Morgunblaðið - 14.07.2000, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samtökin PATH verða formlega stofnuð við athöfn á skemmtistaðnum Astró í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Frá vinstri: Víkingnr Viðarsson, Hildur Sverrisdóttir og Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Ana Milovic og Predrac Micacovic eru fulltrúar Bosníu og Júgóslavíu á ráðstefnunni.
Berjast saman
gegn ddpinu
Hugmyndin að PATH-samtökunum kviknaði á íslandi,
en þetta eru samevrópsk samtök sem beita sér gegn
eiturlyfj anotkun ungmenna. Gunnlaugur Arnason hitti
driffiaðrir samtakanna, íslendingana Jóhannes Kr.
Kristjánsson, Víking Viðarsson og Hildi Sverrisdóttur,
og ræddi jafnframt við fulltrúa PATH í Bosníu og Júgó-
slavíu sem staddir eru hér á ráðstefnu samtakanna.
HUGMYNDIN að samtökunum
kviknaði hjá Jóhannesi Kr. Krist-
jánssyni fyrir þremur árum en
hann starfaði þá fyrir Jafningja-
fræðsluna. Þar kynntist hann Hildi Sverris-
dóttur og endurnýjaði kynni sín við Víking
Viðarsson, en þeir útskrifuðust báðir frá
Fjölbrautaskólanum í Armúla og voru virkir í
félagslífi innan veggja skólans. „Við Jóhann-
es hittumst aftur í Jafningjafræðslunni og má
segja að við höfum verið í dópinu síðan,“ segir
Víkingur og horfir brosandi til Jóhannesar.
Að sögn Jóhannesar kviknaði hugmyndin að
PATH út frá aðferðafræði Jafningjafræðsl-
unnar sem útlistar að það sé rætt við ungt
fólk sem jafningja en ekki með sífelldum
predikunum, eins og nafnið gefur til kynna.
Markmið samtakanna er að kynna fyrir
ungmennum í Evrópu að það sé hægt að lifa
lifinu á lifandi og skemmtilegan hátt án þess
að nota eiturlyf og benda á aðra valmögu-
leika.
Uppbygging samtakanna er, að sögn Jó-
hannesar, þannig að skipaðar hafa verið svo-
kallaðar landstjórnir í hverju landi fyrir sig
sem hafa ákveðið frelsi til þess að stjórna
verkefninu eftir sínu eigin höfði, en mikill
munur er til dæmis á íslandi þar sem umræð-
an snýst enn mikið um unglingadrykkju og
svo í Hollandi þar sem notkun kannabisefna
hefur verið lögleidd. Hildur tekur undir
þetta. „Af því að þetta er Evrópuverkefni er
það svolítið erfitt að setja niður á blað hvern-
ig við ætlum að taka á málunum vegna þess
hve menningarheimar álfunnar eru í raun
ólíkir,“ segir hún. „Bara það að skilgreina
hvað eru eiturlyf getur verið mismunandi eft-
ir löndum svo hver landstjórn verður að hafa
ákveðið frelsi til þess að móta PATH eftir því
hvernig málum er háttað í viðkomandi landi,“
segir Hildur, en Evrópu hefur verið skipt upp
í svæðisstjórnir og eru þær átta talsins og
formenn yfirráðasvæða mynda síðan aðal-
stjórn samtakanna.
Mikill stuðningur í Evrópu
Undirbúningur að samtökunum hefur stað-
ið í þrjú ár og í byrjun voru margir sem efuð-
ust mikið um það að PATH myndi einhvern
tíma líta dagsins ljós.
„Þetta byrjaði nú bara með því að senda
tölvupóst út um alla Evrópu og Jóhannes var
eingöngu í því fyrstu mánuðina, en mörgum
þótti við setja markið of hátt,“ segir Víkingur
og Jóhannes bætir við: „Við einbeittum okkur
að hverju landi fyrir sig og við höfum unnið
þetta mjög markvisst, haft samband við svip-
uð samtök, sem og mannúðarsamtök, annars-
staðar í Evrópu og talað við háttsetta menn,
bæði hérlendis og erlendis. Við notuðum Net-
ið mjög mikið, en það er endalaust hægt að
feta sig áfram þar. Einnig höfum við leitað til
ýmissa stofnana í Evrópu sem hafa getað
bent okkur á forvamarsamtök og æskulýðs-
samtök almennt í álfunni. Með þessu höfum
við náð að byggja upp víðfemt tengiliðanet
sem spannar alla Evrópu.“
Að sögn Víkings hafa sendiráð Islands er-
lendis hjálpað mikið. „Sendiherrar okkar er-
lendis hafa stutt dyggilega við bakið á okkur
og hjálpað okkur að komast í samband við
fólk sem hefur með forvarnir að gera,“ segir
Víkingur. Að sögn Jóhannesar reyndist
Benedikt Jónsson, sendiherra í Genf, þre-
menningunum sérstaklega vel en hann kom
þeim í samband við Gro Harlem Brundtland,
aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar, sem lofaði framtakið og
lýsti yfir stuðningi sínum. Einnig hafa fleiri
frammámenn á alþjóðavísu sýnt samtökunum
stuðning, svo sem Romano Prodi, forseti
Evrópusambandsins. Jóhannes ferðaðist svo
nýverið til Suður-Afríku og fundaði þar með
Nelson Mandela, væntanlegum heiðurs-
verndara samtakanna.
