Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 18.08.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 187. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Miklar skemmdir grein- ast á framenda Kúrsk ALLAR tilraunir Rússa til að bjarga kafbátnum Kúrsk hafa til þessa mis- tekist en rússneskir björgunarsér- fræðingar og sérfræðingar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sögðust í gær vera þess fullvissir að ef áhöfn Kúrsk væri á lífi þai- sem báturinn liggui- á 107 metra dýpi í Barentshafi yrði unnt að bjarga henni um borð í breska LR5-björgunarkafbátinn sem nú er verið að flytja á slysstað auk sérsveitar norskra kafara. Fyrst var talið að erlendu björgunarsveitimar kæmust á slysstað síðar í dag eða á morgun en greint var frá því í gær að ekki væri von á þeim fyrr en á sunnu- dag. Ekki hefur greinst neitt lífsmark með áhöfn Kúrsk í þrjá sólarhringa. Sérfræðingar greindu frá því í gær að greinilegt væri af neðan- sjávarmyndum sem rússneskir björgunarmenn hafa tekið af Kúrsk að framendinn væri mikið skemmdur og sögðu Bretar í gær að svo virtist sem báturinn hefði orðið fyrh- „stór- skemmdum" þegar mikil orka hefði leyst úr læðingi. Jafnframt því telja menn þó miklar líkur á að LR5 nái festu á skrokki Kúrsk við óskemmd- an neyðarhlera. Fyrstu myndir frá slysstað Af myndum þessum að dæma er fremri neyðarhlerinn, sem er stað- settur framan við miðja brú bátsins, skemmdur en sá aftari virðist AP Rússneska björgunarskipið Rúdnetský lætur smákafbát, ætlaðan til björgunaraðgerða, síga í hafið fyrir ofan staðinn þar sem kafbáturinn Kúrsk hvílir á 107 metra dýpi. 118 manna áhöfn er um borð í Kúrsk. óskemmdur. Þennan hlera er unnt að opna utan frá án aðstoðar sjóliða um borð í Kúrsk og eru menn vongóðir um að jafna megi þrýsting í bátunum tveimur. Þá sýna myndirnar, sem sýndar voru í sjónvarpi í Rússlandi í gær, að á stjómborða er hleri, sem lokar skotrauf fyrir flugskeyti, opinn og sjónpípa í brúnni er í efstu stöðu. Sýna myndimar einnig mikið brak bakborðamegin. Sérfræðingar breska varnarmálaráðuneytisins sögðu jafnframt í gær að mun minni halli væri á bátnum en áður hefði ver- ið talið eða 20° í stað 60°. Rússneska sjónvarpsstöðin RTR sýndi í gær fyrstu myndir frá slys- stað og hafði eftir björgunarmönnum að miklar líkur væm á, eftir skemmd- um að dæma, að hluti áhafnar hefði látist er slysið átti sér stað. Taldi fréttamaður RTR að miklar skemmdir væra á fremsta hluta Kúrsk, m.a. rými stjórnstöðvarinnar, og að það væri að öllum líkindum lok- að frá öðram rýmum. Enn er óvíst hversu miklar súrefn- isbirgðir era um borð í Kúrsk. Fyrst var því haldið fram að þær þryti í dag en háttsettir menn innan rússneska flotans hafa sagt að nægar birgðir séu fram til 25. ágúst eða lengur. Al- exander Pobozhý, aðmíráll í rúss- neska flotanum, sagði í gær að sannir kafbátaliðar misstu aldrei vonina um björgun. Á undan hafði hann og rúss- nesk sendinefnd fundað með sér- fræðingum NATO í Brassel þar sem stjóm björgunaraðgerða í Barents- hafi var rædd. CNN segir að á fund- inum hafi Pobozhý tjáð sérfræðing- um að fyrir nokkram áram hefði sovéskur kafbátur sokkið en áhöfn verið bjargað þremur vikum síðar. ,A1' reynslu okkar af sovéskum kaf- bátum að dæma getur þetta tekið allt að tveimur eða þremur vikum.“ Norsk og bandarísk herskip greindu tvær sprengingar á laugardag sem raktar era til slyss sem hafi gerst um borð í Kúrsk, líklega sprengingar í flugskeytarými fremst í kafbátnum. Rússneska Interfax-fréttastofan hef- ur hins vegar eftir aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands að Kúrsk hafi sokkið til botns eftir árekstur við stóran hlut. „Það varð árekstur milli kjamorkukafbátsins og einhvers annars þungs hlutar," sagði Ilýa Klebanov við fréttastoftina. ■ 26/Pútin forseti Lewinsky-málið Nýr kvið- dómur skipaður Washin^ton. AP. ROBERT Ray, sérskipaður saksókn- ari bandaríska dómsmálaráðuneytis- ins, hefur skipað nýjan kviðdóm til að fara yfir sönnunargögn gegn Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, vegna sambands hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta húss- ins. Koma fregnimar í kjölfar þess að Ray hét því