Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 27

Morgunblaðið - 14.07.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2000 27 LISTIR CAPUT-hópurinn. Morgunblaðið/Kristinn Kammersveit Reykjavíkur. Samningar um stuðning við C APUT og Kamm- ersveit Reykjavíkur DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og starfandi menntamálaráðherra, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari fyrir hönd Kammersveitar Reykjavíkur og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari fyrir hönd CAPUT undirrituðu á miðvikudag samninga um stuðning við starfsemi þessara tveggja tón- listarhópa. Samningarnir sem undirritaðir voru gilda til 31. desember 2002. í tilkynningu segir, að þetta sé í fyrsta skipti sem gerðir eru samningar með þessum hætti við tónlistarhópa, en hingað til hafa þessh' hópar fengið styrki til ákveðinna verkefna. Til- gangurinn með samningunum er að skjóta styrkari stoðum undir starf- semi þessara tónlistarhópa, sem hafa skapað sér sérstakan sess í ís- lensku tónlistarlífi, og gera þeim bet- ur kleift að skipuleggja starf sitt til lengri tíma. Samkvæmt samningun- um eiga hóparnir að halda árlega ákveðinn fjölda tónleika á íslandi, starfa með öðrum aðilum að flutningi á íslenskum og erlendum tónverkum hér heima eða erlendis og taka þátt í útgáfu á hljómdiskum. A samnings- tímanum leggur menntamálaráðu- neytið CAPUT til 2 m.kr. og Kamm- ersveit Reykjavíkur 3,5 m.kr. á ári í beinum fjárframlögum. Kammersveit Reykjavíkur hefur í aldarfjórðung starfað ötullega að því að flytja kammertónlist frá ýmsum tímaskeiðum, bæði barokktónlist og nútímatónlist. Sveitin hefur frum- flutt fjölda kammerverka á íslandi og mörg tónskáld, bæði íslensk og erlend, hafa samið verk fyrir hana. Sveitin heldur árlega nokkra tón- leika á Islandi og hefur oft komið fram á Listahátíð í Reykjavík. Kammersveitin hefur haldið fjölda tónleika erlendis á starfsferli sínum og kynnt erlendum áheyrendum ís- lensk tónverk. I ár lék Kammer- sveitin m.a. við upphaf menningar- borgarársins, tók jjátt í tónleikaröð Tónskáldafélags Islands auk fleiri tónleika sem hún hefur haldið eða mun halda í ár. Einnig vinnur sveitin að ýmsum hljóðritunarverkefnum. Á næstunni mun sveitin leika á tónlist- arhátíðinni „Euromusicale“ í Mún- chen og halda tónleika á þjóðardegi Islands á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover. Tónlistarhópurinn CAPUT hefúr starfað í rúm 10 ár. Hann hefur ein- beitt sér að flutningi og upptökum á samtímatónlist. Mörg tónskáld hafa samið tónverk fyrir CAPUT og hóp- urinn hefur sjálfur pantað fjölda verka eftir íslensk og erlend tón- skáld til frumflutnings hér á landi og erlendis. Á þessu ári frumflytur CAPUT um 12 ný tónverk sem eru sérstaklega samin fyrir hópinn. Ár- lega heldur CAPUT nokkra tónleika á Islandi og erlendis og vinnur að hljóðritunum. Frá árinu 1997 hefur CAPUT verið í samstarfi við BIS- útgáfuna í Svíþjóð um útgáfu geisla- diska sem margir hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Einnig er hópurinn í samstarfi við aðra útgefendur. I ár hefur CAPUT þegar haldið nokkra tónleika m.a. í tónleikaröð Tón- skáldafélags íslands og fleiri tónleik- ar eru á dagskrá hópsins hér heima í ár. I haust fer hópurinn í tónleika- ferð til Vesturheims á vegum landa- fundanefndar og heldur tónleika, í samvinnu við Reykjavík - menning- arborg Evrópu, í Prag og Bologna. Samningana er að finna á heima- síðu menntamálaráðuneytis. Slóðin er www.mrn.stjr.is, nánar tiltekið undir lögum og reglugerðum. Islendingur og Eistar sýna Nýlistasafninu TVÆR sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu í kvöld. Ónnur er sýning Gústavs Geirs Bollasonar sem sýnir teikningar/tjósmyndir, teikningar og málverk. Verkin sem hann velur saman (og eiga reyndar saman) eiga það helst sameiginlegt að leitast við að koma til skila tilfinningu um tímarás skoðunar og eins eru þau tilraunir til að sýna gangvirki myndar. Verkin eru frá árunum 1996-2000. Hin er sýning eist- nesku ljósmyndaranna Herkki Erich Merila (f. 1964) og Peeter Maria Laurits (f. 1962) en þeir hafa unnið saman í meira en tíu ár. Árið 1992 hófu þeir starfrækslu á myndveri sem þeir kalla „De- Studio“. „De“ er öfugt forskeyti úr latínu og táknar til dæmis „Af“ eins og í „afbyggingu" eða „af- vopnun“. Það sem „DeStudio" leggur áherslu á er að vinna með ímyndir úr auglýsinga- og afþrey- ingariðnaði samtímans, túlka þær og setja í óvenjulegt samhengi. Á sýningunni í Nýlistasafninu eru einnig sjálfstæð verk þeirra tveggja sem ekki eru gerð í nafni myndversins þannig að um er að ræða sýningu þriggja mismunandi aðila þeirra Peeter, Herkki og DeStudio. Sýningin er úrval síð- astliðinna tíu ára. Morgunblaðið/Ami Sæberg Listamennirnir þrír sem opna sýningar í Nýlistasafninu í kvöld. Föt og skór - a 111 að 90% afsláttur F Utsölumarkaðurinn að Skú lagötu 63 heldur áfram 0pið Mán. - Lau. 12:00 - 18:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.