Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR tAndrea Guð- mundsddttir fæddist á Berserkja- hrauni í Helg-afells- sveit hinn 3. desem- ber 1923. Hún lést á Vífilsstöðum hinn 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Sigurðs- son, f. 26.8. 1887, d. 30.9.1946, og Kristfn Pétursdóttir, f. 24.8. 1887, d. 6.12. 1976, frá Svefneyjum. Systkini Andreu voru: Halldór Guð- mundsson, Sigurður Guðmunds- son, Ingvi Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigríður I. Guð- mundsdóttir, María Guðmunds- dóttir, Pétur Breiðfjörð Guð- mundsson, Jón Guðmundsson, Sveinsína Guðmundsdóttir, og Elsku besta amma mín. Ég vil þakka þér öll árin sem ég fékk með þér og afa. Ég minnist með söknuði og mun geyma ljósu æskuminning- amar í hjarta mínu. Þegar við bama- bömin lékum okkur í portinu og sváf- um í afa holu þegar afi var á næturvöktum. Ég man að mér fannst ykkar heimili stærsta heimili í heim- irium, raunverulega er íbúðin mjög lítil en það skipti aldrei máli. En það var alltaf pláss fyrir alla og mikil gleði. Ég mun sakna þess að geta ekki setið við eldhúsborðið og rætt málin og fengið góð ráð sem alltaf voru veitt af umhyggju fyrir mér. Ég veit í Guðlaug Guðmunds- dóttir. Andrea var gift Kristni Pálssyni sem lést 11.12. 1999. Böm þeirra eru: 1) Páll, maki Auður Brynja Sigurðar- dóttir. 2) Ingibjörg. 3) Reynir. 4) Björk, maki Þröstur Þor- valdsson. 5) Anna Rósa, maki Steinar Gunnarsson. Synir Andreu frá fyrra hjónabandi eru Steingrímur Örn og Sveinn Gunnar sem er iátinn. Dætur Kristins frá fyrra hjóna- bandi eru Hulda Kristinsdóttir og Magný Kristinsdóttir. Utför Andreu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. hjarta mínu að þú ert hjá afa og pabba núna og þið hafið það gott saman. Það er mér stór huggun. Elsku amma mín, þú ert besta amma sem nokkurt barn og fullorðinn gat átt og ég sakna þín svo mikið. Sofðu rótt. Guð varðveiti og verndi þig- Þín Andrea Guðrún. Nú er hún Dría amma mín búin að kveðja okkur og farin til afa sem tek- ur vel á móti henni. Minningarnar hafa leitað á mann undafama daga, + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KRISTINN RAFNSSON, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Unnur Ólafsdóttir, Rafn Júlíus Jóhannsson, Árni Páll Jóhannsson, tengdadætur, barnabörn og langafabörn. Birgir Þór Sverrisson, Kolbrún Eva Valtýsdóttir, Ragnar Kristján Gunnlaugsson, Erla Baldursdóttir. barnabörn, barnabarnabarn og systkini frá Þingholti. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HULDA PÁLSDÓTTIR frá Þingholti, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Engjaseli 70, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kvenfélagið Heimaey, reikning ur nr. 547-26-8050 í íslandsbanka. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % , M ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. með þjónustu allan sólarhringinn. hversu yndisleg þau voru og alltaf viljug að gera allt fyrir mann. Það má helst sjá í fataskápnum hjá mér því hún amma mín hefur saumað nokkrar flíkur á mig og afi var alltaf búinn að kaupa Coco-Puffs þegar ég kom til Reykjavíkur sem bam. Ég var dag- legur gestur á þeirra heimili þegar ég flutti í bæinn og fórum við ófáar heim- sóknir til Önnu Rósu eða í búðir en alltaf varð amma að snyrta