðuraar úti í skógin- um. Með því að taka reistustu trén fæst það besta út,“ segir Steinn og minnir á að hliðstætt verkefni hafi verið unnið áður í Gróðrar- stöðinni Mörk sem sé Embla, fyrsta íslenska yrkið. Norðlenskt afburðabirki „Vonir standa til að við fáum með þessu norðlenskt afburða- birki,“ segir Steinn að lokum um markmið tilraunarinnar. Steinn hefur siðustu misseri stundað rekstrarfræðinám við Samvinnuháskólann á Bifröst. Lauk hann í vor BS-prófí í rekstr- arfræði og (jallaði ritgerð hans um umhverfisstjómun í íslenskum fjármálafyrirlækjum. Hann er nú á leið til Danmerkur í meistara- nám f stjórnun með áherslu á um- hverfisstjórnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.