Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 13.07.2000, Síða 72
72 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTHAÖI SARBPLÖNTUSTÖÐ Tilboð: Alparifs 450, öljdmispill 290 Bldtoppur 450, Alaskavíðir 100, Strandavíðir 100 og margt f leira d mjög hagstœðu verði. Loðkvistur, Sultoppur, Hélurifs, Bersarunni, Eðalrdsir, Sullklukkurunni, ööngustafur fjandans. Runnar, tré og blóm í garða. í skógrœkt: lerki, ösp, stafafura, sitkagreni, sitkaelri og birki. Upplýsingar í 4834840. Netpóstur: natthagi@centrum.is Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. júlí 2000. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.303.025 kr. 230.302 kr. 23.030 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.049.248 kr. 500.000 kr. 1.024.624 kr. 100.000 kr. 204.925 kr. 10.000 kr. 20.492 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 10.091.742 kr. 1.000.000 kr. 2.018.348 kr. 100.000 kr. 201.835 kr. 10.000 kr. 20.183 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.933.366 kr. 1.000.000 kr. 1.986.673 kr. 100.000 kr. 198.667 kr. 10.000 kr. 19.867 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.148.115 kr. 1.000.000 kr. 1.829.623 kr. 100.000 kr. 182.962 kr. 10.000 kr. 18.296 kr. 3. ftokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.182.470 kr. 1.000.000 kr. 1.636.494 kr. 100.000 kr. 163.649 kr. 10.000 kr. 16.365 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.949.465 kr. 1.000.000 kr. 1.589.893 kr. 100.000 kr. 158.989 kr. 10.000 kr. 15.899 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.494.826 kr. 1.000.000 kr. 1.498.965 kr. 100.000 kr. 149.897 kr. 10.000 kr. 14.990 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: : Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.408.368 kr. 100.000 kr. 140.837 kr. 10.000 kr. 14.084 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Snilldartillaga FTRIR nokkrum dögum heyrði ég viðtal við landbún- aðarráðherra í sjónvarpinu. Þar lagði hann fram tillögu um hvemig væri hægt að lækka matvöruverð. Tillag- an var á þá leið að fella niður virðisaukaskatt af matvæl- um og hækka stóreigna- skatt i staðinn. Tekjur ríkis- ins af virðisaukaskatti af matvælum eru um það bil 10 milljarðar á ári og tekjur vegna sértæks eignaskatts 900 milijónir. Sá sem á litla íbúð þarf að greiða sértæk- an eignaskatt. Tillagan þýð- ir að til að mæta tekjutapi vegna niðurfellingar á virðisaukaskatti á matvæl- um þarf að hækka sértækan eignaskatt um að minsta kosti 1100%. Á annað þús- und prósent! Ekkert hálf- kák á ferðinni hér. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að þetta væri vitlausasta tillaga sem stjómmálamaður hefði borið á torg í langan tíma. En eftir að hafa hugsað mál- ið betur komst ég að því að tillagan er snilld. Hér er um alveg nýja hugsun að ræða. Og það er ekki slæmt þegar um framsóknarmann og verðandi flokksformann er að ræða. Við einfaldlega lækkum verð á matvælum með því að framkvæma eignaupptöku á húseignum landsmanna. Notum upp- safnaðan spamað í húsnæði til greiða niður verð á toll- vemdaðri matvöm. Mögu- leikamir sem þessi frum- lega hugsun opnar em óendanlegir. Og af hveiju að halda sig eingöngu við hús- eignir? Landsmenn eiga töluverðar upphæðir í líf- eyrissjóðum sem hægt er að nálgast með svipuðum að- ferðum. Þessi tillaga á svo sannarlega skihð að fá mikla og vandaða umræðu. Mér