sig og setja á sig réttu eyrnalokkana áður en haldið var af stað. Eitt af því sem amma talaði um annað slagið var hversu mikil mömmustelpa ég hefði verið þegar ég var yngri og hefði aldrei viljað vera hjá henni og afa sama hvað þau gerðu fyrir mig en, elsku amma og afi, eins og ég sagði við ykkur held ég að ég hafi náð að bæta ykkur það upp. Einnig talaði amma um það þegar hún hringdi vestur til okkar; þá spurði hún alltaf hvað skipið héti sem hann pabbi minn væri á og þar sem ég gat ekki sagt Gyllir sagði ég Dyllir í staðinn og það fannst henni svo fyndið að hún lét mig segja það nokkrum sinnum í hveiju símtali og brosti sínu brejðasta. Útgeislunin frá afa og ömmu var einstök og lífsgleðin ávallt til staðar á þeirra heimili og maður fann alltaf fyrir hlýju og kærleik þegar komið var á Ásvallagötuna tU þeirra. Amma með nýtt kaffi á könnunni og kökur með og afi átti súkkulaði sem honum fannst ósköp gott að næla sér í. Ég vil þakka ykkur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig í gegnum tíð- ina. Ég á eftir að sakna ykkar mikið en minningin um ykkur mun lifa í hjarta mínu. Ykkar dótturdóttir, Sólveig. Elsku amma Dría. Ég vUdi aldrei trúa því að þú mynd- ir fara svona fljótt. Mér fannst bara að þú myndir sigrast á þessu eins og öllu öðru sem þú varst búin að sigrast á í lífinu, alltaf sama hetjan. Sérstak- lega varstu svo ung í anda, þú varst með allt á hreinu, ég gat alltaf talað við þig eins og jafnöldru mína um alla hluti og fótin sem ég var að hanna sem þú hafðir svo mikinn áhuga á. Svo var nú alltaf svo gaman í kringum þig, amma mín, líf og fjör og rnikið af bröndurum, já, það var ævinlega hlegið mikið í kringum hana ömmu. Elsku amma, þú mótaðir aldeUis líf mitt, þar sem ég var meira og minna hjá ykkur afa síðan ég var barn. Þið pössuðuð mig þegar mamma var að vinna. Svo sótti ég bara alltaf svo mik- ið í ykkur. Mér fannst svo gott að eiga heima í næsta húsi við ykkur og geta alltaf verið hjá ykkur. Og að fá að sofa í afa holu þegar hann var á nætur- vöktum. Að vera úti í porti að leika. Og þú bakaðir alltaf fyrir okkur bamabörnin jólakökur, pönnukökur og tertur, þær bestu í heimi. Þú varst sko besta amma sem nokkurt bam gat hugsað sér og ég óskaði þess alltaf að bamið mitt myndi kynnast þér. Og það var mikil gleði þegar Gabríel Öm fæddist á af- mælisdaginn þinn og hann náði því aðeins að kynnast þér og allavega lærði að segja amma Dría. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín alla ævi og hugsa mikið tU þín. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín Sveinbjörg María. Elsku amma Dría. Við sitjum héma þrjú og eram að rifja upp hverslags kjamakona og snilldar amma þú varst. Það var aldrei leiðin- legt þegar þú varst annars vegar. Öll skiptin sem þú fórst með okkur í bæinn, á kaffihús, í ferðalög og margt fleira. Þegar við voram í kringum þig leið okkur alltaf eins og litlum englum því að það var alveg sama hvað við gerðum, aUtaf fyrirgafst þú og kennd- ir einhverju öðra um. Allar jólakök- umar og kleinumar sem þú bakaðir handa okkur hverfa seint úr minning- unni, því það var ekki sjaldan sem við eyddum heUum degi saman við að snúa kleinum. Okkur finnst sorglegt að geta ekki átt með þér annað að- fangadagskvöld þar sem þú hitaðir alltaf súkkulaði