Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.07.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 61 UMRÆÐAN Yið dagrenninffu nýs árþúsunds UM allan heim hafa vestrænar þjóðh- fagn- að árinu 2000. Margir töldu nýja öld og nýtt árþúsund hafið en það verður um næstu ára- mót. Við íslendingar minnumst í ár tveggja stórviðburða í sögu okkar. Á helgasta samkomustað þjóðar- innar minntumst við kristnitökunnar og þúsund ára kristni á Islandi. Þar á Alþingi Islendinga var kristni lögtekin því nauðsyn þótti að í landinu öllu ríkti einn siður og ein lög. Megin- tilgangur þess var að setja niður átök og tryggja frið og eindrægni fá- mennrar þjóðar. Annað markmið var að tryggja greið samskipti Islend- inga við grannþjóðir, útflutning og nauðsynleg aðföng. Hvort tveggja tókst. Samferðar kristni og þjóðar, vægis kærleikboðskapar kristninnar og kirkjustarfs í lífi og önn fólksins hefur áður verið gerð skil á kristni- tökuhátíðum framan af ári í hverri kirkjusókn með mikilli þátttöku al- mennings. Þjóðhátíðin á Þingvöllum var lokaþáttur vel sóttra hátíðar- halda vegna þessa einstæða viðburð- ar. Við minnumst einnig með marg- víslegu móti þúsund ára frá því að Leifur heppni fann Vínland hið góða, Ameríku, og siglinga íslendinga vestur um haf frá Grænlandi og Is- landi. Landafundirnir og vestursigl- ingarnar voru einstæð þrekvh'ki og dæmi bæði um mannkosti forfeðra okkar og um einstæða þekkingu þeirra til skipasmíða og úthafssigl- inga. Framfarir og lífsgæði í sjónmáli Er við minnumst þessara ein- stæðu viðburða leiðir maður hugann einnig að því hvað fram undan muni vera, hvernig okkur muni takast ný viðfangsefni á nýrri öld og nýju ár- þúsundi. Hugur víkur fljótt að mál- efnum sem varða lífsgæði okkar og barna okkar. Eitt það svið þekkingar sem hvað oftast snertir líf nútíma- mannsins er læknavísindin. Á þessu ári hafa komið fram athygli verðar upplýsingar sem vísa veg til nýrra framfara í heilbrigðisþjónustu. Ég stikla á stóru. Á dögunum lagði Jónína S. Gísla- dóttir fram afar rausnarlega gjöf til stofnunar öflugs sjóðs við Landspít- ala - háskólasjúkrahús til eflingar hjartalækningum og meðhöndlun hjartasjúkdóma. Sjóðurinn veitir umtalsverðum fjármunum til kaupa á nýjasta búnaði á hverjum tíma og setur okkur í fremstu röð á þessu sviði. Mest um vert eru bætandi áhrif á líf þeirra mörgu sem glíma við hjartasjúkdóma. Nýlega birtust niðurstöður sam- anburðai-athugana OECD á tilkostn- aði við heilbrigðisþjónustu og skil- virkni hennar í mörgum ríkjum. Þar eru skýrar vísbendingar um að ná megi betri árangri og jafnframt spara miklar fjárhæðir með því að beina fjármunum og at- orku heilbrigðisþjón- ustunnar að for- varnastarfl, þ.e. fyrirbyggjandi heilsu- gæslu í meira mæli en hingað til. Fyrir nokkru var til- kynnt beggja vegna Atlantsála um kort- lagningu erfðaefnis mannsins, þekkingar- starf sem mun leiða til ÁrniRagnar mikilla landvinninga í Árnason læknavísindum. Þekk- ing á grundvelli manns- ins, erfðum hans og eiginleikum mun skapa grunn að nýjum aðferðum í baráttu við sjúkdóma, hrörnun, slit og afleiðingar slysa og veikinda. I fyrra mánuði var Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi afhent- ur nýr búnaður, holómsjá til rann- sókna á meltingarsjúkdómum. Hún færir okkur stórt skref áfram í við- brögðum við þessum sjúkdómum sem hafa áhrif á líðan og starfsgetu margra. Hún gefur skýrari gögn og myndir svo sjúkdómsgreining er nú öruggari og fljótari en áður. Ná- kvæmni hennar veldur því að hana má nota til leitar að sjúkdómum á frumstigum, þ.e. að