segir þó svo hugur að ekki sjái allir fegurðina sem felst í þessari nýju hugsun fram- sóknarráðheirans. Og þó. Þorsteinn Bergmann Einarsson, Klapparstíg 1, R.vík. Þakkir Kæri Velvakandi. Við hjónin fómrn á Kristnihátíð á Þingvöllum enda var okkur boðið þang- að eins og öðrum þegnum þessa lands og við emm vön að segja já takk, þegar okk- ur er boðið í veislu, og fómm í betri föt en við emm í dagsdaglega og þáðum boð „ríkisstjómarinnar". Og fannst okkur vera tími til að gleðjast og þakka sér- staklega íyrir hvað við Is- lendingar fómm vel út úr síðustu jarðskjálftum t.d. og hvað við yfirleitt höfum það gott þegar allt kemur til alls. Við vorum við hátíðarmess- una og fannst okkur það al- veg meiri háttar. Maður hreinlega fann hlýjuna og orkuna umvefja sig. Þjóðin er svo ótrúlega sterk þegar hún stendur saman. Við vissum hvenær við kom- umst austur og hvenær við komumst aftur heim, það var margbúið að segja frá því í fjölmiðlum. Við þökkum innilega íyrir okkur. Það var alveg sér- staklega gott veður sem er gott dæmi um hvað vakað er yfir þessu landi ogþjoð. Björg Björgvinsdóttir. Tapad/fundid Bfllykill í óskilum Volkswagen-lykill með fjar- stýringu fannst í Glæsibæ 1. júní sl. Upplýsingar í síma 694-4730. Kvengleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töpuð- ust mánudaginn 10. júlí sl. á milli kl. 17-18 á milli Vita- stígs og Barónsstígs. Tapið er mjög bagalegt fyrir eig- andann. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Áslaugu í síma 581-4501. Nýtt gullarmband tapaðist NÝTT gullarmband tapað- ist 6.júlí sl., annað hvort í Kringlunni eða í Árbæjar- sundlaug. Vinsamlegast haf- ið samband í síma 553-3067. Gsm sími tapaðist GSM sími tapaðist líklega á Landsmóti Hestamanna í Víðidal. Þetta er gamall Ericson 638 sími með rauðu spjaldi framan á og hann var í tösku úr gallaefni með langri 61. Finnandi vinsamiegast hafi samband í síma 557- 8315. Reymond Weil kvenúr tapaðist REYMOND Weil kvengull- úr tapaðist, annað hvort á Laugaveginum eða í Þing- holtunum, sunnudaginn 9. júll sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 697-5793. Dýrahald Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR fannst í Garðabæ föstudaginn 7. júlí sl. Hann er blár að lit. Eig- andi getur haft samband í síma 565-8996. SKÁK llnisjón Helgi Áss Grétarsson Staðan kom upp á svæðamótinu í Jerevan og hafði armenska ungstimið Levon Ar- onjan (2.587) hvítt gegn Tyrkjanum Selim Gurcan (2.306). 19. Bb5H bxc3 Ekki stoð- aði að leika 19.... Dxb5 þar sem eftir 20. Rxb5 Bxf5 21. exf6 Bd7 22. fxe7 hefur hvitur manni meira. 20. exf6 Dxb5 21. Dxb5 Bxb5 22. fxg7! Hg8 23. Hxb5 cxb2 24. Hb7 f6 25. Hgl a5 26. Hg6 og svartur gafst upp. COSPER Ég endurtek: 3. hæð, mittisólar, belti og axlabönd. Víkverji skrifar... FYRIR skömmu vitnaði Víkverji í ágæta grein sem Már Jónsson sagnfræðingur ritaði í Fréttabréf Sagnfræðingafélags Islands. Af þessu tilefni hefur Kristjana Krist- insdóttir sent Víkverja bréf til upp- lýsingar. Þar segir: „í greininni sem birtist í Frétta- bréfi Sagnfræðingafélags íslands nr. 115 segir m.a: „Enn verri er skortur á skrám yfir skjöl og bréf og efni handrita. Veikburða tilraunir í þá átt að auka við slíkt vekja ekki miklar vonir um árangur allra næstu árin og fari svo fram sem horfir verður ástandið síst betra í lok þessarar ald- ar en það er nú: alltof mikið efni er og verður