handa okkm- og við belgdum okkur út af kökum, og sumr- in sem við fórum saman í Hafnarbú- staðinn með þér og afa. Svona gætum við haldið áfram endalaust að telja upp allar fallegu góðu minningamar um þig. Okkur finnst sorglegt og erfitt að kveðja þig, amma, sérstaklega þegar það er svo stutt síðan afi fór en við vitum það líka að þið afi sitjið núna tvö saman á fal- legu skýi og horfið niður á okkur brosandi. Það er enginn vafi í hugum okkar að við eram betri manneskjur eftir að hafa kynnst þér og vonum við að við eigum eftir að reynast bama- bömunum okkar jafnvel og þú og afi reyndust okkur. Elsku amma Dría, við elskum þig af öllu hjarta og eigum eftir að sakna þín alla ævi og minnast þín með bros á vör, því þú ert besta amma sem nokk- urt barn getur hafa átt. Takk fyrir allt. Þínir englar, Þuríður, Daníel og Alma. Upphaf er á öllu sem og endir. Endir hins góða er oftar en ekki erfið- ur og sársaukafullur. Andlát Dríu fóð- ursystur minnar er endir á einstak- lega góðu sambandi mínu og frænku minnar frá því ég fyrst man eftir mér. A hennar heimili dvaldi ég löngum á mínum barns- og unglingsáram. Ekki síst var sérstök vinátta okkar Svenna frænda míns þess valdandi að ég vai’ oft eins og heimalningur á Asvallagöt- unni. Við vorum ekki gamlir við frændur né skreflangir er við lékum okkur fyrst í gamla góða portinu. Fjársjóð af yndislegum minningum á ég frá þessum áram bemskunar. Jafnan var margt um manninn hjá frænku minni fyrir utan bömin henn- ar sex. Frændur og frænkur og önnur skyldmenni voru þar mikið sem og vinir og kunningjar enda var gestrisni mikil og nóg pláss fyrir alla þó fer- metramir væra ekki margir. Avallt var mikið líf í kringum Dríu, hún var hress og skemmtileg. Orð- heppin var hún og orðaforða hafði hún nægan sem hún notaði á sinn sér- staka hátt. Hún lá heldur ekki á skoð- unum sínum, jafnan hrein og bein, og það skildu allir hvað hún meinti. Hún tók mann hressilega á beinið þætti henni ástæða til. Hún var mjög fjöl- skyldu- og ættrækin og naut ég góðs afþví. Frænka mín sagði við mig eftir sjúkdómsgreininguna að hún vonaði að þetta tæki fljótt af fyrst þetta þyrfti að vera svona. Fyrst þetta varð svona eins og frænka mín sagði, þakka ég nú forsjóninni fyrir að hafa þekkt og átt hana að. Það er mér dýr- mætara en ég fæ lýst. Mikið hefur verið lagt á eftirlifandi böm hennar á stuttum tíma. Svenni fórst í snjóflóð- inu á Súðavík ásamt eiginkonu og barnabami, Kristinn faðir þeirra lést í desember síðastliðnum og nú móðfr þeirra. Guð styriri þau og blessi á þessum erfiðu tímum. Það mun birta áný. Öm Reynir. Elsku amma, nú ertu farin og kem- ur ekM aftur. Við munum dagana uppi í Hafnarbústað þegar þú varst að baka pönnukökur og vöfflur. Þar varstu alltaf að vemda okkur og snúast í kringum okkur, fórst oft með okkur í félagsheimilið og gafst okkm- ís og nammi. Þá varst þú skemmtileg og góð og alltaf hress og kát. Þegar við bræðumir komum á Ásvallagöt- una til ykkar afa Kidda þá fengum við alltaf, ís, kökur og nammi. Þú gerðir allt sem við báðum þig um, t.d. þegar við tíndum ber þá tókstu við þeim og bjóst til sultu. Þú varst alltaf að gefa okkm' fallega hluti, á vetuma gafstu okkur alltaf ullarsokka og ullarvettl- inga. Alltaf þegai’ við komum í heim- sókn tókstu okkur opnum