Af tilviljun í forvarnarstarf
En hvað kom til að þremenningarnir tóku
til við að berjast gegn eiturlyfjum? „Ég byrj-
aði að vinna fyrir Jafningjafræðsluna 1996
fyrir algjöra tilviljun," segir Hildur. „Mig
vantaði vinnu um sumarið og bauðst svo starf
þar. Ég hafði alltaf verið á móti eiturlyfjum
en það að starfa hjá Jafningjafræðslunni mót-
aði skoðanir mínar enn frekar og mig langaði
til þess að gera eitthvað meira.“
Að sögn Jóhannesar hafði hann aldrei
starfað við forvarnir áður en hann byrjaði hjá
Jafningjafræðslunni. „Ég hreifst algjörlega
af aðferðafræðinni sem liggur að baki Jafn-
ingjafræðslunni," segir Jóhannes. „Ég fann
mig gífurlega vel þar, fannst gaman að starfa
með ungu fólki og PATH er að miklu leyti
byggt á þessari aðferðafræði, sem gengur út
á það að virkja ungmenni í lífinu án fíkniefna
og greiða leiðina fyrir samskiptum á jafnvæg-
isgrundvelli."
Það sama var uppi á teningnum hjá Vík-
ingi. „Það sem hreif mig mest var sú hug-
mynd að vinna með ungu fólki, en ekki endi-
lega eingöngu fyrir ungt fólk, en bæði
Jafningjafræðslan og PATH eru samtök ungs
fólks þar sem það er sjálft við stjórnvölinn.“
íslensk stjórnvöld, Reyjavíkurborg og fyr-
irtæki svo sem íslandsbanki og Samskip hafa
stutt dyggilega við bakið á samtökunum.
Blaðamaður hafði samband við Sólveigu Pét-
ursdóttur dómsmálaráðherra og sagði hún
verkefnið vitnisburð um það hvað ungt fólk
getur sjálft áorkað í baráttunni gegn eitur-
lyfjum. Ennfremur sagði ráðherra framtakið
sýna stórhug og áræði og af þeim sökum hef-
ur ríkisstjórn Islands styrkt verkefnið mynd-
arlega og hvatt ráðamenn erlendis til þess að
gera hið sama. Reykjavíkurborg hefur einnig
stutt heilshugar við bakið á PATH og tals-
maður þeirra sagði framtakið lofsvert. „Við
höfum fengið mikla hjálp frá fjölmörgum ís-
lenskum aðilum. Ríkisstjórnin hefur stutt
okkur mikið, með dómsmálaráðuneytið í far-
arbroddi, sem og Reykjavíkurborg en einnig
eru fyrirtækin Samskip og íslandsbanki með-
al okkar aðalstyrktaraðila. Án þessara aðila
hefðu samtökin aldrei komist á legg,“ segir
Jóhannes. „Mér finnst það aðdáunarvert að
íslenskir aðilar standi svona á bak við sam-
evrópskt verkefni, en þó svo að við höfum
fengið stuðning annarsstaðar í Evrópu hefur
hann aðeins verið munnlegur.“
Margt spennandi framundan
Það er margt og mikið spennandi framund-
an hjá PATH. „Markmið okkar er að vera
eins sýnileg og mögulegt er í Evrópu," segir
Hildur og taka þeir Víkingur og Jóhannes
undir það. „Við stefnum að því að setja upp
gagnabanka þangað sem forvarnar- og æsku-
lýðsfélög geta sótt upplýsingar. Til dæmis ef
nýtt forvarnarverkefni gengur vel í Dan-
mörku þá geta félög á Ítalíu fengið greiðan
aðgang að öllum upplýsingum um verkefnið
og þannig er hægt að auka samskiptaflæðið á
milli samtaka sem eru að vinna að forvörnum
í Evrópu,“ segir Jóhannes. „Við höfum verið í
samstarfi við Flakkferðir, sem bjóða upp á
skemmtilegar ferðir bæði innan- og utan-
lands, þar sem eina skilyrðið er að skemmta
sér án nokkurra vímuefna. PATH2001, lest-
arferð um Evrópu sumarið 2001 tekur þessar
ferðir til fyrirmyndar. Einnig stefnum við á
að byrja á hinum ýmsu þjálfunai’verkefnum
og munum við funda með ungu fólki um alla
Evrópu til þess að kynna samtökin, en PATH
hefur þegar opnað skrifstofur í 32 löndum.