byrjunarein- kennum. í síðustu viku fréttist að í undir- búningi er nú hér á landi átak tO að vekja og fræða almenning, vitundar- vakning um einkenni nokkurra mjög algengra meltingarsjúkdóma. Jafn- framt er haflð starf sérfræðinga- nefndar á vegum landlæknis og starfshópa læknafélaga á ýmsum sérfræðisviðum við að leggja fræði- legan og faglegan grundvöll að skipulegri leit að sjúkdómseinkenn- um. Þetta starf byggir á þeirri vitn- eskju að þeim mun fyrr sem sjúk- dómur uppgötvast því auðveldari og kostnaðarminni verður meðhöndlun. Oþægindi, tekjumissir og önnur neikvæð áhrif á líf fólks verða líka því minni. Mestu varðar að því meiri líkur eru á árangri. Fyrirbyggjandi heilsugæsla Leit að byrjunareinkennum er grundvöllur forvarna og fyrirbyggj- andi heilsugæslu við sjúkdómum sem læknar þekkja á frumstigum. Það á við um marga algenga melting- arsjúkdóma og krabbamein. Til að tryggja árangur þarf fleira til en hol- skoðun sjúklinga: skráningu kirti- læxla, sem eru meðal fyrstu ein- kenna krabbameinssjúkdóma; skipulega og reglubundna skimun eftir öðrum einkennum sjúkdóma OP^ 55. ÚTIYISTAR a* NARKAÐUR við Faxafen i Roykjavík Vísindi Árangursríkar forvarnir og fyrirbyggjandi heilsugæsla, segir Árni Ragnar Arnason, grundvallast á vitund almennings og almennum vilja fólks til þátttöku áður en sjúk- dómar gera vart við sig. ásamt skráningu; ættfræðitengda skrá vegna áhættu í fjölskyldum þeirra sem greinast og aldurshópum. Þessar aðgerðir ásamt rannsóknar- leit að einkennum mynda heildstætt leitar- og forvarnanet og verða grunnur fyrirbyggjandi heilsugæslu gagnvart meltingarsjúkdómum, þ. á m. krabbameinum. Það starf' krefst þátttöku heimilis- og heilsugæslu- lækna, sérfræðilækna og síðast en ekki síst almennings sem á að njóta þjónustunnar og ávinningsins. Þegar uppbygging heilsugæslu- stöðva hófst var talað um fyrirbyggj- andi heilsugæslu. Hingað til hefur hún aðeins náð til eftirlits með heilsu þungaðra kvenna, nýbura og mæðra þeirra. Krabbameinsleit er einungis á vegum leitarstöðvar Krabbameins- félagins og beinist eingöngu að kon- um. Árangursríkar forvarnir og fyrir- byggjandi heilsugæsla grundvallast á vitund almennings og almennum vilja fólks til þátttöku áður en sjúk- dómar gera vart við sig. Árangur verður betri heilbrigðisþjónusta og betra heilsufar, aukin lífsgæði. Hér er eindregið hvatt til þess að fyrirbyggjandi heilsugæsla verði stórum aukin. Heilsugæslustöðvar og heimilislæknar annist skipulega leit meðal allra áhættuhópa að ein- kennum sjúkdóma sem læknisfræðin þekkja á frumstigum og bregðist við byrjunareinkennum með smærri að- gerðum og meðferð. Meðhöndlun sjúkdóma á frumstigi verður miklu kostnaðai-minni og líklegri til árang- urs en langt genginna sjúkdóma. Með forvörnum og fyrirbyggjandi heislugæslu og heilbrigðisþjónustu má bæta lífsgæði íslendinga í fram- tíðinni og spara fé til annarra við- fangsefna sem einnig eru mikilvæg og bi-ýn. Ég skora á alla þá sem láta sig þessi mál varða að taka undir og vinna eindregið að þessari útvíkkun fyi-irbyggjandi heilsugæslu. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisfíokksins fyrir Reykjanes- kjördæmi. HRINGRASARDÆLUR DAB dælurnar eru sér- staklega hljóðlátar, eyðslugrannar og af- kastamiklar. Fjölbreytt úrval af hring- rásardælum, skolpdælum o.s.frv. frá DAB. Leitið upplýsinga VATNSVIRKINN ehf. ÁRMIÍIA 21 • SlMI 533 2020 • FAX 533 2022 —Stöðugt rennsli í 45 ór — MEÐGÖNG UBELTI Þumalína, Pósthússtræti 13 Utsalan er hafin 40% afsláttur kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.