Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ELVAR GEIRDAL, Sambyggð 6, Þorlákshöfn, sem lést af slysförum miðvikudaginn 5. júlí, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 14. júlí kl. 15.00. Edda Pálsdóttir, Ævar Geirdal, Súsanna Antonsdóttir, Geirlaug Geirdal, Kjartan Fr. Adólfsson, Páll Geirdal, Kolbrún Rut Pálmadóttir, Ása Geirdal, Þóra Geirdal og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur, bróðir og mágur, ÞÓRÐUR HALLDÓR JÓHANNSSON, Nönnustíg 5, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum, Fossvogi, laugar- daginn 8. júlí, verður jarðsunginn frá Víði- staðakirkju, Hafnarfirði, föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Jóhanna Stefánsdóttir og börn, María Jóhannesdóttir, Jóhann Th. Þórðarson, Hulda Kristinsdóttir, Jóhanna V. Jóhannsdóttir, Ingi K. Ingibergsson, Jóhann M. Jóhannsson, Ragnhildur Svavarsdóttir, Hermann F. Jóhannsson. t GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vorsabæ, Gaulverjabæjarhreppi, Flóa, verður jarðsett frá Gaulverjabæjarkirkju mið- vikudaginn 19. júlí kl. 14.00. Stefán Jasonarson, Helgi Stefánsson, Ólafía Ingólfsdóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Tómas Búi Böðvarsson, Kristín Stefánsdóttir, Ólafur Einarsson, Unnur Stefánsdóttir, Hákon Steingrímsson, Sveinbjörg Stefánsdóttir, Hans Egilsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA S. ÞORGEIRSDÓTTIR, sem andaðist föstudaginn 7. júlí sl. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 14. júlí kl. 15.00. Flosi Már Jóhannesson, Arna B. Friðriksdóttir, Gunnar Þór Jóhannesson, Sigurborg íris Vilhjálmsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum innilega alla þá samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför BJARKAR DÚADÓTTUR, Furulundi 11B, Akureyri. Jón Carlsson, Hólmfríður Lilja Jónsdóttir, Kristófer Rúnar Baldursson, Bjarki Jón og Elísabet Helga Steinar Óli Jónsson, Hólmfríður Valdemarsdóttir, Dúi Björnsson, Árnfna Kristín Dúadóttir, Auður Dúadóttir, Ólafur J. Straumland, Gunnar J. Straumland, Sigurður Þór Pétursson, Björn Dúason, Katrín Marísdóttir, Anna Guðrún Torfadóttir og fjölskyldur. HARALDUR ÁGÚSTSSON Haraldur Ág'ústsson fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1910. Hann lést 26. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 5. júlí. Halli föðurbróðir var uppáhaldsfrændi minn þegar ég var strákur. Hann hélt heimili með ömmu Ingileif og í heimsókn- um og boðum var hann hrókur alls fagnaðar. Hann hafði í handraðanum spila- galdra og leiki sem allir höfðu gam- an af. Það var líka gaman að heim- sækja Halla á smíðaverkstæðið en þar gaf hann okkur strákunum efni til að smíða úr og aðstoðaði okkur að sjálfsögðu við smíði á sverðum, bíl- um og hinum ýmsu leikföngum. Þegar Halli giftist Baldvinu stofn- uðu þau saman glæsilegt heimili, fyrst á Brávallagötunni en síðar á Miklubrautinni. Það var alltaf gam- an að sækja þau hjónin heim enda höfðingjar miklir. Eftir að Halli gerðist iðnskóla- kennari kenndi hann húsgagna- og húsasmiðum, múrurum og fleiri iðn- aðarmönnum teikningu og fleira. Oft voru ekki til neinar kennslubæk- ur eða ekki nægilega góðar og þá samdi Halli þær bara sjálfur. Halli var ákveðinn maður og vildi hafa reglu á hlutunum. Nafnlausir máttu þeir að minnsta kosti ekki vera! Þau eru mörg nýyrðin sem Halli fann