Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 60

Morgunblaðið - 13.07.2000, Side 60
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar A NYLIÐNU þingi var samþykkt f'rum- varp til laga sem ríkis- stjórnin lagði fram um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Frumvarp þetta var seint fram komið ^gins og því miður ýmis þau mál sem samþykkt voru með hraði á síð- ustu dögum þingsins í vor án þess að ráðrúm gæfist til að fjalla um þau í almennri um- ræðu. Að vísu mun mál- ið um skeið hafa verið til umræðu innan Sjálf- stæðisflokksins enda alkunna hversu áhugi fyrir einka- væðingu hvers konar á eigum ríkis- ins er útbreiddur þar á bæ en sú um- ræða hafði ekki farið út fyrir innsta hring. Það er þó svo að það fer um mig þegar talað er um að stofna hlutafé- _ Íag um slíka stofnun sem þarna er um að ræða, því sporin hræða, einka- væðing eða einkavinavæðing stofn- unarinnar gæti verið handan við hornið. Enda sagði utanríkisráð- herra í umræðu á Alþingi að slíkt væri fyllilega mögulegt. En auk þess gefur þessi formbreyting strax betra svigrúm fyrir þá sem hafa viljað koma þarna í kring ákveðnum mannaráðningum án þess að óþægi- leg gagnrýni kæmi frá Alþingi. Nú er þetta orðið hlutafélag og utanríkis- ráðherra hefur þá í hendi sér að 4gkoma í gegn þeim mannaráðningum sem hann lystir en það hefur þvælst nokkuð fyrir sem kunnugt er. Það er mikill gróði af rekstri Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli og þessi rekstur hefur á undanförnum árum reynst sannkölluð gullkista fyrir ríkissjóð sem hefur getað tekið þarna mörg hundruð milljóna króna gróða árlega á undanfömum árum. En gróðinn er auðvitað mikill af því að verðið er hagstætt og þess vegna sér fólk sér hag í að versla þama. Verðlag t.d. á snyrtivörum er lægra en í fríhöfnum í nágrannalöndunum væntanlega vegna þess að þarna er Sigríður Jóhannesdóttir ekki þessi þriðji aðili sem þyrfti að taka til sín hluta af ágóðanum ef þessi fríhöfn yrði einkavædd og rekin á sama hátt og fríhafn- irnar í nágrannalönd- unum sem þegar hafa verið einkavæddar. Ég er hrædd um að ef verðlagið þama færðist til jafns við það sem er í þeim fríhöfnum sem era næstar okkur þá mundi kannski draga töluvert úr viðskiptum. Samkeppnin er nefni- lega eins og öllum má ljóst vera við erlendar fríhafnir fyrst og fremst. Þær búðir sem reknar hafa verið í Rekstur Það er bjargföst trú mín, segir Sigríður Jóhannesdóttir, að hámarksgróði fyrir ríkissjóð sé af því að reka fríhöfnina sem mest í því formi sem gert er í dag. flugstöðinni af einkaaðilum og hafa fengið að selja vömr sem jafnframt hafa verið teknar út af vörulista frí- hafnarinnar er það að segja að þær hafa vægast sagt gengið misjafnlega og er sá rekstur yfirleitt ekki ábata- samur fyrir ríkissjóð þegar það er haft í huga að við stofnun þeirra fengu þær úthlutað vömm sem áður vom seldar í fríhöfninni og nam ár- leg velta þeirra allt að 300 milljónum. Það er bjargíost trú mín að há- marksgróði fyrir ríkissjóð sé af því að reka fríhöfnina sem mest í því formi sem gert er í dag, það er undir umsjá úrvals starfsfólks sem hefur margt unnið þarna um árabil og unn- ið mjög gott starf þó að því miður hafi ríkið ekki alltaf borið gæfu til að meta það við það í launum. Og það er einmitt einn angi þessa máls að ríkis- starfsmenn hafa ævinlega verið að greiða fyrir visst starfsöryggi, góðan veikindarétt og betri lífeyrisréttindi með lægri launum en þegar á svo að einkavæða þessar stofnanir virðist vera hægt að afnema það starfs- öryggi sem ríkisráðning hefur boðið upp á með einu pennastriki og það bótalaust. Það hefur verið bent á það að við hlutafjárvæðingu ríkisstofnana auk- ist svigrúm til að launa fólki betur en samningar segja til um, en þegar lit- ið er til þeirra fordæma sem á undan em gengin hér á landi svo sem Landssímans, þá em það einungis toppamir sem hafa verið hækkaðir upp úr öllu valdi, aðrir era látnir dúsa á gömlu töxtunum sem ævin- lega var haldið í lágmarki. Með því að samþykkja fyrrnefnd lög um hlutafjárvæðingu Leifsstöðvar vom starfskjör þess fólks sem þar vinnur sett í uppnám og ekki íyrirséð hvem- ig þau mál verða til lykta leidd. Það væri í sjálfu sér ekki úr vegi að breyta rekstrarfyrirkomulagi ein- hverra þátta í rekstri flugstöðvarinn- ar sem slíkrar ef tryggt yrði að ekki héngi annað á þeirri spýtu, þ.e. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sínii 545 5500. Www.flis.is • nctfang: flis@flis.is einkavæðing þeirra þátta í rekstrin- um sem gæfu af sér tekjur. Nú standa yfir umfangsmiklar byggingarframkvæmdir í Leifsstöð vegna aðildar okkar að Schengen- samningnum og er gert ráð fyrir að kostnaður af fyrsta áfanga þeirra nemi um 4 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að hið nýja hlutafélag taki við öllum skuldbindingum vegna hennar bæði þeim sem nú liggja fyrir ogþeim sem við bætast. I Ijósi þess að fyrri framkvæmdir við byggingu Leifsstöðvar fóm langt fram úr áætlun hefði þá ekki verið eðlilegt að láta þessi hlutafélagavæð- ingaráform bíða uns endanlegur kostnaður við a.m.k. fyrsta hluta framkvæmdanna lægi fyrir svo ein- hver yfirsýn væri yfir möguleika hlutafélagsins til að standa undir skuldbindingum. Það hefðu verið eðlilegri vinnubrögð að mínu mati en að rokið væri í slíkt núna þegar ekki liggja einu sinni fyrir endanlegar teikningar af fyrirhuguðum fram- kvæmdum og því mjög óljóst hversu mikill hinn endanlegi kostnaður verður. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjaneskjördæmi. FÓLK I FRÉTTUM ataf tyrlr st>f. Fréttagetraun á Netinu Brúiðhjón Allur boiöbúiiiUlur Gld*sileq qjdUfaid Biúðhjóiidlisldr • — - vttv, - /,c urc \\y\V viKsil ’SlS l.iiiigtiregi 52. i. 563 4244. HGGSKQT J-2.v>,, , í> .-v.•;(-».» Þ íc' Barnamyndatökur í sumar Nethyl 2, sími 587 8044 Kristján Sigurðsson, Ijósmyndari vANTIQUEy Fornsala Fornleifs — aðeins q vefnum Netfang: antique@simnet.is Sími 551 9130, 692 3499 Veffang:www.simnet.is/antique Horft á sjónvarp Þú eyðir 1/3 hluta ævinnar í rúminu! Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stellingu sem er. Með öðrum takka færð þú nudd sem þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér. Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks slökun og þannig dýpri og betri svefni. ...gerðu kröfur um heilsu & þægindi Einnig fylgir öllum einbreiðum, stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí. Slappað af Lesið / .'-/ * / ; / . ’./ Sofið Betra rm i * * ” Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opib: Mán. - fös kl. 10-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.