Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 53 FRÉTTIR Kristni- boðsmót á Löngumýri KRISTNIBOÐSMÓT á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga verður haldið á Löngumýri í Skaga- firði dagana 14.-16. júlí nk. Mótið hefst á föstudagskvöld með samveru þar sem Lilja Sigurðardótt- ir talar. Á laugardagsmorgun verður bibl- íulestur í umsjá Benedikts Amkels- sonar og síðdegis er kristniboðssam- koma sem Skúli Svavarsson kristniboði sér um, en hann er nýkominn til landsins frá Kenýa. Á sunnudagsmorgun verður messa í Mælifellskirkju. Þar predik- ar sr. Guðmundur Karl Bi-ynjarsson, sóknarprestur á Skagaströnd, og sr. Ólafur Hallgrímsson þjónar fyrir altari. Lokasamkoma kristniboðs- mótsins er kl. 14 á sunnudag og talar þá Skúli Svavarsson en mótsslit eru áætluð kl. 15. Skráning á mótið fer fram á Löngumýri. Lífíð í Soginu SIGURÐUR St. Helgason lifeðlis- fræðingur talai' um lífríkið í Soginu, þessari vatnsmiklu og tæru berg- vatnsá, laugardaginn 15. júlí kl. 14- 16. Hægt verður að skoða lifandi flska og smádýr sem þar finnast. Að vanda er boðið upp á kakó og kleinur. Þátt- tökugjald er 500 kr fyrir fullorðna og 300 fyrir 12-15 ára, en frítt fyrir yngri en 12. Allir eru velkomnir. Góð veiði á ævintýra- námskeiði BÖRNIN á ævintýranámskeiði á Reynisvatni sýndu svo sannarlega kunnáttuna síðasta daginn sinn á vikunámskeiði og veiddu samtals 46 fiska þennan eina dag. Að sjálfsögðu var nokkur metingur milli aldurshópa en yngsti hópur- inn, 7-8 ára, hafði naumlega vinninginn. En þáð var ekki nóg með að börnin veiddu fiskinn því þau hafa einnig lært að gera að hon- um á námskeiðinu og jafnvel að elda hann. Þetta er fyrsta sumar- Hjartablóm - fegurðardrottningin í fjölskyldunni. HJARTABLÓM Dicentra spectabilis júníbyrjun og er að fram í septem- ber. Dverghjartað er mjög nægju- samt og þrífst ágætlega í skugga og þar breiðir það aðeins hæfilega úr sér. Hjartablómið er fegurðardísin í fjölskyldunni.Það er mun stórvaxn- ara en dverghjartað, verður 60-100 sm á hæð. Laufið er minna skert og liturinn eiginlega blágrænn og matt- ari en á dverghjartanu. Blómstöngl- amir lyfta sér vel upp úr laufinu og bera mörg fögur blóm, sem draga sannarlega að sér athyglina. Ytri krónublöðin eru fagurrauð, eins og hjarta í laginu, en innri krónublöðin hvít. Þetta blóm gengur undir nafn- inu lautinantshjarta á öllum Norð- urlöndum, og nafngiftin er auðskilin ef blómið er tekið í smidur. Inni í fagurrauðu hjarta hermannsins býr hvítklædd dansmey, sem líkt og tipl- ar á tánum. Sé hún hins vegar svipt klæðunum, sést það sem er her- manninum hugfólgnast, flaskan eða flöskulaga frævan. Heimkynni hjartablómsins eru Síbería, Kína og Japan og það er ræktað alveg norð- ur í Finnmörk í Noregi. Það er eig- inlega fúrðulegt hve lítiHi útbreiðslu það hefúr náð hér, því langt er síðan byijað var að rækta það sem sést á því að það er nefnt í Björkum, bók Einars Helgasonar, sem gefin var út 1914. Hjartablómið er reyndar örlít- ið vandmeðfarið. Það kemur tíltölu- lega seint upp og þarf helst fremur djúpan moldaijarðveg, sem er ekki alltof þurr. Það er ekki vindþolið, en þá er bara að setja utan um það góð- an stuðning snemma sumars og þá skilar það rómantískum hjartablóm- unum frá því um