En í augnablikinu erum við að einbeita okkur
að því að gera þessa ráðstefnu sem skemmti-
legasta og erum við í samvinnu við Menning-
arborg 2000 sem er með margar skemmtileg-
ar uppákomur."
Táknræn samvinna
Fulltrúar PATH annarsstaðar í Evrópu
sækja ráðstefnuna í Reykjavík. „Við héldum
vinnufund í Sarajevó nýverið og okkur finnst
það mjög táknrænt hve unga fólkið frá Balk-
anlöndunum hefur unnið saman á jákvæðan
hátt að PATH,“ segir Jóhannes, en fulltrúar
Bosníu og Júgóslavíu eru staddir á landinu
vegna ráðstefnunnar. Ana Milovic, fulltrúi
Bosníu, og Predrac Micakovic, fulltrúi Júgó-
slavíu leist strax vel á PATH. Jóhannes hafði
samband við mannúðarsamtökin sem þau
starfa fyrir í heimalöndum sínum. Predrac
starfar fyrir flóttamannasamtök í Júgóslavíu
en Ana fyrir samtök af svipuðum toga sem
einblína á ástandið á Norður-írlandi. „Mér
fannst þetta mjög áhugavert, en eiturlyf eru
stórt vandamál í Bosníu," segir Ana og heldur
áfram: „Eftir að stríðinu lauk hefur verið
mjög auðvelt að nálgast eiturlyf, þau eru
mjög ódýr, og lögin ena ekki nógu skýr um
notkun eiturlyfja. Þess vegna held ég að sam-
tök eins og PATH falli vel inn í myndina í
Bosníu, en fólk er enn að ná áttum eftir stríð-
ið og því er nauðsynlegt að hefja forvarnar-
starf eins fljótt og hægt er.“
Að sögn Predracs er ástandið einnig slæmt
í Júgóslavíu og öðrum héruðum Serbíu. „Að-
ur fyrr var þetta ekki mikið vandamál, krakk-
ar fiktuðu við þetta, en nú er orðið miklu
meira um alvarleg eiturlyf og er algengt að
krakkar noti kannabisefni í skólum. Miklir
erfiðleikar hafa skapast vegna stríðsins, ungt
fólk er rótlaust, og viðskiptahömlurhafa haft
áhrif á stöðu mála og litlir fjármunir eru til
sem hægt er að veita í forvarnir. Einnig býð-
ur ástandið í landinu upp á að lítið sé aðhafst,
en það er auðvelt að hafa stjórn á þjóð undir
áhrifum eiturlyfja,“ segir Predrac.
„Ungt fólk í Júgóslavíu er búið að fá nóg af
predikunum frá yfirvöldum, ekki gera þetta
og ekki gera hitt. Þess vegna tel ég að að-
ferðafræði PATH eigi svo vel við í Júgóslavíu,
en einmitt það að leggja áherslu á að það sé
hægt að lifa skemmtilegu lífi án eiturlyfja,
ekki vera með einhverjar þvinganir og hótan-
ir, og benda á aðra valmögleika hentar eflaust
hvergi betur en þar,“ heldur hann áfram og
er Ana sammála honum og segir ástandið
svipað í Bosníu og segja þau að það skipti þau
miklu máli að önnur lönd í Evrópu sýni áhuga
á því að vinna með ungu fólki frá Balkanlönd-
unum. „Við erum illa stödd fjárhagslega og
höfum verið svo einangruð í langan tíma,“
segir Predrac og bætir við í lokin: „Þetta hef-
ur mikla þýðingu fyrir okkur og merkir að
ungu fólki annarsstaðar í Evrópu er annt um
velferð okkar, sem við metum mikils.“