Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jira Smart Thomas Moller, Sigmar B. Hauksson og Siv Friðleifsdóttir með eitt þeirra veggspjalda sem minna fólk á að safna notuðum skothylkjum og skila. Skotveiðitímabilið hefst 20. ágúst Skotveiðimenn hvattir til að safna notuðum SKOTVÍS, Olís og umhverfisráð- herra undirrituðu í gær nýtt um- hverfisátak sem miðar að því að hvetja alla, þó helst skotveiðimenn, til að safna notuðum skothylkjum en skilja þau ekki eftir á víðavangi. „Ef skotveiðimenn geta tekið með sér skothylki á veiðar þá hljóta þeir að geta tekið þau með sér heim,“ sagði Sigmar B. Hauksson formaður Skot- víss, félags skotveiðimanna. Átakið hófst formlega í gær en skotveiði- tímabilið hefst þann 20. ágúst nk. Sérstakir pokar hafa verið gerðir fyrir notuð skothylki sem má nálgast á bensínstöðvum Olís um allt land. Notuðu hylkjunum er hægt að skila á stöðvarnar en þar liggja einnig frammi þátttökuseðlar sem þeir sem skila hylkjunum geta fyllt út. Dregið verður úr seðlunum 23. des- ember nk. Vinningshafar geta hlotið hylkjum 75.000 kr. úttekt hjá Olís eða í verslun Ellingsen. Einnig hafa verið útbúin veggspjöld sem mun verða dreift um allt land til að minna fólk á að safna saman notuðum skothylkjum. Sigmar sagði strangar siðareglur gilda varðandi skotveiðar. í reglu- num væri m.a. kveðið á um góða um- gengni við náttúruna. Hann liti svo á að veiðimenn væru hluti af náttúr- unni og því skylt af ganga vel um hana. Það væru enda hagsmunir skotveiðimanna að veiðistofnar héld- ust í jafnvægi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra skoraði á skotveiðimenn að safna tómum hylkjum enda afar hvimleitt og að sjá rusl úti í náttúr- unni. Thomas Mpller, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Olís, fagnaði þessu samstarfi enda hefði fyrirtækið látið sig umhverfismál miklu varða. Jón Kjartansson SU-111 til hafnar Ahöfnin kom vél skipsins í gang NÓTA- og togveiðiskipið Jón Kjart- ansson SU-111 kom til hafnar á Eskifirði á tíunda tímanum í gær- morgun fyrir eigin vélarafli. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins í fyrra- dag, en að sögn Magnúsar Bjama- sonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystishúss Eskifjarðar, sem gerh- út skipið, eru skemmdir mun minni en talið var í fyrstu. Áhöfninni tókst að koma vél skipsins í gang í fyrrinótt. Skipta þarf um rafmagnskapla sem fóru í sundur í eldinum, en Magnús segir að ekki sé ljóst hversu langan tíma viðgerðirnar muni taka. Hann segir að megintjónið fyrir útgerðina sé vegna tapaðra veiði- daga meðan verið sé að gera við skemmdirnar. Jón Kjartansson var á kolmunna- veiðum í Rósagarðinum, 60 mílur austur af landinu, þegar eldurinn braust út. Skipið hafði fengið um 100 tonna afla áður en það neyddist til að halda til hafnar út af eldinum og var aflanum landað þegar skipið kom til hafnar. Lögreglan á Eskifirði er að rann- saka hver voru upptök eldsins en búist er við að sjópróf verði haldin í Héraðsdómi Austurlands á næstu dögum. Ekki ljóst hvenær verður af undirritun AÐ SÖGN Jóns Ragnarssonar, aðal- eiganda Hótels Valhallar, er ekki ljóst hvenær erlendi auðkýfingurinn sem hefur haft hug á að kaupa Val- höll kemur til landsins. Til stóð að hann kæmi til að undirrita samninga í þessari viku. í kjölfar umræðna í þjóðfélaginu og efasemda um lög- mæti sölunnar sendi maðurinn fast- eignasala Jóns, Magnúsi Leópolds- syni, bréf þar sem hann varpar fram spurningum um málið. „Það er ekkert óeðlilegt að hann spyijist fyrir eftir að hafa heyrt af fjaðrafoki því sem hefur verið í gangi hér,“ sagði Jón í samtali við Morgun- blaðið. Jón sagðist ekki telja að manninum hefði snúist hugur um kaupin. Kaupsamningurinn þeirra á milli væri líka bindandi. „Mínir menn segja mér að það sé ekkert ólöglegt við þennan samning þannig að ég sé ekki hvað ætti að standa í vegi fyrir sölunni.