Morgunblaðið - 18.08.2000, Side 12

Morgunblaðið - 18.08.2000, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UliMlll**1' 1' ‘ YT saursr": r7fn Ht i i m*1' r Morgunblaðið/Jim Smart 70 þúsund tonna skemmtiferðaskip SJÖTIU þúsund tonna skemmtiferðaskip, Crown Princess, lagðist að Reykjavíkurhöfn um ellefuleytið í gær. Að sögn Rolfs Amarsonar, fulltrúa umboðsdeildar Eimskips, er skipið með þeim stærri sem komið hafa hingað til lands, en Eimskip sér um viðhald skipsins meðan það er í höfn. Á skipinu em um 1550 farþegar, aðallega frá Bandaríkjunum, en um 690 manns eru í áhöfn þess. Rolf sagði skipið 245 metra á lengd, 36 metra á breidd og glæsilegt skip í alla staði. Skipið sigldi úr höfn klukkan 21 í gærkvöld eftir dagsdvöl á Islandi. Úrskurður skipulagsstjóra um kísilgúrnám úr Mývatni N áttúru verndar- samtök Islands leggja fram kæru NATTÚRUVERNDARSAMTÖK íslands hafa lagt fram kæru til um- hverfisráðherra vegna úrskurðar skipulagstjóra um áframhaldandi kíslilgúmám úr Mývatni og krefjast samtökin að úrskurðurinn verði felld- m- úr gildi, en skipulagsstjóri féllst á að leyfa frekari efnistökur úr vatninu á nvju námasvæði í Syðriflóa. I kæiu Náttúruvemdai’samtak- anna kemur fram að árið 1993 náðist samkomulag á milli Náttúruvemdar ríkisins, umhverfisráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins um að vinnslu kísilgúrs yrði hætt í Mývatni eftir að námaleyfi í Ytriflóa rynni út, eða síð- asta lagi árið 2010. Segir í kæranni að samkomulag þetta hafi byggst á nið- urstöðum vísindamanna um að líkur væra á því að frekara kísilgúrnám úr Mývatni myndi veikja undirstöður líf- ííkis í vatninu. í kæranni segir einnig að úrskurð- urinn brjóti í bága við varúðarreglu Evrópska efnahagssvæðisins sem lögfest hefrn' verið á Islandi, en þai' segir að ef skortur sé á vísindalegri fullvissu skuli fresta aðgerðum sem geta valdið alvarlegu eða óbætanlegu tjóni. Náttúraverndarsamtökin segja að skipulagsstjóri hafi mistúlkað regluna og að hann varpi þar með frá sér þeirri ábyrgð að framfylgja henni. í lok kærunnar segir að í úrskurði skipulagsstjóra sé ekki fjallað um skort á upplýsingum í skýrslu fram- kvæmdaraðila, sem er Kísiliðjan, um frekara mat á umhverfisáhrifum, en í bréfi frá stofnuninni segir að fram- kvæmdaraðili veiti ekki nógu skýrar upplýsingar um áhrif námavinnslu á fuglalíf, silung og hve væntalegur hámarksstyrkur niturs og fosfórs verði í affalsvatni frá Kísiliðjunni. Hjúkrunarforstjóri geðdeilda Landspítala gagnrýnir niðurstöður BA-ritgerðar Villandi mynd dreg- in upp af starfinu Fólk með geðsjúkdoma er næmt á umhverfí sitt og þakklátt fyrir stuðning og meðferð, segir Pórunn Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri geðdeilda Landspítala. Hún telur ekki rétta mynd hafa verið dregna upp í BA-ritgerð Guðrúnar Huldu Eyþórsdóttur út frá viðtöl- um hennar við lítinn hóp starfsliðs geðsviðs. Morgunblaðið/Jim Smart Þórunn Pálsdóttir er hjúkrunarforstjóri á geðsviði Landspítalans. „MÉR brá þegar ég las þessa grein af því þar er mikið um alhæfingar um starfsfólk, yfu-stjóm og sjúklinga á geðdeildum út frá viðtölum við sjö manns úr um 400 manna starfsliði á geðsviði og mér finnst hafa verið framið mannréttindabrot á stóram hópi,“ segir Þórann S. Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri á geðsviði Land- spítala - háskólasjúkrahúss í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til viðtals blaðsins sl. sunnudag við Guðrúnu Huldu Ey- þórsdóttur þar sem hún greinir frá niðurstöðum BA-ritgerðar sinnar á stöðu ófaglærðs staifsfólks og sjúkra- liða á geðdeildum. Niðurstaða Guðrúnar Huldu er að skoðanir starfsfólks séu lítils virtar, mikið sé um andlegt og líkamlegt of- beldi, þörf sé á samræmdum reglum og fordómar gegn ófaglærðu fólki séu miklir. Rætt við fáa „Undirstaða þess að hægt sé að meta þessa rannsókn er að aðferða- fræðin sé ljós. Samkvæmt upplýsing- um frá Guðrúnu Huldu framkvæmdi hún svokallaða eigindarannsókn og kvaðst hafa talað við sex manns úr hópi starfsfólks og sjúkraliða og einn hjúkranarfræðing að auki,“ segir Þórann. „Hún tjáði mér að hún hefði rætt við deildarstjóra til að fá ábend- ingar um fólk og látið berast inná deildir að hún vildi komast í samband við starfsmenn til að koma í viðtöl. I sambandi við rannsóknir og kann- anir benda þær á ákveðnar niður- stöður en ekki er hægt að alhæfa út frá þeim. Þær vöktu undran mína all- ar þessar alhæfingar og fullyrðingar. Ég spyr hvemig kennslu í vísindaleg- um vinnubrögðum er háttað innan fé- lagsvísindasviðs Háskólans.“ Þórann telur dregna upp mjög vill- andi mynd af starfsemi geðdeilda. „Má íhuga hvort brotið er á rétti sjúklinga, þessa hóps sem á nógu erf- itt fyrir. Þetta hefur líka haft áhrif á starfsfólkið og því finnst hafa verið komið óorði á sig. Auðvitað vitum við að það er ekki alltaf allt í fullkomnu lagi en yfirstjóm geðsviðsins leggur sig í líma við að gera sífellt betur og starfsfólkið er upp til hópa með í því verkefni af heilum hug.“ Þórann segir að á reglulegum fundum lækna og hjúkranarfræðinga á deildum sitji fulltrúar starfsfólksins og er þar rætt um starfið og meðferð og þar geti menn komið sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. „Það er hins vegar ekki óeðlilegt að þeir sem hafa sérmenntað sig til starfa meðal geðsjúkra hafi meira um meðferðina að segja en þeir sem ekki hafa slíka menntun en mér finnst al- rangt að segja að ekki sé tekið tillit til sjónarmiða starfsmanna.“ Starfsmenn 350-400 Á geðsviði Landspítala er starfs- fólk um 180 og um 350 ef taldir eru með allir sérmenntaðir starfsmenn. Þórunn segir að í 180 manna starfsliði geti kraumað óánægja undir niðri hjá vissum hópi og hún nefnir þrennt til skýringar: „Launakjörin era bágbor- in og ég veit að fólk er óánægt með að vera ekki sérstaklega tryggt vegna hugsanlegs ofbeldis og því finnst bólusetningum ekki sinnt,“ segir hjúkranarforstjórinn og kemur nánar inná þessi þijú atriði. „Laun starfsfólks era ekki nógu góð og samræming er ekki nógu góð heldur, þannig að kjörin geta verið misjöfn eftir því á hvaða deild fólk starfar þótt störfin séu svipuð. Óánægja með kjör getur sáð sér út á margan hátt og komið fram í viðhorf- um til starfsins og yfirmanna. Þá hafa starfsmenn óskað eftir því að vera tryggðir sérstaklega til að fá bætur vegna hugsanlegs ofbeldis. Yf- irstjóm geðsviðsins tekur undir þá kröfu en fyrri framkvæmdastjórn spítalans telur þetta vera mál viðkom- andi stéttarfélaga í kjaraviðræðum. Um bólusetningar er það hins veg- ar að segja að þær hafa lengi verið fyrir hendi. Starfsmönnum á mót- tökudeildum er gefinn kostur á bólu- setningu og við höfum vit- anlega uppi sérstakar varúðarráðstafanir þegar við vitum að sjúklingur kann að vera haldinn lifr- arbólgu C. Það á einkum við um sprautufikla og þeir era líka alltaf rannsa- kaðir með tilliti til þessa.“ Hjúkranarforstjórinn segir að kringum 60% starfsfólksins sé nokkuð fastur kjarni en talsverð hreyfing sé á hinum 40%. „Það er of mikil hreyfing og stafar hún sjálfsagt meðal annars af launa- kjöranum. Starfsfólkinu finnst starfið ekki metið. En gegn þessu þurfum við að vinna og það gerist best með því að reyna að gera sem best á Öllum sviðum og berjast fyrir umbótum í þessum mála- flokki.