miðjan júní fram eftir ágústmánuði. Hjartablómið er miklu rólegra á sínum stað en frænka þess dverghjartað og leggur ekki á flakk út um garðinn. Því er auðfjölgað, með skiptingu að haust- lagi eða nýjum sprotum með smá- vegis hæl (rótarbút) að vorlagi, en eins má fjölga því með sáningu. S.Hj. ÞAÐ er ekki alveg einfalt mál að ákveða hvaða plöntur eiga að vaxa í garðinum, en svo sem ekkert ógnar- lega flókið heldur. Flestir þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í garð- ræktinni gera svip- uð mistök og ég gerði. Ég þekkti ekki mikið til garð- blóma, en reyndi að verða mér úti um nokkur uppáhalds- blóm eins og rósir og riddaraspora og svo beið ég í ofvæni eftír öllu blómskrúðinu. En vonbrigðin létu ekki á sér standa. Riddarasporamir, sem voru svo glæsi- legir í garði granna míns - að vísu 20 ár- um eldri en nýi garðurinn minn var - voru alls ekkert glæsilegir, þegar allt kom til alls og ruku um koll um leið og hreyfði vind. Rósimar vora litlu betri, þær blómstraðu að vísu, en bæði seint og illa og þær sem voru hvað fallegastar á myndum reyndust alveg dauðar næsta vor, því ég hafði ekld sett þær niður á réttan hátt. Ég viidi þó ekki gefast upp við fyrsta ósigur. Næsta ár hafði lim- gerðið, sem áttí að skýla gróðrinum og mannfólkinu teygt dálítið úr sér og ég fór aftur á stúfana í gróðrar- stöðvar. Nú horfði ég fram hjá al- hávöxnustu plöntunum og valdi ým- islegt sem fékk einkunnina „harð- gert“, „blómsælt“, „duglegt" og fleira á þessum nótum, en enn varð ég fyrir vonbrigðum. Þessar harð- gerðu, blómsælu og duglegu plönt- ur blómstraðu allar á sama tíma, beðin mín vora með moldarlit lengi fram eftir sumri, ósköp litskrúðug og fín í stuttan tíma, en síðan var græni liturinn, að vísu örlítið mismunandi grænn, sá litur sem var mest áberandi alveg fram í frost. Blómgunartími jurta er mjög mismunandi. Fyrstu laukblómin geta farið að sýna sig í febrúar, mars og ýmis fjölær vorblóm eins og skóg- arblámi eða skógarsól- ey dálítið síðar. Ónnur taka svo við og lestina reka blóm, sem ná jafn- vel ekki að blómstra ef veturinn kemur snemma. Þjóðsagan um jólarósina er að hún blómstri útí í snjónum á jólanótt. Jólarósin hef- ur þó lítið verið ræktuð hér, þótt Garðyrlqufé- lagið hafi stöku sinnum flutt hana inn. Kannske er ástæðan sú að snjór- inn á jólanótt er alls ekki öraggur hérlendis. Óskablóm garðeig- andans er e.t.v. blómið sem byrjar að blómstra snemma og blómstrar allt sumarið og þá er ég loksins komin að blómunum sem urðu kveikjan að þessari langloku. Dverghjarta og hjartablóm eru náskyldar tegundir, báðar af ætt- kvíslinni Dicentra, sem er mjög lítil, um 20 tegundir. Plöntur af þessari ættkvísl eiga heimkynni sín ýmist í N-Ameríku eða A-Asíu. Dverg- hjartað, Dicentra formosa, sem kemur frá Ameríku er talsvert al- gengt í ræktun hérlendis. Blöð dverghjai-tans eru mikið skipt, svo mjög að þau minna helst á burkna- blöð, fallega Ijósgræn á litinn. Blómin eru lútandi og vaxa mörg saman í einhliða klasa, sem lyftir sér dálítið upp yfir blöðin. Dverg- hjartað hefíir ýmsa blómliti, frá hvítu yfir í dökkrauða liti, þótt aðal- liturinn sé bleikur. Dvcrghjartað mitt hefur ekkert sérlega fallegan blómalit, eiginlega grábleikan, en samt er það mikil