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins spyr maðurinn í bréfinu hvort einhverjar frekari kvaðir fylgi hótel Valhöll en hann hefði verið upplýstur um áður. Eins og hvort skilyrði sé að reka hótel í bygging- unni og ef svo er hvernig opnunar- tíma skuli háttað. Qddur Sigurðsson jöklafræðingur um Jökulsá á Fjöllum Eðli árinnar að leita úr farvegi sínum JÖKULSÁ á Fjöllum er orðin óstýrilát í farvegi sínum og á nokkrum stöðum farin að leita úr honum. Mikið vatn hefur verið í ánni í sumar og fyrir þær sakir voru þannig að- stæður þar sem rútuslysið varð á miðvikudag að 14 manns voru hætt komnir í henni. í Kelduhverfí líst mönnum ekki á blikuna og hafa sett fram kröfu um varn- argarð. Það er hins vegar alls óvíst að mannlegur máttur fái hamið jökulár nema til skamms tíma. Oddur Sigurðsson, jökla- fræðingur hjá Vatnamæling- um, sagði að jökulár hefðu það eðli að bera undir sig aur og gijót í farveginum. Þegar þær hefðu gert það í nokkurn tíma væri farvegurinn orðinn það hár að hann stæði hærra en umhverfið og þá leitaði áin út úr þeim farvegi og leitaði sér að nýjum. „Það er þannig með íslensk auravötn að þau flæmast fram og aftur um aurana,“ sagði hann. „Þetta á við víða um Jökulsá á Fjöllum þar sem hún er harla lítil, bæði upp við jökul þar sem eru miklir sand- ar, og hér og þar á leiðinni, meðal annars á flatlendinu í kringum endann á Kreppu- tungu þar sem Kreppa kemur í ána, við Herðubreiðarlindir og svo niður í Öxarfirði. Á þessum stöðum er áin til dá- lítilla vandræða." Hann sagði að þessa yrði mest vart þegar mikið væri í ánni og það væri yfirleitt í ágúst eins og í öðr- um jökulám. Hlýtt sumar og jökulskrið „I ár hafa hins vegar bæði júlí og ágúst verið tiltölulega hlýir,“ sagði hann. „Þar á ofan kemur að Dyngjujökull er nýskriðinn fram og með því móti að skríða fram stækk- aði flatarmál hans um 25 ferkíló- metra. Þessir 25 ferkílómetrar eru þar sem jökullinn er lægstur og bráðnar örast þannig að þetta hefur mikil áhrif. Samanlagt gerir þetta allt saman að áin heggur á veikustu staðina í sumar.“ Oddur sagði að Jökulsá væri ekki beinlínis farin að renna upp í Lindaá sem rennur inn í hana. Hins vegar væri um að ræða svokölluð bakvatnsáhrif sem kæmu fram í því að Jökulsá hækkaði fyrir ósum Lindaár og i-ynni á móti henni neðan frá. Að auki bryti Jökulsá land í kringum ósa Lindaár og hefði hann haft spurnir af því að hún væri farin að brjóta hluta af veginum, sem liggur þarna fram hjá. Einnig væri Jökulsá að brjóta land innan við Herðubreiðarlindir og hefði tek- ið stykki úr veginum, sem lægi frá Herðubreiðarlindum inn í Dyngju- fjöll. Hann sagði að þegar svona stæði á lægi áin þétt upp við Urðarháls inn við jökul þar sem gamla Gæsavatna- leiðin lægi niður og verið gæti við- sjárvert að fara aurana á þeirri leið því að auravötnin þar gætu gleypt bíla. Hann hefði eitt sinn séð bíl af tegundinni Lada Sport hverfa á dagstund. Oddur sagði að í Öxarfirði mæddi áin á görðum frá landsiginu, sem varð 1976-78. „Þar eru menn að velta fyrir sér hvað sé til bjargar," sagði hann. „En eitthvert verður áin að fara og veiti menn henni frá sér á einum stað fer hún á einhvern annan. Það er eðli árinnar að fara úr sínum farvegi." Oddur sagði að skipti áin um farveg gæti hún farið upp að byggðinni í Kelduhverfinu. Það væri leiðinlegur nágranni að hafa, en þar hefði áin verið um síðustu aldamót. Einnig gæti hún farið norður landsigið, sem myndaðist 1976-78, og þá myndi hún fara ansi nærri hitaveitu Kópa- skers og borholum, sem þar eru. Einnig gæti hún farið í Sandá sem er austasta kvíslin og þar væri Silfur- stjarnan með fiskeldi. Einhvers staðar kemur hún niður „Það er því eins og einhver sagði þegar losna átti við ósómann: „Bara burt.“ En sá staður er ekki til og ein- hvers staðar kemur hún niður.