Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 „3fc_________________________ MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ESB o g landbúnaður HELGINA 23. til 25. júní síðast- liðinn hélt SUF stórt og glæsilegt sambandsþing á Hólum í Hjaltadal. A þinginu átti sér stað öflug vinna í málefnahópum. Mál málanna á þing- inu var sú spurning hvernig sam- bandi íslands og ESB yrði háttað á næstu árum. Tókust menn hart á í þessu máli og sitt sýndist hverjum. 'Iftberandi var þó að menn voru al- mennt óákveðnir í máli þessu. Marg- ir voru ansi hallir undir málflutning Evrópusinna og töldu það býsna vænlegan kost að fóma fullveldi okkar og færa þjóðina undir yfir- þjóðlegt vald í Brussel. Með þessu móti yrði Gamli sáttmáli við Hákon Noregskonung frá árinu 1262 nán- ast endurvakinn. Þegar litið er til um 100 ára sjálf- stæðisbaráttu íslands má telja und- arlegt að til séu menn sem vilja af- sala sér fullveldi, eftir 56 ára lýðveldi, með inngöngu í ESB. Vitað er að sambandið stefnir að því að Stretchbuxur verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. verða sambandsríki þar sem með- limaþjóðirnar verða nánast eins konar fylki. I grein þessari er það ætlan okkar að skoða áhrif Evrópusambandsins á íslenskan landbúnað og benda á þau áhrif sem afstaða Framsóknar- flokksins til þessa máls gæti haft á flokkinn. Mikilvægt má teljast, fyrir flokk eins og Framsóknarflokkinn, að hugsa vel sinn gang í þessu máli enda hefur flokkurinn lengst af stað- ið styrkum fótum í hinum dreifðu byggðum landsins. Við höfum nýleg dæmi frá Finnlandi sem sýna að eft- ir inngöngu landsins í ESB hefur landbúnaðurinn lent í geysilegum erfiðleikum. Nautgriparækt skapar um 45% af verðmæti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu í dag. Ljóst er eftir lestur ágætrar skýrslu utan- ríkisráðherra um stöðu íslands í Evrópusamstarfi að íslensk mjólk- urframleiðsla myndi bíða mikinn hnekki ef til aðildar að ESB kæmi en tekjur kúabænda myndu skerð- ast um a.m.k. helming þegar tekið er tiliit til afnáms beingreiðslna og lækkunar mjólkurverðs. Þó má segja að íslenskir kúabændur myndu fá styrki úr sjóðum ESB er myndu fara langt með að vega upp þetta tekjutap. Ef við lítum á þátt ís- lenskra afurðastöðva komum við að stóru vandamáli fyrir íslenska bændur. Vegna smæðar landsins myndu afurðastöðvar okkar ekki vera samkeppnishæfar við hinar geysistóru einingar sem þekkjast erlendis, jafnvel þótt þeim yrði fækkað niður í tvær til þrjár og hin- ar lagðar niður. I stuttu máli mætti segja að unnar mjólkurvörur eins og ESB Pað getur ekki talist heillavænlegt fyrir flokk sem sækir fylgi sitt að miklu leyti út á land, segja Ingi Björn Árnason og Guðjón Jónasson, að setja ESB-aðild á oddinn. t.d. rjómaís, ostar og jógúrt gætu aldrei keppt við óheftan innflutning frá löndum ESB. Segja má að fersk mjólk hafí vissa fjarlægðarvernd, enn sem komið er, en með bættri kæli- og flutningstækni myndi sú vernd minnka. Af framansögðu og samkvæmt skýrslu utanríkisráð- herra um evrópusamstarf má teljast veruleg hætta á að íslensk mjólkurfram- leiðsla drægist sam- an um helming ef til aðildar kæmi. Ef við snúum okk- ur næst að sauðfjár- ræktinni er útlitið einnig dökkt eins og í mj ólkurframleiðsl- unni. Verð það er ís- lenskir sauðfjár- bændur fá fyrir framleiðslu sína er svipað og starfs- bræður þeirra í Evrópu fá. Ef gengið verður út frá því að stuðningur verði svipaður og í Svíþjóð og Finnlandi má gera ráð fyrir að tekjur íslenskra sauðfjárbænda yrðu svipaðar og í dag, að minnsta kosti til að byrja með. Vandamálið hjá sauðfjárbænd- unum fælist í afsetningunni á afurð- unum. Slátrun og vinnslukostnaður er miklu hærri hér á landi en í ESB- löndunum. Sem dæmi má nefna að sláturkostnaður er um 30 til 35 krónur á kíló kindakjöts í Skotlandi en er nálægt 100 kr. hérlendis. Því má gera ráð fyrir að erfitt muni reynast fyrir íslenskan kjötiðnað að standast innflutning frá ESB. Eina von bænda yrði því sú, ef hægt væri, að fá lömbunum slátrað í Skotlandi eða annarsstaðar í Evrópu. Einnig má nefna að Nýsjálendingar, með sitt ódýra kjöt, fengju aðgang að ís- lenska markaðnum þar eð þeir hafa tollkvóta innan ESB. Víst er því að Islendingar ættu erfitt með að standast verðsamanburð á mettuð- um markaði að viðbættum vandræð- um með afsetningu afurðanna. Hvað svína-, kjúklinga- og eggja- framleiðslu varðar myndi hún með öllu leggjast af hér á landi skv. skýrslu utanríkisráðherra. Verð til innlendra framleiðenda myndi lækka það mikið að innlendir fram- leiðendur fengju að óbreyttu engan veginn rönd við reist. Eitt mál er mikilvægt þegar rætt er um stuðning ESB við landbúnað. Það er nefnilega hugsanleg inn- ganga Austur-Evrópuríkja í ESB. Þessar þjóðir stunda afar vanþróað- an landbúnað og koma þau þvi til með að sækja með miklum þunga í landbúnaðarsjóði Evrópubanda- lagsins og yrði því minna til skipt- anna þegar að Islendingum kæmi. Einnig hefur komið fram ríkur vilji meðal Þjóðverja og annarra stór- þjóða til að draga saman útgjöld til landbúnaðar á næstu árum. Slík að- gerð kæmi verst við þau lönd sem annað hvort stunda vanþróaðan landbúnað eða stunda landbúnað á norðlægum slóðum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða áhrif innganga í ESB myndi hafa á landsbyggðina sem þó hefur átt í vök að verjast á umliðnum ár- um. Ekki eru áhrifin aðeins hörmu- leg fyrir bændur, heldur einnig þorpin og aðra byggðarkjarna sem byggja á þjónustu og úrvinnslu fyrir landbúnaðinn. Því má með sanni segja að forystu Framsóknarflokks- ins beri hreinlega skylda til að hugsa sig tvisvar um hvað þetta mál varðar. Það getur ekki talist heilla- vænlegt fyrir flokk sem sækir fylgi sitt að miklu leyti út á land að setja ESB-aðild á oddinn. Hvarflað hefur að okkur að forysta flokksins ætli sér að sækja á mið krata í þessu máli en þau hafa hingað til ekki verið gjöful hér á landi. Frammámenn flokksins þurfa að átta sig á því að hin hefðbundnu mið flokksins í fylgi verða sem eyðimörk ein ef flokkur- inn setur inngöngu í ESB á oddinn. Það eru kannski hin feitu embætti í Brussel sem heilla? Þau heilla okkur ekki. Ingi Björn situr í stjórn SUF og Guð- jón erritari stjómar SUF, Sambands ungra framsóknarmanna. UTSALAN er hafitt fierra GARÐURINN KRINGLUNNI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.