örmum og áminntir okkur um að koma sem fyrst aftur í heimsókn. Þegai’ afi var orðinn veikur hjúkr- aðir þú honum svo vel en hafðir samt alltaf tíma til að sinna okkur líka. Þeg- ar afi dó í desember þá sagðir þú að nú gætirðu eytt rneiri tíma með okkur á nýja heimilinu okkar í StykMshólmi en þá kom í ljós að þú sjálf varst orðin alvarlega veik og tíminn sem þú hafð- ir var orðinn mjög stuttur. Samt þeg- ar við heimsóttum þig á Vífilsstaða- spítala og þér leið illa harkaðir þú af þér til að gleðja okkur þannig að við færam ekki daprir heim. Þess vegna þótti okkur alltaf vænt um þig og vUd- um koma sem oftast í heimsókn til þín. En þú varðst alltaf veikari og veik- ari og þegai’ við voram á Shellmótínu í Vestmannaeyjum og mamma þurfti að fara í skyndi heim til að vera hjá þér urðum við hræddir um að við myndum ekM sjá þig framar. Svo þegar við komum heim þá varstu far- in. En við vitum að nú ertu heilbrigð, hress og kát með afa Kidda og Svenna frænda. Og við vitum líka að þú fylgist með okkur þar sem þú ert og vemdar okkur áfram eins og alltaf áður. Gunnar Reynir, Bjarki Þór og Hilmar AJexander. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur íverki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Dría frænka. Margai’ minn- ingar streyma upp í huga mér núna, flestar tengdar Berserkjahrauni þar sem fóðuramma og -afi áttu heima og dvaldist ég oft sumarlangt hjá þeim. Afi dó þegar ég var tíu ára en Yngvi, sem ég leit á sem pabba minn, Nonni, Sveina, Lauga og Dría föðursystMni mín, að ógleymdri henni ömmu minni, sveipuðu bemskuárin mín yndisleg- um ævintýraljóma. Og margt lærði ég þar sem ég bý að enn þann dag í dag. Eftir að ég fullorðnaðist og aðstæður breyttust passaðir þú vel elsku frænka að ég væri upplýst um allt sem gerðist hjá fjölskyldunni. Síminn hringdi og þá var sagt: „Sæl blíðan mín, þetta er Dría frænka, ég ætla bara að láta þig vita.“ Frænka mín, bara þessi hugsun sem liggur á bak við þetta lýsir þér svo vel, hvað þú varst alltaf hugulsöm við mig. Á Ás- vallagötunni var ekM húsrúm miMð en samt var það eins og félagsmið- stöð, öllum fannst gott að koma til Dríu og Kidda í heitan kaffisopa og með því, enda var oft glatt á hjalla á þeim bæ. Kæra frænka, ég er þakMát fyrir þann tíma sem við áttum síðustu daga þína og mér er svo minnisstæður föstudagurinn 23. júní. Þá kom ég við hjá þér áður en ég fór á ættarmótið sem haldið var á Skildi fyrfr vestan og þegar ég kvaddi þig svo lasna sem þú varst orðin þá sagðir þú: „Ég verð hjá ykkur í huganum blíðan mín.“ Og þegar ég gekk þá út í sólskinið kom reiði upp í hjarta mér, því þú áttir að hafa miklu lengri tíma eftir alla erfið- leikana vegna veiMnda Kidda þíns. Elsku Dría mín, takk íýrir allt. Ég bið Guð að vaka yfir börnum þínum, styrkja Reyni og styðja þessa erfiðu daga, blessa Önnu Rósu og íjölskyldu og vona að þeim líði vel í Hólminum. Einnig sendi ég ykkur elsku Palli, Steingrímur, Björk og Ingibjörg mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Eg sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt þig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úrveikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín frænka, Dýrley Sigurðardóttir (Dedda).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.