“ Oddur sagði að þegar áin kæmi út úr Jökulsárgljúfrum myndaði hún mjög reglulega aurkeilu, sem væri jafn brött í allar áttir. Þegar hún hefði borið undir sig á einum stað leitaði hún á þann stað sem næstur væri. Áin lagaði það sem úrskeiðis færi. Mikið hefði farið úrskeiðis í umbrotunum í Kröflu, sem enn væri ólagað, en áin myndi laga það. „Munnmæli segja að Jökulsá hafi skipt um aðalfarveg á um 70 ára fresti í Kelduhverfi á undanförnum öldum og það getur verið nærri lagi,“ sagði hann. „Slík sveifla getur gerst á einu til þremur árum og verður yfu-leitt þegar krapasveiflur verða á veturna. Þegar þiðnar að vori sést síðan að áin er komin á nýj- an stað. Ofan á allt annað geta orðið hlaup í Jökulsá, sem hafa á söguleg- um tíma verið með alvarlegustu hlaupum á landinu." Tífalt Skeiðarárhlaup Hann rifjaði upp að á síðasta ári hefði komið hlaup í Kreppu, sem tekið hefði með sér Sandár-brúna, en stór hlaup hefðu síðast komið á 18. öld og gætu þau slagað í Skeiðar- árhlaup. „Síðan eru forsögulegu hlaupin, sem voru tífalt stærri en Skeiðar- árhlaupið fyrir fjórum árum. Þar má nefna hlaupið sem varð fyrir um 2500 árum og gróf Ásbyrgi og Jök- ulsárgljúfur á dagstund eða nokkrum dögum.“ Breytt hegðun í Kelduhverfi Sveinn Þórarinsson, bóndi í Krossdal, hefur fylgst náið með rennsli árinnar undan- farin ár. Hann sagði að um þessar mundir væri óvenju mikið vatn í henni og svo virt- ist, sem hún væri að breyta sinni hegðun í Kelduhverfinu. „Hún rennur fyrst þegar hún kemur niður úr gljúfrun- um í hefðbundnum farvegi, en kemur svo niður á flatlendi, sanda, þar sem hún breiðir mikið úr sér og í fyrrahaust kom fram áll sem rennur í suðvestur,“ sagði hann. „Þarna er varnargarður sem var ýtt upp úr sandi fyrir átta árum og þjónaði þeim tilgangi að halda aftur af krapaflóðum að vetrarlagi, en nú er straumvatn farið að skella á honum og hann þolir það ekki til lengdar. Þegar hún er komin í gegnum garðinn kem- ur áin hér inn í Skjálftavatn, yfir gróið land og ofan í Litluá sem er ágætis silungsveiðiá." Hann sagði að af þessu stafaði mikil hætta og erfitt yrði að stoppa ána ef hún brytist yfir varnargarðinn. Hins vegar hefði þetta mál verið tekið upp við yfirvöld og hefðu fengist loforð um nýjan varn- argarð. „Það þarf dálítinn varnar- garð til að hemja hana í þröngum farvegi," sagði hann. „Það er afskaplega erf- itt um vik þegar hún brýtur úr bökkum sínum á þessum slóð- um og ég hugsa til þess með hryllingi ef hún fer í annan farveg því að þá skilur hún eftir sig þvílíkt haf af framburði - leir og drullu - sem fýkur yfir okkur næstu árin, fyrir utan gríðarlegar gróður- skemmdir og það að þarna einangr- ast fjórir eða fimm bæir lokist veg- urinn til þeirra. Áin rennur nú norðan við hina svokölluðu sandbæi, en brjótist hún gegnum varnargarð- inn kemur jökulkvísl á milli þessara bæja og þjóðvegarins þannig að ófært verður að þeim nema á báti.“ Viðhald varnargarða er á vegum fyrirhleðslusjóða Landgræðslunnar. Sveinn sagði að hins vegar væri ekki áætlað að veita nema um eina millj- ón króna til Kelduhverfisins á þessu ári. Hins vegar mætti gera ráð fyrir því að varnargarðurinn yrði að vera 300 til 400 metrar og um tveir metr- ar á hæð og myndi kosta 20 til 30 milljónir króna. „Hann verður að vera úr grjóti og möl,“ sagði hann. „Það verður að verja hann með stórgrýti því að þarna beljar á honum straumur.1 Hann sagði að ekki hefði verið byrj- að að fara fram á varnargarð af al- vöru fyrr en í sumar þegar ljóst var að þessi áll, sem rennur þarna til suðurs, stækkaði óeðlilega mikið. „Það er erfitt... ekki hafa farið fram þarna miklar hæðarmælingar frá því að jarðsigið varð þarna 1976 og Skjálftavatnið myndaðist, en munstrið á landinu hefur bi'eyst,“ sagði hann. „Landið hefur lækkað þar sem áður var hærra og það er ómögulegt að segja hvernig áin gæti komið til með að flæða - hún gæti vel flætt vestur í Víkingavatn og mikil beitarlönd gætu breyst í drullupytti." Sveinn sagði að verið gæti að nýr varnargarður væri að- eins upphafið á þvi að reyna að hemja Jökulsá í núverandi fai"vegi: „Við getum ekki sætt okkur við það í framtíðinni að hún sé að hlaupa hér til og frá. Það þarf að hafa vit fyrir henni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.