“ Ofbeldi getur komið upp Þórunn segir ofbeldi meðal geðsjúklinga síst meira en annarra hópa, þar með talinna annarra sjúklingahópa, í þjóðfé- laginu og minnir á að fram hafi komið í könnun- um að mest sé um ofbeldi á heimilum. Hún sagði að fram hefði komið í könn- un á ofbeldi á geðdeildum Landspít- ala árin 1995 til 1999 að tilfellum hefði fækkað úr 336 árið 1995 í 171 árin 1998 og 1999 hvort ár. „Ofbeldi getur komið upp á vinnu- stöðum og sums staðar er áhættan meiri en annars staðar. Ég held að hræðsla við ofbeldi sé verst. Hún get- ur stafað af öryggisleysi, reynsluleysi, kunnáttauleysi og einmanaleika. Við höfum gert mikið af því að fjalla um ofbeldi og vamaðaraðgerðir og m.a. gefið reglulega út bækling um það efni. Starfsfólki finnst oft erfitt að tala um ofbeldi en við bjóðum sérstaka hjálp þegar slík tilvik koma upp. Vandinn er líka sá að ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir getur skilið eftir sig merki um lengri tíma og við þurfum að gæta okkar á því að fylgja aðstoðinni eftir. Ofbeldi leiðh' alltaf til ofbeldis og hér höfum við lagt af allt sem heith' þvingun gagnvai-t sjúklingum. Við bindum þá ekki niður eða lokum þá inni heldm- tökum á vandanum þegai' hann kemm' upp með því að kalla út aukastarfsfólk og taka á mannlegan hátt á sjúklingunum. Eins og margir vita hafa ný lyf verið þróuð til að nota í meðferð við geðsjúkdómum og þau hafa með öðra stuðlað að þeirri þróun að menn hafa horfið frá því að beita þvingunum og öðram shkum örþrif- aráðum í meðferð." Um 90% telja laun mikilvæg vegna starfa á geðdeild Þórunn vitnar til könnunar meðal starfsfólks geðdeilda Landspítalans fyrir rúmu ári þar sem fram kom að 45,3% starfsfólks telur að vel sé tekið á ofbeldi eða átökum sem upp komi á deildum og 43,2% til viðbótai' telja að sæmilega sé á því tekið. Þá telja 32,3% að nær alltaf sé nægilega mai'gt starfsfólk á deildinni til að koma í veg fyrir átök eða ofbeldi og 33,3% til viðbótar telja stundum nægt starfsfólk fyrir hendi. Þá kom fram í sömu könnun að um 90% starfsmanna telja betri laun mik- ilvægt atriði til að starfa á geðdeild og milli 50 og 60% telja möguleika á fagnámskeiðum mikilvægt atriði. Starfsmenn vora einnig spurðir hvaða atriði hefðu haft áhrif á val á starfi á geðdeild og nefndu um 26% áhuga á því að hjálpa öðram og um 18% nefndu áhuga á að vinna með fólki. Alls tóku 245 starfsmenn þátt í þessari könnun sem fór fram skrif- lega og var svarhlutfallið 72%. Geðsjúklingar næmir á umhverfið I lokin segir hjúkranai'forstjórinn að sér finnist heldur leiðinleg mynd vera dregin upp af sjúklingum sem ekki sé réttmæt. „Fólk með geðsjúk- dóma á rétt á því að borin sé sama virðing fyrir því og öðrum þjóðfélags- þegnum. Geðsjúklingar era mjög næmir á umhverfi sitt og þeir eru þakklátir fyrir það sem gert er. Eng- inn sjúklingahópur á eins erfitt upp- dráttar og staða þeirra í þjóðfélaginu er erfið. Þeir sem starfa á geðsviði Land- spítalans leggja áherslu á að veita sem besta meðferð og sinna sjúkling- unum og aðstandendum þeirra á allan þann hátt sem þeir best geta. Einn þáttur í meðferðinni er að geta boðið góða aðstöðu, að deildhTiai' séu bjart- ar og rúmgóðar og sjúklingar séu á einbýli og vonandi getum við fyrr en síðar boðið öllum sjúklingum upp á það.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.