yfir hand- verkfæri og hluti, orð sem mörg hafa ratað í orðabækurnar. A þess- um tíma fór hann að safna viðarsýnum, safni sem að lokum varð það stærsta á Norðurlöndum. Hann var ákaflega stoltur af þessu skemmtilega safni af kaktusum og steingerðum trjám, furum úr öllum heims- hornum og svo mætti lengi telja. Viðarsafnið gaf hann Háskóla Is- lands fyrir nokkrum árum. Halli frændi var sérvitur á mörg- um sviðum, einstakur í sinni röð. Hann var nákvæmur með afbrigð- um og hélt eins konar bókhald yfir allt sem nöfnum tjáir að nefna, jafnt lífshlaup sitt sem eignir. Þetta bók- hald hélt hann samviskusamlega fram á síðasta dag. Hann var völundur í höndunum og mikið fyrir að smíða eitt og annað fyrir heimilið og ættingja, margt afbragðssnjallt, enda hafði hann gaman af snjöllum lausnum á hlutunum. Eftir að Halli missti Vinu sína dró úr grúskinu en maður kom þó aldrei að tómum kofunum hjá honum. Sem ungur maður vann Halli við setn- ingu í fjölskyldufyrirtækinu, PAS prentsmiðju, og nú síðustu árin heimsótti hann mig oft í prentsmiðj- ÁRNI HÓLM + Árni Hólin fædd- ist í Reykjavík 3. desember 1935. Hann lést á hcimili sínu 28. júni síðastliðinn og fór útfor hans fram í Bandaríkjunum 3. júlí. Merkilegt hvað þessi tilvera er undarleg og alltaf er maður jafn undrandi ef einhver deyr. Sérstaklega ef það er einhver sem er manni nákominn. Mér finnst það svo skrítið að hugsa til þess að hann Árni frændi sé ekki enn á lífi í Ameríkunni með Sól- eyju sinni og svo muni ég hitta hann við næstu Islandsför. Svona er til- veran undarleg. Eg man að mér þótti Árni frændi alltaf stór og senni- lega ekki bara vegna þess að hann var hávaxinn heldur var það eitthvað í fari hans og framkomu sem gerði hann stóran í mínum augum og svo var hann auðvitað stóri bróðir henn- ar mömmu. Ég var sannfærð um að hann gæti allt og virtist það ekki fjarri lagi. í honum bjó hafsjór af hæfileikum og var hann duglegur við að virkja þá og efla. Ef til vill er það vegna þess að hæfileikarnir búa oft- ast í hugarfarinu og Árni hafði gott hugarfar sem af spratt kraftur, hlýja og sterk skapgerðareinkenni. Hann gaf sig allan í það sem hann tók sér fyrir hendur og er mér sérstaklega minnisstætt þegar hann tók sig til við að útskýra fyrir okkur í fjölskyld- unni út á hvað rannsóknir hans gengju. Á yngri árum skildi ég ekki mikið í því öllu saman en framsaga hans og kraftmikill áhugi héldu at- hygli minni. Einnig var ég alltaf dá- lítið upp með mér að hann skyldi taka sér tíma til að útskýra þetta fyr- ir mér þvi það sýndi að hann trúði því að svona lítil skotta eins og ég var gæti skilið flókna hluti. Hann sýndi mér þannig mikla virðingu. Þar sem Árni var búsettur í Bandaríkj- unum í seinni tíð hitti ég hann og Sóleyju ekki oft. Hinsvegar gerði ég mér alltaf far um að hitta þau ef ég vissi til þess að þau væru í heimsókn á ís- landi. Yfirleitt hitti ég þau heima hjá mömmu og komu þá gjarnan líka nokkrir bræður þeirra í heimsókn. Það er fátt eins skemmtilegt og þegar Hólmfjölskyldan hittist og hlær saman. Árni kom úr stórum og skemmtilegum systkinahópi sem samanstendur af sterku og sjálf- stæðu fólki. Eins og Árni var sér- stakur eru systkini hans það líka. Það er einhver sérstök orka í kring- um þau öll sem gerir þau að aðlað- andi og einstöku fólki. Ég er ánægð að vera hluti af þessari fjölskyldu því fátt er manni eins dýrmætt og góð fjölskylda. I fjölskyldunni á sálin sitt hús. Sjaldan reynir jafnmikið á stoð- irnar í því húsi og þegar dauðinn ber að dyrum. Elsku Sóley, Davíð, Svan- rós, Linda og Sarah, megi ykkar hús standast þessa sorg. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Kristín Eva Þórhallsdóttir. Fyrir um þrjátíu árum kynntumst við hjónin Árna og eftirlifandi konu hans, Sóleyju, og höfum við ávallt talið þau meðal okkar bestu vina. Á þessum tíma höfum við, með allt of íöngum hléum þó, bæði numið, unnið og leikið saman. Strax sáum við hví- líkan öðlingsmann Árni hafði að geyma. Hvort sem það var i vinnu, á förnum vegi eða í leik, alltaf var Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. una og rifjaði upp gamla tíð og reif- aði það sem var á döfinni. Nú hefur Halli frændi kvatt þenn- an heim, síðastur bræðra sinna. Vertu sæll frændi. Heimurinn er fá- tækari án þín en við sem eftir lifum erum ríkari af minningunni. Þórður Ágúst Henriksson. Elsku Halli. Nú ertu kominn til Vinu þinnar aftur. Ég sakna þess að geta ekki átt fleiri notalegar stundir með þér, en nú er komið að leiðar- lokum. Þegar ég var sextán ára og kom til ykkar í fyrsta skipti vissi ég ekki að við ættum eftir að verða svona góðir vinir. Ég fékk yndislegar mót- tökur á ykkar fallega heimili öll þau skipti sem ég kom til ykkar sem húshjálp. Eftir að Vina fór yfir móð- una miklu héldust trygg vinabönd okkar á milli og fjölskyldu minnar. Þau voru ófá handtökin sem þú gerðir fyrir okkur. Ég geymi minn- ingar um fallegt handbragð þitt á mörgum hlutum á heimili okkar. Þú lagfærðir ýmislegt sem var úr lagi gengið, því þú varst hagur og gerðir þetta með glöðu geði. Þegar Oddur Jarl fæddist, árið 1996, var hann mikill gleðigjafi jafnt á þínu heimili sem okkar. Hann kall- aði þig Halla langafa fljótlega eftir að hann byrjaði að tala. Þótti þér af- ar vænt um það. Það var gaman að koma á heimili þitt á Miklubraut og síðar á Litlu- Grund. Alltaf sami heiðursmaðurinn og snyrtimennskan einstök. Þökkum allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Anna Fanney Gunnarsdóttir og fjölskylda. hann svo einstaklega glaðlyndur, skemmtilegur, hjálpfús og bjartsýnn. Þegar á honum mæddi var undravert að sjá hvílíku jafn- vægi og þolinmæði hann bjó yfir. Svo var heldur ekki komið að tómum kof- unum hjá honum varðandi menn og málefni því áhugasvið hans voru svo ótrúlega mörg. Árni var maður sem gladdi og gaf. Það er svona fólk sem er salt jarðar. Með þakklæti í huga kveðjum við sannan dreng og send- um innilegar samúðarkveðjur til all- ra ástvina sem syrgja, sérstaklega Sóleyjar, barna og barnabarna. Guð styrki ykkur. Einar Valgeir og Karen Elizabeth. REBEKKA RUT VÍKINGS- DÓTTIR + Rebekka Rut fæddist 24. júní siðastliðinn. Hún lést samdæg- urs. Foreldrar hennar eru Sarah Hamilton og Víkingur Smárason. Bróðir Rebekku er Daníel, f. 2.1. 1997. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Harmurersár, horft er á eftir fagurri dóttur, fullburðaogfrískri. Grimm eru qrlög ergottfólk gegnum nístir. Aldrei gleymast þau skapadægur. Fjölskyldan öll hmpin stendur, vamarlaus viðvoðadauðans. Þakkir eru læknum skildar erbjörguðu móður frá bráðum dauða. En lífið heldur áfram en aldrei samt Og minning lifir. Langafi, Þórir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.