illa skráð eða óskráð." Hér á Már örugglega m.a. við skjalasöfn í vörslu Þjóðskjalasafns Islands og vinnu skjalavarða á safn- inu. Ég er sammála efni greinar Más en vil vegna ofangreindra orða taka fram til að fyrirbyggja misskilning að frá árinu 1985 hafa m.a. eftirfar- andi skjalasöfn verið skráð og gerð aðgengileg til rannsókna á Þjóð- skjalasafni: Landfógeti, Skrifstofa forseta ís- lands, forsætisráðuneyti, fjármála- ráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, menntamála- ráðuneyti, samgönguráðuneyti, Sendiráð Islands í London, Sendiráð Islands í París, Sendiráð Islands í Washington, Ræðismaðurinn í New York, Sögusafn utanríkisráðuneytis- ins, Efnahagsstofnun, Fiskifélag ís- lands, Fasteignamat ríksins, Menn- ingarsjóður og menntamálai’áð, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skipaútgerð ríkisins, Matsnefnd eignamámsbóta, Fiskimálasjóður, Ríkisútvarp, Landlæknir, Áburðar- verksmiðja ríkisins, Myndlista- og handíðaskólinn, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Sýslumaðurinn á Akur- eyri, Sýslumaðurinn í Kópavogi, Sýslumaðurinn á Húsavík, Sýslu- maðurinn í Stykkishólmi, Sýslumað- urinn í Rangárvallasýslu, Sýslumað- urinn í Strandasýslu, Landnám ríkisins, BSRB, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Náttúruverndarráð, Framkvæmdastofnun ríkisins, Holdsveikispítalinn Laugamesi/ Kópavogi, Húsmæðrakennaraskóli/ Hússtjómarkennaraskóli íslands, Skattstjóri Reykjaness, Skattstjóri Norðurlands eystra, Fræðslustjóri norðurlandsumdæmis vestra, Fræðslustjóri norðurlandsumdæmis eystra, Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, Biskup íslands og Viðlagasjóður. Ég nefni ekki einkaskjalasöfnin enda listi yfir 600 skjalasöfn of lang- ur fyrir stutta athugasemd. Jafn- framt hefur á undanfömum áram verið unnið að endurskráningu eldri skjalasafna t.d. Rentukammers og skjalasafns presta og prófasta. Auk þess hefur í samvinnu við Þjóðskjala- safn m.a. verið unnið að útgáfu Manntalsins 1910 og Alþingisbóka. Rétt er að geta þess að ekkert þeirra skjalasafna sem hér hefur ver- ið nefnt hefur verið skráð og gert að- gengilegt eftir sérstaka ábendingu eða hvatningu frá kennumm í sagn- fræði við Háskóla íslands. Hvað em sagnfræðingar að hugsa? Gott tækifæri, til að kynna sér efni skjala og handrita í vörslu safnsins, gefst á sýningunni „Kristni í þúsund ár“, en hún er unnin af starfsmönn- um Þjóðskjalasafns.“ XXX AÐ undanförnu hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um brottkast fisks. Oft hefur verið fjallað um þetta á liðnum áram, en umræð- an nú fór af stað ekki síst fyrir fram- kvæði Magnúsar Þórs Hafsteinsson- ar, fréttamanns á Ríkisútvarpinu, en hann hefur sýnt og sannað að hann býr yfir mikilli þekkingu a sjávarút- vegi. Forsvarsmenn LÍÚ virðast ekki kunna að meta fréttaflutning Magnúsar því fyrir nokkrum dögum sendu þeir stjórnendum RÚV bréf þar sem stór orð em höfð um vinnu- brögð Magnúsar og hann sakaður um að reka áróður gegn kvótakerf- inu. í kastíjósþætti í síðustu viku lét Friðrik Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍU, óánægju sína í ljós með áberandi hættí með því að gera lítið úr spurningum Magnúsar og þar með honum sjálfum. Ovenjulegt er að sjá forsvarsmenn hagsmunasam- taka leggja fréttamenn í eineltí eins og þarna virðist vera á ferðinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.