uppáhaldsplanta, þar sem það byijar að blómstra í BLOM VIKUMAR 435. þáttur tlmsjóii Sigríður Hjarlar Nokkur barnanna með góðan afla. ið sem efnt er til slíkra nám- skeiða á Reynisvatni en undir- tektir barna og foreldra hafa verið gdðar. Auk þess að læra stangveiði frá grunni fá börnin einnig reiðkennslu og umhverfis- fræðslu, fara í íþrdttaleiki og annast umhirðu húsdýranna sem eiga sumardvöl við Reynisvatn. Vikunámskeið hefjast hvern mánudag og standa alla virka daga frá 9-17. Börnin fá þrjár hollar máltíðir á dag og taka sjálf þátt í matreiðslunni. Ulfaldakássa með þurrkuðum fiðrildum vekur einna mesta lukku. Námskeiðin standa út sumarið og ennþá eru laus pláss. Skógræktar- ritið er komið út SKÓGRÆKTARRITIÐ, félags- og fræðslurit Skógræktarfélags ís- lands, 1. tbl. 2000, er komið út. Ritið hefst á grein Vilhjálms Lúð- víkssonar, sem er sú fyrsta í greina- flokki hans: Skógrækt áhugamanns- ins. Helgi Þórsson og Aðalsteinn Svanur Sigfússon birta grein er nefnist: Smáskógar - Hvernig skóg viljum við rækta?, prýdd ljósmynd- um og teikningum höfunda. Freysteinn Sigurðsson fjallar um sess skógræktar á íslandi, Hannes Flosason myndskurðarmeistari ritar greinina: Tréskurður á 20. öld, skreytt myndum af verkum hans. Þá á Sigurður Blöndal tvær grein- ar í ritinu og Jóhann Pálsson ritar greinina „Landnám alaskaasparinn- ar á Islandi“. Fjölmargar aðrar greinar era í rit- inu, m.a. um birki og lúpínu, um sam- anburð á klónun víðitegunda, um undirbúning jarðvegs við ræktun skjólbelta á Suðurlandi og fjallað er um rannsóknir á kolefnisbindingu ræktaðra skóga á Islandi. Ritið er prýtt fjölda litmynda. Skógræktarritið fæst í helstu Forsíðu 1. tbl. Skógræktarrits- ins 2000 prýðir skógarmynd Þórarins B. Þorlákssonar, Hekla úr Laugardal, frá 1937. bókaverslunum og á skrifstofu SÍ á Ránargötu 18. Netfang skogis.- fel@simnet.is. GJAFABRJÓSTAHÖLD Þumalina, Pósthússtræti 13 SMAAUGLYSINGAR KENNSLA Námskeið Sjálfskönnun, sjálfsþekking og sjálfsstyrkur. Hermundur Rósinkrans talna- spekingur og miðill og Katrín Snæhólm sálarmiðill verða með námskeið laugardaginn 15. júlíkl. 10-17. Skráning í síma 6991774 og 586 2329. FÉLAGSLÍF Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Munið samkirkjulega bæna- og lofgjörðarstund bæna- hreyfingarinnar ísland fyrir Krist, sem verður í húsi KFUM og K á Holtavegi 28 í kvöld kl. 20.00. Mætum öll. Á morgun föstudag kl. 18.0C grillveisla á Smiðjuveginum. Allir velkomnir. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu, s. 564 2355. www.vagurinn.is f&mhjólp Almenn samkoma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Ræðumaður Þórir Haraldsson. Allir velkomnir. www.samhjalp.is. Hjáipræðis- herinn Kirkjustrœti 2 I kvöld kl. 20.30: Lofgjörðarsamkoma i umsjón Pálínu Imsland. Sr. Anna Páls- dóttir talar. Allir eru hjartan- lega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKtNNI 6 - SlMI 568-2533 Bláfell á Kili laugardaginn 15. júll. Góður undirbúningur fyr ir sumarleyfisgönguna. Brott- för frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 8.00. Arnór Karlsson og Finnui Fróðason sjó um fararstjóm. Verð kr. 2.300. Fimmvörðuháls um helgina. Brottför frá BSl 15. júlí kl. 8.00. ■b
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.