Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 13.07.2000, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 .■■■.... > Anand o g Adams efstir í Dortmund •* SKAK H o r t m u ii d DORTMUND SPARKASSEN 7.-16. júlí 2000 ENSKI stórmeistarinn Michael Adams kom svo sannarlega á óvart í fjórðu umferð Dort- mund Sparkassen of- urmótsins þegar hann lagði sjálfan Vladimir Kramnik og skaust þar með upp í efsta sætið ásamt indverska stórmeistaranum An- and. Það er ekki á hverjum degi sem Kramnik tapar skák. Hann hafði teflt 82 skákir í röð án taps og IV2 ár er frá því hann tapaði síðast skák! Þetta setur Kramnik í erfiða stöðu gagnvart því að ná efsta sætinu, en vafalítið hefði hann viljað sýna að hann væri rétti áskorandinn fyrir Kasp- arov með því að ná efsta sætinu á þessu móti. Með sigrinum gegn Kramnik hefur Michael Adams skotist upp í efsta sætið ásamt Anand og eru þeir nú með hálfs vinnings forystu á næstu „menn“, Peter Leko og skákforritið Deep Junior. Önnur athyglisverð úrslit í fjórðu umferð voru jafntefli Junior gegn Alexander Khalifman. Khalifman fékk tapaða stöðu eftir byrjunina og sagðist hafa verið að hugsa um að gefa skákina eftir tuttugu leiki. Við nánari umhugsun sagðist hann þó hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki nógu frumlegt (og vísaði þar til viðureignar Hiibners við skákforritið). Khalifman tók sig síðan verulega á í framhaldinu og náði að halda jöfnu. Það er kannski rétt að rifja upp viðureign Junior við Hubner, þar sem mistök í vinnslu Morgunblaðsins urðu til Viswanathan Michael Anand Adams Dortmund Sparkassen Dortmund 7.-16. júlí 2000 Nr, Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Röð 1 Evgeny Bareev Rússl. 2702 1/2 y2 1/2 y2 2 5.-6. 2 Michael Adams Engl. 2755 1/2 1 1 y2 3 1.-2. 3 Vladimir Kramnik Rússl. 2770 1/2 0 1 y2 2 5.-6. 4 Viswanathan Anand Indl. 2762 1/2 1 1/2 1 3 1.-2. 5 Peter Leko Ungv. 2743 1 1/2 y2 y2 21/2 3.-4. 6 Dr. Robert Hiibner Þýsk. 2615 0 % y2 0 1 9.-10. 7 Alexander Khalifman Rússl. 2667 0 1/2 1/2 % VÁ 7.-8. 8 Vladimir Akopian Arm.2660 0 1/2 1/2 1/2 VÁ œ I. |4 9 Jereon Piket Holl. 2649 0 1/2 0 1/2 1 CD £ o 10 Junior 6 1/2 1/2 1 1/2 TÁ 3.-4. þess að stöðumynd úr skákinni féll niður. Þetta var fyrsta viðureign Roberts Hubner við skákforrit. Hubner, sem hafði svart í skákinni, tefldi franska vörn og virtist ná að jafna taflið. í 19. leik lék Deep Jun- ior Kgl-hl, leik sem Leko kallaði heimskulegan — leik án áætlunar. Anand hafði á orði að þessi leikur þýddi, að skákforritið væri í „leik- þröng“, þ.e. hefði ekki hugmynd um hvernig ætti að tefla þessa stöðu. Eftir 19. leik Deep Junior var þessi staða komin upp: Hér valdi Húbner að leika 19...Dd7 og bauð jafntefli. Skák- forritið var hins vegar fljótt að sjá, að þrátt fyrir að svartur hefði haft um fjölmarga góða möguleika að velja var þetta kannski ekki einn af þeim. Stjórnandi Deep Junior kaus því að hafna jafnteflisboðinu. Leik- urinn sem skákforritið sá sem svar við 19...Dd7 var 20. dxc5 og svo virðist sem hvítur vinni peð vegna 20...bxc5 21. Re4. Málið er þó ekki alveg svo einfalt, því eftir 21...Hfb8 nær svartur að halda taflinu gang- andi. Það má því heita með öllu óskiljanlegt hvers vegna Htibner kaus að gefa skákina. Stöðuna á mótinu má sjá í með- fylgjandi töflu. Spennandi verður að sjá úrslit fimmtu umferðar, en þá mætast sex efstu menn á mótinu, þar á meðal þeir Anand og Adams. Góð frammistaða íslenskra ungmenna íslensku drengja- og stúlknaliðin á Evrópumóti ungmenna 18 ára og yngri eiga við ofurefli að etja, a.m.k. ef skákstig þeirra eru borin saman við stig keppinautanna. Drengjaliðið er stigalægst í sínum flokki og það sama gildir um stúlknaliðið. Hins vegar virðist bar- áttuandi liðanna ekki vera í neinu samhengi við stigatöluna og bæði liðin hafa náð prýðilegum árangri í fyrstu þremur umferðunum. Drengjaliðið er þannig skipað: 1. Stefán Kristjánsson (2300) 2. Davíð Kjartansson (2230) 3. Sig- urður P. Steindórss. (2240) 4. Dag- ur Amgrímsson (1945) v. Halldór B. Halldórsson (1910). Stúlknalið íslands skipa: 1. Ingibjörg Edda Birgisd. (1440) 2. Aldís Rún Lárusdóttir (1395) v. Anna Lilja Gísladóttir. Mótið er haldið í Balatonlelle í Ungverjalandi, en því lýkur 15. júlí. Tefldar verða 7 umferðir. I drengjaflokki tefla 11 lið, en í stúlknaflokki fjórtán. í þriðju umferð gerðu bæði liðin jafntefli gegn liðum Slóveníu. Sig- urður Páll vann sína skák, Davíð og Dagur gerðu jafntefli, en Stefán tapaði sinni skák. í stúlknaflokki gerðu Ingibjörg Edda og Aldís Rún jafntefli, en voru báðar nálægt sigri. Islenska drengjaliðið er nú með 6 vinninga af 12 en stúlknaliðið hefur fengið 2V2 vinning í 6 skákum. Það er því ljóst að baráttuandinn hefur sitt að segja gegn ofureflinu. Daði Örn Jónsson útbor Fyrsta greiðslál nóvember 2000 Lán í allt að 60 mánuði A notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. £3 on Gj J-\ J i £3 J Lj\ £>jx J taV37T3?l-SV3r]Í 1 1 - =?fmi 3BRÍÚIÖO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.