fyrir skömmu að meta hvort ákæra ætti forsetann eftir að hann lætur af embætti í janúar á næsta ári. Talið er að kviðdómurinn muni fara yfir hvort Clinton hafi gerat sekur um meinsæri eða hindrað fram- gang réttvísinnar er hann neitaði því, eiðsvarinn, að hafa átt vingott við Lewinsky. Mun kviðdómurinn hafa verið skipaðurhinn ll.júlísl. Fregnirnar um málið á hendur for- setanum hófust í gærkvöld, sama kvöld og A1 Gore, varaforseti og fram- bjóðandi Demókrataflokksins í kom- andi forsetakosningum, átti að halda framboðsræðu sína í Los Angeles og taka við formlegri útnefningu flokks- ins. Embættismenn Hvíta hússins gátu vart varist reiði í gærkvöld og sagði Jake Siewert, talsmaður forset- ans, að tímasetningin kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess sem skrifstofa hins sérlega saksóknara hefði áður gert. Chris Lehane, talsmaður Gores, sagði tímasetninguna afar skringilega og að ljóst væri að repúblikanar vildu ein- blína á fortíðina. Þýzka farsímarásauppboðinu lokið Sex fyrirtæki fá rekstrarleyfí I A17P Frankfurt. AFP, UPPBOÐI þýzka ríkisins á rekstr- arleyfum í hinu væntanlega UMTS- farsímakerfi lauk í gær eftir 173 um- ferðir á 14 uppboðsdögum. Reyndist uppboðið sannkölluð gullnáma fyrir þýzka ríkissjóðinn en þegar upp var staðið skilaði það samtals sem svarar 3.660 milljörðum króna. Til stendur að öllum ágóðanum verði varið til að grynnka á skuldum þýzka ríkisins sem nálgast andvirði 55.000 millj- arða króna. Varð niðurstaðan sú, að öll sex fyr- irtækin sem eftir vora í kapphlaup- inu um hin eftirsóttu rekstrarleyfi fengu úthlutað umráðarétti yfir tveimur tíðnirásum í hinu nýja far- símakerfi sem mun leysa GSM-kerf- ið af hólmi á næstu áram. UMTS- kerfið er fært um að flytja boð með 40 sinnum meiri hraða en GSM-kerf- ið getur. Aðeins tólf tíðnirásir vora í boði en fram á síðasta dag uppboðsins vildu tvö stærstu fyrirtækin sem fyrir era á þýzka farsímamarkaðnum, T-Móbil og Mannesmann, ólm fá þrjár rásir til umráða. Minnst tvær tíðnirásir þarf til að hægt sé að veita UMTS-farsímaþjónustu í Þýzka- landi en þrjár þyrfti til að tryggja endurvarp um allt landið. Hefðu þessi tvö fyrirtæki ekki sætt sig við tvær rásir hefði uppboðinu verið haldið áfram unz eitt fyrirtæki til viðbótar heltist úr lestinni. Áður hafði Debitel, dótturfyrirtæki Swisscom, dregið sig í hlé þegar upp- hæðirnar vora orðnar of svimandi háar að þess mati. Sprengingar í Ríga Ósló. Morgimblaðið. AÐ MINNSTA kosti 21 maður særðist í tveimur sprengingum í Centrs-verslunarmiðstöðinni í Ríga, höfuðborg Lettlands, í gær- kvöld. Lettnesk lögregluyfirvöld töldu í gær að granur léki á að hryðjuverkamenn hefðu verið á ferðinni og vildu ekki útiloka að mafían stæði að baki sprengingun- um sem áttu sér stað með aðeins nokkurra mínútna millibili og ollu mikilli skelfingu meðal fólks sem var i verslunarmiðstöðinni. Urðu þær í matvöraversluninni Rimi, sem er í eigu norskra aðila. Yfir- maður afbrotadeildar lettnesku lögreglunnar var einn þeirra er særðust í seinni sprengingunni. A1 Gore tekur við AL Gore er ekki lengur varamaður í púlitík. í gærkvöld, eða sl. nútt að íslenskum tíma, átti hann að taka formlega við útnefningu banda- ríska Demúkrataflokksins sem for- setaframbjúðandi í kosningunum 7. núvember nk. I ræðu sinni á lands- þingi flokksins, er lauk í Los Angel- es í gærkvöld, vildi Gore hvelja Bandarikjamenn til að hafna Repúblikanaflokknum, sem myndi flytja þá „aftur til fortiðar", og lof- aði Gore betri tíð, framförum og árangri, næði hann kjöri. Kosningastjúri Gores sagði að með ávarpi sínu myndi Gore fá tækifæri til að tala við fúlk „sem heldur að hann sé leiðinlegur, stíf- ur gaur sem getur ekki komið fyrir sig orði“ og koma fram sem venju- legur maður. Enginn fúr í grafgöt- ur uin mikilvægi ræðunnar, sem Gore hefur verið undanfarna tvo mánuði að seinja. „Hann verður að flytja ávarp lífs síns,“ sagði öld- ungadeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein. „Hann þarf að taka þá arfleifð, sem honum hefur verið fengin undanfarin átta ár, og virki- lega marka henni framtíð." ■ Lieberman/27 M0R6UNBLAÐIÐ18. ÁGÚST 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.